Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. „ÞETTA ER FRAMÞRÓUN. Í SÍÐUSTU VIKU GASTU EKKI SETIÐ UPPRÉTTUR ÁN ÞESS AÐ MISSA JAFNVÆGIÐ VEGNA HÖFUÐSINS.“ „ÞÚ ERT EINS OG MÁGUR MINN. HANN ER MEÐ STUTTA HANDLEGGI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda sambandi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG FÆ ALLTAF ÞAÐ SAMA Í JÓLAGJÖF…OST! HVERT… EINASTA… ÁR! ALLTAFOST! OST! OST! OST! OST! OST! EKKI SPURNING! LÍFIÐ ER SEM SAGT LJÚFT? EF ÞÚ JÁTAST MÉR MUN ÞESSI ERFÐAGRIPUR VERÐA ÞINN! EN RÓMAN- TÍSKT! STEINNINN ER SKORINN EINSOG HAUSKÚPA! HANN TILHEYRÐI FRÆNDA MÍNUMOG SKIPSTJÓR- ANUM RAUÐSKEGGI SJÓRÆNINGJA! ÉG ÆTLA AÐ HUGSA MÁLIÐ. arinnar og þar á meðal stóru hlut- verki í Þjóðleikhúsinu. Hún starfaði sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2 í tíu ár og meðfram listinni starfaði hún einnig sem flugfreyja hjá Ice- landair frá 2013 til 2018. Heiða hefur gefið út tvær sólóplötur og sungið inn á ótal upptökur og m.a. sungið í und- ankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í mörg skipti og ver- ið í ýmsum söngleikjum. Nýjasta hlutverk Heiðu er eiginkonuhlut- verkið, en hún giftist sínum heittelsk- aða, Páli Helgasyni, á laugardaginn var, 24. júlí. Fjölskylda Eiginmaður Heiðu er Páll Helga- son, doktor í tölvunarfræði og gervi- greind, og starfar sem tæknistjóri hjá Activity Stream, f. 24.7. 1977. Þau eru nýflutt í draumahúsið í Garðbæn- um. Foreldrar Páls eru hjónin Helgi Hjálmarsson arkitekt, f. 22.4. 1936, og María Andrea Hreinsdóttir menntaskólakennari, f. 28.8. 1938. Þau búa í Fossvogi. Sonur Heiðu er Snorri Snorrason, f. 26.8. 2015, og stjúpbörn Hugi Hrafn Helgason, f. 29.8. 2005, og Kristín María Helga- dóttir, f. 27.1. 2008. Bróðir Heiðu er Halldór Ólafsson, sölustjóri í Kópa- vogi, f. 4.9. 1978. Foreldrar Heiðu eru hjónin Ólafur Björn Halldórsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, f. 18.1. 1957, og Elsa Björk Sigurðardóttir bankamaður, f. 9.6. 1958. Þau búa á Hólmavík. Aðalheiður Ólafsdóttir Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja, fiskverkakona og fékkst við ýmis störf á Hólmavík Ragnar Hafstein Valdimarsson bifreiðastjóri á Hólmavík Aðalheiður Hafstein Ragnarsdóttir húsfreyja á Hólmavík Sigurður Árni Vilhjálmsson bifreiðastjóri og sjálfstæður atvinnurekandi á Hólmavík Elsa Björk Sigurðardóttir bankamaður á Hólmavík Jakobína Áskelsdóttir húsfreyja á Kaldraðarnesi og síðar á Hólmavík Jón Vilhjálmur Sigurðsson bifreiðastjóri í Hólmavíkurhreppi Sigrún Eggertína Björnsdóttir húsfreyja á Göngustaðakoti, Upsasókn, Eyj., síðast bús. á Akranesi Björn Guðmundsson búfræðingur og smiður á Göngustaðakoti, Upsasókn, Eyj. og víðar, síðast bús. á Akranesi Fanney Björnsdóttir húsfreyja á Hólmavík Halldór Tryggvi Ólafsson vörubílstjóri, ýtustjóri, fiskverkamaður og grenjaskytta á Hólmavík Kristjana Halldórsdóttir húsfreyja, síðast bús. í Keflavík Ólafur Jóhannsson sjómaður og bóksali, síðar bifreiðastjóri í Kópavogi Úr frændgarði Aðalheiðar Ólafsdóttur Ólafur Björn Halldórsson skipstjóri og útgerðarmaður á Hólmavík Bjarni Sigtryggson yrkir „Örljóð dagsins“á Boðnarmiði: Sumarið sunnanlands er í fríi norðaustanlands. „Hátíð í bæ“ skrifar Guðmundur Arnfinnsson og yrkir: Nú er sól og sumardagur, sem á jólum gleðin skín. Hlýna ból og batnar hagur, brosir fjóla, vina mín. Kátur núna kveð ég bögur, kyssir sólin laut og hól. Úti á túni yndisfögur er hún Fjóla á bláum kjól. Tryggvi Jónsson hefur ráð undir rifi hverju: Litlir og stórir standa strákar í vondum fjanda. En með lögg af landa leysa þeir allan vanda. Og Gunnar J. Straumland veit sínu viti: Þegar frekjan hefur hátt heimskan úr sér breiðir. Þá skal opna uppá gátt allar veiruleiðir. Jón Atli Játvarðarson segir „erf- itt að raða á lista Miðflokksins fyrir þessar kosningar. Ekki allir „þungavigtarmenn“ á eitt sáttir“: Á Klaustri er viðhafnarvaka, vélað um glingur og stáss. En Miðflokks-tildrurnar taka talsvert of mikið pláss. Hallmundur Kristinsson segir, að það séu margir áratugir síðan hann uppgötvaði að nóg væri að nota lífs- ins eitthvað í vísurnar til að þær yrðu skáldlegar: – „Gríp stundum til þessa ráðs (með misjöfnum ár- angri)“: Jafnvel þó að lífsins ljóðið liggi á milli vatna, virðist ekki vísnaflóðið vera neitt að sjatna. Hér eru tvær stökur eftir Sigurð Breiðfjörð: Ég er eins og veröldin vill velta, kátur, hljóður, þegar við mig er hún ill, ekki er ég heldur góður. Ef að við mig hún er hlý og hugann eitthvað gleður, er ég léttur eins og ský, sem ýtir af sólu veður. Limra eftir Gunnar J. Straum- land: Með von um að vísurnar batni ég velja þarf orðin með natni, en valkvíði þungur sig vefur um tungur, því heldur sú von ekki vatni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hátíð í bæ og lögg af landa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.