Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Síða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021 K órónuveirufaraldurinn er á uppleið á ný og fór tilfellum fjölgandi í vikunni sem leið, sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þar á Delta-afbrigðið af veirunni, sem vísindamenn kalla B.1.617.2 og fyrst varð vart á Ind- landi í desember í fyrra, stærstan hlut að máli og er orðið ríkjandi í stórum hluta Evrópu. Í Bandaríkj- unum veldur Delta-afbrigðið nú 83% greindra smita. Uppgangur Delta-afbrigðsins hef- ur orðið til þess í Bandaríkjunum að innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað og frásagnir af tilfellum þar sem bólusettir hafa veikst valda áhyggj- um. Þar er um að ræða tilfelli þar sem veirunni tekst að komast í gegn- um varnir bóluefna og valda veik- indum og eru þau nefnd gegnum- brotssmit (breakthrough infections). Bólusettir varðir Dagblaðið The New York Times hef- ur eftir sérfræðingum að gegnum- brotssmit séu fátíð og enn sjaldgæf- ara sé að þau valdi alvarlegum veikindum eða dragi til dauða. Kem- ur fram í frétt blaðsins að rúmlega 97% þeirra, sem lagðir séu inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar, séu óbólusettir. „Skilaboðin eru þau að ef þú ert bólusettur ertu verndaður,“ sagði dr. Celine Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Bellvue-sjúkra- miðstöðina í New York. „Þú munt ekki veikast alvarlega, enda á sjúkrahúsi eða deyja.“ Anthony S. Fauci, helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar um smitsjúk- dóma, sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að fréttir af gegnum- brotssmitum ætti ekki að taka þann- ig að bóluefni virkuðu ekki. „Bólu- efni ber árangur ef það kemur í veg fyrir veikindi,“ sagði hann. Hraðar og í meira magni Delta-afbrigðið er frábrugðið öðrum afbrigðum kórónuveirunnar að ýmsu leyti. Það smitast með sama hætti í gegnum öndunarfæri, en er talið tvöfalt smitgjarnara en upp- runalega útgáfa veirunnar. Þá benda fyrstu rannsóknir til þess að smitað fólk sé með um þúsund sinnum meira af veirunni (viral load), en þeir, sem smituðust af upprunalegu veirunni. Það þarf ekki að auka líkur á að bólusettur einstaklingur veikist, en hefur líklega í för með sér að hann smiti frekar og í lengri tíma. Samkvæmt The New York Times skiptir magnið máli. Bólusettur maður, sem sé útsettur fyrir litlu magni af kórónuveirunni smitist jafnvel ekki eða þannig að vart mælist. Verði bólusettur maður hins vegar berskjaldaður fyrir miklu magni af Delta-afbrigðinu gæti það frekar orðið ónæmisvörnum hans ofviða. Þar sem hægt hefur á bólusetn- ingum og þær eru jafnvel langt frá því markmiði að ná hjarðónæmi getur Delta-afbrigðið síðan leikið lausum hala. Gegnumbrotssmit munu líklega almennt hafa litlar afleiðingar fyrir bólusetta og valda óverulegum eða engum einkennum. Hins vegar hafa vísindamenn áhyggjur af að í fáum tilfellum gætu bólusettir smitast og fengið langvinn kórónuveiruveik- indi. Þar er átt við ýmis þrálát ein- kenni, sem eru viðvarandi þótt sjúklingurinn sé læknaður af virkri sýkingu veirunnar. Í The New York Times er sérstaklega sagt að of mikið virðist hafa verið gert úr getu Delta- afbrigðisins til að komast fram hjá vörnum bólusetningar. Segir að svo virðist sem öll þau bóluefni, sem til eru, komi í veg fyrir alvarleg veik- indi og dauða af völdum afbrigðisins. Í rannsóknarstofum hafi áhrifin af Delta-afbrigðinu meira að segja reynst mildari en af Beta-afbrigðinu, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. Þetta rímar við tölur, sem birtar voru hér á landi fyrir helgi. Í frétt á mbl.is á föstudag sagði að af 369 manns, sem væru með virk kórónu- veirusmit og því í eftirliti á Covid- göngudeild Landspítalans væru 97% án einkenna eða nær einkennalaus. Rá hjarðónæmis hækkar Hið stökkbreytta Delta-afbrigði virðist hins vegar hafa í för með sér að bólusetja þurfi hærra hlutfall íbúa til að ná hjarðónæmi en vegna hinna afbrigðanna. Í Þýskalandi eru nú þrjú smit af hverjum fjórum vegna Delta-afbrigðsins. Vegna þess hvað afbrigðið smitast hratt þurfi að ná hærra hlutfalli bólusetninga en ella til að bremsa veiruna af. Hin hraða útbreiðsla geti valdið miklum skaða meðal þeirra, sem séu óbólu- settir. Á vef þýska vikuritsins Der Spiegel er talað um að hjarðónæmi muni væntanlega nást þegar 85% íbúa landsins hafi verið bólusett. Í Þýskalandi eru 57,6% íbúa yfir 18 ára aldri fullbólusett og 71,4% samtals þegar teknir eru þeir, sem eru fullbólusettir og fengið hafa einn skammt. Hér á landi eru 85,3% íbúa 16 ára og eldri fullbólusett og 90,2% fullbólusett eða komin með einn skammt. Adam Kucharski, stærðfærðingur og líftölfræðingur við London School of Hygiene and Tropical Medicine, hefur reiknað út að eigi eða kveða veiruna í kútinn með bólusetningum einum saman og án annarra aðgerða til stuðnings þyrfti að bólusetja 98% til að ná hjarðónæmi. Hins vegar er bent á, að nú séu mun fleiri bólusettir en þegar kór- ónuveiran fór á skrið í fyrra og það muni létta á heilbrigðiskerfinu. Áður en bólusetningar hófust var tíðni smita mælikvarðinn á það hvenær grípa þyrfti til aðgerða og er það vitaskuld enn, en spurningin er hvort stikurnar hafi færst. Der Spiegel birti línurit, sem sjá má hér á síðunni, og sýnir samsíða smittíðni og dánartíðni frá því kórónuveiru- faraldurinn hófst. Í fyrstu tveimur bylgjunum liggja línurnar saman, en í þriðju bylgjunni hættir dánartíðnin að rísa þótt smittíðnin rjúki upp og er það til vitnis um virkni bólusetn- inganna. Tíðni innlagna, ekki smita Í Der Spiegel er því stillt þannig upp að eftir því sem fleiri séu bólusettir, þeim mun hærri megi smittíðnin vera án þess að hætta sé á að heil- brigðiskerfið sligist. Tímaritið vísar til þess að í þarsíðustu viku hafi Angela Merkel kanslari sagt að í framtíðinni mætti leyfa hærri tíðni smita en áður. Því er bætt við að í Þýskalandi sé nú farið að horfa til nýs þáttar, innlagnatíðni eða hversu margir hafi verið lagðir inn á sjúkra- hús, þegar meta eigi hvort grípa eigi til aðgerða á borð við grímuskyldu og samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Heimildir: AFP, CNN, Der Spiegel, The New York Times. Fleiri smit en alvarleg tilfelli fá Delta-afbrigðið af kór- ónuveirunni er orðið atkvæðamikið og hefur leitt til aukinnar út- breiðslu smita, en bólu- efni virðast gera sitt gagn þannig að ein- kenni bólusettra eru al- mennt lítil eða engin. Karl Blöndal kbl@mbl.is Fólk stillir sér upp við færanlega bólusetningarstöð á Hermannplatz í hverfinu Neukölln í Berlín. AFP Ný viðmið? mars júlí júlí 2020 2021 Tengsl milli kórónuveiru- smita og dauðsfalla af völdum þeirra í Þýskalandi* Sjö daga smittíðni Dauðsföll (sjö daga meðaltal) H ei m ild :Ú tr ei kn in ga r D er Sp ie ge lo g R ob er t Ko ch In st itu t Í fyrstu og annarri bylgju eru gröfin yfir smitaða og látna nánast samsíða Veikari fylgni janúar 4. apríl 20. apríl *Gröfin endurspegla ekki hlutföll

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.