Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 13
AFP
Litrík hátíð var haldin í Kína í gær er fagnað var aldar-
afmæli kínverska Kommúnistaflokksins með athöfn á
Torgi hins himneska friðar í Peking. Mökkur af dúfum
setti sinn svip á samkomuna. Hátíðarræðuna flutti Xi
Jinping forseti og hrósaði hann framgangi landsins allt
frá niðurlægingu nýlendutímans og til stórveldis. Vitn-
aði hann djúpt í sögu Kína til að minna þjóðernissinna
heima fyrir og andstæðinga erlendis á þjóð hans – og
ris hans sjálfs til valdamesta manns Kína.
agas@mbl.is
Aldarafmæli Kommúnistaflokksins
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Frumbyggjaþjóð í Kanada segist
hafa fundið líkamsleifar 182 manns til
viðbótar við 751 lík sem fannst í fyrri
viku og 215 sem uppgötvuðust í maí
sl. Leifarnar fundust í gær við land-
areign fyrrverandi heimavistarskóla í
Bresku-Kólumbíu. Þau eru langflest
af börnum en fulltrúar frumbyggja-
þjóðarinnar sögðu of snemmt að
segja hvort þau væru af fyrrverandi
nemendum skólans. Talið er að börn-
in hafi tilheyrt Ktunaxa-þjóðinni og
verið á bilinu 7-15 ára.
Hinir óhugnanlegu líkfundir í
fjöldagröfum hafa valdið ólgu um allt
Kanada. Var m.a. hvatt til þess að
þjóðhátíðardeginum 1. júlí yrði aflýst.
Fulltrúar frumbyggja segja að gera
megi ráð fyrir því að fleiri grafir af
þessu tagi eigi eftir að finnast. „Mað-
ur er aldrei nógsamlega undirbúinn
fyrir eitthvað sem þetta,“ sagði Jason
Louie, indjánaforingi af þjóðinni Ktu-
naxa. Sumar leifar lágu grunnt, eða
aðeins á eins metra dýpi. Við rann-
sóknirnar hefur verið beitt tækni sem
gerir kleift að sjá ofan í jarðlögin.
Í maí fundust 215 lík barna frum-
byggja Kanada í ómerktum gröfum í
Kamloops í Bresku-Kólumbíu. Þá
skýrðu leiðtogar frumbyggjaþjóðar-
innar Cowessess frá fundi 751 líks,
mestmegnis barna, við lóð grafreits á
lóð annars skóla í Marieval í fylkinu
Saskatchewan.
Grafirnar ómerktu sem geymdu
182 manns fundust á svæði skammt
frá skóla í Cranbrook í Bresku-Kól-
umbíu sem kenndur var við kaþólska
trúboðsreglu heilagrar Efgeníu.
Kaþólska kirkjan rak hann frá 1912
og fram á áttunda áratug 20. aldar.
Skólinn var einn rúmlega 130 heima-
vistarskóla sem börnum var skylt að
sækja. Kostaði kanadíska stjórnin
reksturinn á 19. og 20. öldinni í þeim
tilgangi að neyða æskumenni úr röð-
um frumbyggja til að samlagast hinni
nýju herraþjóð. „Það er afar erfitt
mál og flókið að staðfesta hvort um er
að ræða leifar nemenda Efgeníuskól-
ans eður ei,“ sagði í tilkynningu leið-
toga frumbyggjaþjóðanna.
Fundur fjöldagrafanna á sér stað á
sama tíma og Kanada reynir að svara
samviskuþrautum vegna arfleifðar
heimavistarskólanna. Síðasta lík-
fundinn ber nánast upp á Kanada-
daginn 1. júlí en þann dag 1867 sam-
einuðust þrjár breskar nýlendur svo
úr varð Dominion Kanada, sem er
eldra heiti á landi í breska heimsveld-
inu sem hafði eigin heimastjórn.
Frumbyggjar hafa margir hverjir
aldrei viðurkennt Kanadadaginn og
hafa slíkar tilfinningar aukist fremur
en hitt.
Hátíðarhöldum aflýst
Bæjar- og sveitarstjórnir víða um
landið höfðu aflýst hátíðarhöldum og
styttur af fólki sem tengdist heima-
vistarskólunum verið skemmdar eða
fjarlægðar um land allt. Loks hafa
átta kaþólskar kirkjur í hverfum
frumbyggja brunnið með grunsam-
legum hætti frá því grafirnar fundust.
Rannsakar lögreglan brunana sem
íkveikju vegna þeirrar miklu reiði
sem ólgar undir niðri. Auk þessa hef-
ur fjöldi kirkna verið skemmdur og
þær ataðar út í rauðri málningu. Hef-
ur almenningur krafist þess að Frans
páfi biðjist opinberlega afsökunar á
ofbeldinu sem átti sér stað gagnvart
börnum frumbyggja í kaþólsku
heimavistarskólunum.
Justin Trudeau forsætisráðherra
sagði um líkfundina að þeir hefðu
„knúið okkur til umhugsunar um hið
sögulega og viðvarandi óréttlæti sem
frumbyggjar eru beittir“. Baðst hann
afsökunar á „skaðlegri stjórnar-
stefnu“ vegna skólanna.
Hann hvatti Kanadamenn til sátta
og fordæmdi eyðilegginguna sem hef-
ur átt sér stað. „Skemmdarverk á til-
beiðslustöðum eru óviðunandi og
þeim verður að linna. Við verðum að
vinna saman til að bæta úr því sem
hefur farið úrskeiðis. Hver og einn
hefur hlutverki að gegna.“ Ásamt
fulltrúum frumþjóðanna hvatti hann
Frans páfa til að biðjast afsökunar á
framferði skólanna.
AFP
Minningarstund Hundruð manna sóttu kyrrðarstund við eina af fjöldagröf-
unum sem fundist hafa í Bresku-Kólumbíu í Kanada síðustu daga og vikur.
Enn fleiri lík finnast í Kanada
- Líkfundirnir óhugnanlegu hafa valdið mikilli ólgu - Vilja afsökunarbeiðni páfa
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO,
segir að kórónuveirusmit í Evrópu
séu að færast aftur í aukana og þró-
unin undanfarnar 10 vikur sé því að
snúast við. „Aukning smita nam 10%
í síðustu viku og eru meiri sam-
gangur fólks, ferðalög og fækkun að-
haldsaðgerða meginskýringin,“ sagði
æðsti maður WHO í Evrópu, Hans
Kluge. Í skýrslu sóttvarnastofnunar
ESB, ECDC, í gær álítur hún að
delta-afbrigði kórónuveirunnar geti
verið allsráðandi á ESB-svæðinu við
ágústlok, eða 90% tilfella nýsmits.
Kluge varaði við því að umskiptin
ættu sér stað samhliða vaxandi veldi
hins bráðsmitandi delta-afbrigðis.
Þess varð fyrst vart á Indlandi og
sagði Kluge að það myndi í einni
svipan geta yfirtekið alpha-afbrigðið,
sem fyrst fannst í Englandi.
Kluge sagði bólusetningar ekki
hafa verið nógu hraðar til að bjóða
upp á nauðsynlega vernd. Komið
hefur í ljós að núverandi bóluefni
veita vörn gegn delta-afbrigðinu. Að
sögn Kluge er meðaldreifing bólu-
settra á Evrópusvæði WHO 24%.
Helmingur gamals fólks og starfs-
manna heilbrigðisþjónustunnar er
enn óvarinn. „Þetta er óásættanlegt
og langt frá þeirri 80% dreifingu
meðal fullorðinna sem nauðsynleg er
talin,“ sagði Kluge.
Kórónuveirufaraldurinn hefur lát-
ið mjög til sín taka í Rússlandi síð-
ustu daga. Þriðja daginn í röð
skýrðu yfirvöld frá nýju meti dauðs-
falla af völdum veirunnar. Létust
672 í gær, 669 í fyrradag og 652 á
þriðjudag. Orsök þessa er hröð
framrás delta-afbrigðisins og skortur
á bólusetningum.
agas@mbl.is
AFP
Bólupassi Bóluefnaskírteini ESB
var tekið í notkun í gær.
- Kórónuveirusmitum fjölgar á ný í Evrópu - 10% aukning
Umskipti til hins verra
Lögregla skaut
táragasi að fólki í
Istanbúl í gær
sem mótmælti
umdeildu brott-
hvarfi Tyrkja frá
sáttmála sem mið-
ar að því að draga
úr ofbeldi gegn
konum og heim-
ilisofbeldi.
Recep Tayyip Erdogan fékk yfir
sig skæðadrífu gagnrýni úr öllum
heimshornum í mars er hann til-
kynnti að Tyrkir hefðu ákveðið að
segja sig frá sáttmálanum, sem
kenndur hefur verið við Istanbúl.
Kom úrsögnin til framkvæmda í gær.
Þessu var mótmælt víða í landinu í
gær og var andrúmsloftið spennu
þrungið er lögregla hugðist halda
mótmælendum frá Taksim-torginu í
Istanbúl. Ruddist fólkið gegn veg-
artálmum þrátt fyrir ítrekaðar aðvar-
anir lögreglunnar. Á endanum lauk
öllu friðsamlega.
Sáttmálinn er frá 2011 og hafa 45
lönd staðfest hann auk ESB. Sam-
kvæmt honum ber löndum að setja í
refsilöggjöf sína sérstök ákvæði um
glæpi, þar á meðal nauðganir og um-
skurn kvenna. Með ákvörðun sinni
freistar hann þess að fá stuðning
íhaldsafla og þjóðernishópa til að sitja
enn um sinn að völdum sem staðið
hafa í 18 ár.
Réttindasamtök segja að ákvörðun
Erdogans kalli meiri hættu yfir tyrk-
neskar konur, en ofbeldi gegn þeim
hefur verið ærið áður.
TYRKLAND
Segja sig frá sátt-
mála gegn ofbeldi
Recep Tayyip
Erdogan