Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sóknarkirkjan í hverfum, bæjum
og sveitum stendur sterk og á sér
stað í hjarta og vitund fólks,“ seg-
ir séra Pálmi Matthíasson. „Þjóð-
kirkjan er á öðrum stað, kannski
vegna þess að stofnanir og kerfi
eiga víða undir högg að sækja.
Það virðist snúnara en áður að
tengja kirkju, kristni og boðskap
trúarinnar við strauma, stefnur og
viðfangsefni líðandi stundar.“
Nú í sumarlok lætur sr. Pálmi
af embætti sóknarprests við Foss-
vogsprestakall í Reykjavík, sjö-
tugur að aldri. Um þessar mundir
eru 32 ár síðan Pálmi var kallaður
til þjónustu við Bústaðakirkju,
sem tilheyrir nú prestakalli sem
nær yfir austurborgina sunnan
Miklubrautar að viðbættri Safa-
mýri. Áður þjónaði Pálmi í fimm
ár sem prestur á Hvammstanga og
í tæp níu ár á Akureyri.
Í kviku mannlífsins
Sr. Pálmi segir að strax á
unglingsaldri hafi farið að blunda
í sér að nema guðfræði, þótt Stýri-
mannaskólinn, tannlækningar og
nám í hótelstjórn í Sviss hafi einn-
ig komið til greina. Guðfræðin
varð þó niðurstaðan og jafnhliða
námi var Pálmi rannsóknarlög-
reglumaður.
„Í lögreglunni vann ég með
góðu fólki sem leiddi mig í gegn-
um margan rússíbanann og ferlið
sem fylgir slysum og andlátum.
Oft voru þetta skelfileg mál, en
sem lögregluþjónn var ég þarna í
kvikunni og sá hvernig mannlífið
getur verið veikast en líka sterk-
ast,“ segir Pálmi.
Fjótlega eftir nám í guðfræði-
deild Háskóla Íslands tók Pálmi
prestvígslu. Var vígður í Akureyr-
arkirkju og tók við embætti í Mel-
staðarprestakalli í Miðfirði og bjó
á Hvammstanga. Fór svo fimm ár-
um síðar í Glerárprestakall á Ak-
ureyri, þar sem hann þjónaði Lög-
mannshlíðarsókn og Miðgarða-
sókn í Grímsey. Eyjuna og fólkið
þar segir Pálmi eiga æ síðan stað í
hjarta sínu.
Kallaður til þjónustu
„Á þessum tíma var engin
kirkja komin í Glerárhverfi. Mess-
að var í Glerárskóla og gömlu
Lögmannshlíðarkirkjunni með
strætisvagn sem skrúðhús fyrir
fermingarbörnin. Einnig voru oft
skírnir og giftingar á heimili okk-
ar og eitt sinn skírð þar átta börn í
einni athöfn,“ segir Pálmi og held-
ur áfram: „Á stórhátíðum var
messað í íþróttahúsi Glerárskóla.
Allir lögðust á eitt og breyttu saln-
um á svipstundu í 1.000 manna
kirkju. Þetta voru skemmtilegir
tímar og allir meira en tilbúnir að
leggja lið ef þess þurfti. Þetta
finnst mér hafa breyst. Áður bauð
fólk fram krafta sína en nú þarf
stundum aðeins að ýta við fólki og
það kemur. Sumum er feimnismál
að sýna hug og vilja í verki enda
þótt trúin sé sterk í hjörtunum.“
Þegar embætti sóknarprests
við Bústaðakirkju losnaði vorið
1989 var haft samband við Pálma
og spurt hvort hann hygðist sækja
um. Pálmi gaf afsvar. Nokkru síð-
ar var haft samband og honum
tjáð að sóknarnefnd hefði einróma
samþykkt að kalla hann til þjón-
ustu, eins og þá var heimilt.
„Þegar þarna var komið sögu
þurfti að hrökkva eða stökkva.
Ákvörðunin var alls ekki auðveld
og reyndist okkur fjölskyldunni
erfiðari en ég bjóst við. Eftir góða
gönguferð komumst við að þeirri
niðurstöðu að svona tækifæri
kæmi bara einu sinni á starfs-
ævinni. Ég tók því boðinu, kom
hér til starfa 1. júlí 1989 og datt
strax inn í botnlausa vinnu,“ segir
sr. Pálmi. „Ég hef sannarlega ekki
staðið einn því Unnur konan mín
hefur verið mér ómetanlegur
styrkur sem og Hanna María dótt-
ir okkar og hennar fjölskylda. Án
þeirra hefði ég aldrei getað sinnt
mínu starfi með þeirri gleði sem
til þarf. Þegar ég er núna að hætta
eru þetta líka tímamót þeirra.“
Pálmi segist fljótt hafa fundið
eftir að hann kom til starfa í
Reykjavík, að Akureyri og Bú-
staðahverfi væru ekki ólík sam-
félög. Takturinn svipaður. Öflugt
og drífandi fólk á báðum stöðum,
fólk sem láti sér annt um kirkjuna
sína. Kirkjustarfið og messur í Bú-
staðasókn hafi jafnan verið vel
sóttar og gaman að þjóna fólkinu.
Næring fyrir sálina
„Í safnaðarstarfinu hefur ver-
ið bryddað upp á ýmsu, svo sem
námskeiðum og samverustundum
undir ýmsum formerkjum. Þá hef
ég messað í sundlaugunum, görð-
um, skíðabrekkum skipum og víð-
ar. Einnig höfum við breytt kirkj-
unni í leikhús og sýnt stór verk
með þátttöku unglinganna í hverf-
inu. Þannig er reynt að koma til
móts við fólk í ólíkum aðstæðum.
Þetta hefur mælst vel fyrir,“ segir
Pálmi og heldur áfram:
„Í starfinu hef ég eignast vin-
áttu og traust margra. Það gleður
mig alltaf að sjá skírnar- og ferm-
ingarbörn, eða aðra sem ég hef
unnið með, blómstra eða ná ár-
angri í lífinu. Ég hef líka unnið
með fólki sem hefur lent úti á brún
í tilverunni en komist aftur á
beina braut. Að geta lagt fólki lið
felur í sér mikla næringu fyrir sál-
ina og löngun til að mæta í vinn-
una. Það hefur alla tíð verið
spennandi verkefni að vita aldrei
fyrir hvert dagurinn getur leitt
mann. Það er líka blessun og alls
ekki sjálfgefið, að fá að vinna með
frábæru samstarfsfólki og sókn-
arnefndum.“
Uppstokkun er hugsanleg
Fossvogsprestakall varð til á
síðasta ári en því tilheyra Bú-
staða- og Grensáskirkjur. Samein-
ingu þessa segir Pálmi hafa tekist
vel og hlutirnir hafi verið að slíp-
ast til á síðustu misserum.
„Kirkjur eru eins og fyrir-
tæki, sem þurfa alúð og útsjón-
asemi í rekstri. Sóknargjöld hafa
ekki fylgt verðlagsþróun, sem
kemur niður á starfinu. Óbreyttar
aðstæður munu fyrr eða síðar
kalla eftir frekari uppstokkun og
jafnvel að ekki verði grundvöllur
fyrir rekstri einhverra kirkna.
Boðun trúarinnar og þjónusta við
fólkið hlýtur og á alltaf að vera
aðalatriði. Kirkjan er hjartað í
hverfinu og þarf að hafa burði til
að þjóna fólkinu og samfélaginu af
kærleika og í auðmýkt,“ segir séra
Pálmi Matthíasson að síðustu.
Sr. Pálmi Matthíasson lætur af embætti í Bústaðakirkju eftir langa þjónustu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Saman Pálmi Matthíasson og Unnur Ólafsdóttir kona hans. „Ég hef sannarlega ekki staðið einn því Unnur hefur
verið mér ómetanlegur styrkur sem og Hanna María dóttir okkar og hennar fjölskylda, segir Pálmi í viðtalinu.
Kirkjan hafi burði til að þjóna samfélaginu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bústaðakirkja Safnaðarstarfið undir forystu sr. Pálma er öflugt og fólki er mætt í ólíkum aðstæðum þess.
Hver er hann?
- Pálmi Matthíasson er fædd-
ur 21. ágúst 1951. Jafnhliða
prestskap hefur hann sinnt
fjölmörgum öðrum störfum,
svo sem fyrir íþróttahreyf-
inguna. Hann var um árabil í
dómaranefnd, landsliðsnefnd
og stjórn Handknattleiks-
sambands Íslands og sat í hér-
aðsnefnd Reykjavíkurprófasts-
dæmis vestra auk annarra
félagsstarfa á sviði líknar- og
mannræktarfélaga.
- Eiginkona Pálma er Unnur
Ólafsdóttir og dóttir þeirra er
Hanna María. Hún er gift Davíð
Frey Oddssyni og eiga þau þrjú
börn; Unni Maríu, Pálma Frey
og Helga Frey.
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Fjóla Hrund Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri þingflokks Miðflokks-
ins, sigraði í ráðgefandi oddvitakosn-
ingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjör-
dæmi suður. Þar laut í lægra haldi
Þosteinn Sæmundsson, þingmaður
flokksins.
Fjóla, sem er aðeins 33 ára, býr að
talsverðri reynslu af stjórnmálastörf-
um þrátt fyrir ungan aldur. „Ég byrj-
aði fyrst í stjórnmálum 2013 þegar ég
var varaþingmaður fyrir Framsókn-
arflokkinn og starfaði líka fyrir
Framsóknarflokkinn í um þrjú ár,“
segir hún í samtali við Morgunblaðið.
„Fyrir þremur árum kem ég svo inn í
Miðflokkinn og er búin að starfa sem
framkvæmdastjóri þingflokks síðast-
liðin þrjú ár.“ Innt eftir því segist
Fjóla vilja vera fulltrúi unga fólksins
inni á þingi.
„Það eru málefni unga fólksins sem
ég er að hugsa um ásamt samgöngu-
og heilbrigðismálum,“ segir hún.
Þorsteinn segir niðurstöðurnar
svar við ákalli eftir konum. Hann er
að eigin sögn sáttur við störf sín hjá
flokknum þótt hann hefði viljað hafa
meiri tíma til að klára ákveðin mál.
„Ég þarf meiri tíma til að klára mál
sem ég er búinn að vera vinna að og
enginn mun taka við. Þar á ég sér-
staklega við um íbúðir sem Íbúða-
lánasjóður hirti af fólki. Það þarf ein-
hvern veginn að leiða það mál til lykta
og ég mun reyna að gera það þótt ég
verði ekki lengur á þingi því það verð-
ur einhver að gera það,“ segir hann.
„Ég kem áfram til með að tjá mig um
pólitísk mál og mun berjast áfram
fyrir þeim málum sem ég hef haft á
minni könnu.“
Vill vera fulltrúi ungs fólks
- Fjóla hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjöri Miðflokks
Þorsteinn
Sæmundsson
Fjóla Hrund
Björnsdóttir
2021 ALÞINGISKOSNINGAR