Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Blaðsíða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 Þ essi grein er um stjórnarfar okkar, hvað það er sem gerir það að verkum að við búum við lýðræði. Ég kalla greinina Landfesti lýð- ræðis, sem vísar til þess að það er stjórnarskráin sem gerir okkur að lýðræð- isríki, felur í sér meginreglurnar sem tryggja hið stjórnarskrárbundna, frjálsynda lýðræði. Þetta reyni ég að útskýra og af hverju stjórn- arskráin er svo mikilvæg í því samhengi og sérstaklega reglan um það hvernig stjórn- arskrám verður breytt.“ Breytingarreglan? „Já, Stjórnarskráin sjálf hefur þann eigin- leika að ráða því sjálf hvernig henni verður breytt. Það stendur í henni sjálfri með hvaða hætti á að standa að breytingum á henni. Það er gert gagngert — eins og alls staðar annars staðar — til að það sé ekki auðvelt að breyta stjórnarskrá, heldur erfitt. Það þarf mikið til. Það er með ráðum gert, sem snýst um það að halda stjórnarskrárfestu í löndum, að það geti enginn einn meirihluti komið og breytt öllu. Að það sé ekki einfalt fyrir tiltekna pólitíska flokka að breyta henni að hentisemi, það þurfi meira en einn flokk, það þurfi víðtæka sam- stöðu og vilja til. Það þurfi að virða ákveðna aðferðafræði og vanda til verka.“ Málið er flókið en greinin auðskiljanleg. „Ég er glöð að heyra það, því það var ein- mitt tilgangurinn. Umræðan er oft og tíðum svo grunn, mikið háð á samfélagsmiðlum eins og TikTok, þar sem skilaboðin eru kannski innan við mínúta. Og alvörufjölmiðlar eru jafnvel farnir að taka þessi mál aðeins af sam- félagsmiðlum. Efnisleg umræða fyrir almenn- ing hefur hins vegar nær engin verið, hvort sem er um aðferðafræðina eða einstök ákvæði. Þetta hefur því þróast eins og kosningabar- átta þar sem aðeins er einn aðili að heyja bar- áttu, fyrst og fremst á samfélagsmiðlum. Fjöl- miðlar eins og Ríkissjónvarpið tekur upp listræna gjörninga, veggjakrot og slíkt inn í sínar fréttir, en ekki neitt á dýptina.“ Veikar forsendur og vinnubrögð Hún var ekki miklu dýpri í hruninu. „Ég ætla ekki að gagnrýna stjórnlagaráðs- liða og þeirra forsendur. Þau fengu bara sitt hlutverk og skiluðu sínum pappírum. En ég fjalla um það í greininni hvað vantaði samt inn í þá vinnu, sem skiptir miklu máli…“ Vantar, segirðu? Var ekki einmitt vandinn að þau gerðu meira en til var ætlast? „Jú, það er eitt af því. Ég bendi á það að stjórnlagaráð hafi farið út fyrir umboð sitt, það umboð sem Alþingi veitti því. Kjarni málsins er sá að ekkert af þessu hefði gerst án Alþingis. Alþingi er eini aðilinn í íslensku samfélagi, sem getur breytt stjórnarskránni. Það er Alþingi, sem setur þetta af stað með lögum um ráðgefandi stjórnlagaþing, en vegna þess hvernig stjórnarskráin er gat það aldrei orðið annað en ráðgefandi. Svo kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaráðs hafi verið ólög- mætar með rökum, sem ég hafði kannski ekki kynnt mér í þaula áður en ég fór að skrifa greinina, en við ritun hennar, þá verð ég að játa að það voru gildar ástæður fyrir því að Hæstiréttur þurfti að grípa í taumana.“ En aðeins um gagnrýnina á núgildandi stjórnarskrá, að hún væri rót bankahrunsins, að hún væri dönsk, hún væri úrelt og svo framvegis. Hún er varla úreltari en við Íslend- ingar viljum, margbreytt sem hún er? Traust stjórnarskrá „Henni hefur verið breytt býsna oft, við höf- um stjórnarskrá í gildi og það sem meira er, að stjórnarskráin stóð sig mjög vel í hruninu.“ Var hún ekki um það bil hið eina sem hélt? „Jú það má segja það. Og rangt að halda því fram að stjórnarskráin hafi valdið hruninu. En hrunið varð mönnum tilefni til þess að reyna að gerbreyta henni. Það er miklu nær að líta svo á að það hafi verið það sem gerðist. Að það voru vissir aðilar sem litu á þetta sem tækifæri til þess að breyta stjórnarskránni.“ Tækifæri fyrir lýðveldið eða sjálfa sig? „Tækifæri fyrir sig og sinn hóp, skulum við segja. Skoðanasystkin eða skoðanaleiðtoga. Við þessu vil ég segja eitt. Ég held að það sé algerlega ljóst, að fjármálakreppa sé einn versti tímapunktur til þess að breyta stjórn- arskrá, sem hugsast getur. Þýsk rannsókn leiddi í ljós að fjármálakreppur leiða alltaf til þess að öfgar í stjórnmálum verða meiri. Hefðbundir stjórnmálaflokkar, þingræð- isflokkar, flokkar sem virða leikreglur lýðræð- isins, eiga mjög í vök að verjast. Og það er líka mjög þekkt í stjórnmálasögunni að það verði til alræðisstjórnir, upplausn, átök, stríð.“ Hér og nú? „Það þekkist ekki aðeins í fortíð, við höfum nýleg dæmi um það eins og árásina á þing- húsið í Bandaríkjunum eða óhugnanlega þró- un stjórnarfars í Ungverjalandi, sem má ein- mitt rekja til stjórnarskrárbreytinga. Þetta væri ekki hægt á Íslandi. Sem er gott. Á Íslandi reyndist það ekki vera hægt vegna þess að stjórnarskráin girti sjálf fyrir það. Og hversu oft sem gerðar eru skoðanakannanir sem sýna fram á að meirihluti kalli eftir ein- hverju, þá erum við öll — forseti Íslands eða forsætisráðherra, þingmenn eða ekki þing- menn, dómarar eða hvað við erum — öll jafn- sett með það að við þurfum að hlíta breyting- arreglu stjórnarskrárinnar.“ Þetta virðast ekki allir skilja, er það? Það sem ýtti mér út í að skrifa þessa grein var þegar ég áttaði mig á því í síðustu bylgju undirskriftasafnana og ósvífins áróðurs á samfélagsmiðlum, að ungt fólk á Íslandi var farið að trúa því að „nýja stjórnarskráin“ lægi þarna tilbúin og gæti hvenær sem er orðið stjórnarskrá Íslands. Að það væru bara spillt- ir íslenskir stjórnmálamenn, sem hefðu gert Ísland að spilltasta landi í heimi, sem væru að hindra það að þessi dásamlega stjórnarskrá, sem myndi leysa öll vandmál á Íslandi ef ekki heimsins alls, tæki gildi. Kjarni málsins er sá að það eru algerlega skýrar reglur stjórnarskrárinnar, sem er ástæða þess að stjórnarmeirihlutinn á sínum tíma gat ekki komið þessu í gegn. Ástæðan er sú að hann yrði að virða stjórnarskrána. Það er ástæðan.“ Stjórnarskráin eina vörn Íslands En það var ákall um það að það ætti og yrði að vanvirða stjórnarskrána til þess að koma nýrri og dásamlegri stjórnarskrá á. Og enn þann dag í dag er verið að tala um það. „Já, ég veit það og það hef ég aldrei skilið. Þetta er sorgleg ranghugmynd. Stjórnar Kristrún Heimisdóttir lögrfræðingur telur að umræða um „nýju stjórnarskrána“ hafi verið ógrundvölluð og á villigötum. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Nýju“ er hvergi að finna Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur skrifaði nýverið grein í Tímarit lögfræðinga, sem vakið hefur nokkra athygli, en þar fjallar hún um breytingarreglu stjórnarskrárinnar og hvernig umræða um „nýju stjórnarskrána“ hefur ratað á villigötur. Andrés Magnússon andres@mbl.is 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.