Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 6
6
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997
EX-it ehf. Háeyri 4, 550 Sauðárkróki. Sími/fax: 453 6878
SÍKR ÖRYGGISTÆKI
HITAMÆLAR
HITAMÆLAR
5ÍMcrD©[iog]tiacr JJé^ggocn] §l €©□ @th£
Vesturgötu 16 - Símar 551 4680 og 551 3280 - Telefax 552 6331
(slenska Smáfiskaskiljan,
fyrir togara og báta.
FLOTROFAR
FLÆÐIROFAR
EX-it 60
Stundaglasið
Kællvélar ehf
Plötufrystar frá:
A
LÓÐRÉTTIR EÐA LÁRÉTTIR
SJÓ EÐA LANDTÆKI
MED EÐA ÁN VÉLA
ALLAR STÆRÐIR
GOTT VERÐ
STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR
S: 587-45-30 FAX:557-24-12
Flotin endurbœttur
Ásdís ST 37 eftir breytingarnar. Á
minni myndinni sést báturinn eins
og hann leit út, áður en ráðist var í
endurbæturnar. (Myndir: Snorri
Snorrason).
Óseyhf.
í Hafnarfirði:
Nýtt skip byggt ut-
an um Ásdísi ST 37
Búið er að þrefalda brúttótonnatölu rækjuveiðiskipsins Ásdís-
ar ST 37 frá Hólmavík. Skipið hefur verið lengt um sex metra,
breikkað um 1,20 metra og þilfarið hefur verið hækkað um 50
sentímetra auk þess sem nýr hvalbakur og nýtt stýrishús hefur
verið sett á skipið. Ásdís ST var 26 brúttótonn að stærð en eftir
breytingarnar mælist það 77 brúttótonn.
Breytingarnar á Ásdísi ST voru
unnar hjá Ósey hf. í Hafnarfirði.
Að sögn Hallgríms Hallgrímsson-
ar hjá Ósey má í raun segja að skip-
ið hafi verið endurbyggt svo til frá
grunni um leið og tækifærið var
notað til þess að endurnýja ýmsan
búnað. Hönnun verksins, teikn-
ingar og eftirlit með breytingunum
var í höndum Skipa- og vélatækni
ehf. í Keflavík.
Nýjar togvindur frá
Ósey
Auk lengingar og breikk-
unar og hækkunar á þilfari
voru helstu breytingar á Ás-
dísi ST þessar: Nýr hvalbak-
ur var settur á skipið og í
honum voru innréttaðar nýj-
ar íbúðir og borðsalur auk
þess sem komið var fyrir
snyrtingu og stakkageymslu.
Nýja brúin á skipinu var
smíðuð úr áli og þar hefur
verið komið fyrir nýjum og
eldri fiskileitar-, siglingar- og
fjarskiptatækjum auk véla-
stýringa og fjarstýringar fyrir
togvindur. Þá var smíðað
nýtt dekkhús. Allar raf-
magnslagnir, rafmagnstöflur og
ljósa- og hitabúnaður var endur-
nýjaður og komið var fyrir nýrri 38
KW ljósavél frá Perkins sem Mar-
Afl ehf. hefur umboð fyrir. Lestin
var útbúin fyrir fiskikör, klædd
með ryðfríu stáli og einangruð, og
sett í hana kælikerfi frá Hafliða
Sævaldssyni.
Togvindukerfi skipsins var end-
urnýjað og settur var upp nýr tog-
gálgi. Vindurnar eru frá Ósey og
Séð aftur skipið. Á myndinni sjást nýju Óseyj-
arspilin, nýi þilfarskraninn og í bakgrunni er
toggálginn sem smíðaður var á skipið
eru þær hvor um sig sjö tonna. Nýr
7,5 tonna krani var einnig settur
upp og ný ankerisvinda og enn-
fremur var allt vökvakerfi vegna
vindubúnaðarins endurnýjað. Hið
sama má segja um lensikerfi, lagn-
ir, loka og dælur um borð í skipinu.
Pá var settur nýr framgír við aðal-
vél og loks var skipið málað með
Hempels epoxy málningu frá
Slippfélaginu Málningarverk-
smiðju og var það verk í höndum
V.Á þjónustunnar.
Nýr Simrad dýptarmælir
Fjöldi verktaka kom að breyt-
ingum og endurbótum á Ásdísi ST.
Allt tréverk var unnið af Brim hf.
Um raflagnir sá Rafboði Garðabæ
ehf. en Sínus hf. sá um allar
tengingar og uppsetningu á
tækjum í brú. Auk eldri
tækja var bætt við nýjum
Simrad dýptarmæli og GPS-
tæki frá Simrad. Stýrisvéla-
þjónusta Garðs hafði með
höndum frágang á stýrisvél
og Vélaverkstæði J. Ólafs-
sonar sá um að rétta af aðal-
vél. Allir aðrir verkþættir
voru unnar af starfsmönnum
Óseyjar.
Að sögn Hallgríms er
verkefnastaðan hjá Ósey góð
um þessar mundir. Verið er
að ljúka við breytingar á
Sæmundi HF 85 og vinna
hefst fljótlega við breytingar
á Agli SH 195. Hjá fyrirtæk-
inu starfa nú um 30 manns.