Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Side 17
til þess að um 90 þúsundir borgarbúar væru lagstir ósjálfbjarga nú! Og réttum mánuði eftir að veikinnar varð vart voru hinir látnu jarðsettir í fjöldagröf, en þá var talið að veikin væri í rénun. Það var rætt um hjarð- ónæmi í upphafsumræðu um kórónuveiruna. Fæst höfðum við heyrt slíkt nefnt áður. Það var hin hliðin á gölluðum peningi. Framangreind lýsing á spánsku veikinni sýnir að það var ekki mannanna að taka meginákvörðun í þeim efnum. Á einum mánuði höfðu hundruð látist og tveir af hverjum þremur íbúum höf- uðstaðarins smitaðir og rúmfastir. Veikin sjálf valdi hjarðónæmisleiðina í hluta landsins. En eins og lesa má í áhugaverðum greinum í Læknablaðinu, t.d. eftir Magnús Gottfreðsson lækni, og nýlegum yfirlitum Hagstofu, þá tókst að loka og einangra stóra hluta landsins tiltölulega hratt, þótt yfirvöldin hafi ekki öll haft trú á því í upphafi og reyndar treyst á að spánska veikin væri lítið annað en hefðbundin inflúensa, eins og veikin um sumarið, sem stundum var kölluð fyrsta bylgja hér, hefði gefið til kynna. Afbrigðileg tilvera Eins og þá virtist tilhneiging til að gera minna úr en efni reyndust standa til, þá sýnist allt að því kækur að grípa hvert fréttastrá um nýtt „afbrigði“ eins og fegins hendi. Deltaafbrigðið, indverska afbrigðið, breska af- brigðið, Suður-Afríku-afbrigðið, brasilíska afbrigðið og endalaust má áfram telja afbrigðin sem furðu margir komast í uppnám yfir. Og í fyrstu fréttum af nýjum afbrigðum er oftast fyrirferðarmest að bóluefnin, sem áttu að verja okkur þessa bólusettu svona 92-96%, (hvað svo sem það þýð- ir), séu nú fremur illa sett, eftir að einhver „vísinda- maður“ leitaði og fann nýtt afbrigði. Í fyrstu fréttum af nýju afbrigði úr nýrri sýslu, hér- aði, landi eða dýragarði eru bóluefnin okkar lækkuð hratt niður í 50%-60% vörn, og í seinni fréttatímanum eru þeir farnir að velta fyrir sér opinberlega að réttast væri að sprauta suma meira í tilefni dagsins. Og þá er ekki orðið langt í nýtt minnisblað, sem aldrei veit á gott. Í einni frétt var á dögunum skotið inn í romsuna að nú væru afbrigðin við veiruna komin í rúmlega 2.000! Sennilega væri þá orðin þurrð í héruðum og löndum og kannski mætti kenna hvert nýtt afbrigði við ár sem lið- ið væri frá Kristburði og væri þó enn pláss fyrir ein 20 afbrigði. Og ef að þá flæddi upp úr, munu flestir vera þannig þenkjandi, að úr því eigi „sérfræðingar“ og hugsanlega þeir sem ekki eru sérfræðingar, en nógu afbrigðilegir til að láta sér nægja að ræða málið ein- göngu í sínum hóp, en grípa ekki hvert afbrigði sem þeir frétta af, eins og frímerkjasafnarar, sem heyra um vitlaust yfirstimplað frímerki, sem enginn nema þeir og þrír aðrir, gera neitt með. Það er augljóst okkur, sem minna en ekkert vitum, að engin nein tök eru á eða gagn af að greina öll þessi afbrigðilegu afbrigði í sundur, nema til að fella nem- anda á prófi. Eða gera um það enn eina frétt sem skap- ar eingöngu ys og þys út af engu og viðbótarskammt af hræðsluáróðri sem nóg er komið af. Ný stjarna? Erlendis hamast stjórnlyndir menn við að hafa í hót- unum við fólk sem ekki vill bólusetningu og láta eins og óhjákvæmilegt sé að setja þá sem þráast við út af sakramenti ríkisins og breyta þeim og merkja í fjórða- flokks borgara. Ekki hefur enn verið tilkynnt hvort þeir verði merktir stjörnu, svo megi vara sig á þeim, eins og gert var við þá sem misstu tilverurétt sinn forð- um. Helst er rætt um sérstakan passa sem hleypi bólu- settum hingað og þangað sem útskúfaðir geti aðeins látið sig dreyma um. En í sömu andrá er því haldið að fólki að hin mikla, langþráða bólusetning sé hálfgert „fake“ eins og fréttir CNN, því um leið og nýtt afbrigði stingur upp kolli, er deilt í virkni hinnar forðum dýr- mætu bólusetningar. Hún hleypur strax, eins og skyrta úr gerviefni um 40%-50% í vörn „að sögn vís- indamanna“, sem eru þó bersýnilega fyrir löngu búnir að hlaupa meira en það sem vísindamenn, fyrst þeir missa fótanna við minnsta goluþyt. Lappað upp á app Eitt það furðulegasta í varnarkerfinu uppgötvaðist þegar að í ljós kom að „app“ hefur nú orðið lög- regluvald og skikkar menn í einangrun í hundraðavís, ef að rakningarapp getur sannað að þeir hafi rekist um sömu slóðir og smitaðir síðustu dagana. Og þessir hundrað verða fljótlega 10 þúsund þegar öppin leggja saman. Boris forsætisráðherra fékk fyrirmæli í appi um að hætta að stjórna Bretlandi í 10 daga þar sem rakningarapp sýndi hann í námunda við ráðherra með smit! Nú er það svo með Boris að hann fékk kórónu- vírus þroskaðan í kóvid og var á sjúkrahúsi í þrjár vik- ur samfellt og rétt slapp við að minningargreinarnar sem stórblöðin voru byrjuð að skrifa næðu í prentun. Hann var því eins uppfullur af mótstöðu og verða kann. En til öryggis og í auglýsingaskyni þá lét hann sprauta sig með bóluefni að minnsta kosti tvisvar og hefur því sjálfsagt verið komin með ein 130% í vörn á meðan við hin erum aðeins með 92%. Munurinn er sá, að við hin erum ekki fífl og göngum ekki með svona öpp á okkur, hvað svo sem það nú er. Þegar Boris var búinn að vera í einangrun í nokkra daga með sínum 50 starfsmönnum og 30 lífvörðum í Chequers, sveitasetri forsætisráðherra, þá rann loks upp fyrir honum að þetta var allt eins og hver önnur vitleysa. Hann þorði þó ekki að gefa út þá tilskipun að for- sætisráðherra Breta ætti ekki lengur að hlusta á þetta app sem var orðið næst á undan honum í valdaskal- anum og því næst Elísabetu 2. sem hefur aldrei heyrt app nefnt og hefur enginn þorað að nefna það við hana þessi 70 ár sem hún hefur mætt í vinnuna. En appið getur stoppað allt lestarkerfið því að lestarstjórarnir hittast allir á sömu pöbbunum eftir vinnu og því eru þeir settir þúsundum saman í einangrun. Sama gilti um lögreglumenn og slökkviliðsmenn, strompahreins- ara, rottubana og fjölda annarra sem að allir sáu í hendi sér að væru algjörlega ómissandi. Hins vegar var ekki hægt að færa fyrir því sterk rök að appið ætti ekki að skipta sér af forsætisráðherra sem væri að auki mest bólusetti maður Bretlands og setja hann í einangrun þegar appinu hentaði. Því hefur löngum verið haldið fram að það bjargi vitleysunni að þær séu ekki allar eins. Það er ekki víst að það bjargi mann- inum sem fann upp app-einræðisherrann mikla. Morgunblaðið/Árni Sæberg 25.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.