Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*
-�-"%
,�rKu!,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvaliBENIDORM
29. JÚLÍ - 5. ÁGÚST - VIKA
FLUG & GISTING Á
APARTHOTEL VERÐ FRÁ:
88.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR
FLUG OG HANDFARANGUR
FLUG
VERÐ FRÁ:
57.400 KR.
*
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
Jæja. Eru ekki allir búnir að fá nóg af þessari viku? Fréttirnar hafa ekki
beinlínis verið upplífgandi. Fyrst er óskabarn þjóðarinnar handtekið í
Bretlandi og svo blossar Covid upp aftur, sú óskammfeilna veira. Arg!
Og ekki nóg með það, þá liggur annaðhvort þéttur úði eða gosmóða yfir
höfuðborginni, á meðan fólk í öðrum landshlutum þarf að kæla sig niður sök-
um hitabylgju. Gott að einhver sér til sólar, ég segi ekki annað.
Ég ætla ekki að þykjast vita hvað er til ráðs við auknum smitum, enda eng-
inn kóviti, nema kannski örlítill. Stundum. Eins og við flest. En í þetta sinn er
ég á báðum áttum hvað sé það besta
í stöðunni. Eina sem ég veit er að ég
bara nenni þessi ekki lengur og er
ekki ein um það!
Satt að segja eru þríeykið og rík-
isstjórnin ekkert öfundsverð þessa
dagana í ákvörðunartökum og ekki
líklegt að vinsældir þessa fólks auk-
ist. En þetta er engin vinsælda-
keppni. Fólk sem vill vera vinsælt á
að halda sig frá pólitík.
Við þurfum á uppörvun að halda.
Og þá er ég ekki að tala um nýjasta
nýtt; örvunarskammtinn sem tugir
þúsunda þurfa að fá í ágúst. Ég hafði
aldrei heyrt þetta orð áður og sló því
upp og viti menn, þetta orð er til! Hins vegar finnst ekki orðið gosmóða, orð
sem er nú á allra vörum. En fínasta orð.
Ég legg til að við fáum öll uppörvunarskammt í haust svo við förum ekki
yfir um. Þórólfur minn, við þurfum að fara á mannamót, tónleika, bíó og leik-
hús. Hlæja í matarboðum, knúsast og kyssast. Við lofum svo að þvo okkur,
spritta og ekki fara í sleik við ókunnuga.
Gosmóða og upp-
örvunarskammtur
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Þórólfur minn, við
þurfum að fara á
mannamót, tónleika, bíó
og leikhús. Hlæja í mat-
arboðum, knúsast og
kyssast. Við lofum svo að
þvo okkur, spritta og ekki
fara í sleik við ókunnuga.
Sigrún Hildur Guðmundsdóttir
Já, ég var að koma að norðan, úr sól
og 29 stiga hita. Geggjað.
SPURNING
DAGSINS
Hefurðu
séð til sólar
í sumar?
Trausti Gylfason
Heldur betur. Í Lónsöræfum, á
Austurlandi og á Siglufirði. Ég er
þokkalega brúnn.
Guðleif Margrét Þórðardóttir
Nei, ég hef bara verið á Suðurland-
inu.
Valtýr Trausti Harðarsson
Já, nokkrum sinnum í Kópavogi.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
M
o
rg
un
bl
að
ið
/Á
rn
iS
æ
be
rg
ERNA VALA ARNARDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Árátta fyrir
Schumann
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir mun leika verk eftir Schumann í
Hörpuhorni sunnudaginn 25. júlí klukkan 16. Miðar fást á tix.is.
Hvað er á döfinni?
Ég er að fara að spila verk eftir Robert Schumann í Hörpuhorni,
Kreisleriana, sem er fantasía í átta köflum fyrir píanó. Ég hef
lengi verið hugfangin af þessu verki og hlakka mikið til að spila
það.
Hvers vegna ertu hugfangin af Schumann?
Ég spilaði Schumann-konsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands ár-
ið 2015 á Ungum einleikurum í Hörpu. Það var ekki aftur snúið
og ég fékk óstöðvandi áhuga á Schumann-hjónunum, Roberti og
Clöru. Ég hef kynnt mér líf þeirra og tónlist í þaula, spilað mikið
eftir þau og skrifaði bakkalárritgerðina mína um tónlist þeirra.
Ég stofnaði einnig Íslenska Schumannfélagið í fyrra.
Hvaða félag er það?
Það hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigðu tónlistarlífi og
kynna verk og störf Schumann-hjónanna. Þau gerðu svo margt
flott og studdu annað tónlistarfólk í kringum sig. Schumann-
félagið vill feta í þau fótspor, að gera góða hluti í samfélaginu.
Ertu eins manns her?
Ég er formaður félagsins og svolítið ein, en það er gott fólk í
kringum mig. Félagar hrúgast inn, allir geta fengið inngöngu.
Schumannfélagið stendur nú fyrir tónlistarhátíðinni Seiglu sem
verður í byrjun ágúst í Hörpu og Sigurjónssafni. Svo er ég að
fara að halda tónleika með tríóinu mínu í lok ágúst, magnað verk
eftir Brahms. Ég er líka hluti af Beethoven251-tónleikaröð sem
frestaðist vegna Covid en verður í haust.
Er bara brjálað að gera?
Já, svo sannarlega. Ég hef verið í doktorsnámi í Kaliforníu en
tók mér námshlé vegna Covid. En ég hef nóg að gera hér heima
í tónlistinni og að skipuleggja viðburði.