Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 5
 —— — Fiskmarkaðir 24 þúsund tonn fyrír 754 m.kr. Á fyrsta árinu sem íslenskir fiskmarkaðir störfuðu, árinu 1987, voru seld þar 24 þúsund tonn af Fiski fyrir 754 milljónir króna. Ber þá að hafa í huga, að markaðirnir í Hafnarfirði og Reykjavík hófu ekki starfsemi fyrr en um miðjan F axamar kaðurinn 23.6. - 31.12.1987 Fisk- Magn Meðal- Verð. tegund (tn.) verð (þ.kr.) Þorskur 2.045,5 36,33 74.314 Ufsi 1.056,5 25,22 26.644 Ýsa 277,5 49,65 13.776 Blálanga 3,2 28.58 93 Grálúða 48,9 28.60 1.398 Hlýri 43.7 19,60 856 Karfi 2.957,4 21,32 63.042 Keila 4,4 13,87 62 Langa 51,7 25,03 1.293 Lúda 9,0 106,03 959 Lýsa 0,2 10,92 2 Skata 0,2 105.50 17 Skarkoli 384,4 37,14 14.277 Skötuselur 1,0 80,73 84 Steinbítur 36,5 17,88 652 Alls 6.920,1 28,54 197.469 júní og Fiskmarkaður Suðurnesja um miðjan september. Fjórði markaðurinn, Fiskmarkaður Norðurlands, seldi fyrst í október en fékk sáralítið af fiski framan af eða þar til í desember að nokkuð rættist úr. Hér fylgja töflur yfir sölu og meðalverð á fiskmörkuðunum þremur þann tíma sem þeir störf- uðu á árinu 1987. Því er við að bæta að á fjórða markaðnum, Fisk- markaði Norðurlands, voru seld 303,4 tonn á árinu fyrir 10,2 mill- jónir króna og tók markaðurinn talsverðan kipp í desember. Með- alverð var 33,59 kr/kg. Af óslægð- um þorski voru seld 248,2 tonn fyrir 8,8 m.kr. eða 35,25 kr/kg meðalverð. Af óslægðum þorski voru seld 19,8 tonn fyrir 0,8 m.kr. eða 40,39 kr/kg. Lítið var selt af öðrum tegundum og verður það ekki tíundað hér. Helstu kaupend- ur á markaðnum voru Utgerðarfé- lag Akureyringa, Fiskiðja Sauðár- króks og Birgir Þórhallsson. Fiskmarkaður Suðurnesja 14,9. - 31.12.1987 Magn Verð- Mcðal Fiskteg. (tu.) mæti verð hæst lægsf (þús. kr.) Þorskur slæ. 445 20.6 46.36 56,00 21,00 Porskur ósl. 933 39.1 41,94 56,00 10,00 Ýsa sl. 156 8Í 56,48 85,00 15,00 Ýsa ósl. 369 204 54.41 96,00 15,00 Ufsi sl. 343 9,0 26.12 38,00 13.00 Ufsi ósl. 220 5:2 23.42 31.50 8.00 Karfi 397 9.2 22.94 30,50 10.00 Lúða 16 2,1 127.53 270.00 65,00 Langa 98 2,8 28.26 40.00 12,00 Samtals 3.404 126,7 37,21 Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði Yfirlit um meðalverð frá 15.06.87 til 28.12.1987 Fisktegund Magn (tn) Verömæti Meðalverð Lágmark Hámark (þús. kr.) kr/kg kr/kg Ufsi 2207.4 53.71Q . 24,33 10,00 37,00 Þörskur 5035.0- 190.046 37,74 13,00 72,00 Steinbít 1464 3.964 27,13 10.00 53,00 Skötusel 2.8 283 99,58 40,00 200,00 Lýsa 0,2 4 15,00 15,00 15,00 Lúða 38.0 5,084 133,65 40,00 240,00 Langa 177.0 5.2§: 29,76 10,00 45,00 Karfi 4629.5 96.4US 20,82 10.00 30.00 Ýsa 769.7 42.097 54,68 10,00 103,00 Lúða 23:7; 2.476 104,42 40.00 198,00 Koli 145.24 4.930 33.95 12,00 too.Oo Tandurfi 0,2 27 136,25 110,00 140.01) Lax 0.3 l§ 256.91 251,20 ' 290/80 Ufsi 0.3 ; 5 15,05 10.00 17,50 Langlura 0.2 3 18,00 18,00 18.00 Tindaskata 1,4 12 8,26 8,00 10,00 Hámeri 04 1 14.00 14,00 14,00 Ýsá/óslæ. 9,2 534 57/86 32,00 66,00 Skötubörð 0,3 54 158.53 140,00 190,00 Lúða/ósl. 0.09 10 112.00 112.00 112,00 Keila/ós 0,6 9 15.72 12,00 19,00 Sólkoli t3,4 123 35,8? 20,00 79,00 Humar 0,2 88 539.46 400,00 605,00 Skötusel 0,9 186 200,57 45,00 280,00 Ufsi/ósl. 52.1 1.359 26.07 16.00 30,00 Þorsk/ós 52.3 2.218 42.43 20,00 51,00 Langa/ós 2.0: 50 : 24,59 19,00 33,00 Undm.fis 46.5 782 16..SI 10.00 31.00 Þorskur 29.0 378 13.04 10.00 32/20 Steinb/h 37.3 1.164 31.21 17.50 45.00 Hlýri 73.4 1.022 13,93 5,00 30.00 Blálanga 27.2 806 29,64 12.00 40,00 Kcila 106.4 1.502 14/12 6,00 /27.00 Grálúöa 93.7 3.324 35.46 12,00 50,00 Skata 2.4 187 76.51 12,00 157,00 Blandaöu 8.5 111 13.04 5,00 75,00 Samtals 13.723 418.293 30,48 Enn um fískveiðistjórnun EftirÁrna Benediktsson Það er komið kvöld á fyrsta virka degi nýs árs þegar þetta er ritað og ný lög við fiskveiðistjórn hafa ekki verið samþykkt ennþá á Alþingi, en væntanlega hefur það gerst þegar þessi orð birtast á prenti. Útvarpiö skýrir frá því að sjávarútvegsnefnd Neðri deildar haíi skilað áliti um frumvarp til fiskveiðistjórnar og márgklofn- að. Það virðist nokkuð augíjóst að héðan í frá munum við þurfa að búa við takmörkun á sókn eftir fiski í meira eða minna mæli. Þær aðíerðir sem hægt er að beita til þess að takmárka afla geta sjálf- sagt verið margbreytilegar og nauðsynlegt er að reyna að nálg- ast rnálið út írá því sjónarmiði að stjðrnunin verði sem léttbærust. Það má einu gilda hvaða reglur eru settar, á þeim verða alltaf einhverjir vankantar. Aðalatrið- ið er að sníða vankantanaáf jafn- óðum og þeir koma t Ijós. Gallarnir sniðnir af Á þeim lögum um fiskveiði- stjórn sem giltu frá 1984 til 1987 var sá galli að veiðar smábáta vpru minna heftar en aðrar veið- ar, t.d: var engin takmörkun á fjölda smábáta. Þessi galli varð meira áberandi eftir því sem lengra leið. Nauðsynlcgt var að sníða þennan galla af. Á síðustu árum hefur orðið ósamræmi í verðlagi á erlendum mörkuðum eftir því hvort fiskur hefur verið seldur ferskur éða unnihn. Þetta er að verða til þess að atvinnu- öryggi starfsfólks í fiskvinnslu- stöðvum er sums staðar stefnt í hæltu. Margir töldu æskilegt að veiðistjórnun yrði þannig háttað að nokkuð drægi úr þessari hættu. Þá var orðið augljóst að nauðsynlegt var orðið að setja takmarkanir á rækjuveiðar, en þess hefur ekki þurft fyrr. Eg verða að játa það að á mafgan hátt hefur verið grát- broslegt að fylgjast með undir- búningi og framgangi frumvarps- ins um fiskveiðistjórn. í ráðgjaf- arnefnd þeirri sem þátt tók í undirbúningi að gerð frumvarps- ins tókust hinir ýmsu hagsmuna- hópar á um marga þættL Þetta var næsta eðlilegt. Útgerðar- menn vildu tryggja sína hags- muni, einnig sjómenn, fiskverk- endur og fiskvinnslufólk. Smá- bátacigendur lögðu höfuðáherslu á að þeir héldu þeim sérréttindum sem þeir hafa haft. Tekist var á um þetta og smátt og smátt nálguðust menn samkomulag, nema smábátaeig- endur gátu aldrei fallist á að gefa neitt eftir. En í meginatriðum gátu þeir scm mestra hagsmuna hafa að gæta í sjávarútvegi fellt sig við það frumvarp sem endan- lega var lagt fram af sjávarút- vegsráðherra. Grátbroslegi þátturinn Stjórnmálamennirnir í ráð- gjafarnefndinni tóku ekki þátt í þvf að ná saman frumvarpi serh flestir gætu sætt sig við. En þegar frumvarpið hafði að lokum verið lagt fyrir Alþingi kom til þeirra kasta sem og annarra alþingis- manna. Og þar er það sem hinn grátbroslegi þáttur hefst. Upp hófust langar og miklar ræður og var oft býsna erfitt að gera sér grein fyrir hvort ræðumaður gerði sér fulla grein fyrir þvf um hvað málið snerist. En í megin atriðum virtist umræðan snúast um smáatriðin, oft um að koma í veg fyrir að nauðsynlégar leið- réttingar næðust fram. Niður- staðan vcrður sú að allar líkur eru á því að frumvarpið verði þannig að lögum að gengið sé á rétt velflestra sjómanna landsins til þess að hægt sé að faka tillit til smábátaeigenda. Þeim sem láta fiskinn í gáma verður gert hærra undir höfði en til stóð Qg fórnað atvínnuöryggi fiskvinnslufólks. Þeir ágallar sem reynt var að sníða burtu verða auknir aftur í meðförum þingsins. Margir alþingismenn höfðu um það stór orð að menn utan þingsins væru látnir hafa alltof mikið að segja í öllum undirbún- ingi að frumvarpinu um fisk- veiðistjórnina. Allt sprakk t.d. í loft upp þegar í ljós kom að sjáv- arútvegsráðuneytið hafði borið reglugcrð um stjórn fiskveiða undir þá sem við hana eiga að búa og hafa besta þekkingu á því hvort á henni væri agnúar sem þyrfti að leiðrétia. Þessir sömu þingmenn, sem ekki gátu þolað afskipti utanþingsmanna, létu sér samt vel líka að þingpallar fylltust af mönnum sem vildu hafa áhrif á niðurstöðu Alþingis. Margir þessara háttvirtu þing- manna gátu um fátt talað annað en hagsmuni mannanna á þing- pöllunum á meðan þeirvoruþar. Virðing Alþingis Á undanförnum árum hefur það oft komið til tals að virðing Alþingis fari minnkandi. Ég hef ekki verið í hópi þeirra sem undir það hafa tekið. Hins vegar hefur umræðan í þinginu nú að undan- förnu verið þannig að á mann hafa runnið tvær grímur. Og satt að segja væri það illafarið ef Al- þingi setti niður. Það er hags- munamál fyrir þjóðfélagið að Al- þingi haldi virðingu sinni. Og fyrir alþingismenn sjálfa er það einnig hagsmunamál. Þingmennska er ótryggt starf sem menn geta ekki búist við að alltaf sc til frambúðar. Fram að þessu hefur verið litið svo á að þeir menn sem setið hafa í þingí séu hinir hæfustu menn til þýð- ingarmikilla starfa sem ábyrgð fylgir. Fyrrverandi þingmenn hafa því átt greiða leið til hinna sæmilegustu starfa þegar þeir hafa hætt þingmennsku. Nú eru ýmis teíkn á lofti um að þetta sé að breytast. Nýjasta dæmið er að svo virðist sem þingmaður og fyrrverandi ráðherra sé ekki sjálfsagður til að gegna banka- stjórastöðu. Ef þetta er afleiðing af því að virðing Alþingis fari þverrandi mættu háttvirtir al- þingismenn fara að hugsa sinn gang. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sambandsfiskframleiðenda

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.