Morgunblaðið - 02.07.2021, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Verbena
hinn fullkomni
sumarilmur
Við erum almenn-
ingur, þau okkar í
Reykjavík sem fara
um 80% ferða sinna
yfir árið á bílum. Um
er að ræða skattgreið-
endur og kjósendur,
sem kusu ítrekað yfir
sig stjórnmálafólk,
sem er harðákveðið í
að breyta hugsunum
og ákvörðunum okkar.
„Við þurfum að breyta
því hvernig við hugs-
um,“ segir forsætisráðherrann.
Borgarstjórnin vill líka breyta hegð-
un þegnanna að sínu skapi með
þvingunum og skattpíningu.
Þarfir almennings
Hvað kom fyrir sjálfstæðan vilja
fólks, löngun til þess að fylgja sann-
færingu sinni og kjósa pólitíkusa
sem styðja við þann lífsstíl sem
kjósandinn kýs sér sjálfur? T.d. að
nota nýlega nýorkubílinn sinn til að
komast allra sinna ferða á skjótan
hátt og stytta þannig vinnuvikuna,
ef yfirvöld standa sig og halda vega-
kerfinu skilvirku. Hví samþykkir al-
menningur að vegakerfið og skatt-
peningar þeirra verði þeim Þrándur
í Götu og miðist við þarfir 4% þegn-
anna sem ferðast með Strætó yfir
árið? Borgarlínan er þvílíkt yfirskot
til þess að þjónusta
þessi 4% að það tekur
engu tali.
Almenningsvagnar
Bílar eru almenn-
ingsvagnar, ekki
strætó, sem er fyrir
þröngan sérhóp. Ef
einhver þarf að breyta
hugsun einhvers þá er
það almenningur að
breyta hugsun pólitík-
usa um það hvernig
þeir þjóni flestum
þegnum sem best. Þá loks væri
hlustað á 80 prósentin, ekki bara 4
prósentin sem hafa sóað milljörðum
króna í Strætó nú þegar og stefna í
100-200 milljarða króna með Borg-
arlínunni.
Við erum
almenningur
Eftir Ívar Pálsson
Ívar
Pálsson
»Ef einhver þarf að
breyta hugsun ein-
hvers þá er það almenn-
ingur að breyta hugsun
pólitíkusa um það
hvernig þeir þjóni flest-
um þegnum sem best.
Höfundur er
viðskiptafræðingur með
útflutningsfyrirtæki.
Fyrir skemmstu
fannst mér ég sjá ein-
hvers staðar haft eftir
Þórdísi Kolbrúnu
Reykfjörð Gylfadóttur
ráðherra að henni
fyndist unga fólkið
vera úr tengslum við
sjávarútveginn, sem
ég held að sé rétt
ályktun hjá henni.
Spyrja má af hverju.
Að mínu mati eru
ástæðurnar fleiri en ein og vafalít-
ið ekki allar auðgreindar. Ein er
trúlega sú að umræðan um sjávar-
útveginn hefur breyst alveg gríð-
arlega á nokkrum tugum ára frá
því að vera umræða um fjöregg og
stolt þjóðarinnar og helstu og nán-
ast einu gjaldeyrisskapandi at-
vinnugrein hennar í að vera hýsill
svikahrappa sem eru að ráðskast
með þessa sameiginlegu auðlind
okkar sjálfum sér og sínum til
auðsöfnunar, Samherjamálið er
þar sjálfstæður kapítuli sem ég
ætla ekki að fjalla um né hafa
skoðun á.
Tvö fullkomin systurskip
bætast í flotann
Fyrir skemmstu komu tvö ný
fullkomin systurskip til landsins,
Vilhelm Þorsteinsson EA og Börk-
ur NK. Skip sem kosta hvort um
sig tæpa sex milljarða, eða alls um
12 milljarða. Var komu þessara
fullkomnustu skipa í eigu lands-
manna gefinn mikill gaumur?
Ekki að mínu mati. Landsbyggð-
armiðillinn N4 á Akureyri fjallaði
ítarlega um Vilhelm en lítið sem
ekkert um Börk. Þjóðarmiðillinn
okkar RÚV fjallaði eitthvað um
bæði skipin en ekki að neinu gagni
að mér fannst. Voru tekin viðtöl
tvo æðstu yfirmenn skipanna sem
bera einir ábyrgð, samkvæmt lög-
um, skipstjórann og yfirvélstjór-
ann? Var greint frá nöfnum yf-
irvélstjóranna? Nei, fyrir því var
ekki haft. Minnir að ég hafi séð
viðtal við skipstjórann á Vilhelm á
N4 og einhverja aðra í áhöfninni á
þeim miðli en minni skil voru gerð
komu Barkar til landsins.
Af hverju finnst mér að það
þurfi að gera starfi yfirvélstjórans
á skipi með öllum þeim fjölbreytta
búnaði sem þar er um borð meiri
og betri skil en gert var? Það er
m.a. vegna þessa:
Alþjóðlegar kröfur
Það tekur 10 ár að öðlast rétt-
indi til þess að sinna þessu starfi,
sem skiptist í fimm ára stíft bók-
nám sem komið er á háskólastig,
m.a. í Danmörku, og um tveggja
ára nám á viðurkenndu vélaverk-
stæði sem lýkur með sveinsprófi.
Að þessu loknu tekur við þriggja
ára siglingatími sem vélstjóri á
skipum með tilgreindum vélbún-
aði. Hér er um alþjóðlegar kröfur
að ræða undir eftirliti Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar. Um tíma
stóð styr um námið hjá okkur,
fyrst og fremst námslengdina, þá-
verandi forysta LÍÚ, með lög-
mann samtakanna í forystu, var
svo blönk í fræðunum að halda því
fram að hér væri um alíslenska
námslínu að ræða setta fram af
annarlegum hvötum sem engar
skýringar fengust að vísu á. Það
var ekki fyrr en fenginn var pró-
fessor við Háskóla Íslands til þess
að bera námið og námslengdina
saman við danska vélstjóranámið
sem þessi einsöngur lögmannsins
hljóðnaði; niðurstaðan leiddi í ljós
að íslenska vélstjóranámið var
styttra ef eitthvað var. Mín skoð-
un er sú að þessi atlaga lögmanns-
ins að starfsheiðri vélstjóra hafi
leitt af sér neikvæða umræðu í
samfélaginu um störf þessara
manna og verið sjávarútveginum
sem atvinnugrein síst til fram-
dráttar og þegar tímar liðu fyrst
og fremst opinberað hvað mál-
flutningurinn var galinn og inni-
stæðurýr.
Mat fjölmiðla á
mikilvægi starfa
Við heyrum og les-
um um að þessi eða
hin/hinn hafi skipt
um starfsvettvang
eða verið ráðin/n til
ákveðinna ábyrgð-
arstarfa svo sem sem
ráðuneytisstjóri eða
skrifstofustjóri í ein-
hverju ráðuneytanna,
svo ekki sé nú
minnst á störf í
banka eða sjóði af einhverju tagi.
Ráðning í þessi störf telst til
tíðinda þótt ég átti mig ekki alveg
á ábyrgðinni sem fylgir þeim.
Minnist þess ekki að einstaklingar
sem hafa orðið berir að mistökum
hafi t.d. goldið fyrir með missi
starfsréttinda enda ekki um nein
eiginleg starfsréttindi að ræða
hvað varðar flest þessi störf þótt
þar sé krafist háskólagráðu af ein-
hverju ákveðnu tagi eins og stund-
um kemur fram. Menntunar sem
nýtist í starfi.
Hefur einhver rekist á frétt sem
greinir frá því að þessi eða hinn
skipstjórinn eða yfirvélstjórinn
hafi skipt um starf, verið ráðinn af
einu skipi yfir á annað? Ég minn-
ist þess ekki þótt við séum að tala
um skip/vinnustað sem kostar allt
að sex milljörðum og dregur ár-
lega að landi verðmæti sem geta
numið allt að tveimur milljörðum
króna. Vinnustað þar sem raf-
magnsframleiðslan er um sex
megavött til eigin þarfa sem svar-
ar til orkunotkunar um 3.000
manna byggðarlags hjá okkur.
Nei, fjölmiðlarnir telja bírókra-
tíuna fréttnæmari, hverjir sinna
hinum ýmsu störfum hjá hinu op-
inbera, t.d. skrifstofustjórn og
stjórn ráðuneyta svo ekki sé nú
minnst á hin helgu vé mammons;
stjórnunarstörf í fjármálageir-
anum þar sem sérfræðingar með
margar gráður rýna í herlegheitin.
Eðlilega bliknar starf yfirvélstjór-
ans í þeim samanburði, hans hlut-
verk er bara að reyna eins og
kostur er að trygga að allur flókni
vélbúnaðurinn í um sex milljarða
króna skipi skili sínu, sem er for-
senda þess að allir gáfumennirnir
hafi eitthvert efni að vinna úr.
Hin helgu vé bírókratíunnar
Eftir Helga Laxdal » Gera menn sér grein
fyrir því að raf-
orkunotkunin um borð
getur numið allt að sex
megavöttum sem svarar
til heildarnotkunar um
3.000 manna sveitarfé-
lags?
Höfundur er vélfræðingur og fyrrv.
forseti Norræna vélstjórasambands-
ins.
punkta60@gmail.com
Helgi Laxdal