Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 27
6.373 stig og Ísak Óli Traustason úr UMSS varð þriðji með 5.997 stig. _ Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 60. sæti á Italian Challenge-mótinu sem lauk í Furpine á Ítalíu í gær en það var liður í Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur lék þriðja hringinn á laug- ardag á 72 höggum og lokahringinn í gær á 75 höggum. Hann lauk keppni á fjórum höggum yfir pari vallarins. _ Spánverjinn Jon Rahm, efsti kylfing- urinn á heimslista karla í golfi, þarf að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum eftir að hann greindist með kórónuveir- una. Það er í annað sinn á rúmum tveimur mánuðum sem það gerist en Rahm þurfti að hætta keppni á Me- morial-mótinu í Ohio í júní af sömu sökum. Þá var hann með góða forystu fyrir lokahringinn þegar niðurstaða kom úr skimun. _ Bryson DeC- hambeau frá Bandaríkjunum þurfti einnig að hætta við keppni á Ólympíuleikunum af sömu ástæðu en hann er í sjötta sæti heimslistans í golfi. Patrick Reed kemur í hans stað en fyrir í bandaríska ólympíuliðinu eru Justin Thomas, Collin Morikawa og Xander Schauffele. _ Golfklúbbur Reykjavíkur varð á laug- ardaginn tvöfaldur sigurvegari á Ís- landsmóti golfklúbba. Karlalið félagsins vann mótið í 24. skipti og kvennaliðið í 22. skipti. Í karlaflokki vann GR sigur á GKG í úrslitaleiknum, 3:2, og krækti þar með í titilinn í fyrsta sinn í níu ár. Í kvennaflokki vann GR sigur á Golf- klúbbi Mosfellsbæjar með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Golfklúbburinn Keilir féll úr 1. deild karla og Golfklúbburinn Oddur úr 1. deild kvenna. Keppt var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavelli. _ Handknattleikslið ÍR fékk mikinn liðsstyrk um helgina því þeir Kristján Orri Jóhannsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson munu leika með liðinu á kom- andi tímabili. ÍR-ingar féllu úr úrvals- deildinni í vor og leika því í 1. deildinni á næstkomandi tímabili. Bæði Kristján og Sigurður Ingiberg áttu stóran þátt í því að Kría vann sér inn sæti í úr- valsdeildinni, en að lokum hætti Kría við að senda lið til leiks næsta vetur. Kristján og Sigurður léku áður báðir með ÍR. _ Bandaríski bakvörðurinn Larry Thomas hefur yfirgefið herbúðir Ís- landsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn í körfuknattleik og samið við Ventspils í Lettlandi. Thomas átti stóran þátt í Ís- landsmeistaratitli Þórsara en hann skoraði 20 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar að meðaltali í leik. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Staðan í einvígi Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er óbreytt eftir að bæði unnu leiki sína á laugardaginn. Síðasta von Selfyss- inga um að nálgast toppliðin brast með 2:1 ósigri gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Breiðablik þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en mörkin komu á fimm mínútna kafla seint í leiknum. Í fyrri hálfleiknum varði Telma Ív- arsdóttir í marki Blika vítaspyrnu frá Brennu Lovera. _ Agla María Albertsdóttir skor- aði sitt 9. mark í deildinni í ár þegar hún kom Blikum yfir úr vítaspyrnu. _ Bergrós Ásgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark á sjö árum á Ís- landsmóti þegar hún jafnaði fyrir Selfoss. Valur vann öruggari sigur á Þór/ KA, 3:1 á Akureyri og heldur tveggja stiga forystu á Breiðablik. Þór/KA tapaði í fyrsta sinn í sex leikjum og er áfram á hættusvæði deildarinnar. _ Dóra María Lárusdóttir skoraði sitt 94. mark í deildinni þegar hún kom Val í 2:1 beint úr aukaspyrnu. ÍBV er komið á lygnan sjó í deild- inni eftir sigur á Tindastóli á Há- steinsvelli, 2:1, í gær. Eyjakonur eru nú sjö stigum frá fallsæti en Tinda- stóll situr áfram tveimur stigum fyr- ir ofan Fylki og Keflavík. _ Þóra Björg Stefánsdóttir var áfram á skotskónum og skoraði sitt fjórða mark í síðustu sjö leikjum ÍBV. _ Aldís María Jóhannsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hún kom Tindastóli yfir í leiknum. _ Ítarlega er fjallað um leikina á sérvefnum Íslenski boltinn á íþrótta- vef mbl.is. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Lára Kristín Pedersen í baráttunni gegn Þór/KA. Erfiðara hjá Blikum en Val - Eyjakonur eru komnar á lygnari sjó ÞÓR/KA – VALUR 1:3 0:1 Sjálfsmark 17. 1:1 Margrét Árnadóttir 35. 1:2 Dóra María Lárusdóttir 45. 1:3 Ásdís Karen Halldórsdóttir 46. MM Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) M Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Mist Edvardsdóttir (Val) Lára Kristín Pedersen (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Sólveig Larsen (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 7. Áhorfendur: 87. BREIÐABLIK – SELFOSS 2:1 1:0 Agla María Albertsdóttir 77. 1:1 Bergrós Ásgeirsdóttir 79. 2:1 Taylor Ziemer 81. M Telma Ívardóttir (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki) Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki) Áslaug M. Gunnlaugsdóttir (Breiðab.) Guðný Geirsdóttir (Selfossi) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Emma Checker (Selfossi) Dómari: Jóhann G. Guðmundsson – 6. Áhorfendur: 110. ÍBV – TINDASTÓLL 2:1 0:1 Aldís María Jóhannsdóttir 21. 1:1 Þóra Björg Stefánsdóttir 30. 2:1 Olga Sevcova 57. MM Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) M Liana Hinds (ÍBV) Amber Michel (Tindastóli) Jacqueline Altschuld (Tindastóli) Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóli) Laufey Harpa Halldórsd. (Tindastóli) Dómari: Elías Ingi Árnason – 8. Áhorfendur: 56. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Fylkir................. 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kaplakriki: FH – Augnablik................ 19.15 Grindavík: Grindavík – Grótta ............ 19.15 Víkingsv.: Víkingur R. – Haukar ........ 19.15 Kórinn: HK – Afturelding ................... 19.15 2. deild kvenna: Þróttarvöllur: SR – ÍR......................... 19.15 Í KVÖLD! Ólympíuleikarnir Riðlakeppni karla: Íran – Tékkland.................................... 78:84 Þýskaland – Ítalía................................. 82:92 Ástralía – Nígería................................. 84:67 Frakkland – Bandaríkin ...................... 83:76 >73G,&:=/D Ólympíuleikarnir Riðlakeppni karla: Svíþjóð – Barein .................................. 32:31 - Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Þýskaland – Spánn.............................. 27:28 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Danmörk – Japan ................................ 47:30 - Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Noregur – Brasilía ............................... 27:24 Frakkland – Argentína ........................ 33:27 Portúgal – Egyptaland ........................ 31:37 Riðlakeppni kvenna: Noregur – Suður-Kórea ..................... 39:27 - Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Holland – Japan.................................... 32:21 Rússland – Brasilía .............................. 24:24 Svartfjallaland – Angóla ...................... 33:22 Spánn – Svíþjóð .................................... 24:31 Ungverjaland – Frakkland.................. 29:30 E(;R&:=/D ÓL TÓKÝÓ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kína, Bandaríkin og Japan fara best af stað í baráttunni um verðlaunapen- ingana á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alls voru 29 gullpeningar í boði á fyrstu tveimur keppnisdögum leik- anna um helgina. Kínverjar kræktu í sex þeirra, Japanir í fimm og Banda- ríkjamenn í fjóra. Þá fengu Kínverjar flesta verðlaunapeninga samanlagt um helgina, 11 talsins, Bandaríkja- menn fengu 10, Rússar sjö og Japanir sex. Kínverjar hafa unnið gull- verðlaunin sín í skotfimi kvenna, lyft- ingum karla og kvenna og dýfingum kvenna. _ Stórtíðindi urðu í körfuknattleik- skeppni karla í gær þegar Frakkland sigraði stjörnum prýtt NBA-lið Bandaríkjanna, 83:76, eftir magn- aðan lokasprett. Frakkar gerðu þar sextán stig gegn tveimur og Evan Fournier, sem sjálfur leikur með Boston Celtics í NBA-deildinni, átti stórleik og skoraði 28 stig. Þetta er fyrsta tap Bandaríkjanna á Ólympíu- leikum frá árinu 2004. _ Stórstjarnan Simone Biles fór ekkert sérstaklega af stað í fim- leikakeppni leikanna í gær. Hún vann aðeins eina grein í fjölþrautinni, stökkið, en varð önnur í gólfæfingum, sjöunda á jafnvægisslá og tíunda á tvíslá. Átta bestu komast áfram í úr- slit á einstökum áhöldum en þar sem aðeins tvær frá hverju landi mega fara áfram sleppur Biles í úrslitin á tvíslánni. Fjórir Rússar voru meðal átta efstu og tvær þeirra sitja því eft- ir. Biles vann samt fjölþrautina, var með flest stig samanlagt, 57.731, og getur því enn hreppt sex gullverðlaun á leikunum, fimm í einstaklings- keppni og svo í liðakeppni en hún hlaut fjögur í Ríó fyrir fjórum árum. Sveit Rússa var efst, á undan þeirri bandarísku, eftir liðakeppnina í fjöl- þrautinni í gær. _ Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir í fyrri grein sinni, 200 metra skriðsundi, í dag. Hún syndir í þriðja riðli af fjórum klukkan 10.09 að ís- lenskum tíma en þá er klukkan orðin 19.09 að kvöldi í Japan. Snæfríður á 23. besta tímann af 30 keppendum í greininni. Íslandsmet hennar er 2:00,50 mínútur og miðað við tíma annarra keppenda þarf hún að bæta það um einar þrjár sekúndur til að komast í undanúrslit en þangað fara sextán bestu í undanrásunum. _ Ásgeir Sigurgeirsson keppti fyrstur Íslendinganna á leikunum eldsnemma á laugardagsmorgun að íslenskum tíma. Hann hafnaði í 28. sæti af 36 keppendum í loftskamm- byssu af 10 metra færi og fékk 570 stig. Ásgeir átti góðar fjórar umferðir af sex, fékk 95 og 98 stig í fyrstu tveim- ur og 97 í tveimur þeim síðustu. Um- ferðir númer þrjú og fjögur felldu hann en þar fékk Ásgeir aðeins 91 og 92 stig. Íslandsmet hans í greininni er 589 stig og hann hefði þurft 578 til að komast í átta manna úrslitin en efstu menn í undankeppninni í Tókýó fengu 586 stig. Kínverjar fara best af stað - Fyrri greinin hjá Snæfríði Sól í dag - Biles og NBA-liðið voru í basli í gær Ljósmynd/Simone Castrovillari Tilbúin Snæfríður Sól Jórunnardóttir ásamt Eyleifi Jóhannessyni þjálfara á æfingu í Tókýó í gær. Hún keppir í 200 m skriðsundi um tíuleytið í dag. Danmörk AaB – Midtjylland.................................... 0:1 - Mikael Anderson lék í 87 mínútur með Midtjylland og Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður liðsins. Nordsjælland – AGF ............................... 0:0 - Jón Dagur Þorsteinsson lék ekki með AGF vegna meiðsla. Köbenhavn – Silkeborg .......................... 0:0 - Hákon Arnar Haraldsson var ekki í leik- mannahópi Köbenhavn. - Stefán Teitur Þórðarson lék ekki með Silkeborg vegna meiðsla. Randers – OB ........................................... 1:1 - Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 78 mín- úturnar með OB. B-deild: Nyköbing – Lyngby................................. 1:2 - Frederik Schram var ekki í hópi Lyngby. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Bandaríkin Orlando Pride – OL Reign...................... 0:2 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando Pride. Houston Dash – Portland Thorns.......... 0:1 - Andrea Rán Hauksdóttir var varamaður hjá Houston og kom ekki við sögu. Svíþjóð Hammarby – Norrköping....................... 2:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. - Ari Freyr Skúlason lék í 59 mínútur með Norrköping og lagði upp markið. Ísak B. Jóhannesson var í leikbanni og Jóhannes Kristinn Bjarnason ekki í hópnum. Häcken – Elfsborg................................... 1:1 - Oskar Tor Sverrisson lék allan leikinn með Häcken en Valgeir Lunddal Friðriks- son var á bekknum allan tímann. - Hákon Rafn Valdimarsson var vara- markvörður Elfsborg. Sirius – Degerfors ................................... 2:0 - Aron Bjarnason lék ekki með Sirius vegna meiðsla. Belgía Anderlecht – Royal Union St. Gilloise .. 1:3 - Aron Sigurðarson var ekki í leikmanna- hópi Royal Union. Rúmenía Academica Clinceni – CFR Cluj............. 1:2 - Rúnar Már Sigurjónsson lék síðari hálf- leikinn með CFR Cluj. Ólympíuleikarnir Riðlakeppni karla: Egyptaland – Argentína.......................... 0:1 Nýja-Sjáland – Hondúras........................ 2:3 Frakkland – Suður-Afríka....................... 4:3 Brasilía – Fílabeinsströndin.................... 0:0 Ástralía – Spánn ....................................... 0:1 Rúmenía – Suður-Kórea.......................... 0:4 Japan – Mexíkó......................................... 2:1 Sádi-Arabía – Þýskaland ......................... 2:3 Riðlakeppni kvenna: Síle – Kanada ............................................ 1:2 Kína – Zambía........................................... 4:4 Svíþjóð – Ástralía ..................................... 4:2 Japan – Bretland ...................................... 0:1 Holland – Brasilía..................................... 3:3 Nýja-Sjáland – Bandaríkin ..................... 1:6 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.