Morgunblaðið - 26.07.2021, Side 4

Morgunblaðið - 26.07.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu 595 1000 ur br s á 60+ meðBirgitte Bengston Benidorm Verð frá kr. 189.900 FRÁBÆRT VERÐ! 16. eða 23. september í 16 nætur Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðasta launahækkun lífskjarasamn- inganna tekur gildi 1. janúar en þeir renna út um mitt næsta ár. Launa- taxtar hækka þá um 25.000 krónur en almenn laun um 17.250 krónur. Spurður hvaða launakröfur menn munu gera, í ljósi vaxandi verðbólgu á síðari hluta samningstímans, sem er frá 2019 til 2022, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að kaup- máttur launþega verði tryggður. Gengur verðbólgan til baka? „Við erum þegar byrjuð að undir- búa kröfugerð og farin að hugsa til næstu endurskoðunar á samningun- um sem verður 1. október. Þetta er flókin staða. Margir þættir skapa verðbólguna. Þar með talið ytri að- stæður sem skýrast meðal annars af áhrifum kórónuveirunnar á kostnað- arverð innfluttrar vöru. Mun það ganga til baka að einhverju leyti? Svo er það þáttur húsnæðisverðs í verðbólgunni. Það er erfitt að greina stöðuna og það er ólíklegt að við verðum komin með skýra mynd af henni við end- urskoðun samn- inga í haust. Það er sömuleiðis ólíklegt að farið verði út í róttæk- ar aðgerðir.“ – Hvað felst í endurskoðuninni í september? „Þá verður horft til nokkurra þátta. Fyrst ber að nefna kaupmátt- inn og hvernig hann verður í haust. Við gerðum kröfu um að vextir myndu lækka sem gekk eftir. Hins vegar stendur upp á efndir ríkis- stjórnarinnar varðandi verðtrygg- ingu, starfskjaralögin og ýmis önnur mál en töluvert vantar upp á að þau loforð hafi verið efnd. Eina atriðið sem var tímasett varðaði afnám hús- næðisliðar úr vísitölu neysluverðs. – Ef verðbólgan verður áfram 4-5% mun þá verða gerð krafa um launahækkun sem er að minnsta kosti jafn mikil á ári á tímabili næsta samnings? „Já það munum við gera. Það er okkar hlutverk að tryggja að kaup- máttur haldist og aukist svo þegar innistæða er fyrir því. Við munum aldrei sætta okkur við það að kaup- máttur launa rýrni, sérstaklega þeg- ar vel gengur í atvinnulífinu að ferðaþjónustunni undanskilinni. Vilja ramma um fjarvinnuna – En atvinnuleysið? Mun það koma við sögu í næstu kröfugerð? „Ég reikna með því að atvinnu- stigið og breytingar á störfum, í kjöl- far „fjórðu iðnbyltingarinnar“, verði mjög fyrirferðarmikil í næstu samn- ingum. Við þurfum að ramma fjar- vinnuna betur inn og tryggja að al- menn réttindi eins og veikinda- réttur, tryggingar og hvíldartími skerðist ekki ásamt því að jafnræðis sé gætt á milli þeirra sem hafa að- stöðu til heimavinnu og þeirra sem hafa það ekki. Einnig að aðgangur að nauðsynlegum búnaði verði tryggð- ur. Svo eru það viðbrögð við mögu- legri fækkun starfa og hvernig við bregðumst við aukinni sjálfvirkni- væðingu. Þar kemur áframhaldandi stytting vinnuvikunnar sterk inn og hvernig við getum notað skattkerfið til að bregðast við alþjóðavæðingu, aukinni sjálfvirkni og úthýsingu starfa. Það jákvæða er að við höfum nú þegar, í mjög góðu samstarfi við atvinnulífið og stjórnvöld, hafið þessa vinnu en eigum eftir að ramma þetta betur inn í kjarasamninga. Mestu máli skiptir að ávinningnum sem af þessu verður verði skipt með sanngjörnum hætti milli atvinnulífs- ins og vinnandi fólks sem og sam- félagsins alls,“ segir Ragnar Þór. Hrakspárnar rættust ekki Hagþróunin í faraldrinum sýni að þvert á hrakspár hafi launahækkanir lífskjarasamningsins haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækja. „Við sjáum það á stöðu fyrirtækja að þau eru flest að stórauka veltu sína. Þá sérstaklega skráðu félögin í kauphöllinni. Sömuleiðis hefur launakostnaður sem hlutfall af veltu farið lækkandi. Afkoman er umfram væntingar og verðbréfavísitalan í kauphöllinni hefur hækkað gríðar- lega. Það er því ljóst að allt tal um að launahækkanir myndu hafa neikvæð áhrif á hagkerfið stangast á við raun- veruleikann og þær hagtölur sem við höfum fyrir framan okkur. Menn virðast hafa mikla trú á hlutabréfum og þau hafa hækkað.“ Grandaleysi hjá stjórnvöldum – Nú hafa íbúðir hækkað í verði í kjölfar þess að vextir voru lækkaðir en það var auðvitað krafa ykkar að draga úr vaxtamun við útlönd. Hvernig hefur kaupmátturinn í hús- næði þróast fyrir þína félagsmenn? „Að mörgu leyti hefur þróunin verið jákvæð. Að sama skapi var það grandaleysi hjá stjórnvöldum að vera ekki nógu vel búin undir þessa spennu, eða áhlaup á fasteignamark- aðinn, sem kemur í kjölfar þess að fólk getur skuldsett sig meira og tek- ið hærri lán. Það kom nýr hópur inn á markaðinn sem hafði áður hvorki greiðslugetu né aðgang að fasteigna- markaðnum. Það er margt jákvætt við það en um leið hefur þetta orðið til þess að fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi og það er mikið áhyggjuefni.“ Verðbólguþróunin óvissuþáttur - Formaður VR segir verkalýðshreyfinguna munu taka tillit til verðbólguþróunar í komandi kröfugerð - Áfram verði barist fyrir styttingu vinnuvikunnar - Hækkun fasteignaverðs sé mikið áhyggjuefni Ragnar Þór Ingólfsson Gjörgæslurýmum á Landspítalanum hefur fækkað til muna í sumar og sem stendur eru aðeins tíu rými opin. Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir þetta ekki óeðlilegt en margir starfsmenn spítalans eru nú í sumarleyfi og erfitt sé að fá afleysingar á gjörgæslu. „Ef við sjáum fjölgun innlagna á gjörgæslu vegna Covid þá opnum við fleiri rými. Ef það verður mikið álag á spítalann þá þyrftum við að kalla fólk inn úr sumarleyfum og leita í bak- varðalista og annað slíkt, sem við höf- um gert í fyrri bylgjum. En við erum að reyna á meðan það er ekki nauð- syn að leyfa fólki að vera í sumarfríi. Fólkið okkar er búið að standa langa vakt og er þreytt.“ Sigríður segir ekkert benda til þess að innlagnir á gjörgæslu séu að fara að aukast, en það eigi eftir að koma í ljós þegar á líður á þessa bylgju. „Það hafa margir greinst undan- farið en þeir eru ekki búnir að vera veikir nógu lengi til þess að vera farnir að sýna þessa týpísku sjúkdómsmynd sem verður þegar þeir veikjast. Við förum að sjá það eftir viku, tíu daga. Þá sjáum við hver innlagnatíðnin verður miðað við bylgjurnar á undan. Það eru vís- bendingar um að það er ekki eins há innlagnatíðni og áður. En við tökum enga áhættu, við grípum til aðgerða ef það stefnir í að við þurfum að manna betur eða manna meira eins og á gjörgæslu.“ Sigríður segir háa smittíðni í sam- félaginu mikið áhyggjuefni, það þyngi róðurinn á spítalanum ef starfsfólk hans þurfi að sæta sóttkví eða einangrun. logis@mbl.is Rúmum á gjör- gæslu fækkað - Stöðugt verið að endurmeta stöðuna Sigríður Gunnarsdóttir Útför Þórunnar Egilsdóttur, þingkonu Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi, fór fram frá Vopnafjarðarkirkju á laugardag. Kistu hennar báru Arnar Már Ellertsson, Svava Sæberg, Gunnhildur Louise Sigurðardóttir, Egill Örn Egilsson, Guðrún Helga Ágústsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Guð- mundur Friðbjarnarson og Kristjana Louise Frið- bjarnardóttir. Séra Þuríður Árnadóttir sóknar- prestur jarðsöng. Þórunn lést 9. júlí sl. eftir baráttu við krabbamein. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Útför Þórunnar Egilsdóttur Mikill gangur var í eldgosinu í Geld- ingadölum í gær, þótt krafturinn í gosinu mælist mun minni nú en áður. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að staðan á gosinu sé að mestu óbreytt þrátt fyrir að nokkuð styttra sé á milli púlsandi virkni þess, eða um sjö klukkustundir þar sem virkn- in hefur dregið sig til hlés. „Það var ansi góð hrina sem hófst um hádegi á sunnudag og var það fimmta hrinan í þessum fasa. Þetta er á nokkuð réttu róli,“ segir Þorvaldur. „Ég sé ekki neitt sem segir að gangur gossins sé að breytast, það er á sínum takti,“ segir hann og bætir við að gott gengi sé í gosinu. Hraunrennsli fer lækkandi „Við sáum meira að segja góðan bjarma og jafnvel strók eða glóð úti á Reykjanesinu. Síðan datt þetta að- eins niður,“ segir Sigþrúður Ár- mannsdóttir, náttúruvársérfræðing- ur hjá Veðurstofu Íslands, og bætir við að gosið sé þó í góðum gír núna og hraun renni ofan í Meradali. Áður rann hraun einnig í Nátt- haga en meðalhraunrennsli hefur farið minnkandi og er aðeins 60-65% af því sem var lengst af í maí og júní. Gott gengi í eld- gosinu um helgina - Góður bjarmi sást af Reykjanesinu Ljósmynd/Vefmyndavél mbl.is Eldgos Mikill gangur var í eldgos- inu í Geldingadölum í gær. Fresta hefur þurft landsfundi sjálf- stæðismanna í tvígang vegna Co- vid-19, að sögn Þórðar Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Það var stefnt á að halda hann í vor en honum var sleg- ið á frest. Nú er búið að færa hann yfir á 27. ágúst en það er allt saman bara óvíst,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður segir Þórður ekki bú- ið að taka ákvörðun um það hvort fundinum verði frestað aftur eða hvort hann verði með breyttu sniði í ár. „Þetta er svo nýskeð allt saman að það hefur engin umræða farið fram um það hvaða möguleikar eru í stöðunni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Forysta Frá síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, sem fram fór árið 2018. Fundarhöld í upp- námi vegna Covid

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.