Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Blaðsíða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.7. 2021
skráin átti enga sök á efnahagshruni eins og hér
varð eða að alþjóðleg fjármálakreppa kæmi til
landsins.
Sannleikurinn er sá að þegar Ísland var í þess-
ari veiku stöðu — stórhættulegri stöðu, sem hefði
getað farið miklu verr — þá höfðum við engar
leiðir eða bjargráð. En við höfðum lögin og full-
veldið. Ekkert efnahagslegt afl við þessum al-
þjóðlegu ofurkröftum, við höfðum bara vörnina
sem fólst í lögunum. Við settum neyðarlög á
grundvelli stjórnarskrár, sem okkar Hæstiréttur
komst að því að stæðist og enginn getur fett fing-
ur út í. Við beitum þarna fullveldinu og það var
Íslandi til bjargar.“
En er það ekki skrýtið að þegar talið um nýja
stjórnarskrá hefst, hvað það er mikið af fólki í
þinginu, fólk sem hefur unnið eið að stjórnar-
skránni, sem talar stjórnarskrána niður, grefur
undan henni, grefur undan stofnunum ríkisins,
grefur undan eigin umboði og stöðu? Og sumir
enn að?
„Stór orð og tilfinningahiti hafa einkennt þetta
mál frá upphafi, litað af þeim átökum og ólgu sem
voru í samfélaginu á sínum tíma. Auðvitað eru
margir sem líta svo á að þetta sé helg arfleifð
Búsáhaldabyltingar. Að það hafi verið gerð bylt-
ing og margir litu svo á að það hafi verið bylting-
arástand í landinu. Það hefur óneitanlega tengst
svolítið þessari hreyfingu, sem er að berjast fyrir
þessum málstað í dag. Það er ekki stjórnlagaráð-
ið sem er að berjast fyrir því, heldur ákveðnir
hópar eins og Stjórnarskrárfélagið, sem hafa tek-
ið þennan gunnfána upp.
Sú umræða hefur gengið svo langt að mætur
maður eins og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður
lýsti því yfir í viðtali að valdarán væri eðlilegt
svar ef „nýja stjórnarskráin“ tæki ekki gildi. En
þá eru menn ekki lengur að virða stjórnarskrána
og þar með hættir að virða grunngildi frjálslynds,
stjórnarskrárbundins lýðræðis. Sem er graf-
alvarlegt.
Ég segi fyrir sjálfa mig, sem hef starfað í Sam-
fylkingunni, stjórnmálaflokki vinstra megin við
miðju, að jafnaðarmenn og jafnaðarmannaflokkar
hafa aldrei verið þarna. Sósíaldemókratar eru
þingræðissinnar, framfarasinnar sem vilja ná
markmiðum sínum innan ramma stjórnar-
skrárbundins lýðræðis, sem virðir þingræðið.“
Enginn þjóðarvilji
Af hverju er umræðan komin á þennan stað?
„Það er ekki hægt að koma tillögu stjórnlaga-
ráðs í gildi með lögmætum hætti. Það er útilokað.
Það er útilokað vegna þess að hún er ekki tilbúin.
Útilokað af því að ferlið allt í þinginu fór út um
þúfur.“
Hvernig þá?
„Jóhanna Sigurðardóttir féllst á breytingar-
regluna snemma í ferlinu þegar hún áttaði sig á
því að annað væri ekki hægt, en það var misræmi
milli þess sem hún gerði og þess sem hún sagði.
Hún lét alltaf eins og það væri að koma algerlega
ný stjórnarskrá og tönnlaðist á því að þjóðin hefði
samið þessa nýju stjórnarskrá og svo framvegis.
Tal um það, að það sé einhver einn þjóðarvilji,
sem liggi fyrir og megi finna […] þjóðarvilji er
ekki til nema í fasískri hugmyndafræði.“
Heldur þú að Jóhanna hafi trúað þessu?
„Ég held að hún hafi haft mikinn áhuga á þessu
máli, kannski meiri áhuga en flestir aðrir. Það
hafði sjálfsagt mikil áhrif.“
Það voru auðvitað ýmsir í hruninu, sem fannst
þeir eiga stefnumót við Íslandssöguna, en af
hverju að hjakka enn í sama farinu, eins og ekk-
ert hafi gerst í millitíðinni?
„Já, það er bara þeirra val og lítið um það að
segja. En maður getur á heiðarlegan hátt sest
niður og reynt að skrifa greiningu á þessu máli,
reynt að útskýra af hverju „nýju stjórnarskrána“
sé hvergi að finna. Svarið við spurningunni „Hvar
er nýja stjórnarskráin?“ er einfaldlega að hana sé
hvergi að finna.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögurnar var svo
gölluð að hún gat ekki leitt málið til lykta.“
Var verið að plata fólk á kjörstað?
„Spurningarnar voru mismunandi, en aðal-
spurningin var hvort það ætti að leggja tillögur
stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að
stjórnarskrá. Þessi spurning er svo gölluð, bund-
in svo miklum ef og þegar og kannski skilyrðum,
að það er ekki hægt að úrskurða núna frekar en
þá, hvaða texta var átt við. Það var illa útskýrt
fyrir almenningi að það var búið að taka tillögur
stjórnlagaráðs og breyta þeim mjög mikið. Raun-
ar var haldið áfram að breyta þeim mikið eftir at-
kvæðagreiðsluna. Um hvað var þá verið að
kjósa?“
Atkvæðagreiðslan leiddi málið ekki til lykta,
heldur jók á óvissuna?
„Já. En svo er annað. Hvenær var var það
ákveðið að breyta allri stjórnarskránni, að skrifa
algerlega nýja stjórnarskrá? Það var aldrei
ákveðið. Stjórnlagaráð var ekki beðið um það.
Sú hugmynd að gerbylta stjórnarskrá í mjög
vel virkandi lýðræðisþjóðfélagi, sem ég tel að Ís-
land sé, er mjög áhættusöm. Hún getur ekki að-
eins valdið upplausn í stjórnmálum, heldur hefur
hún einnig óheillavænleg áhrif á réttarríkið sjálft,
setur öll fordæmi í uppnám og eyðir öllum fyrir-
sjáanleika, sem samfélagið hvílir að miklu leyti á.
Við þekkjum það öll, meðal annars úr hruninu, að
óvissan var óþolandi, hvort sem er fyrir sam-
félagið, einstaklinga eða fjölskyldur. Það hefði
verið eitt hið versta sem við hefðum getað gert,
að láta það sama ganga yfir stjórnlög okkar.“
Það gæti nú enn gerst.
„Það er blekking að halda því fram að til hafi
staðið að gerbreyta stjórnarskránni í einu vet-
fangi. Það var engin leið þá og það er engin leið
til þess nú. Stjórnmálamaður, sem heldur því
fram að hann ætli að fara að lögfesta tillögur
stjórnlagaráðs, hann getur ekki gert það, hann
getur ekki efnt það kosningaloforð.“
Fjármálahrun og búsáhalda-
bylting var óheppilegur grund-
völlur stjórnarskrárbreytinga.
Morgunblaðið/Ómar
Hugmyndin um nýja stjórnar-
skrá varð til í andrúmsloftinu á
Íslandi skömmu eftir banka-
hrunið 2008, í óðagoti, uppnámi
og ólgu. Þá átti að búa til Nýja
Ísland og moka flórinn, koma á
nýrri skipan.
Leiðin að þessum mark-
miðum reyndist kræklótt. Kosn-
ing til ráðgefandi stjórnlagaþings
um breytingar á stjórnarskrá
var ógilt af Hæstarétti, en þá
greip ríkisstjórnin til þess úr-
ræðis að skipa stjórnlagaráð
nánast sama fólki og hafði orðið
efst í hinni ógildu kosningu. Það
samdi tillögu að glænýrri stjórn-
arskrá á fjórum mánuðum, í
stað hinnar gömlu.
Sú tillaga vafðist fyrir þinginu,
enda margháttaðir gallar á
henni. Samt var efnt til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um nokkrar
greinar hennar og spurt hvort
tillögur stjórnlagaráðs ættu að
vera lagðar til grundvallar frum-
varpi að nýrri stjórnarskrá.
Innan við helmingur atkvæð-
isbærra manna tók þátt, en 2/3
þeirra svöruðu spurningunni
játandi; innan við þriðjungur
kjósenda. Stuðningurinn við
heildarumskipti á stjórnarskrá
var því veikur, svo ekki sé meira
sagt. Sumir drógu í efa þekkingu
almennings á tillögunum, sem
ekki er fráleitt í ljósi þess að Al-
þingi var enn að breyta tillögun-
um meðan og eftir að atkvæða-
greiðslan fór fram.
Þær stjórnarskrárbreytingar
döguðu svo uppi en komust aft-
ur í umræðuna í fyrra með her-
ferð á félagsmiðlum og ýmsum
gjörningum, þar sem gjarnan var
spurt „Hvar er nýja stjórnar-
skráin?“
#HVARERNYJA
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS