Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Page 15
25.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
hafa komið inn sögur um konur sem
voru í veikri stöðu sem áttu börn sem
gefin voru til ættleiðingar. Það kem-
ur þarna fólk sem beinlínis velur sér
börn og er jafnvel með skilarétt á
þeim. Fólk valdi sér barn og gat svo
skilað því ef það var ekki sátt og
fengið annað. Þetta var eins og versl-
unargluggi; þarna stóðu mæðurnar
en einnig fólk sem var að velja sér
barn. Siðferðið í því ferli er mjög
vafasamt og mæðurnar oft settar í
óbærilega stöðu og látnar skrifa und-
ir pappíra, jafnvel fárveikar. Það er
þetta sem við viljum fá upp á yfir-
borðið. Fá að vita hvað raunverulega
gerðist. Þetta er hluti af sögunni og
ég vil fá svar við spurningunni:
„Hvernig hefur þessum börnum reitt
af?“ Hvaða áhrif hefur dvölin haft á
líf þeirra? Ég veit um dæmi um fólk
sem hefur verið öryrkjar allt sitt líf,
allt frá útskrift af vöggustofu. Við
viljum líka fá uppreist æru fyrir þess-
ar fordæmdu mæður,“ segir Viðar og
segir þá alls ekki vera að leita að bót-
um í formi peninga.
Örlögin ráðin ellefu ára
Eftir að Viðar losnaði út af vöggu-
stofunni man hann ekki eftir öðru en
yndislegri æsku, en hann ólst upp á
víxl í Njarðvík og Reykjavík en fjöl-
skyldan flutti síðan til Akureyrar
þegar tvíburarnir voru þrettán ára.
„Þá var mamma aftur komin heim,
eftir þessa örlagaríku suðurför að
freista gæfunnar,“ segir Viðar, en
þar tók móðir hans saman við mann
sem hún síðan giftist.
„Það var góður maður og mér
fannst þá ég verða loks frjáls, því ég
hafði borið of þungar byrðar fram að
því sem eini karlmaðurinn á heimil-
inu, barnið,“ segir Viðar.
„Ég á ekkert annað en góðar
minningar úr æsku. Kannski er það
af því að mannshugurinn er fljótur að
gleyma því slæma, en heldur til haga
því góða. Ég varð fljótt mjög sjálf-
stæður og fór mínar eigin leiðir. Ég
hafði ákveðnar hugmyndir um hvern-
ig lífið og tilveran ætti að vera,“ segir
hann og segir leiklistina hafa bankað
upp á snemma á lífsleiðinni.
„Þegar ég var ellefu ára var verið
að opna Stapann. Á þessum tíma er
Njarðvík bara moldarvegir og í
minningunni var allaf rigning, en
þarna var verið að opna þetta glæsi-
lega félagsheimili. Þangað komu
Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykja-
víkur með gestasýningar í tilefni opn-
unarinnar. Annað verkið var Æv-
intýri á gönguför og ég nauða í
móður minni að fá að kaupa miða, og
ætlaði bara einn. Ég trítla í miðasöl-
una til að kaupa miða en þá er upp-
selt. Ég spyr þá hvort það sé ekki
einhver önnur sýning. Konan segir
mér að það væri sýning með tveimur
einþáttungum og ég slæ til og kaupi
miða á hana. Þetta voru framúr-
stefnuverk frá Absúrd leikhúsinu,
Jóðlíf eftir Odd Björnsson og Síðasta
segulband Krapps eftir Samuel
Beckett. Mér fannst þetta svo
skemmtilegt. Ég heillaðist! Þarna
urðu örlög mín ráðin,“ segir Viðar og
það var ekki aftur snúið.
Nokkrum árum síðar, þegar Viðar
var fluttur norður, kynnist hann leik-
húsinu fyrir alvöru, en þar var verið
að undirbúa stofnun atvinnuleikhúss.
„Þarna voru settar upp fimm sex
sýningar á vetri og þarna byrja ég
sem unglingur að leika. Ég byrjaði í
hlutverki púka í Gullna hliðinu og átti
að segja eitt orð. Aðalleikkonan sem
lék kerlinguna kom til mín og sagði:
„Þú segir þetta ekki alveg rétt.“
Viðar skellihlær.
„Mér var trúað fyrir einu orði og
ég kom því ekki réttu út úr mér. Púk-
inn átti að kalla: „Guðníðingur“, en
ég sagði Guðsníðingur. Ég klúðraði
þannig öllum textanum mínum.“
Ákall um leiklistaskóla
Hvernig var að vera ungur samkyn-
hneigður maður á þessum tímum?
„Maður leitar inn í samfélag sem
samþykkir mann og viðurkennir
mann, án þess að ég hafi endilega vit-
að það sjálfur þá þegar ég byrja í
leikhúsinu. Það var einhver eðlis-
ávísun sem leiddi mig þangað og sem
betur fer. Í leikhúsinu var opið og
frjálst samfélag og fordómalítið. Þar
var fullt af sköpun og jákvæðum
straumum og þar fékk maður að vera
maður sjálfur og þykjast vera alls
konar fólk,“ segir Viðar.
„Ég var ekki nema sautján ára
þegar ég flyt að heiman og fer til
Reykjavíkur og fer í starfsnám í leik-
myndahönnun og á þeim tíma
ákveðum ég og nokkrir unglingar að
setja upp leiksýningu en það var
nýbúið að loka leiklistarskólunum,
bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og
Þjóðleikhúsinu. Við settum upp sýn-
inguna Sandkassann með ungum
leikstjóra sem þá var nýkominn heim
frá Svíþjóð, en hann hét Stefán Bald-
ursson. Sýningin var hugsuð til að
vekja athygli á að það vantaði leiklist-
arskóla; þetta var ákall um alvöru-
leiklistarskóla. Við vorum óþolinmóð;
við höfðum ekki allt lífið fram undan
til að fara í skóla, og ákváðum sjálf að
stofna skóla. Við bjuggum til módel
fyrir ríkið með því að safna upplýs-
ingum frá leiklistarskólum í Evrópu
og úr varð að við stofnuðum leiklist-
arskólann SÁL, Samtök áhugafólks
um leiklistarnám. Markmiðið var sett
á fjögurra ára skóla sem kenndi allar
greinar leiklistar. Skólinn var opn-
aður og það voru engin inntökupróf,
en skólinn var stífur og strangur. Við
vildum ekki útskrifa fólk fyrir leik-
húsin eins og þau voru, heldur eins og
þau myndu verða. Við ætluðum að
búa til framtíðina og við vildum ekki
festa okkur við þessar tvær stofn-
anir,“ segir Viðar og bætir við margt
hafi gerst í kjölfarið.
„Stóru leikhúsin urðu óróleg að
einhverjir krakkar ætluðu að ákveða
hvernig leikhús væri. Valdhafar
stóru leikhúsanna vildu hafa aðeins
meiri völd og stofnuðu þá sinn skóla,“
segir Viðar, en leikmyndahönnunar-
námið varð aldrei að námsbraut svo
hann lærði til leikara. Viðar lærði í
þrjú ár við SÁL en kláraði síðasta ár-
ið hjá Leiklistarskóla Íslands
„Það hefur alltaf verið í mér löng-
un til að ráða ferðinni sjálfur. Ég hef
alltaf leitað í þann farveg,“ segir Við-
ar, en árið 1981 stofnaði hann sjálf-
stæða leikhópinn EGG-leikhúsið.
Viðar hefur starfað sem leikstjóri og
leikari jöfnum höndum allt frá út-
skrift og hefur leikstýrt yfir fimmtíu
verkum á sviði, auk útvarps- og sjón-
varpsverka. Hann hefur einnig leikið
í hartnær sjötíu leikverkum á sviði, í
sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum.
Einnig sinnti hann starfi leikhús-
stjóra Leikfélags Akureyrar frá 1993
til 1996.
„Ég er aldrei lengi á hverjum stað.
Ég fór í skólann til verða leikmynda-
hönnuður, útskrifast sem leikari og
enda sem leikstjóri, leikhússtjóri og
svo útvarpsleikhússtjóri, sem er ansi
langt frá leikmyndahöfundinum!“
segir hann hlæjandi, enda þarf enga
leikmynd í útvarpi.
Æfingabúðir eldri borgara
Enn á ný hefur Viðar tekið stefnuna
á nýtt hlutverk, en hann skipar
þriðja sætið á framboðslista Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík suður.
„Ég varð loksins 67 ára um dag-
inn, löggilt gamalmenni eins og það
var kallað. Ég hef verið í æfingabúð-
um sem eldri borgari í nokkur ár en
ég hef verið að skoða mál eldra fólks;
líka til að undirbúa mig fyrir þetta
tímabil í lífinu,“ segir Viðar en hann
hefur starfað með Gráa hernum og
verið í stjórn Félags eldri borgara.
Síðustu tvö árin hefur Viðar verið í
hálfu starfi hjá Landssambandi eldri
borgara.
„Það eru fáir sem hafa æft sig jafn
vel,“ segir Viðar og hlær.
„Mér fannst þetta vera andar-
takið; að taka þetta skref að fara í
framboð, sem er eðlilegt framhald
því hlutverk mitt er ekki bara á sviði.
Við tökum að okkur ýmis hlutverk og
mig langar til að hafa áhrif. Mig
langar að fólk þurfi ekki að vera í
skrúfstykki örbirgðar frá fæðingu til
æviloka. Það brennur á mér. Málefni
eldri borgara brenna líka á mér,
fólks sem komið er af léttasta skeiði.
Við bjuggum til eftirlaunakerfi núna
síðast sem passar ekki við raunveru-
leika þessa fólks. Þessi lög passa
kannski eftir fimmtán, tuttugu ár
þegar lífeyriseign fólks er meiri en
hún er í dag. Fólk er í dag að borga
meira í lífeyrissjóði en fólkið sem er
nú á eftirlaunum eða að fara á eftir-
laun og voru ekki með slíka lífeyris-
sjóði. Svo horfi ég á fólk, eins og
margar konur, sem hafa unnið stór-
an hluta ævinnar inni á heimilum og
því ekki borgað í lífeyrisjóð. Svo voru
auk þess margir sjóðir veikburða og
sumir gufuðu upp eða fóru á hausinn.
Þannig er fullt af eldra fólki í dag
sem býr við mjög kröpp kjör,“ segir
Viðar og bætir við að annar hópur
samfélagsins sem stendur höllum
fæti á efri árum séu listamenn.
„Megnið af okkar listalífi hefur
verið borið uppi af listamönnum sem
hafa fengið lítil sem engin laun fyrir
vinnu sína, eins og frumkvöðlastarf
sem þróar listina áfram. Örugglega í
helmingi leiksýninga, sem til að
mynda ég sjálfur vann við í gamla
daga, vann ég launalaust. Þá var
maður heldur ekki mikið að borga í
lífeyrissjóði, en var samt hluti af hópi
fólks sem skapaði sjálfsmynd þjóðar-
innar. Það þarf alltaf frumkvöðla og
fólk sem er á jaðrinum til þess að
stefnur breytist,“ segir Viðar.
„Við eigum fullt af afbragðs-
listafólki sem mun búa við örbirgð.“
Kjóstu með sjálfum þér!
Hvað er til ráðs?
„Við þurfum að hækka grunnlíf-
eyrinn. Það er sjálfsagt að hafa
tekjutengingar en þær nái þá ekki til
láglaunafólks. Fólk á ekki að vera
neytt til að lifa undir opinberu fram-
færsluviðmiði. En þannig virka
skerðingarnar í dag. Þetta er kyn-
slóðin sem ber harm sinn í hljóði og
vill oft ekki opinbera bága stöðu sína.
Ég hugsa oft um hvers vegna fólk í
þessari stöðu fer svo og kýs stjórn-
málaflokka sem eru ekkert að hugsa
um hag þeirra; flokka sem eru bein-
línis að viðhalda stéttaskiptingunni.
En rétt fyrir kosningar verða allir
mjög velferðarsinnaðar, eins og úlfar
í sauðargæru, og allt í einu sest þetta
fátæka fólk niður í kaffi á kosninga-
skrifstofum með fína fólkinu og er þá
orðinn hluti af því, án þess að verða
það nokkurn tímann. Það er svo sorg-
legt þegar maður sér það. Ég segi við
fólk: „Kjóstu með sjálfum þér! Vertu
ekki að hjálpa stéttaskiptingunni.
Spyrðu sjálfan þig hver sé líklegastur
til að vinna að þínum málum,“ segir
Viðar.
„Réttlætistilfinning hefur ein-
kennt líf mitt. Ég hef séð svo marga
sem eru á hriplekum bátum í lífinu og
það þarf ekki að vera þannig. Ég býð
mig fram og er í þriðja sæti, sem kall-
ast baráttusæti og finnst það gott;
baráttumaður í baráttusæti. Ég vildi
komast á þann stað á listanum að ég
væri með rödd; að ég gæti sett mitt
fingrafar á stefnu flokksins um þau
mál sem eru mér hugleikin. Það
skiptir mig miklu máli að fara inn í
innsta hring. Mínum málefnum var
mjög vel tekið og fólk sammála að
hafa þau á stefnuskrá,“ segir Viðar
sem byrjar þá nýjan starfsferil ef
hann kemst inn á þing, og það jafnvel
þótt hann sé kominn langt á sjötugs-
aldur.
„Eins og ég segi; ég leik mörg hlut-
verk í lífinu. Mér finnst ég vera kom-
inn aftur til upprunans. Barnið sem
fæddist í þessa stöðu, sem tókst að
brjótast út úr henni, er nú komið í
ræðupúltið að krefjast réttlætis.
Ekki bara fyrir sig, heldur allt þetta
fólk. Það er ekki náttúrulögmál að
ákveðinn þjóðfélagshópur verði und-
ir,“ segir Viðar.
„Ég er svo bjartsýnn og finnst að
tímarnir hafi breyst svo fallega. Sam-
félagið sem ég ólst upp í var grimmt,
kalt og fordómafullt. Fólkið sem hef-
ur þróað samfélagið í það sem það er
í dag, er fólkið sem er á eftirlaunum.
Það á rétt á því að lifa síðustu árin sín
í reisn. Þetta er fólkið sem kom okk-
ur inn í þennan nútíma sem er
heillandi, jákvæður og opinn. Ég öf-
unda ungt fólk í dag að fá að eflast og
þroskast í svona miklu betra sam-
félagi.“
Langar að verða eldri
Við förum að slá botninn í samtalið en
blaðamaður spyr að lokum hvernig
Viðar sjái fyrir sér framtíðina.
„Ég hlakka til að breytast. Ég er
haldinn þroskadýrkun, sem er and-
stæðan við æskudýrkun, og ég er að
reyna að innleiða hana. Ég segi að
það sé eftirsóknarvert að eldast og
þroskast, að vera eitthvað annað en
maður var áður. Ég er búinn að vera
yngri, nú langar mig að verða eldri.
Ég er að fara inn á nýtt æviskeið. Líf-
ið er svo ófyrirsjáanlegt og maður
verður að vera opinn fyrir nýjum
áskorunum,“ segir Viðar.
„Þegar ég var ungur stóð ég eitt
sinn fyrir framan spegil og horfði á
þetta andlit sem var svo gjörsamlega
ómarkað lífsreynslu, eins og óskrifað
blað. Mér fannst það svo ömurlegt;
mig langaði svo að bera þess merki
að ég hefði lifað. Ég reyndi að
krumpa á mér andlitið því mig lang-
aði í lífsreynslu en vissi ekki að hún
var áunnin. Hrukkur eru í raun heið-
ursmerki lífsins og maður þarf að
vinna fyrir hverri og einni þeirra.
Þarna var ég ekki búinn að því en
mér lá svo á.“
Nú eru komnar nokkrar hrukkur.
Ertu þá ánægður með þær?
„Já, ég er búinn að hafa fyrir þeim.
Þetta hefur kostað mikla vinnu að
koma mér upp þessari lífsreynslu og
bera þess merki að ég hafi lifað. Ég
játa, ég hef lifað.“Morgunblaðið/Ásdís
’
Mér finnst ég vera kominn aftur til upprun-
ans. Barnið sem fæddist í þessa stöðu, sem
tókst að brjótast út úr henni, er nú komið í ræðu-
púltið að krefjast réttlætis. Ekki bara fyrir sig,
heldur allt þetta fólk. Það er ekki náttúrulögmál
að ákveðinn þjóðfélagshópur verði undir.