Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Morgunblaðið greindi nýverið frá því hvernig Reykjavíkurborg með einu auka „R-i“ breytti hinum rót- gróna Grensásvegi í Grensársveg, vegfarendum til mikillar furðu. Þetta er þó ekki eina villuskiltið í höfuðborginni Reykjavík. Í Úlfars- árdal má finna götu sem kennd er við Frigg, konu Óðins. Reykjavík- urborg hefur þó kosið að skrifa nafn hennar með „Y“ og er útkom- an því Fryggjarbrunnur. Hefur skiltið fengið að standa vitlaust í dágóðan tíma. Í samtali við Morgunblaðið segir Einar G. Skúlason, rekstrarstjóri skiltadeildar, að um sé að ræða samspil mannlegra mistaka hjá framleiðanda og hjá borginni. „Mis- tökin liggja að vissu leyti hjá fram- leiðanda en að sjálfsögðu hjá okkur líka,“ segir hann. Einar vildi þó ekki gefa upp hver framleiðandi sé en lagði áherslu á sameiginlega ábyrgð beggja aðila. Þá sagði hann borgina lengi hafa verið í við- skiptum við framleiðandann. Spurður hvort borgarbúar sendi reglulega inn ábendingar um mis- tök kveður Einar já við. „Við fáum sendar ábendingar, fólk rekur aug- un í þetta. Það eru náttúrlega fleiri þúsund prófarkalesarar víða um borgina.“ Bendir hann einnig á að þetta gerist afar sjaldan og að kostnaðurinn vegna mistaka sé lít- ill. „Þetta gerist einstaka sinnum en kostnaðurinn við þetta er ekki neinn í sjálfu sér. Nokkrir þúsund- kallar í stóra samhenginu. En okk- ur finnst þetta náttúrlega fyrst og fremst bara leiðinlegt.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Óvelkomið „Y“ Þetta skilti hefur lengi staðið í Úlfarsárdal þrátt fyrir augljósa villu. Morgunblaðið/Eggert Auka „R“ Reykjavíkurborg ætlaði sér ekki að endurnefna götuna rótgrónu með nýju skilti. Stafsetningin reynist borginni erfið - Mannleg mistök hjá borginni og framleiðanda - Prófarkalesarar götunnar senda inn ábendingar Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum er hafin, en hún er að jafnaði haldin fyrstu helgina í júlí. Er hátíðin hald- in til þess að fagna goslokum, en gosinu í Vestmannaeyjum lauk 3. júlí 1973. Hátíðin hefur þó breyst verulega í áranna rás. Erna Georgsdóttir situr í gos- lokanefnd ásamt þremur öðrum og sér nefndin um skipulagningu hátíð- arinnar. Erna segir góða stemmingu ríkja í Eyjum vegna hátíðarinnar. „Fyrstu viðburðirnir eru að rúlla af stað. Það er stemming í bænum og fólk er farið að mæta til Eyja,“ segir Erna. Goslokahátíðin er önnur tveggja hátíða sem haldnar eru í Vestmannaeyjum á hverju sumri, en hin er vitanlega Þjóðhátíð. Erna segir þó töluverðan mun á hátíð- unum tveimur. „Þjóðhátíð er nátt- úrulega skilgreind sem tónlistar- hátíð og á hana sækir allt annar markhópur. Á Goslokahátíð eru margir brottfluttir Vestmanna- eyingar og fólk sem er með sterka tengingu við Vestmannaeyjar.“ Erna segir Goslokahátíðina meiri menningar-, lista- og barnahátíð heldur en þjóðhátíð. Reynt sé að hafa dagskrá sem hentar öllum ald- urshópum og nefnir hún sem dæmi myndlistarsýningar, hestvagnaferð- ir og tónleika. Spurð hvort aflétt- ingar takmarkana hafi gert nefnd- inni erfitt fyrir segir Erna: „Dagskráin var náttúrulega tilbúin fyrir afléttingar, en það var ákall um næturskemmtun og náðum við að bregðast við því. Það verður því ball eftir miðnætti á laugardag.“ Erna segir einnig aðstoð heima- manna skipta sköpum, án þeirra væri engin hátíð. Þá segir hún allt stefna í fjölmenna hátíð. „Við heyrð- um í vinum okkar í Herjólfi og já við teljum að það verði ágætismæting.“ Dagskrá fyrir allan aldur á Goslokahátíð í Eyjum - Fyrsta hátíðin eftir faraldurinn - Stefnir í góða mætingu Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Goslokahátíð Allt kapp var í gær lagt á að undirbúa hátíðina og mátti með- al annars sjá þessa fallegu hesta á göngu þegar ljósmyndari átti leið hjá. Utanvegahlaupið Reykjanes Vol- cano Ultra (Goshlaupið) fer fram um helgina. Þær vegalengdir sem eru í boði í hlaupinu eru 10, 30, 50 og 100 km. Keppendur í 100 km flokknum verða ræstir út á miðnætti 3. júlí og munu þeir því hlaupa í miðnætursól- inni. Hinir flokkarnir verða ræstir af stað með klukkutíma millibili frá kl. 9-11, 4. júlí. Hlaupin byrja öll og enda fyrir utan veitingastaðinn Salt- húsið í Grindavík. UMFG stendur fyrir hlaupinu en Ívar Trausti Jósafatsson hefur verið félaginu inn- an handar við skipulagningu á keppninni. Hann segir það ekki oft sem fólk getur keppt í utanvega- hlaupi þar sem hægt er að sjá virkt eldgos í leiðinni en allir flokkarnir nema einn munu annaðhvort hlaupa að eldgosinu í Geldingadal eða framhjá því. Opið er fyrir skráningu í hlaupið á hlaup.is til kl. 22 í kvöld. Með kóðanum Salt25 fæst 25% af- sláttur af skráningargjaldinu í hlaupið en afslátturinn er í boði veit- ingastaðarins Salthússins í Grinda- vík og Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Goshlaup Eldgosið í Geldingadölum mun verða á vegi keppenda í hlaupinu. Goshlaupið fer fram á laugardag - Keppt í utanvegahlaupi á Reykjanesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.