Morgunblaðið - 26.07.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
✝
Björn Sigurðs-
son, fv. lög-
regluvarðstjóri, f.
á Möðruvöllum í
Hörgárdal 9. maí
1934 og d. í Kópa-
vogi 5. júlí 2021.
Foreldrar: Sr.
Sigurður Stefáns-
son, prófastur og
vígslubiskup á
Möðruvöllum í
Hörgárdal, f. í
Reykjavík 10.11. 1903, d. 8.5.
1971, og frú María Ágústs-
dóttir, cand.phil., f. 30.1. 1904,
d. 18.8. 1967. Systkini Björns
voru Sigrún, f. 28.8. 1929, d.
17.6. 2019, sr. Ágúst Matthías
Sigurðsson, f. 15.3. 1938, d.
22.8. 2010, og Rannveig, f. 6.4.
1940, d. í Stokkhólmi 18.8.
2015. Eiginkona Björns var
Kristín Bögeskov, djákni og
BS í íslensku og dönsku, f. í
Reykjavík, 17.8. 1935, d. 15.8.
2003, dóttir hjónanna Sören
Bögeskov, bónda í Reykjavík,
f. í Kaupmannahöfn, og
Ágústu Sigurðardóttur Böge-
1958, kvæntur, 12.9. 1987,
Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur,
f. í Reykjavík 6.4. 1963. Þau
búa í Skálholti. Dætur Krist-
jáns af fyrra hjónabandi: a)
Ólöf, f. 18.1. 1980, gift Pétri
Vilhjálmssyni. Börn þeirra:
Sigrún Elísabet, f. 10.5. 2008,
Vilhjálmur Einar, f. 1.3. 2010,
og Arnaldur Elfar, f. 23.2.
2018. Þau búa í Reykjavík, og
b) Kristín Rut, f. 25.11. 1983.
Hún er gift Fredrik Sjö og búa
þau Flädje í Skáni ásamt börn-
um sínum Freju Ísafold, f. 6.2.
2013, og Vallaði Magna, f.
12.12. 2015. Synir Kristjáns og
Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur
eru c) Bjarni Benedikt, f. í
Rvík. 1.2. 1989, býr í Ósló, í
sambúð með Julia Viherlahti,
og eru þeirra börn Lilja Björk,
f. 23.12. 2018, og Snjólfur
Helgi, f. 24.1. 2021, og d) Sig-
urður Stefán, f. í Rvík. 22.11.
1990, býr í Kópavogi, í sambúð
með Erlu Eyland, og er dóttir
þeirra Sól, f. 30.1. 2021, og e)
Björn Ásgeir, f. 2.7. 2003. 4)
Björn Ágúst, f. 23.1. 1963,
kvæntur Elísu Nielsen Eiríks-
dóttir, f. 15.12. 1961. Þau búa í
Þorlákshöfn. Börn þeirra eru:
a) Halldór Atli, f. 18.5. 1979,
kvæntur Fanneyju Friðþórs-
dóttir. Börn þeirra Ísak Freyr,
f. 2004, Harpa Karen, f. 2007,
Freyja Rún, f. 2013, og Óðinn
Atli, f. 2015. b) Hákon Davíð,
f. 7.4. 1982. Barn hans með
Sjöfn Ingvarsdóttur er Gabríel
Elí, f. 2007, barn með Aðal-
heiði Önnu Erlingsdóttir er
Gunnar Erlingur, f. 2017, c)
Karen Ósk, f. 27.7 1989, í sam-
búð með Leifi Óskarssyni.
Barn þeirra er Óliver Jarl, f.
2018. d) Ágúst Kaj, f. 15.1.
1991, e) Jóel Dan, f. 7.9. 1994,
í sambúð með Andra Frey. 5)
María Kristín, búsett í Kaup-
mannahöfn, f. 15.9. 1968, gift
Robert Lacy Shivers, f. í Chi-
cago 22.11. 1957. Börn þeirra
eru a) Steven Björn, f. 15.12.
1996, og b) Kristín Romesa
Leonora, f. 14.4. 2005.
Björn var formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur og
formaður Hestamannafélags-
ins Gusts. Hann gegndi ýmsum
öðrum trúnaðarstörfum og fé-
lagsstörfum og skrifaði nokkr-
ar greinar í Morgunblaðið og
smásögur.
Útför hans verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 26. júlí
2021, kl. 13.
skov, f. að Lágu-
Kotey í Meðal-
landi. Börn og af-
komendur: 1)
Ágústa, f. í Rvík.
22.6. 1955. Hún
var gift 1980 Hall-
grími Kristinssyni,
f. 8.7. 1951, d. 1.6.
1994. Synir þeirra
a) Kristinn Logi, f.
6.8. 1980, kvæntur
Söru Hlín
Sigurðardóttur, f. 1.6. 1981.
Synir þeirra: Grímur Logi,
Garpur Nói og Garri Freyr.
Þau búa í Kópavogi b) Björn
Þór, f. 21.9. 1987. Hann býr í
Kópavogi. 2) Sigurður, býr á
Rauðalæk, f. 28.7. 1957. Í sam-
búð með Hanne Margit Han-
sen. Sonur Sigurðar og Sigríð-
ar Pálsdóttur er a) Páll, f.
24.8. 1984, dóttir Sigurðar og
Bjargar Thorberg er b) Björg,
f. 9.2. 1986. Sonur hennar
Geir Thorberg. Sonur Sig-
urðar og Ágústu Hjaltadóttur
er c) Hjalti, f. 26.5. 1994. 3)
Kristján, f. í Reykjavík 6.12.
Mig langaði að minnast pabba
míns nú þegar hann er fallinn
frá, rétt rúmlega 87 ára gamall.
Auðvitað þarf að gera greinar-
mun á milli aldurs foreldra
sinna og manns sjálfs sem
barns, unglings og fullorðins
manns og það þekkir maður
hvað best sem uppalandi eigin
barna. Er gott foreldri sá sem
alltaf er að hafa áhyggjur af
ungum sínum, stjórnandi og
skipandi fyrir eða er mild upp-
eldisstefna besta ráðið við upp-
eldi? Ég ólst upp í fimm systk-
ina hópi, tveir eldri bræður, ein
eldri systir og ein yngri en ég og
eflaust var í nógu að snúast á
frekar stóru heimili, mamma
með alla stjórn á daglegu amstri
og pabbi að vinna. Í minningu
minni sem barn var allt frekar
klippt og skorið, pabbi ekki
heima vegna aðalvinnu, auka-
vinnu eða í hestastússi og
mamma að hafa stjórn á hlut-
unum heima fyrir. Í augum
mömmubarnsins míns var þetta
bara ekkert mál og ofureðlilegt
að sjá pabba skjótast heim og
skipta um fatnað, einkennisbún-
ingur, reiðfatnaður eða skíta-
gallinn fyrir rifið. Eitt klikkaði
aldrei, alltaf var stutt í tóbakið,
vindlar, rettur eða neftóbak,
bank á dósarlokið, væn lína á
handarbakið, öflugt sog og vasa-
klúturinn við höndina.
Við fluttum á Hlíðarveginn
1968 þar sem okkur var búið
gott heimili að alast upp á og
ekki man ég eftir einu einasta
atviki þar sem agnúast væri út í
mig, alltaf studdur með ráðum
og dáð, klárlega milda uppeldis-
aðferðin. Pabbi var alltaf upp-
tekinn af sögu og merkisatburð-
um í lífinu, passaði að gera
einhver smáatriði sem höfðu
áhrif á barnið mig. Hringdi heim
af vakt um miðja nótt 23. janúar
til að vekja mömmu og segja
henni frá gosinu í Eyjum en þar
sem þetta hitti á tíu ára afmælið
mitt bað hann mömmu að vekja
mig og gaf sér tíma til að segja
mér frá. Fréttir fóru ekki hratt
yfir á þessum tíma og líklega
sárafá börn sem vissu þetta svo
snemma, þetta greyptist í huga
minn sem stórmál.
Einhverjum árum fyrr þegar
hann var enn þá á gömlu stöð-
inni í Pósthússtræti þótti honum
fullkomlega eðlilegt að útbúa
ökuleyfi á reiðhjól fyrir mig,
fyllti út skírteini á löggilt plagg,
hakaði við reiðhjól, setti í plast-
vasa og ég þar með þetta flotta
montplagg í vasanum.
Þegar hinir merku skákmenn,
Fischer og Spassky, voru að
kljást við flotta borðið í Laug-
ardalshöllinni 1972 tók pabbi
vaktir þar, flestir lögreglumenn
með mikinn áhuga á skák og
pabbi auðvitað hinn ánægðasti
að fá vaktir þarna. Honum datt
þá í hug að leyfa mér að koma
við á milli skáka, gekk með mér
upp að borðinu, bauð mér sæti
og við tókum nokkra leiki.
Þarna er hann klárlega að gæta
að því að drengurinn fengi snert
af sögunni í rauntíma og þessa
aðferð notaði ég sjálfur á mín
börn ef færi gafst við uppeldi
þeirra.
Ekki ætla ég að fara yfir fleiri
atriði en vona að þessar stuttu
lýsingar nái að sýna hvaða hug
ég bar til pabba, en svona vil ég
minnast hans og þegar ég sat
við banabeð hans fyrr í mán-
uðinum voru það akkúrat slíkir
smápunktar úr æsku sem höfðu
mest áhrif á mig og kölluðu
fram söknuð.
Björn Ágúst Björnsson.
Óvænt rekst ég á að hann
Stóri-Björn sé allur. Björn var
stór í sniðum hvar sem á hann
var litið. Höfðingi í lund og
hvers manns hugljúfi að mér
fannst alla tíð.
Við urðum samskipa til Nor-
egs í skógræktarferð 1952.
Hann vakti athygli mína fyrir
það að vera sjóveikari en aðrir
menn báðar leiðir yfir hafið en
þá voru ekki flugferðir algengar
hjá alþýðu. Við fórum utan með
missjóneraskipinu Brandi V sem
var þurrt skip og Guðrækilegt
og lítið fjör um borð. En heim
fórum við Heklunni þar sem allt
flaut í lystisemdum þessa heims
og nýmæla fyrir unglinginn.
Okkar kynni hófust hins veg-
ar ekki fyrr en ég fór að brjótast
í að byggja yfir bólgnandi fjöl-
skylduna. Eftir árangurslausar
lóðaumsóknir í fæðingarbæ mín-
um Reykjavík endaði ég með að
hitta mann í Kópavogi sem vant-
aði að selja húshelming sem
hann ætlaði að byggja á lóð með
minkabúi á við Hlíðarveg. Þar
var kominn sá sjóveiki aftur.
Gamli Sveinn útvegaði mér
steypuúttekt og með því gerðust
kaupin. Björn fór að slá upp. En
hann vann eins og margir lög-
regluþjónar við mótarifrildi á
frívöktum og var því aldrei langt
undan landi í byggingabransan-
um alla tíð. Bæði byggði sjálfur
og vann með öðrum. Húsið reis
og inn komst ég á þrítugsafmæl-
inu fyrir kraftaverk og hjálp
tengdafólks og vina. Þar bjugg-
um við fjölskyldan þar til að
húsið sprakk utan af okkur.
Í allan þennan tíma bjuggum
við á neðri hæð hjá Stóra-Birni
og Kristínu Bögeskov konu hans
og fjórum börnum. Aldrei bar
skuggann á í þessu sambýli og
var þó talsverður samgangur
mili hæðanna. Björn var for-
maður í Gusti og kom okkur til
að byggja hesthús með félögum
Björn Sigurðsson
✝
Þórey Skag-
fjörð Ólafs-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 1. nóvember
1928. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 15.
júlí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur
Tómasson, f. á Bú-
stöðum í Austurdal
12.6. 1901, d. 6.9.
1952, og Stefanía Guðrún Ing-
veldur Jóhannesdóttir, f. í
Jarðbrúargerði í Svarfaðardal
17.12. 1905, d. 15.3. 1985.
Systkini Þóreyjar eru tví-
burabróðir hennar Ólafur Skag-
fjörð, d. 11. október 2018, tví-
burasysturnar Kristín Bára og
Oddný Alda, f. 28.6. 1936, og
Guðrún Hrönn, f. 17.1. 1945.
Þórey giftist 17. júní 1954 í
Möðruvallakirkju í Hörgárdal
Þorsteini Marinó Kristjánssyni
vörubifreiðarstjóra, f. 10. nóv-
ember 1922 á Gásum við Eyja-
fjörð, d. 1. október 2018. For-
dís Alda, maður hennar er Árni
Þór Bjarnason, búsett í Reykja-
vík. Þeirra börn eru Bjarni Þór,
Helga Björk, Linda Ósk og Tóm-
as Viðar. 5) Ólöf Ásta, maður
hennar er Sigurþór Guðmunds-
son, búsett í Reykjavík. Þeirra
börn eru Auður Ýr, Guðmundur
og Bryndís Ýr. Afkomendur
Þóreyjar og Þorsteins eru 45
talsins.
Þórey ólst upp á Bústöðum í
Austurdal í Skagafirði til 16 ára
aldurs en vorið 1944 fluttist hún
með foreldrum sínum og systk-
inum í Garðshorn í Kræklinga-
hlíð. Hún stundaði hefðbundin
bústörf þess tíma á búi foreldra
sinna ásamt íhlaupavinnu inni á
Akureyri. Hún fór einn vetur á
Húsmæðraskólann á Löngumýri
í Skagafirði. Hún var heima-
vinnandi húsmóðir framan af en
vann síðan verkakvennastörf í
fiski, þvottahúsi og við skúr-
ingar og sem skólaliði í Lund-
arskóla á Akureyri um 20 ára
skeið. Þórey var mikil blóma-
kona og garðyrkja var líf henn-
ar og yndi.
Útförin verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 26. júlí
2021, klukkan 13. Jarðarförinni
verður streymt á facebook-
síðunni: Jarðarfarir í Akureyr-
arkirkju – beinar útsendingar.
eldrar hans voru
Kristján Krist-
jánsson, f. 1. októ-
ber 1881, d. 4. mars
1964, og Friðrika
Jakobína Svein-
björnsdóttir, f. 4.
janúar 1884, d. 2.
júní 1966.
Þau áttu heima á
Akureyri alla tíð,
fyrst í Hamarstíg 3
og síðan í Suð-
urbyggð 12. Dætur þeirra eru: 1)
Stefanía, maður hennar er Gísli
Arnór Pálsson, búsett á Ak-
ureyri. Þeirra börn eru Ólafur,
Hulda Þórey, Inga Vala og
Bjarki. 2) Kristín Jakobína, mað-
ur hennar er Kristinn Frímann
Sigurharðarson, búsett á Ak-
ureyri. Þeirra börn eru Ásta,
Þorsteinn Ingi og Jakob Frí-
mann. 3) Sigrún Hrönn, maður
hennar er Rögnvaldur Ólafsson,
búsett í Flugumýrarhvammi í
Skagafirði. Þeirra börn eru Þor-
steinn, látinn, Freyr, Steinunn,
Sindri, Þórunn og Jórunn. 4) Ás-
Fallin er frá elskuleg móðir
okkar, Þórey Skagfjörð Ólafs-
dóttir. Mamma var sveitamann-
eskja og átti alla tíð sterkar rætur
í sveitinni, á Bústöðum í Austur-
dal í Skagafirði og síðar í Garðs-
horni í Kræklingahlíð. Hún vann
alla tíð mikið enda dugnaðarfork-
ur. Ekki varð skólaganga hennar
löng en hún komst þó á Hús-
mæðraskólann á Löngumýri í
Skagafirði í einn vetur, hafði bæði
gagn og gaman af og eignaðist þar
vinkonur fyrir lífstíð.
Þau pabbi bjuggu alla tíð á
Akureyri, lengst af í Suðurbyggð
12 þar sem þau bjuggu okkur
systrunum gott heimili. Mamma
var þessi dæmigerða húsmóðir,
saumaði og prjónaði flestallan
fatnað á okkur systur og sá um
allt á heimilinu af mikilli prýði. Á
sjöunda áratugnum fór hún svolít-
ið út á vinnumarkaðinn og vann
síðan alla tíð verkakvennavinnu.
Hún var félagslynd og hafði gam-
an af að vera innan um fólk.
Mamma var mikil blómakona og
ræktunarkona. Garðurinn í Suð-
urbyggð 12 var afskaplega falleg-
ur, svo eftir var tekið og var verð-
launaður þrisvar sinnum af
Akureyrabæ. Margar góðar
minningar eigum við tengdar
blómum og ræktunaráhuga
mömmu, ferðirnar með henni í
Fróðasund á vorin að kaupa sum-
arblómin voru skemmtilegar.
Þegar hún var fimmtug eignaðist
hún gróðurhús og þá var nú ald-
eilis hægt að rækta. Hún sáði til
sumarblóma og einnig til fjölda
fjölæringa og átti fjölbreytt safn
af þeim. Gjafmild var hún á
plöntur, ekki bara til okkar dætr-
anna heldur í allar áttir.
Það hefur nú ekki alltaf verið
auðvelt að ala upp fimm dætur,
fæddar á þrettán árum og víst er
að oft var mikið fjör og hávaði
þannig að pabba, þeim hæglætis-
manni fannst oft nóg um lætin í
kvennaskaranum á heimilinu. Á
matmálstímum átti að vera hljóð
svo hægt væri að hlusta á frétt-
irnar og þá var mjög óheppilegt ef
einhver okkar fékk hláturskast og
ekki bætti úr skák þegar við sáum
mömmu berjast við að halda and-
litinu. Þau voru mjög ólík, hún
vildi drífa í hlutunum en hann fór
þetta með hægðinni. Hún gat ver-
ið mjög stríðin og ansi forvitin svo
að manni fannst nóg um. Þegar
tengdasynir og barnabörn komu
til sögunar tóku þau mamma og
pabbi þeim opnum örmum og
vildu allt fyrir þau gera og mikla
hjálp fengum við systur með okk-
ar börn. Barnabörnin minnast
hlýju þeirra og gestrisni alla tíð.
Margs er að minnast, margt er
að þakka nú við þessi tímamót
þegar foreldrar okkar eru bæði
fallin frá. Þessi strengur er rofinn
og mikill söknuður er í hjörtum
okkar en jafnframt mikið þakk-
læti.
Hvíl í friði elsku mamma, þínar
dætur,
Stefanía, Kristín,
Sigrún, Ásdís og Ásta.
Amma mín, Þórey Ólafsdóttir
eða amma Tóta, hefur nú kvatt
þennan heim. Eftir sitja dýrmæt-
ar minningar og hugur fullur af
þakklæti. Ég var svo lánsöm að
búa stærstan hluta barnæskunn-
ar í nálægð við ömmu Tótu og afa
Steina. Við systkinin, og reyndar
barnabörnin öll, vorum ávallt vel-
komin til þeirra í Suðurbyggðina.
Alltaf var til bakkelsi, sem með
undraverðum hætti var komið á
borðið nær samstundis og gestur
steig fæti inn fyrir dyrnar, skipti
engu hvort hann var eitthvert
okkar barnabarnanna eða virðu-
legur gestur kominn lengra að.
Pönnukökur, kleinuhringir,
snúðakaka og heitt súkkulaði á
aðfangadagskvöldi – einhvern
veginn var allt best hjá ömmu
Tótu. Garðurinn fullur af blómum
og amma einhvers staðar í miðju
blómahafinu. Ein af mörgum góð-
um minningum er þegar amma og
afi buðu okkur Óla bróður með
sér í útilegu. Þéttpakkað var í
gamla bláa Citroën-inn, farið ró-
lega yfir og landið skoðað. Nesti á
köflóttu teppi, kaffi á brúsa, djús,
smurt og svo sætt á eftir. Mý-
vatnssveitin skoðuð og svo tjaldað
í Hljóðaklettum – gamla góða
gula og bláa A-tjaldið stóð fyrir
sínu.
Heimili ömmu og afa hélt
áfram að vera fastur punktur í til-
verunni eftir að afi flutti í Hlíð
vegna heilsubrests. Tíminn sem
fór í hönd reyndist ömmu að sumu
leyti erfiður enda voru þau afi ein-
staklega samrýnd. Áfram sinnti
amma heimilisstörfunum og garð-
inum eins og hún gat en naut í
vaxandi mæli stuðnings. Stund-
irnar með ömmu eftir að hún flutti
í Hlíð voru dýrmætar. Samskiptin
einkenndust af væntumþykju,
brennandi áhuga á því hvað ég og
aðrir afkomendur vorum að fást
við, hvatningu og góðum skammti
af glettni og hlátri. Ég var oftast
glöð í bragði eftir heimsókn til
ömmu og einhvern veginn endur-
nærð.
Takk fyrir allt elsku amma
mín.
Hulda Þórey Gísladóttir.
Elsku amma,
Þegar minningarnar eru svona
margar er erfitt að átta sig á hvar
maður á að byrja. Við systkinin
komum aldrei að tómum kofunum
hjá þér og afa, sama hvort um var
að ræða góða sögu, pönnukökur
eða spil.
Við fengum ósjaldan að gista,
og með fyrstu minningunum eru
sá endalausi brunnur af þjóðsög-
um sem þú sagðir okkur fyrir
háttinn, þó að Búkolla hafi þá
helst verið í uppáhaldi. Þegar við
vöknuðum svo daginn eftir var
nýlagaður hafragrautur í morg-
unmat og svo var setið og spjallað
við eldhúsborðið á meðan morg-
unútvarp RÚV spilaðist í bak-
grunninum. Það leið ekki sá dag-
ur að ekki væri reynt að ota að
manni auka pönnuköku eða
kleinuhring með morgunmatnum
og það sagði auðvitað enginn nei
við því.
Á vetrardögum fengum við
heimaprjónaða sokka og vettlinga
í gjafir, sem nýttust vel í kuldan-
um þegar við byggðum snjóhús í
garðinum. Þegar okkur var orðið
kalt var setið inni og langa vit-
leysa spiluð eða ólsen ólsen á með-
an klukkan í Suðurbyggðinni tif-
aði. Það gafst alltaf tími fyrir
okkur, sama hvað annað þurfti að
gera. Að sumri blómstraði svo
garðurinn þinn, sem var ávallt sá
fegursti á allri Akureyri. Það voru
ófáir góðviðrisdagarnir þar sem
setið var í sólbaði eða leikið í garð-
inum.
Þú hugsaðir svo vel um okkur
öll og það mun aldrei gleymast.
Góðvildin og brosmildi þín var
alltaf í fyrirrúmi og það var aldrei
langt í hláturinn þegar við vorum
saman. Fjölskylda þín, bæði nær
og fjær, var þitt helsta stolt og
ánægja í lífinu og við erum öll svo
glöð og þakklát fyrir að hafa feng-
ið að eyða þessum tíma með þér.
Þín verður sárt saknað.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma.
Bjarni Þór, Helga Björk,
Linda Ósk og Tómas Viðar.
„Nei ertu komin? Ég var ein-
mitt að steikja pönnukökur.
Fannstu lyktina eða fékkstu hug-
boðið sem ég sendi þér?“ Í minn-
ingunni finnst mér að amma Tóta
hafi yfirleitt tekið á móti mér í
Suðurbyggðinni með þessum orð-
um, með svuntuna, bros á vör og
glettnisglampa í augum.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa og finna hlýjuna frá
þeim umvefja litla stelpu. Tifið í
klukkunni, kaffi- og kökuilmur og
blóm alls staðar. Amma Tóta töfr-
aði ávallt fram kökur og kræsing-
ar á meðan afi vakti athygli á fugl-
unum fyrir utan gluggann. Þegar
svo var sest við eldhúsborðið þá
vildi amma heyra hvað væri að
frétta og segja sjálf fregnir. Að
því loknu tóku við sögur og frá-
sagnir, gamlar og nýjar. Oft voru
sögurnar komnar frá Óla bróður
hennar í Garðshorni eða frá upp-
eldisárunum á Bústöðum í Aust-
urdal. Til dæmis hvernig þau tví-
burasystkinin stálust stundum til
að fara á rólu yfir Vestari-Jökuls-
ána til að stytta sér leið í skólann.
Amma vildi hafa bjart í kring-
um sig, minnug myrkursins í torf-
bænum. Nóg af birtu, fólki, hlátri
og blómum. Garðurinn í Suður-
byggðinni var sannkallaður
skrúðgarður og var stór hluti af
því bjarta og gleðiríka umhverfi
sem amma og afi skópu.
Amma fylgdist vel með og sér-
staklega með sínu fólki. Á mínum
fullorðinsárum spurði hún mikið
um búskapinn; hvernig heyjaðist,
hvað báru margar ær og hvernig
vigtaði að hausti.
Þegar ég spurði ömmu hvort
hún héldi að ég gæti flutt í sveit og
orðið bóndi sagði hún; „Ég held að
þú getir orðið allt sem þú ætlar
þér, Inga Vala mín, og aðlagast
því sem þú þarft“. Þessi orð og trú
hennar skiptu mig miklu máli sem
og annar stuðningur sem hún
veitti mér við þessa ákvörðun.
Takk fyrir allt elsku amma,
Þórey Skagfjörð
Ólafsdóttir