Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Side 19
18.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 LÍFSSTÍLL ið var að búa til hátíð sem haldin væri á sama tíma og rómverska Saturnalia-hátíðin sem stóð yfir 17.-23. desember. Fæðingardagur Krists er hvergi nefndur í Nýja-Testamentinu en var þarna sagður vera 25. desember og jólin voru fædd. Elstu heim- ildir um jólahátíðina í Rómaveldi eru frá árinu 336 og markaði hún breytt viðhorf kirkjunnar til afmæla. Í framhaldinu fór fólk að halda upp á afmæl- is- og dánardaga ýmissa dýrlinga. Þá fóru kon- ungar og aðrir ráðamenn að halda veislur á af- mælisdögum sínum auk þess sem venjulegt fólk fór að fagna afmælisdögum verndar- dýrlinga sinna eins og þeirra eigin. Eitt kerti til viðbótar Á 17. og 18. öld varð upplýsingin til þess að ein- staklingshyggja dreifðist um Evrópu. Fólk naut þá persónulegs frelsis sem áður hafði ekki sést og varð það, auk útbreiddar notkunar á dagatölum, til þess að fólk fór að halda upp á afmæli sín og annarra fjölskyldumeðlima. Í Þýskalandi urðu til „Kinderfeste“ þar sem haldið var upp á afmæli barna með köku með kertum, einu fyrir hvert ár sem barnið hafði lif- að auk eins til viðbótar sem táknaði von um að það lifði að minnsta kosti eitt í viðbót. Þá var einnig blásið á kertin og óskað sér. Fyrst um sinn voru veislur af þessu tagi að- eins á færi þeirra ríkustu enda hráefni í tertur dýrt. Með tilkomu iðnvæðingarinnar breyttist þetta. Fólk hafði nú meira á milli handanna auk þess sem allt hráefni varð ódýrara og byrjað var að bjóða upp á tilbúnar kökur í bakaríum. Með afmæli á heilanum Í dag má segja að við mannfólkið séum með af- mæli af öllu tagi á heilanum. Fólk heldur upp á fæðingarafmæli, brúðkaupsafmæli og útskrift- arafmæli og heldur jafnvel upp á afmæli hinna og þessara einstaklinga sem margir hverjir eru dánir. Þá er haldið upp á afmæli þess að lög tóku gildi eins og á við um kvenréttindadaginn sem haldinn er daginn sem konur fengu loks kosn- ingarétt hér á landi. Ýmsar hátíðir eru svo haldnar á fæðingardegi einhvers einstaklings eins og á við um dag íslenskrar tungu sem hald- inn er á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hvað sem því líður eru afmæli stór iðnaður og svo virðist sem vilji fólks til að halda upp á þau með pomp og prakt verði meiri með hverju árinu. Jeanne Louise Calment, elsta kona sögunnar, fagnar 121 árs afmæli sínu árið 1996. Nelson Mandela, þá ekki orðinn forseti Suður-Afríku, ánægður með afmælisköku sína 1990. Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, blæs, með hjálp eiginkonu sinnar, Nancy Reagan, á af- mælisköku sína í tilefni af 82 ára afmæli hans árið 1993. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, gerir sig líklega til að skerast í leikinn. Faraóinn í Egyptalandi er sá fyrsti sem vitað er að hafi haldið upp á afmæli sitt. Forn-Grikkir færðu veiðigyðjunni Artemis ýmsar fórnir á ári hverju, þar á meðal köku með kertum. ’ Á 17. og 18. öld varð upplýsingin til þess að einstaklingshyggja dreifðist um Evrópu. Fólk naut þá persónulegs frelsis sem áður hafði ekki sést og varð það, auk útbreiddar notkunar á dagatölum, til þess að fólk fór að halda upp á afmæli sín og annarra fjölskyldu- meðlima. Ljósmyndir/AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.