Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 16

Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Síðustu árhundruðin hefur farið fram marg- vísleg réttindabarátta þar sem ýmsir hópar þjóðfélagsins sem minna mega sín hafa reynt að sækja aukinn rétt til valda og fjár- muna, jafnan rétt sinn við þá sem sátu að meiri og hærri rétti og/eða betri efnum; höfðu for- réttindi. Lengst af voru völd og réttur í höndum karlmanna og það oft þeirra eldri, einkum ef þeir réðu fyrir mikl- um fjármunum og/eða komu af ættum sem höfðu í gegnum ár og aldir tryggt sína stöðu og forréttindi í þjóðfélag- inu. Sir á Englandi og von í Þýska- landi voru vísbendingar um slíkt. Á seinni hluta nítjándu aldar fóru kvenskörungar í vaxandi mæli af stað með kröfugerð, fyrst um rétt til að greiða atkvæði um hverjir skyldu fara með völdin og stjórna og svo eða jafn- hliða um það að geta boðið sig fram til setu á þingi eða annarra álíka emb- ætta og valda. Eftir því sem best verður séð voru það Nýsjálendingar sem fyrstir veittu konum það sem kallaðist „virkur kosningaréttur“, rétt- urinn til að kjósa, 1893. Á Norðurlöndum riðu Finnar á vaðið með full- an kosningarétt kvenna 1906, Norðmenn 1913, Danir 1915 og við Ís- lendingar komum svo með óvenjulegan kosn- ingarétt kvenna, líka 1915. Bara fyrir 40 ára og eldri. Svisslendingar veittu konum fyrst fullan kosninga- rétt 1971. Í millitíðinni hafa alls kyns hópar háð baráttu fyrir stöðu sinni og rétt- indum í þjóðfélaginu og bar þar fram- an af hæst baráttu hinsegin fólks fyrir sínum réttindum, mest um það að samkynhneigð ákveðins hluta mann- kyns sé eðlileg og hluti af nátt- úrulegum margbreytileika. Skv. því skuli samkynhneigðir hafa sama rétt til sinna hneigða og lífs og gagnkynhneigðir til sinna. Sums stað- ar virðist þessi barátta langt komin en annars staðar er enn langt í land. Margvísleg önnur réttindabarátta hefur verið í gangi: Barátta kvenna fyrir meintum rétti sínum til fóstur- eyðinga (hér hefur rétti fóstursins reyndar mikið verið ýtt til hliðar þótt það breytist í lifandi veru, mannveru, eftir 6-7 vikur þegar hjartað byrjar að slá), baráttan fyrir rétti til mennt- unar, launa og lífskjara, velferðar og öryggis, sjúkraþjónustu og nú kannski síðast fyrir rétti kvenna til að fá frið fyrir áleitni karla nema ef/ þegar þær vilja og þeim hentar. Metoo. Í harðri samkeppni um velferð og völd í þjóðfélaginu gildir oft einfalt lögmál: Þeir sterku verða ofan á og þeir veiku, sem minna mega sín, verða undir. Lögmál frumskógarins. Þegar menn eldast og horfa upp á aldurinn með öllu því sem honum fylgir færast yfir sjálfa sig, ættingja, vini og aðra samferðamenn opnast augun fyrir því að ellin er all-laskað lífsskeið fyrir flestum. Heilsa spillist oft, bæði andleg og líkamleg, þrek rýrnar, vilji og geta til áhrifa og valda fyrnist. Margur eldri borgarinn miss- ir tök á lífi og þjóðfélagsþátttöku og þar með á möguleikanum til að tryggja afkomu sína og öryggi. Á margan hátt verður staðan auðvitað verst ef andleg heilsa og geta bila. Hvernig eiga menn þá að bjarga sér í gegnum þann brimgarð kvaða og skyldna sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar? Á síðustu árum hefur undirritaður horft upp á það hvernig eldri borg- arar hafa hvað eftir annað setið eftir þegar þeim fjármunum sem þjóðfé- lagið hefur til skiptanna hefur verið útdeilt. Hér kemur auðvitað að því sem áður var nefnt; rétti hins sterka. Yngri kynslóðir virðast jafnan hafa tilhneigingu til að skammta sér fyrst. Fatlaðir, sjúkir og aldnir koma svo aftar á merinni. Ef menn fara um stræti og torg þorpa og bæja, eða um sveitir landsins vítt og breitt, blasa við innviðir – margvísleg verk manna og mannvirki; vegir, brýr, hafnir, flug- vellir, virkjanir, gróðursvæði og skóg- ar, skólar, sjúkrahús og byggingar hvers konar – sem yngri kynslóð- irnar, ráðandi kynslóðir, nota sér og nýta til síns lífs og allra athafna. Að verulegu leyti eru það eldri borgararnir, kannski 65-70 ára og eldri, sem lögðu alla þessa innviði af mörkum, gerðu yngri kynslóðunum fært að njóta lífsins í þeim mæli sem þær gera með löngu og miklu vinnu- framlagi, útsjónarsemi og úrræðum, svo og sínum skattgreiðslum, sem op- inberir aðilar nýttu svo til reksturs, framkvæmda og uppbyggingar þjóð- félagsins. Mat undirritaðs er að eldri borgarar hafi þá þegar jafnað skyldur sínar og skuld við samfélagið eftir 50 ára vinnu og skattgreiðslur og að tími sé til kominn þegar menn verða 70 til 75 ára að þeir fái frið fyrir fjárhags- legri kröfugerð og framlagi til sam- félagsins. Eftir 50 ár sé nóg komið, ekki síst þegar margvíslegur annar vandi sem aðeins getur þyngst sækir að. Með til- liti til þess réttar sem eldri borgarar hafa áunnið sér og eiga skilið vil ég leggja fyrir þá tillögu að frá og með 70 ára aldri lækki allir skattar og skyld- ur til þjóðfélagsins um 20% á ári þannig að þegar 75 ára aldri er náð verði skattaskyldur við þjóðfélagið komnar niður á núll. Fyrir alla, líka þá efnameiri. Þeir hafa þá þegar greitt skatta af sínum tekjum og efn- um. Fjármagnstekjuskattur verði und- anskilinn. Auðvitað snerist þetta mest um fjármuni en líka um að auðvelda eldri borgurum lífið. Losa þá við framtalsskyldur og flækjur skatta- skila. Ætla má að allir eldri borgarar sem vettlingi geta valdið myndu nýta aukin fjárráð til eyðslu og neyslu – flestir vita að þeir fara ekki með neitt með sér – og myndi niðurfelling beinna skatta á 75 ára og eldri skila sér í aukinni neyslu, sem um leið þýddi ákveðna viðbótargrósku fyrir efnahagslífið og auknar skatta- og virðisaukaskattstekjur frá verslun, þjónustu og atvinnulífinu öllu. Nýtt stig jafnréttisbaráttunnar: Hlutur eldri borgara verði réttur Eftir Ole Anton Bieltvedt »Eftir 50 ára vinnu- og skattaframlag eigi eldri borgarar að fá frið fyrir fjárhagslegri kröfugerð og framlagi til samfélagsins. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaup- sýslumaður og stjórnmálarýnir. Það þykir nýstárlegt að á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sé starfandi dómari, Arn- ar Þór Jónsson að nafni. Hann hefur látið eftir sér fara að verja lýðræðislegt stjórn- arfar, vernda nátt- úruauðlindir, efla menntun og tryggja að vald og ábyrgð fari saman. Þetta eru mikil og göfug markmið sem verðugt er að hafa í huga. En lítum aðeins betur á annað: Hann hyggst ekki láta af störfum héraðsdómara eins og til- hlýðilegt þykir þá júristi tekur þá ákvörðun að bjóða sig fram. Nú skal ekkert um það fullyrt hvernig Arnar hafi staðið sig sem dómari, það verða aðrir að segja til um sem betur þekkja til. Það þykir t.d. markvert þegar meta ber störf dómara, hvern- ig niðurstöðum hans hafi verið tekið á æðri dómstigum. Það bendir til að dómari sé farsæll í sínum störfum ef æðri dómstóll staðfestir dóma hans. Hins vegar þykir miður hafi þeim oft verið breytt og hvað þá ef dómari fær ákúrur fyrir einhverjar formlegar yf- irsjónir en það kemur stundum fyrir. Mikla athygli hefur vakið að Arnar hyggst ekki segja sig frá dóm- arastörfum og þykja það eðlilega mikil tíðindi. Fyrr á árum var nokkuð um að sýslu- menn sætu á þingi en þeir voru fyrst og fremst fulltrúar fram- kvæmdarvaldsins í hér- aði og einnig héraðs- dómarar. Á þeim árum var löggjafarsamkoman tiltölulega veik gagnvart framkvæmdarvaldinu sem hafði nánast alla þrjá þætti samfélagsins og þar með opinbers valds á eigin hendi. Að undanförnu hefur Arnar Þór farið mikinn í greinaskrifum í dagblöðum. Mörgum hefur þótt hann reiða öxi sína nokkuð hátt og tekið fulldjúpt í árina einkum varðandi Evrópusambandið. Þar hefur hann gagnrýnt mjög góðan júrista á borð við Þorstein Pálsson sem verður að telja einn þann varkárasta af öllum þeim sem komið hafa við sögu Sjálf- stæðisflokksins. Vonandi er að Arnar skipi sér ekki í flokk hörðustu og þar með þröngsýnustu hægrimanna landsins. Það yrði að telja honum til vansa. Að fullyrða að Ísland hafi jafn- vel glutrað niður fullveldi sínu fyrir aldarfjórðungi með samningunum um EES er fullyrðing sem er al- gjörlega út í hött og einungis til þess fallin að rugla kjósendur í ríminu. Það er háttur þeirra sem sækjast eftir völdum og það stundum á óvæginn hátt. Kannski mætti telja aðild okkar að Nató af sama meiði en um það verður ekkert fullyrt. Í öllum frjálsum ríkjum ríkir samn- ingafrelsi þar sem öllum þegnum, fé- lagasamtökum og stofnunum er frjálst að semja um sín mál. Einnig gildir þetta á sviði alþjóðasamskipta, þar á meðal milli ríkja. Getur verið að júristanum, dómaranum og fram- bjóðandanum hafi yfirsést þetta mik- ilvæga atriði í sínum málflutningi? Samningar eiga að standa sinn gild- istíma sem getur verið um eilífð sé rétt staðið að í þeim málum. Og við Íslendingar höfum verið þekktir fyrir að halda vel á okkar rétti gagnvart öðrum þjóðum og geta Bretar stað- fest þá skoðun í samskiptum okkar við þá um landhelgismál fyrr á tím- um. Dómari býður sig til þingmennsku Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Að fullyrða að Ísland hafi jafnvel glutrað niður fullveldi sínu fyrir aldarfjórðungi með samningunum um EES er fullyrðing sem er algjörlega út í hött. Höfundur er eldri borgari og leiðsögumaður arnartangi43@gmail.com Gagnmerk grein birt- ist í Morgunblaðinu 22. júlí sl., þar sem Pétur Guðgeirsson fjallar um málstefnu Ríkisútvarps- ins. Hann hefur mikið til síns máls. Þá ber að þakka ágæta grein í sama blaði 23. júlí eftir Svein Einarsson um sölu íslenskunnar. Ekki einasta mál- stefna Ríkisútvarpsins hefur breyst, heldur og fréttamat. Slúður er nú iðu- lega látið ganga fyrir fréttum. Á lið- inni öld gerði Útvarpið sér far um að vera öðrum til fyrirmyndar. Útvarps- menn vönduðu mál sitt, og gera reyndar sumir enn. Tímasetning í út- varpi miðaðist við 24 stundir í sólar- hring, og var með sama hætti og tíðk- ast þá og reyndar enn þá í stundaskrám í skólum, og í dagskrá útvarpsins sjálfs. Löngum hefur verið venja í mæltu máli að tala um að klukkan sé fjögur, sjö eða tíu þegar hún er 16, 19 eða 22. Engin ástæða er til að amast við slíku, enda sé bætt við „e.h.“ eða „síðdegis“ ef hætta er á misskilningi. Við frétta- lestur í RÚV síðdegis er sagt: Klukk- an er fjögur. Klukkan er sjö. Klukkan er tíu. Og reyndar líka árdegis. Án þess að tilgreint sé hvort er fyrir hádegi eða eftir. Flestir hlustendur fara nærri um hvort er, en svo þarf ekki að vera um alla, – og getur komið sér illa. Í útvarpi, skólum og annars staðar þar sem tímasetning skiptir máli er sjálfsagt að miða við 24 tíma sólarhring. Ef jarð- skjálfti verður kl. 14:47 má búast við að heyra í útvarpsfréttum tímasetn- inguna „þrettán mínútur í þrjú“; verði hann kl. 03:23 kannski „sjö mínútur í hálffjögur“. Slíkt nær ekki nokkurri átt. Hér á auðvitað að segja „klukkan fjórtán fjörutíu og sjö“ og „klukkan þrjú tuttugu og þrjú“. Vonandi er að röggsamur útvarps- stjóri láti til sín taka. Útvarp Reykjavík. Klukkan er sjö. Eftir Hauk Jóhannsson Haukur Jóhannsson » Vonandi er að rögg- samur útvarpsstjóri láti til sín taka. Höfundur er strætófarþegi og verkfræðingur. haujo@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.