Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997
9
Texti: ESE
Myndir: Sigurgeir Jónasson o.fl
draga hana mjög hægt. Niður-
staðan varð sú að við fengum 1200
kfló af risastórum þorski í nótina.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í vand-
ræðum mínum á Selvogsbankan-
um og ég brá því á það ráð að láta
taka annað hvert flot af flotteinin-
um þannig að nótin sykki niður
undir botninn. Þetta virkaði mjög
vel og fljótlega á eftir tóku aðrir
skipstjórar að beita þessari aðferð,
segir Gunnar en hann upplýsir að
þegar nótinni var beitt á hraun-
botni hafi verið nauðsynlegt að
mæla dýptina nákvæmlega með
dýptarmæli og stilla lengdina á lín-
unum í flotbelgjunum í samræmi
við það. Með því móti hafi verið
hægt að ná góðum afla án þess að
eiga á hættu að rífa nótina.
1530 tonn af þorski í
nótina á tveimur
mánuðum!
Eggert Gíslason telur að Guð-
mundur Vigfússon skipstjóri á
Voninni VE hafi verið einna fyrst-
ur til þess að nota þorskanót á vetr-
arvertíðum hér við land.
— Ég byrjaði á þorskanótaveið-
unum árið 1962 á Víði II GK sem
Guðmundur Jónsson í Garðinum
gerði út. Guðmundur Vigfússon
hafði þá notað þetta veiðarfæri um
nokkurt skeið með góðum árangri.
Við vorum ekki með nótina nema í
nokkra daga á vertíðinni 1962 en
fengum þó eitthvað á annað
hundrað tonn af þorski. Við fórum
um vertíðarsvæðið allt frá Vest-
mannaeyjum og norður á Breiða-
fjörð og það gaf besta raun að
kasta á loðnutorfurnar en undir
þeim leyndist þorskurinn oftar en
ekki, segir Eggert en hann upplýsir
að möskvinn í þorskanótunum hafi
verið mismunandi að stærð og sig
minni að fyrsta nótin, sem notuð
var á Víði II, hafi verið með 80 mm
möskva. Síðar hafi komið fram
stórriðnari nætur.
Eggert segir að aflabrögðin hafi
verið ævintýraleg á þorskanóta-
veiðunum á árunum 1963 og 1964.
Víðir Sveinsson tók við Víði II árið
1963 og fékk þá mjög góðan afla í
þorskanót á vertíðinni. Sjálfur fór
Eggert um þær mundir til Svíþjóð-
ar til þess að ná í Sigurpál GK 375
sem verið var að smíða fyrir Guð-
mund Jónsson.
— Ég var með Sigurpál GK á
þorskanótaveiðum á vertíðinni
1964 og þá fengum við alls 1530
tonn af þorski í nótina í mars- og
aprflmánuði á svæðinu frá Selvogi
austur undir Vestmannaeyjar. A
vertíðinni 1965 var ég með Þor-
stein RE, sem var í eigu hlutafé-
lags í Reykjavfle, og þá fengum við
940 tonn í nótina.
Eggert tók við Gísla Árna RE í
mars 1966 en skipið kom þá nýtt til
landsins.
— Við fórum strax út með
þorskanót og vegna þess hve þessi
stóri þorskur var viðkvæmur þá
var ákveðið að salta aflann um
borð. Það kom fljótlega í ljós að
það var ekki skynsamleg ákvörðun
því við kaffærðumst í afla og höfð-
um tæpast undan af verka þorsk-
inn. Við urðum fljótlega saltlausir
og mestur tíminn fór í að þvælast
fram og aftur eftir salti. Um þetta
leyti voru vinnslustöðvarnar farn-
ar að skammta skipunum aflann
sem þau máttu koma með að landi.
Einn daginn, sem mig minnir að
hafi verið lélegasti afladagur ver-
tíðarinnar, máttum við koma með
25 tonn af þorski úr veiðiferðinni.
Við fengum 27 tonn og þurftum
ekki að hafa mikið fyrir því, segir
Eggert.
Framan af þorskanótaveiðun-
um voru aðallega notaðar 40
faðma djúpar nætur en Eggert seg-
ir að nótin, sem notuð var á Gísla
Árna, hafi verið 48 eða 50 faðma
djúp.
Mönnum volgnaði vel
við að blóðga þorskinn
Gunnar Magnússon tók fyrst
þátt í þorskanótaveiðunum á ver-
tíðinni 1964 á Arnfirðingi en bátur-
inn var smíðaður í Noregi ári fyrr
fyrir Gunnar og tvo félaga hans.
Síðar var hlutafélagið Arnarvík hf.
stofnað um útgerðina og sá fyrir-
tækið jafnframt um að verka afl-
ann í salt í Grindavík.
— Við vorum á þessum hefð-
bundna róli áður en þorskanótin
kom til sögunnar. Róið var með
reknet á haustin og síðan skipt yfir
á línu og gert út á hana fram í mars
þegar skipt var yfir á net. Það réð-
ist reyndar af loðnugengd hve
lengi við gátum verið á línuveiðun-
um. Á sumrin vorum við svo á síld-
veiðum með hringnót.
— Það voru mjög skiptar skoð-
anir um þorskanótaveiðarnar. Það
urðu margir til að dæma þessa
veiðiaðferð harkalega og við skip-
stjórarnir áttum þar nokkra sök á.
Stóri hrygningarþorskurinn var
mjög viðkvæmt hráefni og hann
skemmdist fljótt ef ekki var hægt
að verka hann þeim mun fyrr. Það
vildi hins vegar brenna við að
menn gleymdu sér í þessu ævintýri,
sem þorskanótaveiðarnar svo
sannarlega voru, og veiddu alltof
mikið. Sjálfur sá ég fljótlega að
það dugði ekki að moka þorskin-
um upp og taka ekkert tillit til
vinnslugetunnar í landi. Við vor-
um með eigin verkun og ég varð að
haga mér í samræmi við það. Ef við
fengum 50-60 tonna kast þá var
ekki um annað að ræða en að sigla
strax í land og drífa þorskinn í
vinnslu. Snöggdrepinn fiskur verð-
ur mun lausari í sér en neta- og
línufiskur, ef hann er látinn bíða,
og því var ekki um annað að ræða
en að hafa snör handtök og koma
fiskinum í land. Við vorum oft
komnir í höfn upp úr miðjum degi
á meðan aðrir komu með drekk-
hlaðna báta um miðnætti. Með
þessu móti tókst okkur að verka
svo til allan okkar fisk í A-flokk en
það sama verður ekki sagt um afl-
ann af mörgum hinna bátanna sem
stundum var ekki gert að fyrr en
daginn eftir eða jafnvel seinna.
Auðvitað var bullandi kapp í okk-
ur og mönnum volgnaði vel af því
að blóðga fiskinn um borð. Eftir
að verkunin fór að skammta okkur
aflann þá kom a.m.k. tvisvar fyrir
að öll áhöfnin tók þátt í því að
umstafla saltfiski í verkuninni til
þess að losa um salt svo að við
kæmumst út að nýju. Þá máttum
við koma með 30-40 tonn af þorski
til viðbótar. Svona var kappið í
mönnum, segir Gunnar.
Þvingaður til að kaupa
þrjár þorskanætur
Eggert tekur undir það með
Gunnari að þorskanótaveiðarnar
hafi mætt töluverðum fordómum.
— Við vorum sakaðir um að
drepa stóra hrygningarþorskinn og
auðvitað fengum við stóran fisk í
nótina á hrygningarslóðinni á Sel-
vogsbanka og á fleiri stöðum fyrir
sunnan Reykjanes. Þorskurinn í
Faxaflóa og í Breiðafirði var mun
blandaðari en það kom þó ekki í
veg fyrir að hann veiddist í nótina,
segir Eggert Gíslason.
Meðal þeirra, sem voru mjög á
móti þorskanótaveiðunum, var
Tómas Þorvaldsson í Þorbirni hf. í
Grindavík.
— Ég taldi einfaldlega að verið
væri að eyðileggja þorskstofninn
með þessum veiðum. Ég veit ekki
hvað ég hafði fyrir mér í þeim efn-
um en mér fannst þessar veiðar
fram úr hófi óskynsamlegar. Það
má reyndar koma fram að ég var
Háfað úr nótinni á Ófeigi VE á vertíðinni árið 1964