Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 2
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI2
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
TENERIFE
30. JÚLÍ - 10. ÁGÚST | 11 DAGAR
FLUG & GISTING Á
APARTHOTEL VERÐ FRÁ:
84.900 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR
FLUG OG HANDFARANGUR
FLUG
VERÐ FRÁ:
49.900 KR.*
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
Urður Egilsdóttir
Alls greindust 88 smit innanlands í
fyrradag og 95 á föstudag. Flestir
smitaðra eru bólusettir eða um 70%.
Spurður hvort mikið sé um endursýk-
ingar smitaðra segir Már Kristjáns-
son, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar
Landspítala, svo ekki vera. „Þetta er
rétt að koma upp núna en þetta eru
örfáar endursýkingar,“ segir Már og
bætir við að í því felist að fólk hafi
fengið veiruna og síðan almennt ekki
þegið bólusetningu eftir smitið. „Við
erum að reyna að átta okkur á hvers
kyns þetta er.“
Már segir að um sé að ræða ein-
staklinga sem séu nú að smitast af
Delta-afbrigðinu en hafi smitast af
öðru afbrigði fyrst.
Vernd bólusetninga vonbrigði
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
segir að það séu vonbrigði að bólu-
setning gegn Covid-19 skuli ekki
verja fólk betur fyrir kórónuveiru-
smiti en án bólusetningar væru Ís-
lendingar líklega búnir að missa tökin
algjörlega á faraldrinum. Um 50%
bólusettra virðast ná að verjast kór-
ónuveirusmiti.
Spurður hvort bólusetningin sé að
bregðast hvað varðar vernd fyrir
smitum segir Víðir: „Já, ég held að
þetta séu vonbrigði. Það reiknuðu all-
ir með því að þetta myndi verja betur
og við erum alltaf að sjá nýjar tölur,
til dæmis frá Ísrael þar sem vernd-
arhlutfallið þar kemur verr út með
hverri rannsókninni sem þeir birta.
Það er svolítið að endurspeglast hjá
okkur. Þetta Delta-afbrigði [kórón-
uveirunnar] smitast mjög hratt og
það er hár smitstuðull af því. Sem
betur fer eru bólusetningarnar að
virka vegna þess að annars værum
við væntanlega með svo stóran far-
aldur að við værum búin að missa al-
gjörlega tökin á þessu. Við hefðum
viljað sjá betri árangur en bólusetn-
ingarnar eru klárlega að hjálpa mjög
mikið.“
Smit í útskriftarferð
Um helgina kom hópur nemenda
Flensborgarskólans úr útskriftarferð
frá Krít og eru þeir nú komnir í
sóttkví. 30 nemendur greindust smit-
aðir við komuna til landsins en allir
samferðamenn þeirra í vélinni eru
komnir í sóttkví. Alls eru nú 1.635 í
sóttkví og 1.154 í skimunarsóttkví.
544 í eftirliti
544 einstaklingar eru nú í eftirliti á
Covid-göngudeild Landspítala, þar af
er 51 barn. Af þeim sem eru í eftirliti
eru 15 gulmerktir og einn rauðmerkt-
ur. Þá eru þrír sjúklingar inniliggj-
andi á legudeildum. Þannig eru 97%
smitaðra enn með lítil eða engin ein-
kenni. Þá eru níu starfsmenn spítal-
ans í einangrun, 22 í sóttkví og 242 í
vinnusóttkví. Spítalann er nú á
hættustigi og eru því í gildi mjög
strangar heimsóknarreglur. Aðeins
einn gestur má heimsækja sjúkling á
dag og mælst til þess að börn undir 12
ára aldri komi ekki nema með sér-
stakri undanþágu. Heimsóknargestir
verða að virða grímuskyldu öllum
stundum. Þá er starfsfólk beðið um að
gæta ýtrustu varúðar varðandi ein-
staklingsbundnar sóttvarnir.
Nýjar reglugerðir
Á miðnætti í fyrrinótt tóku gildi
nýjar takmarkanir innanlands en þar
ber helst að nefna að fjöldatakmark-
anir eru 200 manns, nándarregla er
almennt einn metri og grímuskylda
er þar sem rými er illa loftræst eða
ekki er unnt að tryggja fjarlægðar-
takmörk. Á miðnætti í kvöld tekur
einnig gildi ný reglugerð á landamær-
unum þar sem segir að allir bólusettir
einstaklingar, eða þeir sem eru með
staðfesta fyrri sýkingu sem koma til
Íslands, þurfi að framvísa neikvæðu
Covid-prófi.
Farið að bera á endursýkingum
- 70% smitaðra síðustu daga bólusettir - Örfáar endursýkingar - Víðir segir vernd bólusetninganna
vonbrigði - 30 smitaðir eftir útskriftarferð - 544 í eftirliti á Covid-göngudeild - 97% með lítil einkenni
Morgunblaðið/Odd
Skimun Smitum hefur fjölgað mikið undanfarið vegna Delta-afbrigðisins. Yfir 3.000 sýni eru nú tekin daglega.
Már Kristjánsson Víðir Reynisson
okkur sumarfrí í ágúst en hvort það
verði af því er erfitt að segja. Við
reynum að hvílast og gefa fólkinu
okkar frí þegar það er hægt. Með
þessari opnun í kvöld erum við nokk-
uð vel sett, alla vega næstu vikurnar
nema eitthvað enn verra gerist.“
Gylfi segir að fólk í farsóttarhús-
inu sé yfirleitt frekar einkennalaust
fyrstu vikuna en þegar byrjar að líða
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Róðurinn hefur verið þungur hjá
starfsfólki farsóttarhúsa Rauða
krossins, farsóttarhúsin tvö yfirfyllt-
ust af fólki, en um 130 manns voru í
einangrun í tveimur farsóttarhúsum
í gær. Gripið var til þess ráðs að
opna nýtt farsóttarhús við Skúla-
götu, þar sem Fosshótel Baron er til
húsa.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónar-
maður farsóttarhúsanna, segir vel
hafa tekist að opna þriðja farsótt-
arhúsið. Í fyrstu vantaði starfsmenn
í nýja húsið en Gylfi sagði umsóknir
byrjaðar að streyma inn. Sjálfboða-
liðar innan Rauða krossins aðstoð-
uðu við að opna húsið.
„Við náðum að opna húsið og ég á
ekki von á öðru en að fólk taki við
sér. Umsóknir streyma inn til okkar.
Fólk er greinilega með okkur í liði.“
Gylfi segir aðeins sjö starfsmenn
sjá um farsóttarhúsin og sinni þeir
um 130 manns. Lítið hefur verið um
sumarfrí og virðist sem langt sé í
það ef smitum heldur áfram að
fjölga.
„Einhver okkar hafa tekið nokkra
daga í sumarfrí en alls ekki allir, við
erum horfa til þess að reyna að taka
á þá seinni verða einkenni svæsnari.
„Við erum að sjá einkenni koma
fram í upphafi seinni vikunnar jafn-
vel eða í lok þeirrar fyrri. Þau ein-
kenni geta verið ansi kræf, en hjá
flestum ganga þau nokkuð hratt yfir
á tveimur til þremur dögum. Þó hafa
nokkrir farið upp á spítala til þess að
fá aukna aðstoð og alla vega tveir
gestir okkar hafa verið lagðir inn.“
Farsóttarhúsin fylltust
og því þriðja bætt við
- Sjö starfsmenn sáu um 130 smitaða í húsunum tveimur
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Covid Starfsmenn Rauða krossins tóku í gærkvöldi á móti fólki í nýju far-
sóttarhúsi, þar sem Fosshótel Barón er til húsa við Skúlagötu.
544
voru í eftirliti á Covid-göngudeild
Landspítala kl. 18 í gær.
528
voru þar af grænmerktir,
með væg eða engin einkenni.
15
voru gulmerktir,
með aukin einkenni.
1
var rauðmerktur á göngudeildinni,
með alvarlegri einkenni
183
ný smit greindust á föstudag
og laugardag.
130
voru í einangrun í gær í farsótt-
arhúsum með virkt smit.
3
voru inniliggjandi á Landspítala
vegna Covid-19.
FJÓRÐA BYLGJA COVID-19
»