Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 29

Morgunblaðið - 26.07.2021, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SCARLETT JOHANSSON FLORENCE PUGH DAVID HARBOUR O–T FAGBENLE RAY WITHWINSTONE RACHEL ANDWEISZ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Breskir leiklistargagnrýnendur eru ekki á eitt sáttir um ágæti upp- færslu Theatre Royal Windsor á Hamlet eftir William Shakespeare þar sem hinn 82 ára gamli Ian McKellen fer með titilhlutverkið. Sýningunni hefur verið lýst sem „djarfri“, „sannfærandi“ og „handa- hófskenndri óreiðu“. Uppfærsl- unnar, sem var frumsýnd í liðinni viku, hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda þótti það spennandi nálgun hjá leikstjóranum Sean Mathias að hafa sýninguna „aldurs-, lita- og kynjablinda“. Blekkir ekki áhorfendur Arifa Akbar, gagnrýnandi The Guardian, hrósar McKellen fyrir „framúrskarandi blæbrigði og djörf- ung“ í túlkun sinni á Hamlet, en hún gefur uppfærslunni þrjár stjörnur. Segir hún leikstjórann kynna sæg af áhugaverðum hugmyndum til sög- unnar, en að þær komist aldrei á flug. „Það sem bjargar uppfærsl- unni er leikritið sjálft sem hvílir al- farið á herðum aðalleikarans,“ sem takist að skapa prins fyrir alla, óháð aldri og tíma. „Aldursblindur prins McKellen blekkir ekki áhorfendur þrátt fyrir gott úhald leikarans,“ skrifar Ben Lawrence, rýnir The Telegraph. Í samantekt BBC um leikdómana er rifjað upp að McKellen hafi í viðtali í apríl gantast með það að þegar hann lék Gandalf í Hringadrótt- inssögu, sem var meira en 7.000 ára gamall, hafi „enginn kvartað undan því að ég væri of ungur. Ég get ekki þóst vera 20 ára, enda myndi enginn trúa því. En mér getur liðið eins og tvítugri manneskju,“ sagði McKel- len. Paul Taylor, gagnrýnandi The Independent, gefur uppfærslunni fjórar stjörnur og tekur fram að aldursbilið milli leikarans og per- sónunnar sem hann lék hafi hrein- lega gufað upp í rafmagnaðri og kjarkmikilli uppfærslunni. Sam Marlowe, rýnir hjá i News, deilir ekki hrifningu Taylor og segir að þrátt fyrir að McKellen búi yfir miklum sviðssjarma þá hafi upp- færslan verið „sundurlaus“. Einstakur viðburður Marlowe segir vissulega djarft að fela leikara á níræðisaldri að leika prinsinn unga, en „þrátt fyrir alla sína kunnáttu og persónutöfra“ tak- ist McKellen „aldrei að láta okkur gleyma aldri sínum,“ skrifar Mar- lowe og tekur fram að McKellen sé það góður leikari að túlkun hans verði þó aldrei óáhugaverð. „Þrátt fyrir þátttöku fjölda hæfileikafólks verður útkoman handahófskennd óreiða sem vekur upp þá spurningu hvað maður hafi í raun verið að sjá – og hvað listafólkið var að pæla.“ Patrik Marmion hjá Mail Online lýsir túlkun McKellen sem „töfrandi“ og segir uppfærsluna bjóða upp á „nýja sýn á Danaprins- inn“. Vissulega finnist fágaðri upp- færslur en þessi, en „þetta er án efa einstakur viðburður sem ég efast um að við munum upplifa aftur,“ skrifar Marmion. Sem fyrr segir var uppfærslunnar beðið með mikilli eftirvæntingu og spurn leikhúsgesta eftir miðum það mikil að sýningar- tímabiliið var lengt um þrjár vikur. Sýningum lýkur því ekki fyrr en undir lok septembermánaðar. Ljósmynd/Theatre Royal Windsor, Marc Brenner Danaprins Ian McKellen sem Hamlet. „Handahófs- kennd óreiða“ - Skiptar skoðanir eru um Hamlet Deilur ráðamanna í Edo-fylki í Níg- eríu gætu hindað að menningar- verðmætum verði skilað þangað, að því er kemur fram í frétt BBC. Um er að ræða Benin-bronsið svokallaða (e. the Benin Bronzes), þúsundir járnskúlptúra og fílabeinsútskurð, sem voru tekin ófrjálsri hendi þegar breski herinn árið 1897 fór um vesturafríska konungsríkið Benin, þar sem nú er fylkið Edo í Suður- Nígeríu. Evrópsk stjórnvöld hafa verið undir miklum þrýstingi und- anfarin ár um að bæta fyrir nýlenduglæpi sína og skila þeim menningarverðmætum sem numin voru á brott þegar farið var með gripdeildum um nýlendur Evr- ópuríkja. Stjórnvöld í Þýskalandi og nokkur söfn á Englandi hafa sýnt áhuga á að skila þeim hluta bronsins sem er í þeirra vörslu og væri það stórt skref í eftirlendusögu Nígeríu. Ósætti meðal ráðamanna í Ebo- fylki hefur hins vegar sett strik í reikninginn. Þeir eru ekki sammála um hvar eigi að geyma Benin- bronsið. Konungurinn, eða Obainn af Benin, Ewuare II, sem er barna- barnabarn þess konungs sem réð ríkjum í Benin árið 1897, kallaði menn á fund þar sem hann varaði við þeirri tilraun að beina bronsinu í ranga átt. Hópur, sem Obainn kallar „gervihóp“ (e. artificial group) og kallast Legacy Restoration Trust (LRT) hafði ætlað að koma bronsinu fyrir í safninu Edo Museum of Wes- tern African Art, með stuðningi fylkisstjórans í Edo, manns að nafni Godwin Obaseki. Þessu hefur Obainn mótmælt harðlega. Honum þykir það eina rétta í stöðunni vera að koma brons- inu fyrir á konunglegu safni, það væri eini réttmæti staðurinn fyrir gersemarnar. British Museum hafði samið við LRT um fornleifaverkefni og þýsk stjórnvöld höfðu velt því fyrir sér að gera slíkt hið sama, enda töldu stofnanirnar að LRT og Obainn ynnu saman. Deilurnar virðast sprotnar vegna vantraust og rígs milli Obans og fylkisstjórans. Þær setja verkefnið í hættu enda ólíklegt að evrópsku stofnanirnar láti verð- mætin af hendi nema Nígeríumenn komist að samkomulagi. Verðmæti Benin-bronsið var numið á brott árið 1897 og er geymt á ýmsum söfnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Deilur um Benin-bronsið - Ósætti ráðamanna í Nígeríu tefur að menningarverð- mætum verði skilað - Numin á brott á nýlendutímanum Benin-bronsið Þúsundir járn- skúlptúra og fílabeinsútskurða. Ljósmynd fengin af vefnum britishmuseum.org

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.