Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.07.2021, Síða 32
SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Á fimmtudag hófst dómshald í máli þriggja meðlima
bresku rokkhljómsveitarinnar sálugu Sex Pistols. Steve
Jones, gítarleikari hljómsveitarinnar, og Paul Cook,
trommari hennar, hafa stefnt John Lydon sem fór fyrir
hljómsveitinni á sínum tíma sem rauðhærði söngvarinn
Johnny Rotten. Vilja þeir Jones og Cook nota lög hljóm-
sveitarinnar í sex þátta þáttaröð um hljómsveitina sem
Danny Boyle leikstýrir og mun kallast Pistol.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1975 en hennar tími leið
undir lok þremur árum síðar. Síðan þá hefur hljómsveitin
komið saman af og til, en nú virðist stirt á milli þeirra fé-
laga. Lydon sagði í pistli fyrir stuttu að hann hefði verið
settur „út í horn eins og rotta“ og væri ekki tilbúin að leyfa
notkun laganna nema honum verði skipað það af dómstól.
Við upphaf dómshaldsins í London á fimmtudag sagði
lögmaður þeirra Jones og Cook að gerður hefði verið
samningur á milli meðlimanna árið 1998 um að meirihluti
þeirra þyrfti að samþykkja notkun á lögum hljómsveit-
arinnar. Sá meirihluti liggi nú fyrir þar sem auk þeirra fé-
laga hafi Glen Matlock, sem yfirgaf hljómsveitina 1977,
auk dánarbús Sids Vicious, lagt blessun sína yfir notk-
unina. Af orðum lögmanns Lydon má ætla að hann sé
ósáttur við hvernig hann er túlkaður í endurminningabók
Jones sem þættirnir munu byggja á.
Meðlimirnir eftirlifandi árið 1996. Frá vinstri, Paul Cook, John Lydon, Steve Jones og Glen Matlock.
AFP
Sex þættir um Sex Pistols
Ósætti ríkir á milli eftirlifandi meðlima hljómsveitarinnar Sex Pistols um notk-
un á lögum hljómsveitarinnar í nýjum þáttum og er málið komið fyrir dóm.
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu fyrir réttum sextíu árum
að ný söluskrifstofa Loftleiða
hefði verið opnuð í Rockefeller
Center í New York.
„Öll stjórn Loftleiða var stödd
í New York þennan dag. Og
hafði hún boð inni í tilefni þessa
nýja áfanga í þróunarsögu félags-
ins. Til hófs þessa kom sendi-
herra Íslands í Bandaríkjunum,
Thor Thors, fréttaritarar frá
ýmsum stórblöðum, forystu-
menn á ýmsum sviðum flug-
mála, forstjórar ferðaskrifstofa
og annarra viðskiptafyrirtækja
Loftleiða í New York, auk all-
margra starfsmanna félagsins,“
sagði í frétt blaðsins.
Að loknum ræðuhöldum voru
sýndar fagrar litskuggamyndir,
sem Bandaríkjamaðurinn Mr.
Gallagher hafði tekið á Íslandi
Fram kom að nýja söluskrif-
stofan væri á götuhæð í Rocke-
feller Center, rétt við mikla
ferðamanna- og umferð-
armiðstöð, þar sem skautasvell
er á vetrum en veitingastaður,
umlukinn fánaborg, á sumrum,
„og munu flestir þeir Íslend-
ingar, sem til New York hafa
komið, kannast við þann stað“.
Allur búnaður skrifstofunnar
var í senn mjög nýtískulegur, en
þó íslenskur að yfirbragði. Á
aðalvegg voru þrjú stór málverk
eftir Ásgrím Jónsson.
GAMLA FRÉTTIN
Loftleiðir
í New York
Þessi mynd frá Rockefeller Center birtist með fréttinni í blaðinu árið 1961.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Patrick Dempsey
leikari
Sverrir Bollason
verkfræðingur
Justin Trudeau
forsætisráðherra Kanada