Morgunblaðið - 26.07.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Nú hefur öllum tónlistarhátíðum um
verslunarmannahelgina verið aflýst
eða frestað eftir að stjórnvöld hertu á
ný sóttvarnaaðgerðir innanlands til
þess að sporna við dreifingu Delta-
afbrigðsins svokallaða. Þetta eru
mikil vonbrigði fyrir landann og
skipuleggjendur hátíðarhaldanna, en
eins og margir héldu þeir að nú loks-
ins værum við komin yfir þennan
„kórónuhól“. Enn er óljóst hver örlög
Þjóðhátíðar í Eyjum eru en forsvars-
menn hennar segja að henni verði
frestað til seinni tíma. Kotmóti
Hvítasunnukirkjunnar hefur verið
aflýst og einnig er búið að aflýsa Síld-
arævintýrinu á Siglufirði.
Ásgeir Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Innipúkans, segir mik-
il vonbrigði að hafa þurft að aflýsa
hátíðinni annað árið í röð, en Inni-
púkinn er tónlistarhátíð haldin í
Reykjavík á hverju ári. „Maður tekur
þetta á kassann eins og allt annað.“
Ásgeir bætir við að fólk fái endur-
greitt sem hafði borgað miðana. „Það
fá allir fjórtán daga til þess að sækja
sína endurgreiðslu sem allir eiga rétt
á og afgangurinn fer til þeirra lista-
manna sem áttu að koma fram á há-
tíðinni,“ segir hann.
Ásgeir segir það óljóst hvert tekju-
tapið verður en síðustu daga hafa
þeir reynt að takmarka skaðann.
„Innipúkinn er ekki hagn-
aðardrifin hátíð. Við reynum að hafa
kostnaðinn lítinn og eyðum í raun
ekki stórum fjárhæðum þannig að
þetta er ekki endilega mikið högg á
okkur skipuleggjendur. Við finnum
mikið til með tónlistarfólkinu okkar
sem missir að einhverju leyti sitt lifi-
brauð aftur.“
Taka þetta á bringuna
Davíð Rúnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Viðburðastofu Norð-
urlands, tekur í sama streng og Ás-
geir og segir mikil vonbrigði að það
hafi þurft að aflýsa bæjarhátíð Ak-
ureyringa; Einni með öllu.
„Ég held að allir skilji þetta vel.
Það sýnist okkur og þau skilaboð sem
við höfum fengið er að fólk telur
þetta mjög skynsamlegt. Það er í
rauninni ekkert annað í stöðunni og
ekkert sem við getum gert nema að
brosa og taka þetta á bringuna,“ seg-
ir hann.
Davíð segir að þótt hátíðinni hafi
verið aflýst búist hann við að margir
sæki bæinn heim vegna blíðviðris
sem á að vera um verslunarmanna-
helgina á Akureyri, samkvæmt veð-
urspá. „Sem betur fer er góð veð-
urspá og við gerum ráð fyrir að fólk
komi samt.“ Davíð segir að auðvitað
hafi þetta mikil áhrif, sérstaklega á
þá tónlistarmenn sem áttu að stíga á
stokk um helgina. „Þetta er mikið
tekjutap fyrir alla, það er enginn að
fá neitt því miður, það fær enginn
tónlistarmaður borgað.“
Útihátíðin Bræðslan var haldin
með pompi og prakt á Borgarfirði
eystri um helgina. Áskell Heiðar Ás-
geirsson, einn forsvarsmanna
Bræðslunnar, segir hátíðina hafa
gengið eins og í sögu.
„Stemningin var algjörlega frá-
bær, svona hátíðir standa alltaf og
falla með veðrinu. En við unnum í
veðurlottóinu enn eina ferðina og
höfum sem betur fer oftast gert. Hér
var fólk í alsælu, í yndislegri náttúru,
í yndislegu veðri með frábæra tónlist,
þannig að þetta fór allt saman
afskaplega vel fram.“
Áskell segir aðsóknina hafa verið
góða þrátt fyrir yfirvofandi innan-
landsaðgerðir. „Við höfum venjulega
verið að klára um miðnætti en við
flýttum dagskránni um klukkutíma
og það voru allir komnir út vel fyrir
miðnætti.“
Mikil vonbrigði en ekkert annað í stöðunni
- Öllum tónlistarhátíðum aflýst eða
frestað - Finna til með tónlistarfólki
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Mærudagar Haffi Haff og Svala Björgvins voru meðal þeirra listamanna sem stigu á svið á Húsavík.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Sala á metangasi hefur rokið upp á
Akureyri undanfarna mánuði. Á
sama tíma og sölutölur eru á áður
óþekktu flugi upp
á við eru óþekkt
vandkvæði í gangi
við framleiðsluna
sem annar ekki
aukinni sölu með
þeim gæðum sem
til er ætlast. Mikl-
ir og langvarandi
þurrkar eru líkleg
skýring. Norður-
orka hefur annast
framleiðslu á met-
angasi úr gömlu sorphaugunum á
Glerárdal frá árinu 2014.
Helgi Jóhannesson, forstjóri
Norðurorku, segir að menn hafi velt
vöngum yfir ástæðum þess að fram-
leiðslan nær ekki að svara auknu
magni. „Þurrkarnir sem einkennt
hafa veðurfar norðan heiða undan-
farnar vikur virðast vera stór áhrifa-
valdur í þessu,“ segir Helgi. Mold-
arþekja ofan á haugunum virðist ekki
vera næg.
Samkvæmt spálíkani sem gert var
á sínum tíma átti magn til vinnslu í
haugunum að vera nægilegt í það
minnst til ársins 2030 og í besta falli
til ársins 2040. „Spálíkan gerði ráð
fyrir að haugarnir gætu annað allt
upp í 600 þúsund rúmmetra fram-
leiðslu á ári og við höfum undanfarin
gert ýmislegt til að auka og viðhalda
framleiðslunni. Raunin er auðvitað sú
að haugurinn og hauggasframleiðsl-
an er í eðli sínu ein stór tilrauna-
stofa,“ segir Helgi.
Samfélags- og umhverfismál
„Kannski var spálíkanið að oftúlka
framleiðslugetu haugsins,“ segir
hann og bætir við að menn skoði nú
hvort verið geti að framleiðsluhá-
marki sé náð fyrr en ráð var fyrir
gert.
Annar þáttur sem gæti valdið
minni framleiðslu nú er veðráttan,
gríðarlegir þurrkar hafa verið und-
anfarnar vikur og verið getur að að
þeir hafi áhrif. „Þetta er flókin staða
og við kappkostum að finna út úr
þessu. Við erum ef til vill komin á
þann tímapunkt að þurfa að taka nýja
ákvörðun, þ.e. hvort byggja eigi nýja
framleiðslustöð fyrir metan og þá á
hvers hendi það eigi að vera. Þannig
er málið pólitískt samfélags- og um-
hverfismál.“
Sala á metani hefur aukist jafnt og
þétt frá því hún hófst. Áætluð árs-
framleiðsla á yfirstandandi ári er á
bilinu 270 til 290 þúsund rúmmetrar.
„Nú síðustu mánuði hefur salan
rokið upp, fyrstu tvo mánuði ársins
var aðeins minni sala en árið á undan
en svo kemur alger sprenging, í mars
var 20% meiri sala en í sama mánuði
árið á undan, 47% aukning varð í apr-
íl, 30% í maí og 25% í júní,“ segir
Helgi.
Hann segir því bagalegt að lenda í
vandræðum við öflun á hauggasi þeg-
ar sala er mikil og vaxandi, en grípa
hefur þurft til lokunar af og til. Það sé
einkum gert til að vernda einorkubíl-
ana, svo nægt magn fáist fyrir þá, en í
þeim hópi eru meðal annars strætis-
vagnar á Akureyri.
„Það eru heilmiklar áskoranir í
þessu en einn af stóru óvissuþáttun-
um er að á gömlu sorphaugunum var
rusl urðað óflokkað og þar ægði öllu
saman, járn, plast, sláturúrgangur,
múrbrot, þangað fór allur úrgangur.
Því er eðlilega erfitt að áætla með
einhverri vissu hversu mikið haugur-
inn getur gefið í stóra samhenginu,“
segir Helgi.
Ávinningur af framleiðslu metan-
gass er mikill en það veldur skaðleg-
um áhrifum á umhverfið fái það að
steyma óbeislað út í andrúmsloftið.
Þá sparast einnig einn lítri af inn-
fluttu jarðefnaeldsneyti fyrir hvern
rúmmetra metans sem brennt er.
Ljósmynd/Norðurorka
Metangas Nokkrir bílar Norðurorku og strætó sem nota metangasið.
Roksala á metangasi en efnisöflun erfið
- Norðurorka annar ekki spurn eftir metangasi - Langvarandi þurrkar hafa áhrif á framleiðsluna
Helgi
Jóhannesson