Morgunblaðið - 26.07.2021, Síða 32
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind | Kringlunni | Spönginni | Reykjanesbæ | Akranesi
Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Víkingur Heið-
ar Ólafsson er
einleikari á
Proms, tón-
listarhátíð
BBC í Royal
Albert Hall í
Lundúnum,
laugardaginn
14. ágúst kl.
18.30. Hann
kemur þar
fram ásamt
Philharmonia Orchestra undir stjórn Santtu-Matias
Rouvali. Víkingur leikur hljómborðskonsert í f-moll,
BWV 1056, eftir Johann Sebastian Bach og píanó-
konsert nr. 24 í c-moll, K 491, eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. Einnig verður flutt sinfónía nr. 1 í D-dúr eftir
Sergej Prokofíev og sinfónía nr. 9 í Es-dúr eftir Dmítríj
Shostakovitsj. Hlusta má á tónleikana beint á BBC
Radio 3, en þeim verður einnig útvarpað á BBC Four
sunnudaginn 15. ágúst.
Víkingur Heiðar einleikari á Proms
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 207. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Kínverjar fengu flest gullverðlaun á fyrstu tveimur
keppnisdögum Ólympíuleikanna í Tókýó en síðan komu
Japanir og Bandaríkjamenn. Simone Biles og körfu-
boltalandslið Frakklands og Bandaríkjanna voru í sviðs-
ljósinu í gær. Fyrsti Íslendingurinn hefur lokið keppni
og sá næsti stígur á stóra sviðið í dag. »27
Ólympíuleikarnir komnir á fulla ferð
ÍÞRÓTTIR MENNING
Björn Björnsson
Sauðárkróki
Veitingastaðurinn Sauðá var opnaður
formlega á Sauðárkróki fyrir helgi og
mættu fjölmargir bæjarbúar, sem og
víðar að, til að fagna þessum nýja
áfanga í veitingahúsaflóru bæjarins,
ásamt eigendum og verktökum.
Það er einkenni áræðinna frum-
kvöðla og framkvæmdamanna að þeir
sjá skemmtileg tækifæri, ef til vill
með smábreytingum, frá því sem allir
hinir hafa fyrir augunum hversdags-
lega.
Þannig fór það þegar arkitektinn
og listasmiðurinn Magnús Freyr
Gíslason flutti með eiginkonu sinni,
Kolbrúnu Dögg Sigurðardóttur, aftur
til Sauðárkróks eftir nokkurra ára
fjarveru, að fljótlega vakti áhuga
þeirra áratuga gömul hlaða, löngu af-
lögð sem slík, og hafði staðið ónotuð
eða sem geymsla og í stökustu nið-
urníðslu, skammt frá Sauðánni í
Sauðárgili.
Í tvö til þrjú ár var hugmyndin að
gerjast hjá þeim hjónum en mjög
fljótlega bættust í samstarfið hjónin
Selma Barðdal og Róbert Óttarsson
bakarameistari. Þar sem hugmyndin
var nú að mestu mótuð var lítið annað
í boði en að hefjast handa. Hér vildu
þau opna veitingastað, sem væri
öðruvísi en þeir staðir sem fyrir eru á
Króknum. Fyrir tíu mánuðum fengu
þau yfirráð yfir hlöðunni og þar með
fór allt af stað.
Alls ekki að aðrir viti kostnaðinn
Þau segja að þrátt fyrir ýmsa erf-
iðleika vegna ástands í þjóðfélaginu
hafi allar áætlanir staðist merkilega
vel. Hlaðan stendur enn á sínum stað,
en búið er að byggja við hana með-
fram báðum langhliðum, mót suðri,
rúmgóðan og vistlegan veitingasal.
Að norðan er aðstaða starfsfólks, eld-
hús og lager. Við suður- og vesturhlið
er stór og glæsileg verönd, þar sem
njóta má veitinga á góðviðrisdögum.
Þeir Magnús og Róbert segja alla
þá sem að framkvæmdinni komu hafa
skilað verulega góðu verki og nefna
þar til sögu Uppsteypuna ehf. sem
annaðist alla steypuvinnu, Baldur
múrara, Kára Björn pípara og Sigurð
Ingimarsson og Tengil, sem annaðist
raflagnir. Þá sá Þ. Hansen verktaki
um alla jarðvegsvinnu. Hönn-
unarvinna var unnin af Magnúsi
Frey, en Verkfræðistofan Stoð ann-
aðist burðarþols- og lagnateikningar.
Auk þess komu að framkvæmdum
ótaldir vinir og ættingjar sem lögðu
hönd á plóg. Sammála eru þeir fé-
lagar um að þetta átak hafi hafst í
gegn á þrjósku, elju og því að hafa
gaman af hlutunum.
Þeir Magnús og Róbert voru að
vonum býsna ánægðir með það að
áfanga væri náð, og aðspurðir hvað
þetta hefði nú kostað allt saman svar-
aði Róbert: „Við viljum helst ekki vita
það, að minnsta kosti ekki alveg
strax.“ Og Magnús bætti við sposkur:
„Og alls ekki að aðrir viti það.“
Afgreiðslutími Sauðár er enn að
mótast, það mun eitthvað ráðast af
móttökum og verður þá líklega frá
hádegi og eitthvað fram á kvöldið,
jafnvel til miðnættis. Örugglega
munu margir leggja leið sína í veit-
ingahúsið Sauðá, þar sem engin eru
bílastæðin, enda ekki ætlast til að
neinn aki heim eftir rólegt og afslapp-
að kvöld í góðu og vistlegu umhverfi.
Ljósmynd/Finnur Þór Friðriksson
Sauðárkrókur Hjónin Kolbrún Dögg Sigurðardóttir og Magnús Freyr Gíslason og Róbert Óttarsson og Selma
Barðdal við opnun veitingastaðarins, sem stendur við Sauðárgil fyrir miðju bæjarins. Gömul hlaða var gerð upp.
Gömul hlaða gerð að
öðruvísi veitingastað
- Nýtt veitingahús opnað í Sauðárgili á Sauðárkróki