Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.07.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.7. 2021
LESBÓK
KVIKMYNDIR Quentin Tarantino, leikstjórinn goðsagna-
kenndi, segir þróunina í kvikmyndaiðnaðinum niðurdrep-
andi. Fjöldi framleiðslufyrirtækja brá á það ráð í faraldr-
inum að annaðhvort gefa kvikmyndir sínar eingöngu út á
streymisveitum eða hvort tveggja í kvikmyndahúsum og
á streymisveitum. Warner Bros. mun þetta árið gefa
allar myndir sínar út á HBO Max á sama tíma og þær
fara í kvikmyndahús á meðan Disney hefur farið svip-
aða leið. Tarantino er mikið kvikmyndanörd og er
annt um kvikmyndahúsaupplifunina. Sjálfur gaf hann
út myndina Once Upon a Time in Hollywood árið 2019,
skömmu fyrir faraldurinn. „Við vorum eins og fuglar
sem flugu í gegnum gluggann rétt áður en hann lokaðist á
eftir okkur,“ sagði hann við ScreenCrush um málið.
Rétt sluppu
AFP
Tarantino
vill ekki fara
beint á
streym-
isveitur.
KVIKMYNDIR Leikkonan Margot Robbie sagði
frá því í spjallþætti Jimmy Kimmel á dögunum
að hún hefði sofið í herbergi með útskorna
mynd í raunstærð af WWE-stjörnunni og leik-
aranum John Cena í tvö ár. Robbie og Cena
leika saman í mynd James Gunn, The Suicide
Squad, sem verður frumsýnd vestanhafs eftir
tvær vikur. Er Robbie var rúmlega tvítug var
þáverandi kærasti hennar með Cena á heil-
anum, svo mikið að hann geymdi mynd af hon-
um í raunstærð í svefnherbergi sínu. „Stundum
vaknaði ég um miðja nótt og brá við,“ sagði hún
við Kimmel. Hún hugsaði svo í kjölfarið: „Ó,
þetta er bara John Cena, þetta er allt í lagi.“
Í sama herbergi og Cena í tvö ár
Robbie er ein sú vinsælasta í Hollywood.
AFP
Wolf Alice kemur fram á hátíðinni.
Fyrsta tónlist-
arhátíðin
TÓNLIST Latitude-tónlistarhátíðin
er haldin í Suffolk á Englandi um
helgina og er þar með fyrsti stóri
viðburðurinn sem haldinn er eftir að
öllum fjöldatakmörkunum var aflétt
í landinu. Búist er við að um 40 þús-
und manns mæti á hátíðina á degi
hverjum sem stjórnvöld nota til að
sjá hvernig sé hægt að halda slíkar
hátíðir við þær aðstæður sem nú eru
uppi. Til að komast inn á hátíðina
þurfa gestir að sýna fram á neikvætt
Covid-próf tekið samdægurs eða
vottorð um fulla bólusetningu. Þeg-
ar komið er inn á hátíðina verða þó
engar hömlur settar á mannmergð-
ina sem þarf ekki að halda fjarlægð
né klæðast grímum.
Í
sérstökum 90 mínútna þætti sín-
um á Netflix, Inside, rýnir grín-
istinn Bo Burnham í veruleika
okkar á tímum netsins og snjallsíma.
Í einu atriðinu bregst hann við lagi
sem hann lék nokkrum sekúndum
áður. „Það er svo mikið af lögum um
störf verkalýðsstéttarinnar en fá um
arðrán á nútímavinnumarkaði,“ seg-
ir hann um lagið sem kallast Ólaun-
aði lærlingurinn (e. Unpaid Intern).
Burnham heldur áfram að tala um
lagið þar til það klárast en þá
skyndilega þarf hann að bregðast
við atriðinu þar sem hann brást við
laginu rétt áður. Burnham er heldur
hissa á þessu öllu saman en fer að
útskýra hvað hann var að gera í at-
riðinu á undan. Þegar því er lokið
þarf hann að bregðast við atriðinu
þar sem hann bregst við atriðinu þar
sem hann bregst við laginu. Rugl-
ingslegt, ég veit.
En þetta atriði endurspeglar að
miklu leyti Inside sem er eins konar
ádeila á þann heim sem ungt fólk
býr við í dag, þá sérstaklega netið.
Þessi stanslausa þörf og skylda fólks
til að koma fram og sýna sig fyrir
áhorfendum. Það þarf að viðhalda
ákveðinni ímynd, hafa skoðun á öllu
og bregðast við öllu.
„Um hvað snýst þessi sýning?“
spyr Burnham á uppistandssýningu
sinni frá árinu 2016, Make Happy.
„Hún snýst um framkomu. Ég reyni
að láta sýningar mínar snúast um
annað en þær enda alltaf á því að
snúast um framkomu.“ Hann gagn-
rýnir samfélagsmiðla og líkir þeim
við fangelsi því þar þurfa allir að
koma fram fyrir framan alla aðra,
alltaf. „Ef þú getur lifað lífinu án
þess að hafa áhorfendur þá ættir þú
að gera það,“ bætir hann við.
Sló ungur í gegn
Robert Pickering Burnham fæddist
21. ágúst í Massachusetts í Banda-
ríkjunum árið 1990. Móðir hans,
Patricia, er hjúkrunarfræðingur á
líknardeild en faðir hans, Scott, á
verktakafyrirtæki. Árið 2006 fór
Burnham að deila myndskeiðum af
sér á YouTube syngjandi grínlög við
hljómborð eða með gítar. Upp-
haflega deildi Burnham myndskeið-
unum svo bróðir hans sem bjó fjarri
fjölskyldunni gæti séð en þau urðu
fljótt vinsæl á ljósvakamiðlinum.
Burnham var sterkur nemandi og
komst inn í Harvard, Brown og New
York-háskóla en ákvað að taka sér
ársfrí svo hann gæti einbeitt sér að
uppistandi. Hann var aðeins 18 ára
þegar hann tók upp sinn fyrsta uppi-
standsþátt fyrir Comedy Central og
fór aldrei aftur í skóla.
Eins og myndböndin á YouTube
byggði uppistand Burnham á lögum
hans sem hann samdi sjálfur og
skrifaði gríntexta við. Í lögunum
tekst hann á við málefni eins og kyn-
þætti, kynferði, kynhneigð, kynlíf og
Burnham var í stóru
hlutverki í myndinni
Promising Young
Woman sem hlaut
Óskarsverðlaun fyrir
besta handrit í ár auk
fleiri tilnefninga.
AFP
Velkomin
á alnetið
Í Netflix-þættinum Inside nær grínistinn Bo Burn-
ham betur en nokkur annar utanum þá tilfinn-
ingu sem margir hafa upplifað síðustu misseri,
fastir inni með alnetið sér til huggunar. Hefur
þátturinn hlotið lof gagnrýnenda og áhorfenda.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is