Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 5

Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 5
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Mér finnst ástæða til að staldra við og hugleiða hvort eitthvað uggvænlegt sé að gerast á Is- landsmiðum. Veiðarúr nokkrum mikilvægum nytjastofnum okkar hafa gengið það illa undanfarið að eftirtekt hlýtur að vekja. Veiðin hefur verið miklu lélegri en vísindamenn hafa spáð fyrir um. Ég er ekki að fjalla um stofna sem vísindamenn hafa bent á að væru í lægð eins og t.d. grálúðu, heldur stofna sem við höfum fram að þessu talið í góðu ástandi. Ufsi Ufsaveiðar undanfarin ár hafa gengið mjög illa og eru nú í sögu- legu lágmarki. Á yfirstandandi fiskveiðiári er úthlutaður ufsa- kvóti með því minnsta sem verið hefur. Léleg ufsaveiði síðustu ár- in hefur komið á óvart og verið þvert á spár. Humar Humarvertíðin sl. sumar gekk illa og var aflinn aðeins um 40% af því sem hann er venjulega. Þetta gerðist þrátt fyrir það að menn töldu stofninn í nokkuð eðlilegu ástandi. Hvorki vísinda- menn né þeir sem stunda veið- arnar hafa áttað sig á því hvað er að gerast og engar skýringar hafa komið fram. Sfld Veiðar á íslensku sumargots- Er eitthvað uggvæn legt að gerast á íslandsmiðum? — eftir Sigurð Einarsson síldinni hafa gengið afspyrnu illa í haust. Aflinn hefur ekki verið svona lítill um margra ára skeið á þessum tíma árs. Sjómenn hafa fundið mjög litla sfld og hafa þar af leiðandi lítið veitt þrátt fyrir að hafa reynt mikið og e.t.v. sjaldan eins mikið og nú. Engin einhlít skýring hefur fengist á þessu. „Veiðarúr nokkrum mikiivægum nytjastofnum okkar hafa gengið það illa undanfarin að eftirtekt hlýtur að vekja“ Menn hafa talið ástand síldar- stofnsins nokkuð gott og í jafn- vægi. Rækja Þrátt fyrir metúthlutun rækju- kvóta á þessu ári eru veiðar nú mjög lélegar miðað við sama tíma í fyrra og rækjan fremur smá. Úthafskarfi Veiðar á úthafskarfa eru tölu- vert minni á þessu ári en því síð- asta. Virðist sem stofninn hafi ann- að hvort breytt göngumynstri sínu eða sé ekki eins stór og menn hafa talið. Það tekst ekki að veiða úthlutaðan kvóta í ár. Hvað er að gerast? Vissulega væri ekkert óeðli- legt þótt eitt eða tvö af þessum atriðum sem ég hef rakið hér á undan ættu sér stað, en það vek- ur mig til umhugsunar þegar um svo margra ólíka nytjastofna er að ræða. í flestum dæmunum sem ég hef tekið hefur Hafrannsókna- stofnun gefið út meiri kvóta en tekist hefur að veiða. Vísinda- menn okkar kunna litla skýringu á því hvers vegna veiðarnar ganga svona illa. Er eitthvað að gerast eða er þetta eðlilegt? Megum við alltaf búast við slíkum sveiflum í sjáv- arútvegi? Aukning rannsókna Við höfum e.t.v. verið of upp- tekin af þorskstofninum, vexti hans og viðgangi, og því sofnað á verðinum. Vegna þess getur verið að menn hafi fallið í þá gryfju að úthluta of miklum kvóta í öðrum tegundum. Höfum við tekið of mikla áhættu þegar vafi hefur leikið á um stofnstærð? Til þess að koma í veg fyrir að óhjákvæmilegar sveiflur komi okkur á óvart er nauðsynlegt að efla rannsóknir. Vonandi verður nýtt hafrannsóknaskip gæfuríkt skref á þeirri leið. Höfundur er forstjóri ísfélags Vestmannaeyja. ARKTISK MARIN AS Eldsneytis- og birgðaþjónusta í Barentshafi //^d/&>//<>/{/&/^^j&/ú> cjp j/zí/dœ/á' /&/??/<%>/?><>/ d/d/ Við tryggjum ykkur eldsneyti, smurolíur, vistir og aðrar birgðir á hafi úti. ARKTISK MARIN A-S Skippergt. 54 ■ 90Q8 Tromse Sími: [0047] 776 83834 ■ Telefax: (0047) 776 11230 M/T “Norsel" ■ Inmarsat-C 425777610 ■ Mobil: (0047) 94801514

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.