Morgunblaðið - 26.07.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021
✝
Laufey Þor-
leifsdóttir
fæddist 8. maí
1930. Hún lést á
Hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
14. júlí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Þorleifur
Eyjólfsson arki-
tekt og Margrét
Halldórsdóttir
húsmóðir og
bjuggu þau lengst af á Hjalla-
landi við Nesveg þar sem Laufey
ólst upp. Systkini hennar eru
Þóra, f. 1927, d. 2017, Hörður, f.
1928, Nanna Sigfríð, f. 1931, og
tvíburarnir Leifur, f. 1935, og
Gulla fædd 1935, dáin 2013.
Hinn 18. september 1948 gift-
ist Laufey Albert Þorbjörnssyni
frá Skálmarnesmúla í Múlasveit,
f. 23. maí 1925, d. 23. mars 1998.
Hann starfaði lengst af hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
Þau eignuðust fimm börn,
tengdabörn, barnabörn og lang-
ömmubörn og hópurinn er orð-
inn stór.
Laufey starfaði við versl-
unarstörf, lengst hjá
Kápunni, Laugavegi
66.
Börn:
1) Hreiðar Svanur
Albertsson, f. 5. janúar
1949, eiginkona María
Olgeirsdóttir en hún
lést í desember 2020.
Börn: Davíð Kristján
og Jóhanna Olga.
2) Sigurlaug Al-
bertsdóttir, f. 14. febr-
úar 1950, gift Eyþóri Þórarins-
syni. Börn: Albert Örn, Eyrún,
Jón Þór og Laufey.
3) Guðrún A. Farestveit, f. 13.
júlí 1953, gift Hákoni. E. Farest-
veit. Börn: Tryggvi Knut, Steinar
Ingi og Róbert Eric.
4) Elín Albertsdóttir, f. 8. febr-
úar 1957, gift Ásgeiri Tómassyni.
Börn: Þorsteinn Jafet, Andri og
Anna Soffía.
5) Þorbjörg Albertsdóttir, f. 8.
ágúst 1959, gift Leópold Sveins-
syni. Börn: Freyja, Aron Frank
og Ingibjörg Thelma.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 26. júlí 2021, klukk-
an 13.
Lífið er stórkostlegt ferðalag.
Það afmarkast annars vegar af
fæðingunni og hins vegar af
dauðanum. Í flestum samfélögum
fagnar fólk inngöngunni en græt-
ur útgönguna. Þegar einstakling-
ur kveður þennan heim eftir gott
og árangursríkt líf, háaldraður og
saddur lífdaga væri kannski eðli-
legra að fagna góðu lífi hans en að
trega dauðann. En söknuður er
tilfinning sem erfitt er að hemja
og ljúfar minningar þeirra sem
eftir lifa gera þeim erfitt að
fagna.
Laufey tengdamóðir mín var
farsæl í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Dugnaður hennar og
ósérhlífni einkenndu orðsporið
þótt manngæska, hlýja og heið-
arleiki væri það sem flestir tóku
fyrst eftir. Hún var hreinskiptin
og sagði hlutina beint út án þess
þó að skilja viðmælandann sáran
eftir. Laufey var fljót að taka
ákvarðanir og oft og tíðum enn
fljótari að framkvæma þær. Hún
var ekkert að tvínóna við hlutina
þegar rétta leiðin blasti við. Hún
var ákaflega vinnusöm og taldi
það ekki eftir sér að vinna jafnvel
á tveimur stöðum á sama tíma og
hún rak heimili og ól upp fimm
börn.
Laufey kunni eitt öðrum betur
en það var að laða að sér fólk.
Hvort sem það voru vinir eða
kunningjar, börn, tengdabörn,
barnabörn eða barnabarnabörn –
allir hændust að henni. En hverj-
ir voru töfrarnir? Ekki kann ég
svarið en hlýr faðmur, stórt
hjarta, áhugi á hugðarefnum ann-
arra, gott minni, jákvæð afstaða
og hláturmildi voru sannarlega
persónutöfrar sem prýddu þessa
miklu konu. Og hún var einstak-
lega heillandi.
Laufey var sannur ættarhöfð-
ingi sem hélt fjölskyldunni saman
í blíðu og stríðu. Á hverjum
sunnudegi töfraði hún fram
veislu. Flest barnabörnin ólust
upp við það að fara í sunnudags-
kaffi til ömmu. Þar var alltaf
gaman og mikið um að vera.
Amma Laufey var ávallt með
hlaðið borð af nýbökuðum hnall-
þórum og sá til þess að allir færu
saddir og sælir heim.
Í rúm tuttugu ár nutum við
Tobba þeirra forréttinda að fá
Laufeyju og Freyju móður mína í
mat flestar helgar ársins og
stundum í miðri viku líka. Börnin
okkar fengu að alast upp með þá
fjölskyldumynd að ömmurnar
væru hluti af okkar heimilislífi og
við hjónin náðum að viðhalda
nánum samvistum við mæður
okkar lengur en flestir fá tæki-
færi til. Það var okkur öllum dýr-
mætt.
Margar og verðmætar minn-
ingar urðu til á þessum árum,
áhugaverð skoðanaskipti og kær-
leiksríkar stundir. Laufey var
einstaklega skemmtilegur við-
mælandi, hafði sterkar skoðanir á
málefnum líðandi stundar þótt
hún væri ekki áberandi pólitísk.
Hún varði þó einarðlega þá
stjórnmálamenn sem henni líkaði
vel við. Þeir gátu alveg verið frá
ólíkum flokkum ef svo bar við.
Flokksskírteini voru engar ávís-
anir á mannkosti.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka Laufeyju fyrir allan þann
stuðning, kærleika og vináttu
sem hún sýndi okkur Tobbu,
börnum okkar og barnabörnum.
Börnum hennar, systkinum og
ástvinum öllum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
getum sem betur fer yljað okkur
við hlýjar minningar um mikla og
góða konu sem sannarlega auðg-
aði líf okkar allra.
Leópold Sveinsson.
Elsku amma mín, ég er enn að
átta mig á því að þú sért farin. Ég
trúi því að nú sért þú komin á fal-
legan stað og njótir þín vel, laus
við veikindi og sársauka.
Í síðasta skipti sem ég hitti þig
sagðir þú við mig; „ég og þú – við
náðum alltaf svo vel saman“. Það
var hárrétt, við vorum bestu vin-
konur, töluðum saman um hluti
sem við gátum ekki rætt við
neinn annan, áttum okkar eigin
leyndarmál og tengdumst á ein-
hvern sérstakan hátt. Allar þess-
ar stundir okkar saman, ég er svo
þakklát fyrir þær.
Þú hafðir einhvern sérstakan
eiginleika, að vita hvenær mér
leið illa. Þú hringdir alltaf á hár-
réttum tíma og sást á mér ef eitt-
hvað var að. Þú varst alltaf tilbúin
að hlusta á mig og vera til staðar.
Eins hafðir þú alltaf trú á mér og
hvattir mig áfram í öllu því sem
ég tók mér fyrir hendur. Í æsku
vissu allar vinkonur mínar hver
þú varst, amman sem allir elsk-
uðu, skemmtilega amman. Þú
varst alltaf tilbúin að skutla okk-
ur vinkonunum hingað og þangað
og elskaðir félagsskapinn. Þú
kvartaðir aldrei yfir neinu enda
duglegasta, já og þrjóskasta,
kona sem ég hef á ævi minni
kynnst. Með níu líf eins og kött-
urinn náðir þú að sigrast á hinum
ótrúlegustu hindrunum, lést ekk-
ert og engan stoppa þig.
Elsku besta amma mín, þó svo
ég hefði meir en nokkuð annað
viljað hafa þig lengur hjá okkur,
þá er ég innilega þakkát fyrir þau
28 ár sem ég átti með þér. Það
sem mér þykir þó erfiðast er að
mín börn, þegar þau koma, munu
ekki fá að kynnast Laufeyju lang-
ömmu sinni. Ég lofa þér þó því að
þau munu alltaf fá að vita af þér,
hver þú varst og heyra sögur af
mögnuðustu konu sem ég hef
kynnst, ömmu Laufeyju.
Elsku fallegasti engill á himn-
um, Laufey amma mín, takk fyrir
allar dýrmætu stundirnar okkar
saman. Minningarnar munu lifa
að eilífu.
Þangað til við hittumst næst.
Ég elska þig.
Þín,
Ingibjörg Thelma.
Ákveðin, ljúf, hugrökk, sterk,
vinnusöm, dugleg og sönn eru ör-
fá lýsingarorð sem þó lýsa einni
bestu vinkonu minni best.
Við amma Laufey höfum alltaf
haft sérstaka tengingu. Ég bjó
hjá henni og afa þegar ég fæddist
og var alltaf mikið hjá þeim sem
barn. Ég fór margoft með ömmu í
vinnuna, bæði í Kápuna á Lauga-
vegi, sem var einn skemmtileg-
asti staður sem hægt var að leika
sér á, sem og að skúra Féló þar
sem ég átti nokkur föst hlutverk.
Ég leit á heimili ömmu og afa sem
mitt annað heimili, ég var mikið
hjá þeim og gisti í ófá skipti, með
upptrekktu klukkuna mér við
hlið. Ég átti alltaf skjólshús hjá
ömmu, líka þegar unglingaveikin
var sem verst hjá mér og allt
ómögulegt í lífinu að mínu mati.
Amma var sannkallaður ættar-
höfðingi, límið í fjölskyldunni.
Stórfjölskyldan er náin og afkom-
endur margir. Vinir ömmu á öll-
um aldri og margir kynnst henni í
gegnum börn og barnabörn. Það
elskuðu allir ömmu Laufeyju.
Hún hefur alltaf munað allt, alla
viðburði sem voru fram undan,
hvenær allir eiga afmæli og jafn-
vel hvernig veður var þegar við
fæddumst og þrátt fyrir veikindi
síðustu ára þá gleymdi hún ekki
merkisdögum. Sunnudagskaffi
ömmu var alltaf á sínum stað og
súkkulaðikaka með hvítu kremi
jafnan á borðum. Faðmurinn var
hlýr, hjartað stórt og ávallt pláss
fyrir knús og spjall um allt milli
himins og jarðar.
Amma hefur alltaf verið mín
helsta klappstýra í lífinu, hún hef-
ur alltaf haft trú á mér og hvatt
mig áfram. Hún hafði einstaka
eiginleika og mikla spáhæfileika,
hún sá og fann meira en aðrir.
Þrjóska hennar og ákveðni kom
henni langt og margir afkomend-
ur hafa erft þá eiginleika. Ég er
þakklát fyrir öll þau ár sem við
fengum saman og þakklát fyrir
að börnin mín fengu að kynnast
langömmu Laufeyju. Amma var
ein af mínum helstu fyrirmynd-
um í lífinu og sakna ég hennar
gríðarlega.
Elsku amma, afi tekur á móti
þér með hlýjum faðmi og við ylj-
um okkur við minningar af stór-
kostlegri og einstakri konu.
Að lokum segi ég eins og þú
sagðir alltaf við mig: Guð geymi
þig.
Ég elska þig að eilífu
Þín,
Freyja.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar Laufeyju Þorleifsdóttur
sem kvaddi þessa jarðvist 14. júlí
síðastliðinn. Það er margs að
minnast þegar hugsað er um
elsku ömmu Laufeyju. Það sem
helst þó stendur upp úr er hversu
félagslynd hún var og hversu um-
hugað henni var um afkomendur
sína. Þangað til amma hætti að
hafa heilsu til var hún ávallt með
sunnudagskaffi þar sem börn
hennar, barnabörn og barna-
barnabörn mættu. Gengið var að
því vísu að amma hefði bakað og
stundum þegar hún var í stuði
endaði kaffiboðið á því að hún
spáði í bolla, sem var yfirleitt spá
um bjarta framtíð og ferðalög.
Amma var svona kona sem laðaði
að sér fólk. Það var vegna þess að
hún var opin og hress, hafði ávallt
tíma fyrir spjall og gaf af sér
hlýju og einlægan áhuga á því
fólki sem hún umgekkst. Hún var
óspör á hrós og stolt hennar af
barnabörnum sínum leyndi sér
ekki.
Það er ekki sjálfgefið að fólk
sem upplifir hindranir í lífinu búi
yfir svona gleði, hamingju og um-
hyggju fyrir náunganum eins og
amma gerði. Líf hennar hafði
langt frá því verið dans á rósum
og frá því elstu barnabörn hennar
muna vann hún mikið, jafnvel í
fleiri en einni vinnu. Til dæmis
muna elstu barnabörnin eftir því
að fara með ömmu að skúra en
gerðu sér ef til vill ekki grein fyr-
ir því að amma var þegar búin að
vinna fullan vinnudag annars
staðar þegar mætt var í næstu
vinnu, að þrífa. Amma var sko
ekki að kveinka sér. Hún hafði
ekki mikið á milli handanna og
þurfi að hafa fyrir öllu sínu, hún
var harðdugleg og þessi dugnað-
ur, hvort sem hann hefur erfst
með genum eða félagsmótun, hef-
ur skilað sér til barna og barna-
barna sem eru allt hörkuduglegt
fólk. En amma kom einnig
þrjósku og því að gefast ekki upp
til afkomendanna og hafa margir
haft á orði að konur í þessari fjöl-
skyldu séu afskaplega sterkar og
láti ekki neitt stoppa sig.
Já, það var gróði að alast upp
með svona fyrirmynd. Ömmu
verður ávallt saknað og við mun-
um hugsa hlýlega til hennar um
ókomna tíð.
Hvíl í friði elsku amma.
Albert Örn, Eyrún, Jón Þór
og Laufey Eyþórsbörn.
Laufey
Þorleifsdóttir
✝
Hafdís Stein-
grímsdóttir
fæddist á Berg-
þórugötu 6b í
Reykjavík 7. janúar
1945. Hafdís lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 19. nóvember
2021.
Foreldrar Haf-
dísar voru Guð-
mundína Sigurveig
Stefánsdóttir, f. 15.9. 1906, d.
15.10. 1992, og Steingrímur
Kristinn Jónsson, f. 17.7. 1906,
d. 12.9. 1962, bæði úr Reykjavík.
Hálfsystkini Hafdísar voru Sig-
urður Sigurðsson, f. 28.4. 1926,
d. 31.1. 2003, og Unnur Sólveig
Vilbergsdóttir, f. 15.11. 1933, d.
16.4. 2012.
Hafdís giftist Hafliða Krist-
björnssyni, f. 28.1. 1930, d.
29.11. 2018, frá Birnustöðum á
Skeiðum þann 21.12. 1968 en
þau skildu seinna. Fyrir átti
Hafdís tvö börn, Helgu Guð-
laugsdóttur, f. 4.7. 1965, faðir
Guðlaugur Jónsson, f. 21.1.
1930, d. 10.7. 2017, og Steingrím
K. Reynisson, f. 6.7. 1967, faðir
Reynir Guðlaugsson, f. 30.1.
1928, d. 13.2. 2011. Hafdís og
Hafliði áttu sjö börn saman en
þau eru Kristbjörn Hafliðason,
f. 16.5. 1969, Guðmundur Haf-
liðason, f. 11.11. 1971, Val-
gerður Hafliðadóttir, f. 3.7.
1973, Ólafur Hafliðason, f. 10.5.
1975, Steinn Hafliðason, f. 4.9.
1977, Finnur Hafliðason, f.
10.12. 1979, og Friðjón Elli Haf-
liðason, f. 16.9. 1981. Helga og
Steingrímur ólust upp samhliða
systkinum sínum á Birnustöð-
um. Hafdís lætur sömuleiðis eft-
ir sig 17 barnabörn.
Hafdís ólst upp hjá móður
sinni og bjó með henni í Reykja-
vík fram yfir tvítugt. Hafdís
gekk í Austurbæjarskóla í
Reykjavík og tók landspróf úr
Gagnfræðiskóla Vesturbæjar.
Að loknu landsprófi sótti Hafdís
nám í Húsmæðra-
skólanum á Laug-
arvatni veturinn
1962-1963. Hafdís
fór snemma að
vinna sveitastörf
víða um sveitir,
fyrst sumarlangt á
unglingsaldri sem
kaupakona en
seinna meir sem
ráðskona. Hafdís
vann m.a. á Hlíð-
arenda í Ölfusi, á Laxfossi í Staf-
holtstungum, í Þykkva-
bæjarklaustri í Álftaveri,
Sumarliðabæ í Holtum, Hrísum í
Helgafellssveit á Snæfellsnesi,
Ásmundarstöðum í Ásahreppi
og Birnustöðum á Skeiðum þar
sem hún kynntist eiginmanni
sínum, Hafliða Kristbjörnssyni.
Hafdís var bóndi og húsfreyja
að Birnustöðum þar til þau Haf-
liði skildu. Einnig vann hún í þó-
nokkur ár á saumastofu á Húsa-
tóftum á Skeiðum meðfram
sveitastörfum. Hafdís flutti að
Nesi í Fljótum í Skagafirði árið
1995 og bjó þar með sambýlis-
manni sínum, Gunnlaugi Páls-
syni, f. 27.9. 1943, d. 28.9. 2015,
til ársins 2000 er hún flutti á Sel-
foss og bjó þar allar götur síðan,
síðast til heimilis að Fossvegi 6.
Hafdís vann um tíma við fiskeldi
og heimahjúkrun í Skagafirði
en eftir að hún flutti á Selfoss
vann hún m.a. sem saumakona
fyrir Maríu Lovísu fatahönnuð
auk tilfallandi vinnu á ýmsum
stöðum. Hafdís var virk í fé-
lagsstarfi Kvenfélags Skeiða-
hrepps um tíma og starfaði með
Leikfélagi Selfoss síðustu 15 ár-
in sem sauma- og búningakona
þar sem hún kom að flestum
sýningum félagsins.
Útför Hafdísar fer fram í Sel-
fosskirkju í dag, 26. júlí 2021,
klukkan 13.
Slóð á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/6vfspwzt.
Hún Dísa föðursystir mín var
einstök persóna á svo margvís-
legan hátt. Glaðlynd með einstak-
an húmor og sá gjarnan skondna
hluti í hversdeginum, hún var
ákveðin, en líklega var þessi lág-
vaxna hlýlega kona einhver harð-
asti nagli sem fyrirfannst. Þegar
hún hafði tekið ákvörðun þá varð
henni ekki þokað. Hörðust var
hún þó líklega við sjálfa sig og
neitaði sér um margt sem öðrum
þótti sjálfsagt. Dísa var ákaflega
listræn og skapandi alla tíð.
Margir fallegir hlutir liggja eftir
hana og jólakortin sem hún hand-
gerði jafnan og sendi fjölskyldu
og vinum voru oft algjör lista-
verk. Pabbi og Dísa voru sam-
mæðra og á einu stórafmæli hans
fylgdi gjöfinni mynd af hesti.
Myndin var öll gerð úr stráum,
vöðvar hestsins hnykluðust, faxið
bylgjaðist og augnaráð hans
sýndi viljann. Þessi mynd var
mikið listaverk og ótrúlegt að hún
skuli aðeins hafa verið gerð úr
stráum.
Frá æsku hafði Dísa átt marga
pennavini. Þeir voru víða um land
en einnig á Norðurlöndum og hélt
hún sambandi við suma þeirra
fram á fullorðinsár. Á æskuárum
Dísu bjuggu þær amma í Reyja-
vík en Dísa fór oftast í sveit á
sumrin og tengdist sveitinni
meira en borginni og vildi frekar
búa í dreifbýli. Þegar Dísa var
sautján ára fór hún í Húsmæðra-
skólann á Laugarvatni sem þá
var eins árs skóli. Þar lærði hún
margt nytsamlegt og kynntist
góðum hópi sem hefur að stórum
hluta haldið sambandi síðan.
Þessi menntun leiddi síðan til
þess að Dísa varð ráðskona í sveit
á nokkrum stöðum. Þar til hún
réð sig til Hafliða á Birnustöðum
og síðan giftu þau sig. Dísa talaði
stundum um að hún gæti alveg
bætt sig varðandi skipulagningu í
lífi sínu. En það átti þó ekki við
um barneignir hennar. Því að frá
því að hún eignaðist sitt fyrsta
barn tvítug að aldri 1965 eignað-
ist hún barn annað hvert ár, alltaf
á oddatöluári, þar til níu börn
voru fædd. Börnin voru hennar
ríkidæmi og var hún ákaflega
stolt af þeim. Enda mátti hún
vera það. Þau eru vandað og gott
fólk og hvert öðru myndarlegra.
Þó að börnin hafi á sínum tíma
verið mörg á heimilinu voru sum-
arbörnin mjög velkomin til dvalar
og afkomendur ættingja og vina
fengu að njóta þess.
Dísa bjó stærstan hluta ævinn-
ar í sveit en síðustu áratugi bjó
hún á Selfossi. Hún kunni vel við
sig þar sem hún gat verið í ná-
lægð við flest barna sinna. Sér-
staka ánægju hafði hún líka af
tímanum sem hún starfaði með
leikfélaginu á Selfossi. Þar vann
hún fyrir ánægjuna eina við
saumaskap og margvísleg verk-
efni sem tengjast starfsemi fé-
lagsins og uppsetningu á leik-
verkum, mála leikmynd eða
aðstoða leikara við búningskipti
o.fl. Hún lét sig stundum dreyma
um, að ef hún næði heilsu aftur
gæti hún e.t.v. eitthvað hjálpað til
í leikfélaginu aftur.
Það var alltaf gaman að spjalla
við Dísu. Við vildum koma slíku
spjalli í fast form og vorum komn-
ar með þá reglu að ræða saman
einu sinni í viku. Þannig höfum
við haft það á annað ár. Við höfð-
um ánægju af þessum samræð-
um. Ég mun sakna Dísu frænku
minnar og votta börnum hennar,
tengdabörnum og afkomendum
dýpstu samúð.
Kristín Sæunnar-
Sigurðardóttir.
Hafdís
Steingrímsdóttir
Konan mín kær,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR
Hafnfirðingur og Árbæingur,
Suðurlandsbraut 68b,
lést mánudaginn 19. júlí á Hrafnistu
Laugarási. Útförin fer fram frá Árbæjar-
kirkju miðvikudaginn 4. ágúst klukkan 13.
Þorvaldur S. Þorvaldsson
Jón Þór Þorvaldsson Guðrún Anna Ingólfsdóttir
Herdís Sif Þorvaldsdóttir
Þorvaldur Bjarni Þorvaldss. Þórunn Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
DR. AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
frá Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi,
sagnfræðingur og fyrrverandi
skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands,
verður jarðsunginn frá Þorgeirskirkju á
Ljósavatni föstudaginn 30. júlí klukkan 13.
Systkinabörn hins látna