Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021 LÍFSSTÍLL „Við sérhæfum okkur í hamborg- urum og handverksbjór,“ segir Bárður Árni Wesley Stein- grímsson, vaktstjóri hjá Smiðj- unni brugghúsi, þegar blaðamað- ur leit við í upphaf vikunnar. „Bjórinn er búinn til í Vík í Mýrdal, en hann hefur verið seld- ur í Vínbúðinni í nokkurn tíma en fyrirtækið var stofnað 2017. Hann er mjög góður, en það eru hér átta tegundir hér á krana,“ segir Bárður og segir þau bjóða upp á mat sem fer sérlega vel með bjórnum. „Auk hamborgaranna erum við með rif, geggjaðar franskar, „pulled-pork“-samlokur, kjúk- lingavængi og blómkáls- „vængi“,“ segir Bárður og segir að fólk þurfi að vera óhrætt við að puttarnir verði skítugir. „Við opnuðum hér 9. júlí og það hefur gengið gríðarlega vel og margt fólk sem hefur flætt hér í gegn,“ segir hann og nefnir að eldhúsið sé opið frá hádegi til tíu á kvöldin, en barinn mun lengur. „Hingað kemur fjölskyldufólk og um helgar meira yngra fólkið. Nú er mánudagur og það er al- veg pakkað! Það hefur ekki verið dauð stund síðan við opnuðum.“ Bárður hefur haft í nógu að snúast frá opnun og er ánægður með viðtökurnar. Bjór og borgari Borgari og franskar svíkur engan. Á neðri hæð Mjólkurbúsins má finna Ísey Skyr Bar og afar áhuga- verða sýningu, Skyrland, sem á ef- laust eftir að vekja athygli, jafnt á meðal ferðamanna sem Íslend- inga. „Við erum hér með sýningu um sögu skyrs sem er mjög skemmti- leg. Þetta er öðruvísi nálgun á þessa sögu,“ segir Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands og Ísey Skyr Bars. „Við erum að leggja lokahönd á sýninguna sem opnar innan skamms. Hér er sögð saga skyrs og því mikil tenging við Mjólk- urbúið; húsið sem við erum í. Við stílum inn á bæði Íslendinga og út- lendinga og munum einnig vera með smakk á skyri. Hér verður hægt að taka á mótum hópum en við höfum fengið inn prufuhópa og erum að þróa smakkið,“ segir El- ísabet og segir söluna á skyrbarn- um hafa gengið afar vel. „Það er mjög gaman hér og líf og fjör í húsinu. Alltaf brjálað að gera,“ segir Elísabet og leiðir blaðamann í gegnum sýninguna sem er afar skemmtileg. „Fyrirtækið Verkstæðið smíð- aði sýninguna eftir hönnun Snorra Hilmarssonar leikmyndahönn- uðar,“ segir Elísabet sem stingur höfði inn í sérhannaðan glerkassa þar sem má sjá grænt gras og blá- an himin. Hún sér ekki út, en blaðamaður sér inn. „Hér getur maður upplifað ís- lenskt sumar og hægt er að ýta á takka og finna lykt af sumrinu! Þetta er alveg geggjað.“ Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir stingur höfði inn í íslenskt sumar. Sagan sögð í Skyrlandi Skyrréttir slá í gegn hjá Ísey skyrbar. „Við bjóðum upp á lítil taco sem eru kannski meira í amerískri útgáfu en mexíkóskri,“ segir Árni Evert Leósson, eigandi El Gordito. „Það hefur verið svo mikið að gera að við höfum ekki náð að bjóða enn upp á allan matseðilinn og höf- um því verið að keyra á rækju-, kjúklinga- og rifnum grísa-tacos. Við opnuðum 10. júlí og það hefur verið geðveiki síðan. Við höfum þrisvar fjórum sinnum þurft að loka til að ná að vinna hráefnið. Við klár- uðum allt hráefnið um helgina fyrir báða staðina, en ég rek líka pastastaðinn Pasta Romano hér við hliðina á, en við Andri Björn Jónsson erum saman í rekstr- inum. Hann er kokkurinn,“ segir Árni og segist bjart- sýnn á að það muni ganga vel í haust og vetur. „Miðað við hvað maður heyrir eru túristar hér 40% af kúnnum, en við erum ekki að skynja það. Hér eru aðallega Íslendingar; mikið fjölskyldufólk. Veðrið hjálpar til og margir á leið út úr bænum, enda oft röð yfir brúna,“ segir hann og sýnir svo blaðamanni pastastaðinn. „Við búum til okkar eigið pasta frá grunni og erum svo með mismunandi sósur. Við reynum að fara ná- lægt ítölsku línunni með meira af tómötum og par- mesan og minna af rjóma. En rjómapastað hefur ver- ið vinsælast,“ segir hann og brosir. „Af tacos hefur rifni grísinn verið vinsælastur.“ Andri Björn Jónsson og Árni Evert Leósson kvarta ekki yfir velgengninni. Rjómapasta og rifinn grís Tacos frá El Gordito kemur í þremur útgáfum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.