Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 20

Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 ✝ Kristín Snæ- fells Arnþórs- dóttir fæddist 4. október 1950 í Miðstræti 9, Vest- mannaeyjum, í húsi sem kallast London. Hún and- aðist á Landspít- alanum 3. júlí 2021. Kristín var elst af fimm börnum þeirra Jóhönnu Maggýjar Jóhannesdóttur, f. 28. maí 1931, d. 14. apríl 2020, og Arn- þórs Ingólfssonar, f. 15. febr- úar 1933, d. 16. maí 2021. Kristín var ættleidd af Arnþóri Ingólfssyni en blóðfaðir Krist- ínar var Ragnar Alfreðsson, f. 3. júní 1930, d. 12. maí 1986. Kristín á auk alsystkina sinna fimm hálfsystkini en þar af eru þrjú enn á lífi. Kristín eignaðist þrjár dæt- ur, Jóhönnu Steinsdóttur, f. 12. apríl 1967, Ásdísi Bjarnadótt- ur, f. 26. maí 1972, og Guð- björgu Elísu Hafsteinsdóttur, f. Hún hafði einnig lagt sitt af mörkum við stofnun SÁÁ. Kristín var hugsmiður og stofnandi félagsins KONAN sem fékk síðar nafnið Dyngjan. Þetta er meðferðarúrræði sem var það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og tók til starfa 9. apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan. Hún stofnaði einnig félagsstarfið Vörn fyrir börn, fyrir börn og fjölskyldur sem hafa orðið fyrir ofbeldi af ýmsu tagi. Kristín var einnig ein af þeim sem fóru fyrir búsáhaldabyltingunni árið 2008 þar sem áhersla var helst lögð á að útrýma fátækt í land- inu. Kristín gaf út ævisögu sína „Sporin í sandinum“ árið 2003. Minningarathafnir um hana hafa verið haldnar víða, þ.á m. í Seljakirkju, Árbæjarkirkju og fleiri stöðum og á vegum AA- samtakanna. Útför Kristínar fer fram í Smárakirkju, Sporhömrum 3, Grafarvogi í dag, 26. júlí 2021, klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebook-síðunni: Kristín Snæfells Arnþórsd. – Minningarsíða. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat/. 24. apríl 1984. Barnabörn Kristínar eru sjö talsins en auk þeirra á hún stjú- pömmubörn. Lang- ömmubörn hennar eru þrjú talsins. Kristín vann á sinni lífstíð mikið í þágu samfélagsins auk annarra starfa þ.á.m. ýmis skrif- stofustörf. Einnig var hún eig- andi veitingahúss með þáver- andi manni sínum og síðar eigandi barnafata- verslunarinnar Bimbó við Háaleitisbraut. Margir kannast við hana sem barþjón á Ömmu Lú en þar starfaði hún lengi í aukavinnu. Kristín braut blað í sögu AA- samtakana þegar hún varð í hópi þeirra fyrstu sem fóru í meðferð á Freeport og Hazel- den og hjálpaði eftir það mörg- um Íslendingum að komast þangað í meðferð. Hún átti 41 árs edrúafmæli nú í ár. Elsku mamma mín. Ég fæ varla sett í orð hvernig mér líður núna. Það eina sem ég veit er að þú ert farin og ekkert fær því breytt. Ég sakna þín út í hið óendanlega. En eftirfarandi ljóð tjáir hluti sem erfitt er að setja í orð á þessum sorgartímum: Varðst á mínum vegi, þegar mest á reið. Augna minna sjáaldur og sjáandi um leið. Lofa þann dag við fundumst, þú ert allt það sem ég vil. Ó hvílíkt frelsi að elska þig. Allt sem ég hef óttast, tilgangslaust í dag. Þráin orðin sterkari en hræðslan við það að geta glaðst og grátið og það gerir ekkert til. Ó hvílíkt frelsi að elska þig. Þó að út af bregði, þú ert hjá mér enn. Ég get verið meistari og kjáni í senn. Þú gefur allt til baka og svo miklu meira til. Ó hvílíkt frelsi að elska þig. Kyrrðin færist yfir, gleymi sjálfum mér. Tíminn sýnir vanmátt sinn við hliðina á þér. Það er svo ljóst og auðheyrt þú ert allt það sem ég vil. Ó hvílíkt frelsi að elska þig. (Höf. ók.) Þú ert elskuð og dáð af svo ótal mörgum. Afrek þín og framlag til samfélagsins er ómetanlegt. Einnig er vel við hæfi að rita hér uppáhaldstextann þinn, „Sporin í sandinum“. Þú gast svo vel séð sjálfa þig í þessum texta. Það get ég sannarlega líka. Þú reyndir nefnilega svo margt en alltaf komstu sterk í gegn. Meira að segja þar til þú varst að endalokum komin. Húm- orinn og jákvæðnin var ekkert sem var tekið af þér þótt þján- ingar þínar væru óbærilegar. Textinn er svohljóðandi: Mann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að lífi hans væri lokið og hann sá það fyrir sér sem gönguferð á strönd með Jesú Kristi. Þegar hann virti líf sitt fyrir sér sá hann fótspor tveggja manna – Jesú og sín eig- in. Hann tók þó eftir því að á köfl- um voru aðeins ein spor í sand- inum. Þetta voru einmitt þau tímabil í lífi hans þegar hann átti hvað erfiðast. Þetta olli manninum nokkru hugarangri og hann sagði við Drottin: „Drottinn, þú sagðir að þú myndir aldrei yfirgefa mig. Þú sagðir þegar ég ákvað að fylgja þér að þú myndir ganga með mér alla leið. En nú hef ég séð að þar sem ég átti hvað erfiðast í lífi mínu voru aðeins ein spor í sand- inum. Hvernig gastu skilið mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest?“ Jesús svaraði: „Kæri sonur, þú mátt vita að ég elska þig og ég myndi aldrei yfirgefa þig. Skoð- aðu þessi fótspor aðeins betur. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein spor – var það ég sem bar þig.“ Elsku mamma mín ég kveð þig með trega. En ég veit að þú ert nú í faðmi Guðs þar sem enginn sársauki né sjúkdómar eru. Ég er svo þakklát að hafa feng- ið þetta veganesti út í lífið, ásamt öllu því góða sem þú kenndir með lífi þínu og öllu sem þú gerðir fyr- ir mig bæði í orði og verki. Því er vel við hæfi að enda þessi orð á bænunum sem við báðum svo oft saman: Faðir vor þú sem ert á himnum helgist þitt nafn til komi þitt ríki verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin, að eilífu, amen. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Takk fyrir allt elsku mamma mín. Þín dóttir, Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir. Mig langar til að setja niður nokkrar línur vegna andláts Kristínar. Því miður urðu okkar verulegu kynni ekki löng, því lengst af tím- anum vorum við báðar óvissar um að við værum systur. Síðar kom í ljós gegnum DNA að við vorum það. Eftir það byrjuðum við að eyða miklum tíma saman, en því miður varð hann ekki langur. Kristín var alltaf í góðu skapi og með húmorinn á hreinu. Þrátt fyrir að hún vissi um veikindi sín, breytti það engu, húmorinn var alltaf til staðar. Hún var sérstaklega um- hyggjusöm í garð annarra og átti marga að sem voru henni til stuðnings í veikindum hennar. Hún hringdi oft og mörgum sinnum í viku til þess að athuga hvernig mér liði (en ég átti líka við veikindi að stríða en af öðrum toga), með öll sín veikindi. Það vantaði ekki upp á umhyggju- semi hennar fyrir mér. Ég sömu- leiðis hringdi oft í hana. Ég heim- sótti hana líka mikið og voru alltaf kræsingar lagðar á borðið. En heilsu hennar hrakaði stöð- ugt, þar til allt tók enda og var það frekar óvænt þar sem maður gerði sér ekki grein fyrir hve langt sjúkdómurinn var genginn því hún lét ekki svo mikið á því bera. En ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samverunnar við hana, þó svo hún hafi verið stutt. Ég vil votta fjölskyldu hennar innilega samúð í þessum mikla missi. Theódóra Ragnarsdóttir. Elsku Stína mín. Hvernig er hægt að rita um þig minningargrein? Manneskjuna sem alltaf var full af lífi og til í flest. Ég stend sjálfa mig að því að ætla að hringja til þín og man þá að þú ert farin. Samt er síma- númerið þitt enn efst á lista hjá mér yfir vinina sem ég á. Aldrei skorti þig hugmyndir. Í eitt skipti datt þér í hug að opna kántríklúbb. Þú leitaðir til Mekka kántrísins, Nashville, og komst þér í samband við stjórnendur eins þekktasta klúbbsins þar, Stock – Yard. Þú bauðst mér að koma með þér út til Nashville og auðvitað sló ég til. Á skömmum tíma varst þú stjarna í Nashville. Hróður þinn barst um hálfa heimsálfuna og urðum við svolítið hissa þegar símtal barst til þín frá Kaliforníu frá einhverjum sem kynnti sig sem hljómsveitarmeðlim the Hermańs Hermits. Sá vildi fá þig til að hjálpa sér að komast á svið- ið á Stock – Yard. Þú neitaðir honum kurteislega en eftir sím- talið grétum við úr hlátri og sungum „No milk today“. Meðan á dvöl okkar stóð skruppum við til Memphis að skoða Graceland og allt sem fylgdi Elvis. Stálumst til að taka myndir, þótt það væri stranglega bannað. Síðar fékkstu þá flugu í höf- uðið að flytja inn hljómsveit og ætlaðir að gefa afraksturinn til góðgerðarmála. Vinkona þín fékk að dingla með og hljómsveitin Simply Led, eftirhermu- hljómsveit Led Zeppelin spilaði í Háskólabíói. Þú lést útbúa bækl- ing sem í voru myndir frá tón- leikum Led Zeppelin sem haldnir voru árið 1970 í Laugardalshöll- inni. Nokkrar léstu stækka og þar á meðal eina af söngvaranum, Robert Plant. Eftir tónleikana áttum við talsvert af bæklingum eftir. Árið 2005 kom Robert Plant aftur til Íslands til að halda tón- leika. Þá komu sér vel bækling- arnir okkar góðu. Þú fékkst leyfi frá tónleikahöldurum til að selja þá innanhúss en fljótlega sá ég mann með stóra lopahúfu á höfð- inu laumast í áttina til okkar. Þekkti ég manninn og hnippti í þig. Þarna var þá kominn enginn annar en Robert Plant, sem vildi sjá hvað konurnar voru að selja. Virtist hann sáttur, alla vega fengum við að halda áfram. Eftir tónleikana ákvaðst þú að gefa Robert Plant stóru, fallegu myndina af honum. Fékkst að fara baksviðs og afhenda hana í eigin persónu. Þú skrifaðir bók um lífshlaup þitt. Í henni eru dýrmætar minn- ingar og ótrúlegar sögur. Hagnað af sölunni gafst þú til góðgerð- armála en þannig varst þú bara, örlát og góð í gegn. Fyrir fjórum árum byrjuðum við horfa saman á þætti á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum. Þessi sam- vera var báðum mikilvæg og þeir sem þekktu okkur vissu að fimmtudagskvöldin voru okkur heilög. Veikindi þín komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Langt gengið krabbamein, loksins þeg- ar það uppgötvaðist. Dóttir þín, hún Guðbjörg Elísa, Gugga Lísa, var þín stoð og stytta í veikind- unum og var hjá þér þegar þú lést. Saman báðuð þið bænir og þú fórst sátt heim í ljósið. Jóhanna, Ásdís, Guðbjörg, systkini, barnabörn og aðrir að- standendur eiga nú um sárt að binda. Sjálf mun ég aldrei gleyma okkar kynnum. Takk fyrir ógleymanlegar stundir. Þín vinkona að eilífu, Margrét. Kristín Snæfells Arnþórsdóttir ✝ Finnbogi Jó- hannsson fæddist 8. maí 1930 að Vatns- horni í Stein- grímsfirði. Hann lést á sjúkrahús- inu að Vífils- stöðum fimmtu- daginn 15. júlí 2021. Foreldrar hans voru Jóhann Hjaltason skólastjóri, f. 6.9. 1899 að Gilsstöðum í Stein- grímsfirði, d. 3.9. 1992, og k.h. Guðjóna Guðjónsdóttir, hús- móðir frá Hafnarhólmi, f. 20.10. 1901, d. 20.11. 1996. Systkini Finnboga eru: Árni, f. 30.1. 1933, d. 22.2. 2015, Ingigerður, f. 29.7. 1936, d. 13.3. 2020, og Hjalti, f. 25.1. 1941. Fyrri kona Finnboga var Aðalborg Sveinsdóttir frá Hálsi í Búlandshreppi, f. 1.6. 1929, d. 27.11. 1978. Þau gengu í hjónaband 31.5. 1952 1978, sonur Sigfríðar var heima þá á fermingaraldri. Finnbogi reyndist honum alla tíð sem faðir. Fyrst bjuggu þau á Álfhólsvegi í Kópavogi, síðan í Mosfellsbæ og að Reykjaflöt í Hrunamanna- hreppi. Eftir að Sigfríð féll frá flutti Finnbogi að Hraunbæ 103 í Reykjavík. Finnbogi fékk sína ung- dómsfræðslu í föðurhúsum, en faðir hans var farandkennari á Snæfjallaströnd. Hann stundaði einnig nám við Hér- aðsskólann í Reykjanesi árin 1946 til 1948, þaðan fór hann í Kennaraskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1952. Strax að hausti 1952 hóf hann kennarastörf við barnaskól- ann í Súðavík og var skóla- stjóri þar árin 1953 og 1954. Haustið 1954 til 1956 starfaði hann við Laugarnesskóla, 1956 til 1967 veitti hann for- stöðu útbúi frá Laugarnes- skóla sem var fyrsti vísir að grunnskóla í Árbæjarhverfi, 1969 til 1973 starfaði hann sem yfirkennari við Hvassa- leitisskóla og skólastjóri Fellaskóla árin 1973 til 1980. Fyrstu árin bjó fjölskylda Finnboga að Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Árið 1947 flutti fjölskyldan til Súðavíkur. Í sveitinni vann Finnbogi hefð- bundin sveitastörf. Finnbogi vann fyrir kennaranámi sínu í lögreglunni á Siglufirði í tvö sumur. Hann byggði fjöl- skyldunni hús í Árbænum og vann með kennarastarfinu við múrverk hér og þar. Þegar hann hætti kennarastarfi keypti hann innrömm- unarverkstæði og rak það í mörg ár ásamt Sigfríð konu sinni. Finnbogi hafði mjög gaman að söng og söng hann m.a. með karlakórnum Stefni, Kjalnesingakórnum og karla- kór Hreppamanna. Árið 1984 gekk Finnbogi til liðs við Oddfellow-regluna. Útförin fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag, 26. júlí 2021, klukkan 13. Finnbogi verður jarðsettur á Djúpavogi við hlið fyrri konu sinnar. og eignuðust eitt barn, Svein stoð- tækjafræðing. Hann er kvæntur Rannveigu Andr- ésdóttur fv. skóla- stjóra. Þau eiga tvo syni, 1. Hauk Má sjúkraþjálfara, sambýliskona hans er Inger Sofia Ás- geirsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eiga þau þrjú börn, Þórdísi Birnu, Sigrúnu Lóu og Ernu Hrönn. 2. Birkir Örn, sam- býliskona hans er Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir og eiga þau eitt barn, Baldur Hrafn. Birkir og Ólöf eru bæði í læknisnámi. Seinni kona Finnboga var Sigfríð Lárusdóttir sjúkraliði, f. 11.8. 1938 í Hnífsdal, d. 30.12. 2016. Þau giftu sig þann 7.12. 1985. Sigfríð átti fyrir fimm börn, Hinrik, f. 1960, Gróu, f. 1961, Lárus, f. 1962, og Stefán, f. 1963, sem þá voru farin að heiman. Þorkell, f. Nú er hann Finnbogi vinur minn og góður félagi fallinn frá. Við höfum þekkst í nokkuð mörg árin þar sem hann var kvæntur tengdamóður minni. Hann tók sér ábyrgðarhlutverk á hendur að fara að búa með konu sem átti fimm börn fyrir. Þó voru fjögur þeirra flogin úr hreiðri mömmu og búin að stofna sín eigin heimili þegar hann kom inn í líf þeirra. Þorkell, yngsta barnið, var þó heima og reyndist Finnbogi honum mjög vel. Þeg- ar ég kynnist Finnboga var hann búinn að kaupa innrömm- unarverkstæðið á Laugavegin- um ásamt Diddý konu sinni og unnu þau bæði þar hörðum höndum, nánast alla daga. Sam- band þeirra hjóna var alla tíð mjög gott og virðing einstök á báða bóga. Þau bæði hæglát og báru ótrúlega mikla virðingu fyrir fyrrverandi mökum hvort annars, sem þau höfðu misst. Þau ferðuðust mikið saman, sér- staklega með karlakórunum til annarra landa og hópi vina sem á hverju sumri fór í flottar ferðir hér innanlands. Við Gróa fórum auk þess nokkrum sinnum með þeim í ferðir um landið. Það varð strax mikið að gera hjá Finn- boga, þar sem hann lagði allt í að vinnan væri vönduð og fyrsta flokks. Ég kom þar inn fyrst til að merkja myndir með lausa- stöfum og hjálpa til við að setja upp sýningarnar í Laugardals- höll og víðar. Okkur gekk vel að vinna saman og ræða heimsmál- in og bókmenntirnar á meðan við römmuðum inn. Ef smíði var vönduð og vel tókst til var sagt „ég held það passi hjá körlum“ og þegar einhver kom með verk- efni, sem þurfti miklar vanga- veltur við, var sagt: „Er þetta hægt Matthías?“ og þegar búið var að leysa verkið „þetta er hægt Matthías“ og hlegið mikið. Finnbogi sagði mér margt af ævi sinni og því sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. T.d. þeg- ar hann var í sumarafleysingum í lögreglunni á Siglufirði, þá vann hann á frívöktunum við að bora í grjót með loftpressu og sprengja grjótið. Þar lærði hann að fara með sprengiefni á einu kortéri. Hann vann víða við múrverk og kenndi mér að fara með múr og múrspaða. Hann byggði sér og sínum heilt ein- býlishús í Vorsabænum í Árbæ. Hann fór á sjó og veiddi síld við strendur Danmerkur. Aðal- ævistarf Finnboga var samt barnakennslan. Í Súðavík byrj- aði hann með lítinn skóla sem skólastjóri og endaði á að vera skólastjóri í stærsta skóla lands- ins, Fellaskóla. Kaffistofan á verkstæðinu var líka samkomu- staður fyrir vini Finnboga, sem komu reglulega í heimsóknir. Finnbogi las mjög mikið og var mjög minnugur. Þegar hann var einn að vinna þá hlustaði hann á hljóðbækur og tónlist. Það var ekki verið að rugla neitt höfund- um og bókum, allt vel skilgreint og vitnað í gullkorn við flest tækifæri. Bókum safnaði hann og var nokkuð viss með hvaða bækur hann átti. Ef hann var í vafa um eitthvað, fór hann í bókaskápinn og beint í þá bók sem hann var að vitna í. Hann hafði mikið gaman af söng og var í nokkrum karlakórum. Þá gekk hann til liðs við Oddfellow- regluna 1984 í stúkuna Þorkel mána. Þar áttum við nokkur góð ár saman. Nú kveð ég þig Finn- bogi minn og þakka þér allt það góða og skemmtilega sem ég naut frá þér. Guð blessi minn- ingu þína. Önundur Jónsson. Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr – aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! (Stephan G. Stephansson) Blessuð sé minning þín kæri fóstri minn. Gróa Stefánsdóttir. Finnbogi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.