Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Qupperneq 29
kom því við kaunin á mörgum en þar þóttu hinir geistlegu sveinar nudda sér ótæpilega utan í glys- bylgjuna sem tröllreið þá málm- heimum. Ég meina, syntagítarar, útvarpsvænir smellir og allur pakk- inn. Judas stóð svo sannarlega und- ir nafni. Hvaða samleið átti þessi virðulega sveit með Poison og Möt- ley Crüe? spurðu menn og hristu loðinn makkann. Það eru ábyggilega meira en þrjátíu ár síðan ég hef rennt Turbo í gegn og hún er svo sem söm við sig. Hress sumarplata sem engum manni myndi detta í hug að setja á fóninn á aðventu eða þorra. Og sem slík þolir hún alveg hlustun enda þótt hún standi skífunum sem áður voru nefndar vitaskuld langt að baki. Enda sneru þeir prestlingar strax á næstu plötu, Ram It Down, frá villu síns vegar. Þyngdu sig á ný og greikkuðu sporið. Og hafa aldrei litið um öxl – en sveitin er enn í fullu fjöri, orðin 52 vetra. Lentu á vafasömum lista Allt um það. Tilgangur þessarar greinar er ekki að segja ykkur frá því að ég hafi óvænt dustað rykið af Turbo – enda þótt það sé í eðli sínu fréttnæmt – heldur að minna ykkur á, að þar er að finna mjög merkilegt lag, ekki í tónlistarlegum heldur menningarpólitískum skilningi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fjórða lagið á A-hliðinni, Parental Guid- ance, sem var svar Judas Priest við þeim tíðindum að bandið hefði lent á lista sérstakrar nefndar um siðgæði í dægurtónlist, PMRC, yfir fimmtán lög sem börnum og ungmennum bæri með öllum tiltækum ráðum að varast vegna þess hvað textinn í þeim væri ósiðlegur og stórkostlega varasamur. „Filthy 15“ eða „15 við- bjóðslög“, kallaðist listinn og varð snemma frægur að endemum. Lagið sem fór fyrir brjóstið á nefndinni var Eat Me Alive af Def- enders of the Faith, sem kom út 1984, og þá sérstaklega eftirfarandi brot úr textanum. Groan in the pleasure zone Gasping from the heat … I’m gonna force you at gunpoint To eat me alive … Squealing in passion as the rod steel injects. „Guðlast og kynferðislega ögr- andi,“ sagði nefndin fullum fetum en frægasti liðsmaður hennar var Tip- per Gore, sem seinna varð vara- forsetafrú í Hvíta húsinu. Rammur BDSM-fnykur þótti af laginu. Priest var ekki í amalegum fé- lagsskap á listanum; þarna voru líka málmhausarnir í W.A.S.P. með slagarann geðþekka Animal (Fuck Like a Beast), Merciful Fate, Ve- nom, Black Sabbath, AC/DC, Twis- ted Sister og meira að segja Def Leppard. Einnig var þar að finna vinsæla sykurpoppara eins og Prince, Madonnu, Cyndi Lauper (Synd í lopa) og Sheenu Easton. Engin leið að misskilja Prestlingar gerðust diplómatískir í sínum viðbrögðum við listanum. „Við skiljum að einhvers staðar þurfa mörkin að liggja,“ sagði Rob Halford, söngvari bandsins, árið 1986, „en ég get ekki með neinu móti séð að við höfum gert neitt sem túlka má sem skaðlegt eða eyði- leggjandi. Guð forði okkur frá slíku enda myndi það binda endi á feril okkar á einni nóttu.“ Engin leið er þó að misskilja skilaboðin í Parental Guidance. Lagið hefst á þessum orðum: You say I waste my life away, but I live it to the full And how would you know anyway, you’re just mister dull Why don’t you get into the things we do today You could lose twenty years right away, so we say We don’t need, no, no no no paren- tal guidance here. Höggvið er í sama knérunn í öðru lagi á Turbo, Private Property. Í samtali við tímaritið Rolling Stone árið 2008 sagði Halford að Priest væri í eðli sínu ekki band sem ögraði ríkjandi gildum í samfélaginu en nefndin hefði snúið upp á hend- urnar á þeim. „Við vorum bara að enduróma orð yngri aðdáenda okk- ar: Mamma ykkar og pabbi kunna ekki við tónlistina ykkar, hafa aldrei og munu aldrei gera það. Við erum á ykkar bandi. Þannig var það þá og er enn – upp að vissu marki.“ AFP 18.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ ÆVI Það tók hann ekki nema fimmtíu ár en nú er Robby Krieger, gítarleikari The Doors, að verða tilbúinn með endurminningar sínar sem heita því fróma nafni: Set The Night On Fire: Living, Dying, And Playing Guitar With The Doors. Jeff Alulis heldur um pennann og mun bókin vera í vinjettuformi. Út- gáfudagur liggur fyrir, 12. október næstkomandi. Hermt er að Krieger opni sig um litríkan feril sveit- arinnar, sína innri djöfla og fræg- asta glóðaraugað í rokksögunni. Frægasta glóðarauga rokksins Krieger hefur frá ýmsu að segja. AFP BÓKSALA 7.-13. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Bréfið Kathryn Hughes 2 Litla bókabúðin við vatnið Jenny Colgan 3 Fimmtudagsmorð- klúbburinn Richard Osman 4 Leyndarmál Sophie Kinsella 5 Palli Playstation Gunnar Helgason 6 Slétt og brugðið Árelía Eydís Guðmundsdóttir 7 Independent People Halldór Laxness 8 Fjölskylda fyrir byrjendur Sarah Morgan 9 Erfinginn Camilla Sten 10 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 1 Palli Playstation Gunnar Helgason 2 Kettlingur kallaður Tígur Holly Webb 3 Villt dýr – lyftispjaldabók David Hawcock 4 Litlir lærdómshestar – stafir Elízabeth Golding 5 Slökkvilið – lyftispjaldabók David Hawcock 6 Lyftimyndir – sveitin Junissa Bianda 7 Ég fer í fríið með Andrési og félögum Walt Disney 8 Múmínsnáðinn og Jónsmessuráðgátan Tove Jansson 9 Stelpan sem fauk Halla Eysteinsdóttir 10 Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir Allar bækur Barnabækur „Allar bækur eru góðar. Og allar bækur eru vondar. Engar bækur eru allar góðar, og engar heldur allar vondar.“ – Þórbergur Þórðarson. Hlutföll góðs og ills eru ekki hnífjöfn þegar kemur að bókum; sumar bækur eru miklu meira góðar en vondar. Og öfugt. Ég les bækur í staðinn fyrir að horfa á sjónvarpið en á þessu er stigs- munur fremur en eðlismunur. Hef ég því lesið ógrynni af misgóðum afþreyingarbók- um og er nú loks komin á þann stað í lífinu að ég er farin að geta lesið sumar þeirra aftur að nokkrum árum liðnum án þess að muna nokkurn skapaðan hlut úr þeim; þar með talin mikilvæg atriði eins og til dæmis hver morðinginn er. Þetta þykir mér eftirsóknarvert ástand þar sem ég hef alltaf öfundað lítil börn af því að geta hlustað á sömu söguna aftur og aftur. Eðlismunur er þó fremur en stigsmunur á mér og börnunum hvað þetta snertir því þau vita hvað gerist næst en ég ekki. En mér er eiginlega alveg sama þar sem sá tími nálgast óð- fluga að ég geti lesið 6-8 bækur af þessu tagi til skiptis en af því álít ég að mikið hagræði muni skapast í lífi mínu auk þess sem ég verð þá ekki lengur hundelt af illa inn- rættum bókasafnsstarfsmönnum sem eru illa lesnir í Prédikaranum þar sem beinlínis er tekið fram að sérhver hlutur undir himninum hafi sinn tíma, þar með talin skil á bókasafnsbókum. Höfundar sem verða í 6-8 bóka staflanum mínum verða m.a. þær Ruth Ware, Pamela Crane, Paula Daly og Angela Marsons. Allt meira góðar en vondar bækur. Af öðrum toga eru svo bækur sem ekki gleymast svo auðveld- lega. Enginn sem hefur skoðun á Onlyfans og samtímanum yfirhöf- uð má til dæmis láta undir höfuð leggjast að lesa bók Marie Darrieussecq, Truismes, frá 1996 sem heitir Gylting í íslenskri þýð- ingu Adolfs Friðrikssonar (1998). Önnur mjög eftirminnileg bók er Litla stúlkan og sígarettan (2005) eftir Benoit Duteurtre og Und- irgefni (2015) eftir Michel Houlle- beq. Tvær síðarnefndu bækurnar þýddi Friðrik Rafnsson. Það skemmtilegasta við kenn- arastarfið er óvissustigið en að velja bækur fyrir aðra getur bæði heppnast og misheppnast. Snemma á þessu ári valdi ég bók- ina Austur (2019) eftir Braga Pál Sigurðarson fyrir frábæran nem- endahóp og er skemmst frá því að segja að þetta val heppnaðist al- veg einstaklega vel. Við fengum Braga svo í heimsókn til að ræða um bókina og það var rúsínan í pylsuendanum. Ég mæli með heimsókn Braga eftir lestur bók- arinnar en hún ætti alls ekki að vera miðaldra fólki með fastar tekjur í saumaklúbbum og les- hringjum fjárhagslega ofviða. Bókin sem ég er að lesa núna er svo snilldarverk en hún heitir Apeirogon (2020) eftir Colum McCann og byggir á sögum Palest- ínumannsins Bassam Aramin og Ísraelsmannsins Rami Alhanan. Hingað til sýnist mér að þessi bók falli utan mengja Þórbergs því hún er bara góð; ekkert vond. DÓRÓTHEA JÚLÍA ER AÐ LESA Hlutföll góðs og ills Dóróthea Júlía Siglaugsdóttir er fagstjóri og kennari.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.