Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 11

Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 11
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 11 Þorskanótin þvingaður til þess að kaupa þorskanætur fyrir alla þrjá bátana, sem Þorbjörn hf. gerði þá út, en það voru Hrafn Sveinbjarnarson GK, Hrafn Sveinbjarnarson II GK og Hrafn Sveinbjarnarson III GK. Áhafnir skipanna og skipstjórarnir lágu í mér dag og nótt og heimtuðu að fá að nota þessi veiðarfæri og þótt ég léti undan og keypti næt- urnar þá get ég sagt mér það til varnar að aðeins ein þessara nóta var notuð og það aðeins í eitt skipti. Það fengust í hana 70 tonn af þorski og sá afli var verkaður hjá fyrirtækinu. Þessi þorskur var í smærri kantinum, ef miðað er við þann þorsk sem algengastur var á nótaveiðunum, og það var ekkert að því að verka hann. Hins vegar þóttist ég sjá að þessar veiðar myndu enda með hreinum voða og ég held að það hafi komið á dag- inn. Stóri hrygningarþorskurinn var veiddur upp á nokkrum árum og ég tel að þarna höfum við séð upphafið að endinum á þeirri miklu þorskgengd sem verið hafði við landið allt frá því á árunum eftir seinna stríð, segir Tómas. Aflinn blóðgaður um borð í Ófeigi VE Nótin komin að skipshlið og eins og sjá má er mikið af vænum þorski í nótinni Réttdræpur vegna elli! í þessu sambandi er vert að hafa í huga að fiskifræðin var tæpast búin að slíta barnsskónum á þess- um árum og lítið var vitað um áhrif hinna ýmsu þorskárganga á vöxt og viðgang stofnsins. Það er fyrst nú á allra síðustu árum að vísinda- menn hafa stutt það rökum að stærstu þorskhrygnurnar gefi af sér bestu hrognin auk þess sem að fjöldi hrognanna í þeim sé miklu meiri en í smærri hrygnum. Á ár- unum eftir 1960 vitnuðu fylgis- menn þorskanótaveiðanna óspart í ummæli Jóns Jónssonar, fiskifræð- ings og forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, sem getið er um í viðtali við Hilmar Rósmundsson hér í þessari umfjöllun. Menn túlkuðu ummælin sem svo að stóri þorskur- inn væri réttdræpur og fyrir því höfðu þeir orð og samþykki virt- asta fiskifræðings landsins. Gunnar Magnússon segist hafa verið mjög sáttur við ummæli Jóns og hann telji reyndar enn að þau hafi átt við ákveðin rök að styðjast. — Ég get nefnt sem dæmi að á einum stað við Vestmannaeyjar, á svokölluðum Stryntum sem eru norðvestur af Þrídröngum, feng- um við bara mjög stóran þorsk í nótina. Mikið af þessum þorski var búinn að hrygna þegar hann veidd- ist og mér er til efs að hann hafi átt eftir að hrygna oftar. Andstæðing- ar þorskanótaveiðanna sögðu að þetta væri fiskurinn sem bæri uppi hrygninguna. Ég gat auðvitað fall- ist á þau rök að stóri fiskurinn væri mikilvægur fyrir hrygninguna enda var þorskurinn, sem ekki var hrygndur, með ótrúlega stóra hrognasekki. Hins vegar held ég að menn geri of lítið úr umhverf- isástæðum í hafinu þegar fjallað er um hrygningu þorsksins. Það eru þessar aðstæður sem að mínu mati skipta mestu máli um það hvernig hrognunum og síðar seiðunum reiðir af, segir Gunnar. Eggert Gíslason bendir einnig á að það hafi ekki leyst allan vanda þorskhrygningar við landið að banna veiðar í þorskanót. — Þegar þorskanótin var bönn- uð árið 1971 þá voru flestir bátarn- ir, sem stundað höfðu veiðarnar, sendir á veiðar með stórriðnum þorskanetum. Með þeim drápum við sams konar þorsk og við feng- um í nótina. Ég fæ ekki betur séð en að einmitt þetta sé að endur- taka sig nú. Veiðar í þorskanet með níu tommu möskva hafa auk- ist mikið hin síðari ár og netin eru miklu dýpri en notuð voru á árum áður. Séu menn sannfærðir um skaðsemi þorskanótarinnar þá er furðulegt að ekki skuli hafa verið gripið til takmarkana á veiðum með þessum stórriðnu og djúpu netum, segir Eggert. Tók 50 tonna kast við baujuna hans Binna í Gröf Það hefur oft kastast í kekki á milli áhafna skipa með ólík veiðar- færi á íslandsmiðum og Gunnar Magnússon segir að áhafnir þorskanótabátanna hafi stundum fengið bágt fyrir að vera í nágrenni báta sem gerðir voru úr með línu, færum eða netum. Þó hafi margir sýnt veiðunum skilning og verið boðnir og búnir til þess að hliðra til þannig að hægt væri að kasta nót- inni. — Mér er það sérstaklega minn- isstætt að í eitt skiptið, sem við vorum að veiðum á Selvogsbank- anum, að þá var hinn kunni afla- maður Binni í Gröf á bát sínum Gullborginni að veiðum skammt undan. Við vorum nálægt enda- baujunni hans og þar lóðaði alveg rosalega. Ekki var hægt að kasta fyrr en búið var að draga netin og það skipti miklu máli að það væri gert á réttan hátt til þess að þorsk- urinn styggðist ekki. Binni kallaði mig upp og spurði hvort það væri eitthvað líf í kringum baujuna og ég gat ekki neitað því. Hann spurði þá hvort ég vildi kasta og ég sagði auðvitað að mig blóðlangaði til þess. Þá dró hann netin frá og ég kastaði við svo búið og fékk 50 tonna kast af stórum og góðum þorski. í annað skipti lenti ég í því að kasta í nágrenni færabáts og þannig háttaði til að báturinn var fyrir okkur þegar við ætluðum að byrja að snurpa. Þetta var ekki með vilja gert af minni hálfu og ég bað skipstjórann að færa sig og hann varð fúslega við þeirri beiðni. Þarna fengum við mjög stórt kast og í þakklætisskyni fyrir greiðvikn- ina þá spurði ég skipstjórann hvort hann vildi ekki fá dálítið af aflan- um úr nótinni. Hann þáði það og við háfuðum þorskinn yfir í bátinn og drekkfylltum hann á skömmum tíma. Ég man alltaf að það stíð eldri maður frammi á bátnum þegar við sigldum frá þeim og hann sló sér á læri og sagði með áherslu að fyrirhafnarminna fiskiríi hefði hann ekki kynnst. Þetta kom okk- ur að vissu leyti vel því við máttum ekki koma með nema ákveðið magn að landi vegna vinnslunnar og þarna var nóg fyrir okkur báða.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.