Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 2

Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 2
2 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Frystitogarinn Svalbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri um síðustu mánaðamót eftir að hafa verið að úthafskarfaveiðum fyrir Mecklemburger Hochsee- fischerei, dótturfyrirtæki Út- gerðarfélags Akureyringa í Þýskalandi, frá því í lok apríl sl. Farnar voru alls fimm veiðiferðir fyrir þýska fyrirtækið á þessu tímabili og var aflinn upp úr sjó tæplega 4400 tonn að verðmæti um 300 milljónir króna. Svalbak- ur EA er nú að þorskveiðum á Halamiðum og að sögn Kristjáns Halldórssonar skipstjóra eru aflabrögðin góð og vonast menn til þess að heildaraflaverðmæti skipsins losi um hálfan milljarð króna á þessu ári. Svalbakur EA fór til úthafs- karfaveiðanna fyrir MHF í lok apríl og var skipið framan af á veiðum á alþjóðlega hafsvæðinu úti á Reykjaneshryggnum. í byrj- un júní fór skipið til veiða inni í grænlensku landhelginni en afl- inn var þá dottinn niður á alþjóð- lega hafsvæðinu. — Við fengum ágætan afla fyrst eftir að við byrjuðum á veið- unum og sérstaklega var aflinn góður í maí. I fyrsta túrnum vor- um við með 580 tonn af frystum afurðum og aflinn framan af ver- tíðinni var svo til eingöngu djúp- karfi. Hinn eiginlega úthafskarfa urðum við ekki varir við að ráði fyrr en við fórum inn í græn- lensku landhelgina. Þar var ágæt- ur afli fram í miðjan júní en þá tók við tregfiskerí í um tvo mán- uði en um miðjan ágúst fór aftur að lifna yfir veiðunum, segir Kristján en hann segir erfitt að geta sér til um af hverju sveiflurn- ar í aflabrögðunum stafi. Allt að 25-30% úthafskarfans eru sýkt Gríðarlegur munur var á afla- brögðunum inni í grænlensku lögsögunni og utan hennar eftir að líða tók á sumarið. — Það var miklu meiri kraftur í veiðunum innan landhelginnar en utan hennar og eftir að kom fram yfir miðjan ágúst þá þurft- um við að hafa mestar áhyggjur af því að fá ekki of mikinn afla. Uthafskarfinn er viðkvæmur og Svalbakur Krístján Halldórsson, skipstjórí á Svalbaki EA 2 Veiddu 4400 tonn af ESB-kvóta — að verðmæti 300 milljónir króna þolir illa geymslu áður en hann er unninn og því reyndum við að skammta okkur 20-25 tonn í holi tvisvar á sólarhring. Það þurfti oft ekki að toga í nema sex tíma til að fá þennan skammt og lengstu holin voru um 12 tímar. Þegar kom fram í september veiddist úthafskarfinn aðeins á meðan birtu naut og við toguðum því á daginn en þess á milli var legið í vinnslu, segir Krist- ján. Margir íslenskir sjómenn á út- hafskarfaveiðunum hafa vart séð úthafskarfa hin síðari ár enda hafa skipstjórar togaranna, sem stunda veiðarnar úti á Reykjaneshryggn- um, togað á það miklu dýpi að lítil hætta er á að fá úthafskarfann í trollið. Kristján segir algengt tog- dýpi inni í grænlensku landhelg- inni vera á um 200-350 metra dýpi. í ljósaskiptunum kvölds og morgna hafi karfinn haldið sig á um 200 metra dýpi en yfir birtutím- ann hafi hann dýpkað á sér og veiðist niður á um 350 metra dýpi. Úthafskarfinn á þessu dýpi er mis- mikið sýktur en Kristján segir að hlutfall sýkta karfans hafi farið allt upp í 25-30% á stundum. — Það er mjög erfitt að eiga við veiðar og vinnslu þegar hlutfall af sýktum karfa er orðið svona hátt. Megnið af sýkta karfanum er ekki mannamatur og það er ekki um annað að ræða en að henda honum í sjóinn. Það er ekki nóg með að sníkjudýr séu utan á fisknum held- ur ná kýlin í mörgum tilvikum inn í fiskholdið. Besti úthafskarfinn fer í svokallaðan B-flokk og er ágætis matur en eins unnum við nokkuð magn í C-flokk. Sá karfi er frekar grár á holdið og mér skilst að hann fari til framhaldsvinnslu í Portúgal og jafnvel víðar í Suður-Evrópu, segir Kristján en hann upplýsir að oftast sé stærri karfinn mun sýktari en sá smærri. Togað niður á 800 faðma dýpi á grálúðuveiðunum Til marks um aflabrögðin má nefna að í annarri veiðiferðinni, á meðan aflabrögðin voru hvað treg- ust, var Svalbakur EA með alls 297 tonn af afurðum eða alls um 552 tonn af fiski upp úr sjó. í þriðju veiðiferðinni, sem farin var í græn- lensku landhelginni, var aflinn 593 tonn af afurðum en það samsvarar 1128 tonnum upp úr sjó. Fjórða veiðiferðin reyndist svo vera sannkallaður mettúr en þá fengust 1223 tonn af nýtanlegu hráefni upp úr sjó á 38 dögum og samsvaraði það 643 tonnum af frystum afurð- um. í síðustu veiðiferðinni fengust svo 235 tonn af afurðum (382 tonn upp úr sjó) og þar af voru um 120 tonn af grálúðu. — Við fórum í 18 daga á grá- lúðuveiðar við Vestur-Grænland úti undir miðlínunni vestur af Nu- uk á milli Grænlands og Baffins- eyjar sem tilheyrir Kanada. Okkur gekk frekar illa vegna þess hve við vorum vanbúnir til veiðanna. Þarna er togað niður á 800 faðma dýpi og það eru aðeins stærstu og öflugustu skipin sem geta náð ár- angri. Þrátt fyrir að vírarnir væru alveg á síðasta snúning hjá okkur þá gátum við togað niður á 750 til 800 faðma en vandamálið var fólg- ið í því að við vorum með of létta toghlera og sjálfvirki togjöfnunar- búnaðurinn (auto-trollið) virkaði ekki á þessu dýpi. Þarna voru þrjú önnur skip, Fornax frá MHF, dansk-grænlenski togarinn Polar Princess og Sisimut sem áður hét Arnar HU. Þessi skip fengu ágæt- an afla enda voru þau sérstaklega útbúin til veiðanna, segir Kristján en hann segir grálúðuna hafa verið mjög smáa á þessum slóðum eða aðeins um 500-1000 grömm að jafnaði á þyngd. Það þarf tvo þýska háseta fyrir hvern íslenskan í áhöfn Svalbaks EA voru alls um 30 manns og þar af voru 10 Þjóðverjar. Þýskur skipstjóri starf- aði með Kristjáni til þess að allt væri samkvæmt góðum og gildum reglum Evrópusambandsins. Kristján segir samskiptin við Þjóð- verjana hafa verið góð en hann leynir því þó ekki að það hafi verið mikill munur á afköstum íslensku og þýsku skipverjanna. — Þjóðverjarnir vinna allt öðru vísi og mun hægar en Islendingarn- ir. Skýringanna er að leita í ólíkum launakerfum þessara tveggja landa. A meðan við vinnum sam- kvæmt hlutaskiptakerfi og reynum að afkasta sem mestu á sem skemmstum tíma án þess að það bitni á gæðunum þá eru Þjóðverj- arnir á föstum launum. Hluti af- komunnar hjá þeim ræðst reyndar af aflamagni og verðmætum en það er svo lítill hluti að hann virkar ekki afkastahvetjandi. Vegna þessa munar fullyrði ég að það þarf tvo þýska háseta fyrir hvern einn íslenskan ef þýsku skipin ætla að afkasta jafn miklu og gert er um borð í íslensku frystitogurunum. Eg veit að þetta eru stór orð en ég stend við þau. Afköstin hjá okkur duttu t.d. töluvert niður vegna þess að Þjóðverjarnir gengu vaktir með okkar mönnum, segir Krist- ján en hann segir að í ljósi þessa ættu íslenskir útgerðarmenn að hugsa sig tvisvar sinnum um áður en þeir leita leiða til þess að af- nema hlutaskiptakerfið. Stjórnvöld sína úthafsveiðunum lítinn skilning I spjallinu við Kristján kemur fram að almenn ánægja hafi ríkt meðal íslensku skipverjanna með þetta verkefni. Æskilegt sé að komast í veiðar utan landhelginnar og geta sparað kvótann á heima- miðum. — Það er hins vegar spurning hve lengi það er hægt að veiða af kvótum Evrópusambandsins með þessum hætti án þess að Spánverj- ar og fleiri öflugar þjóðir innan ESB mótmæli, segir Kristján en hann segir skilning íslenskra stjórnvalda gagnvart útgerðum ís- lenskra skipa, sem þannig hafi fundið góð verkefni fyrir skipin ut- an landhelginnar, af skornum skammti. — Hvaða vit er t.d. í því að það skuli kosta útgerðina fjórar til fimm milljónir króna í kostnað vegna skriffinsku að afskrá skipin hér heima og skrá þau síðan aftur. Ef menn hefðu verkefni fyrir skip- in og þyrftu að leika þennan leik tvisvar á ári þá erum við að tala um ehf, Barónstíg 5 • 101 Reykjavík Símar551 1280 og 551 1281 • Fax 552 1280 Oskum útgerðarmönnum og sjómönnum um land allt 'GLEÐILEGRA JÓLA OG FENGSÆLS KOMANDIÁRS Útgefandi: Fróðt hf. Héðinshúsinu, Seíjavegi 2, 101 Reykjavík Pósthóif 8820,128 f Sími: 515 5500 Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Guðjón Einarsson Ritstjórnarfulitrúi: Eiríkur St. Eiríksson Hertha Árnadóttir Ritstjórn: Sími 515 5610 Telefax 515 5599 fiskifrettirft/ frodi.is Auglýsingar: Simi 515 5558 Telefax 515 5599 Áskrift og ínnheimta: Simi 515 5555 Telefax 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson ------------------------_____ Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Grafík hf. Áskriftarverð: 3.984 kr. m.vsk. sept.-des, 1997 Hvert tölublað í áskrift 249 kr. m.vsk. Þeir sem greíða áskrift með greiðslu- korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar- verð verður 3.586 kr. fyrír ofangreint timabil og hvert tölublað þá 224 kr. Lausasöluverð 349 kr. Allt verð m.vsk. Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert. ISSN 1017-3609

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.