Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021
LÍFSSTÍLL
GÓÐAR
FRÉTTIR
FYRIR
MELTINGUNA
„Við bjóðum hér upp á taílenskan
mat og sérstakan opnunarmatseð-
il til að byrja með,“ segir Andri
Már Jónsson, eigandi Menam, en
sá staður var áður til húsa á Eyr-
arvegi 8 á Selfossi.
„Staðurinn var áður í eigu
tengdamóður minnar og stofn-
aður 1997 og var rekinn til 2018,“
segir hann. Ljóst er að Selfyssingar
þekkja því staðinn vel og fagna að
vonum opnuninni, en staðurinn
hefur verið lokaður í þrjú ár. Krist-
ín Árnadóttir, eða Stína í Menam,
eins og margir þekkja hana, stóð
vaktina í tuttugu ár en ákvað að
hvíla sig á veitingarekstri.
„Eftir fjölmargar áskoranir
ákvað ég að opna staðinn aftur,
byggðan á sama grunni. Ég er mat-
reiðslumeistari og lærði á Hótel
Holti og kom inn á staðinn árið
2002 og hef starfað hjá Menam
meira og minna síðan,“ segir
Andri og segist yfir sig glaður með
móttökurnar.
„Þetta hefur farið fram úr öllum
væntingum og erum við mjög
þakklát fyrir viðtökurnar sem við
höfum fengið. Það hefur komið
fyrir að allt hafi hreinlega selst
upp, en fólk hefur almennt sýnt því
mikinn skilning. Við vinnum mest
allt frá grunni og því getur það
gerst að hráefni klárist, en eins og
einn tryggur viðskiptavinur sagði,
það væri ekkert mál, hann væri nú
búinn að bíða eftir að fá Menam-
mat í þrjú ár,“ segir Andri bros-
andi.
„Menam eins og það var áður
var með fjölmarga rétti á mat-
seðli, þannig að við höfum úr
miklu úrvali að velja. Við stefnum
á að vera með um tíu vinsælustu
réttina í boði ásamt því að koma
með aðra rétti inn tímabundið,
þá einnig tengt árstíðabundnu
hráefni úr nágrenninu.“
Andri Már Jónsson hefur ekki undan að búa til taílenskan mat ofan í gesti.
Byggt á gömlum grunni
„Við bjóðum upp á steik og fisk
og mannamat,“ segir Árni Berg-
þór Bjarnason, eigandi veitinga-
staðarins Samúelsson matbars,
og á við að þarna sé enginn
skyndibiti, heldur matur í fínni
kantinum.
„Þetta er glænýr staður og er
nefndur í höfuðið á Guðjóni Sam-
úelssyni, húsameistara ríkisins
sem teiknaði Mjólkurbúið,“ segir
Árni.
„Kálfa-ribeye og steikarlokan
eru klárlega okkar aðalsréttir, en
spjótin eru líka vinsæl. Skelfisk-
spjótið virðist vera langvinsæl-
ast,“ segir Árni, en hann er mat-
reiðslumeistari og vann áður á
Grand hóteli.
„Það hefur gengið alveg frá-
bærlega og farið fram úr björt-
ustu vonum. Það er búið að vera
mjög gaman en við önnum ekki
alltaf eftirspurn,“ segir Árni sem
var með lokað þegar blaðamann
bar að garði vegna anna um
helgina, en var í óða önn að und-
irbúa kvöldið.
„Það er margt fólk hér núna en
þetta er ekkert miðað við um
helgina, þá var húsið sprungið! En
hér er mikil gleði og ég hef mikla
trú á að þetta gangi vel áfram.
Þessi miðbæjarkjarni er svo vel
skipulagður og svo verður tón-
leikahús hér við hliðina á. Það var
klikkuð stemning hér fyrir utan
um helgina í góða veðrinu. Svo
má bæta því við að nú er komin
Stella á krana á Selfossi!“
Árni Bergþór Bjarnason býður upp á mat í fínni kantinum og Stellu á krana.
Þá var húsið
sprungið!
Maturinn hans
Árna lítur vel út.