Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021 K osningarnar þann 25. september eru ekki enn ofarlega á blaði tilvonandi kjósenda. Flestir þeirra vilja enn sem minnst um þær vita. Stutt sumar er helgur tími Nú er hásumartíð. Það er þekkt að jafnvel þá geta veður orðið válynd, en líkurnar á því að sólin geri það gott eru mestar í júlí og má einnig oft og án kæru- leysis veðja á fyrstu vikurnar í ágúst. Umræðuefnin draga dám af því. Grill, steikur, golf og glansandi fín börn eru efst á blaði, og blessaðar skepnurnar með ungviðið, hvert sem litið er og falla svo vel við landið sitt. Pólitískir áhrifavaldar, andstæðingar sem hinir, sem eiga sinn tilverurétt á öðrum tímum, eru eins og útdauð tegund þessar vikurnar og minna á tröll sem urðu að grjóti þegar að dagur rann. Nóttlaus dagur er óvinnandi tíð fyrir slíka. Hafi einhver óviðráð- anlega þörf til að bölva eða andskotast út í eitthvað, þrátt fyrir allt, þá verður bitmýið sjálfsagt fyrsta val, eftir að veiran brast á flótta undan sprautunni. Dag- skráin, sem hvergi er skrifuð, er allt önnur en sú, sem mannskapurinn sættir sig við og tekur jafnvel glað- beittur við, á hinum öfugsnúna pól árstímans. Skammdegismálin, klögutalið og skítadreifing hins eineygða vígahers nettrölla er sjálfkrafa úthýst á þeim örfáum vikum sem farfuglar, fagna glaðbeittir nýjum afkvæmum í fósturlandinu eina, sem þeir eiga ættboga sinn undir, því þótt þeir dvelji einungis í fá- einar vikur á hverju ári, þá eiga þeir hvergi heima nema þar. Annars staðar eru þeir gestir lengstan hluta árs. Okkur eru þeir samfelld sumargjöf. Og við megum vara okkur á því að ganga ekki af hugs- unarlausu tillitsleysi gegn landinu sem þeir eiga með okkur í óslítandi sameign. Umhugsunarefnin eftir sumarmál verða fljótlega allt önnur en þau sem eru fyrirferðarmest í skamm- deginu. Þá falla myrkari efni að þyngra skapi þjóð- arinnar og styttri kveikjuþráð. Pirringur, launaþref og hneyksli og jafnvel alla leið í ofan í stjórnmál eiga þá greiðari leið, og gott fólk og frómt verður heltekið af þeim þegar verst gegnir. Það þýddi lítið að eiga um slík mál samtal við Tóm- as skáld þegar farfuglar fjölmenntu heim. Hann spurði þá helst frétta hvort spóinn hans væri mættur á prúðasta þúfnakoll móans. Á öðrum tímum fylgdist hann ekki síður með en aðrir. En þegar þeirra tími og hans var kominn gegndi öðru máli því Ég vissi að lóan á leiðinni mundi vera, því lóan hefur þá stundvísi til að bera að halda áætlun hjartans í lengstu lög, en láta sér fátt um hrakspár og éljadrög. Fyrsta könnun komandi slags Fyrsta skoðanakönnunin sem gerð var í aðdraganda kosninga að þessu sinni birtist í gær. Hún var unnin af MMR að beiðni Morgunblaðsins og mbl.is. Það eru ekki mörg dæmi um það hér á landi að skoðanakönnun í aðdraganda alþingiskosninga sé gerð í miðjum júlí. Það má gefa sér að þeir sem MMR setti sig í samband við og bað um viðhorf af þessu tagi hafi ekki á því augnabliki verið að velta kosningum fyrir sér. Hitt er ekki jafn öruggt að birt svör aðspurðra séu lituð af því. En það er óneitanlega líklegt. Fólkið í kalda landinu, sem er svo ljómandi hlýtt þessa sumardaga, er ekki endilega stillt á umræðu- efni sem ósjálfrátt kalla á deildar meiningar og þvarg, og jafnvel ergelsi og uppnám. „Þegar það er gott veður á Íslandi þá er það besta veður sem heimurinn þekkir“ hefur verið örugg til- kynning í fjölskyldu bréfritara svo lengi sem hann man eftir sér og er margt af því fólki þó engir sér- fræðingar í veðri annars staðar. Og góða skapið sem fylgir svona tilkynningu er fyrir löngu orðið klassískt og hafið yfir allan vafa og getur það engu breytt um óhagganlega staðreynd, þótt þessi paradísartíð eigi það til að mæta ekki hingað norður nema örfá daga á hverju sumri, og velur þá einatt til þess dagana þegar svo hittist á að maður er ekki í fríi. En það gleymist jafnharðan. Það þarf ekki nema sólríkt síðdegi til. Lituð svör En sé það rétt að svarendur í könnun MMR séu óvenjulega stemmdir á hinni örstuttu sumartíð, verð- ur næst að spyrja hvernig voru þau áhrif og hversu mikil? Í könnun MMR blasir við að kjósendur eru tvíátta. Tæplega 55% þeirra sem svara segjast styðja rík- isstjórnina. En það virðist þó ekki þýða að þeir ætli allir fyrir sitt leyti að tryggja að hún sitji áfram næsta kjörtímabilið. Niðurstaðan sýnir að fengju kjósendur að ráða, og þá þessi sömu 55%, sem segjast styðja ríkisstjórnina, þá myndu þeir aðeins sjá til þess að 31 þingmaður stjórnarflokkanna mæti aftur til þings! Og þá má ekki gleyma því að tveir af 11 þingmönn- um VG, flokks forsætisráðherrans, hlupu undan merkjum frá fyrsta degi núverandi stjórnarsam- starfs. Þeir þingmenn eru blessunarlega horfnir und- ir önnur merki. En fyrrnefnd staðreynd sýnir að í agaleysi nútíma stjórnmála væri glannalegt ábyrgð- arleysi að mynda nýja stjórn með stuðning naumasta meirihluta. Þriggja flokka ríkisstjórn sýndi hreinan glannaskap ef fley hennar léti úr höfn án þess að hafa a.m.k. tvo burðuga björgunarbáta tiltæka um borð. Sé hin ný- birta könnun rétt þá mundi vanta þrjá þingmenn upp á meirihluta sem að telja mætti nokkuð öruggt hald í. Um pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar sagði Morg- unblaðið réttilega í 5 dálka fyrirsögn yfir frétt um nýju könnunina: Vinsæl en vantar kjörfylgi. Horft til stríðsloka Þótt ekki sé sá samanburður gallalaus þá vöknuðu hugrenningatengsl við kosningar í Bretlandi 1945 þegar að bjargvættur Bretlands og lýðræðislegrar tilveru í Evrópu, Winston Churchill, fékk einstaka út- reið. Mjög fáir sáu þau ósköp fyrir. Um allan heim slógu margir sér á sín lær og annarra og þóttust aldr- ei hafa sé annað eins vanþakklæti af hendi nokkurrar þjóðar til velgjörðamanns síns. En þegar ró færðist yfir sást að það var ekki endilega sanngjarn dómur um kjósendur, þótt ósanngirni þeirra þætti nokkur. Hvar sem Churchill fór eftir kosningarnar þar sem honum var útskúfað, var honum tekið með fölskva- lausum fögnuði, sem hann var í fyrstunni furðu lost- inn yfir. En það var ekki falskur keimur af þeirri framkomu. Breskur almenningur var svo sannarlega þakklátur Churchill fyrir ótrúlega leiðsögn hans og þrekvirki, á þeirri ögurstundu þegar öll sund virtust lokuð. En undirmeðvitund kjósenda eða að minnsta kosti drjúgs hluta þeirra sagði þeim þetta: „Churchill var himnasending þegar að hrun blasti við. Hann bjargaði því sem mátti og fyrir það er þjóðin honum eilíflega þakklát. Nú þarf að byggja upp eftir eyði- legginguna og þá er fjarri því að vera víst að til þess verks henti stórbrotinn stríðsherra best allra.“ Áróðursmenn Verkamannaflokksins lásu þessa stöðu rétt. Það vakti athygli að á útifundum fyrir kosningar birtu þeir fjölmargar prýðilegar myndir af forsætisráðherra Íhaldsflokksins. Yfirskriftin á myndunum var t.d.: Fagnið Churchill, eða Þakkið Churchill. En undir myndinni stóð: Kjósið Attlee, eða Kjósið Verkamannaflokkinn. Og það var einmitt það sem nægilega margir kjós- endur gerðu. Hefðbundnar árásir á höfuðandstæð- inginn í kosningunum við svo óvenjulegar aðstæður, hefðu örugglega snúist í höndum Verkamannaflokks- ins og jafnvel getað tryggt gamla Churchill sigur. Hitt er svo önnur saga að Verkamannaflokknum voru mjög mislagðar hendur á eftirstríðsárunum. Leiðarvísir kosningar og smáflokkager Kosningar eru sjaldnast einlit þakkargjörð fyrir liðna tíð, þótt góð frammistaða sé líkleg til að skila nokkru. Kjósendur hafa annað á sinni könnu(n) núna Reykjavíkurbréf16.07.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.