Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 13

Fiskifréttir - 19.12.1997, Side 13
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 13 Þorskanótin Eggert fékk 90 tonna kast við borðstokkinn hjá mér — segir Björgvin Gunnarsson í Grindavík Björgvin Gunnarsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Grindavík, segir þorskanótina hafa verið ákaflega öfl- ugt veiðarfæri á árunum upp úr 1960. Sjálfur segist hann aðallega hafa verið netamaður en þó hafi hann reynt nótaveiðarnar á vertíðunum 1964 og 1965. Björg- vin segir skoðanir hafa verið skiptar í Grindavík um áhrif nótaveiðanna á þorskstofninn þótt ekki hafí verið hægt að deila um ágæti nótarinnar sem veiðarfæris. — Ég var með Hrafn Svein- bjarnarson III GK sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerði út á vertíð- inni 1964. Við byrjuðum frekar seint á þessum veiðiskap en vor- um lengst af á netum. Einn af frumkvöðlum þorskanótaveið- anna var Haraldur Agústsson sem þá var með Guðmund Þórð- arson RE. Við Haraldur vorum ágætlega málkunnugir og mér er það minnisstætt að einn daginn þegar við vorum á netaveiðum á Selvogsbanka að ég heyrði í Har- aldi í talstöðinni og var hann þá að leita að lóðningum til að kasta nótinni á. Haraldur var þá ein- hvers staðar í nágrenni Vest- mannaeyja og ég sagði honum að drífa sig til mín. Hér væri góður kökkur af þorski og hreinn og fínn botn. Hann tók mig á orðinu og þegar hann kom á svæðið þá kastaði hann nótinni rétt við eina baujuna okkar og fékk 50 tonn af stórum og góðum þorski. Þarna voru myljandi lóðningar og sjálfir vorum við að fá um 20 tonn af þorski í sjö netatrossur. Björgvin segir að menn hafi gjarnan verið að sækjast eftir því að kasta nótinni á lóðningar þar sem þorskurinn var laus frá botni en oftast hafi þó verið um hrein botnköst að ræða. Botnlag þurfti því að vera gott til þess að hægt væri að beita nótinni. — Það var gífurlegt magn af þorski á ferðinni á vetrarvertíðum á þessum árum og menn gripu ekki til nótaveiðanna vegna þess að net- in gæfu lítinn afla. Öðru nær. Hins vegar varð þorskanótin fljótlega umdeilt veiðarfæri og stafaði það m.a. af því að sumir menn sáust ekki fyrir í veiðiskapnum og það vildi brenna við að áhafnir nóta- skipanna kæmust ekki yfir að ganga sómasamlega frá aflanum. Allt voru þetta dagróðrar og var aflanum landað óslægðum. Veiði- græðgin var mikil og lífið gekk út á það á þessum árum að fá sem mest- an afla. Sumir skipstjóranna voru auðvitað með hörkumannskap og það virtist sama hve mikill aflinn var. Alltaf komu þessir karlar með gott hráefni að landi. Hins vegar voru kröfurnar ekki jafn miklar þá og nú og eins hafði það sitt að segja að meira svigrúm var til þess að gera verðmæti úr aflanum þá en nú. Það, sem ekki hentaði í fryst- ingu, fór í salt og ef þorskurinn hentaði ekki í salt þá var hann hengdur upp í hjalla og verkaður í skreið. Fór í land og heimtaði að fá þorskanót Björgvin segir að Eggert Gísla- son hafi á þessum árum verið mesti aflaskipstjóri landsmanna. — Það er ekki nóg með að Egg- ert sé fæddur fiskimaður, heldur var hann ótrúlega laginn þegar nótaveiðar voru annars vegar. Hann hafði einnig lag á því að vera alltaf í landi á réttum tíma og ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi verið kvartað undan því að eitthvað vantaði upp á gæði aflans. Eggert var með hörkumannskap eins og flestir af mestu aflaskip- stjórunum og veiðarnar léku í höndunum á honum. Einu sinni fékk hann rúmlega 90 tonn af þorski í nótina í einu kasti svo að segja við borðstokkinn hjá mér. Við vorum þarna að netaveiðum og var aflinn tregur. Þetta varð til þess að ég fór beint í land og heimt- aði þorskanót. Forráðamenn Þorbjarnar létu þetta eftir mér eft- ir nokkurt þref og ég fór út og náði tveimur góðum köstum sama dag- inn. Björgvin segir að það hafi helst verið Vestmannaeyingar sem settu sig upp á móti notkun hennar. — Þegar þorskanótin var bönn- uð árið 1971, að mig minnir, voru veiðarnar mikið til dottnar niður og einhverjir kenndu þessu veiðar- færi um að hafa farið illa með þorskstofninn. Að mínu mati var nótin gott veiðarfæri til þess að ná í ákveðna þorskárganga og þá aðal- lega elsta og stærsta þorskinn. Við fengum auðvitað aulafisk í netin en nótin var drýgst þegar kom að því að veiða allra stærsta fiskinn. A þessum árum notuðum við aðal- lega sjö og kvart og sjö og hálf tommu þorskanet þótt stundum væru notuð net með allt að átta tommu möskva. Núna eru menn farnir að nota allt að níu tommu net til þess að ná í stærsta þorskinn og sú breyting hefur einnig orðið á að netin eru miklu dýpri nú en áður. Á þessum árum notuðum við ekki dýpri net en 36 möskva en núna eru 50 og allt upp í 60 möskva djúp mjög algeng. Þegar þorskanótaveiðarnar stóðu sem hæst þá fór saman góður afli í netin og nótaveiðarnar voru því hrein viðbót. I Vestmannaeyjum bættist þorskanótaaflinn við toppinn á vertíðunum og menn áttu í mesta basli með að komast yfir að vinna aflann en á Suður- nesjunum og víðar virtist vera meiri dreifing í veiðunum þannig að framboðið var jafnara. Hvort það var þetta eða eitthvað annað sem olli óánægju Vestmannaey- inga veit ég ekki en mér þykir það sennileg skýring, segir Björgvin Gunnarsson. hann úti á plönum. Það var tak- markaður ís hér í byggðarlaginu en ég minnist þess ekki að við höfum lent í vandræðum vegna saltleysis. í ljósi þess hve fiskvinnslufyrir- tækin voru lítt búin tækjum, lyftur- um og fleiru, á þessum árum þá jaðrar það við kraftaverk að hægt væri að komast yfir að vinna afl- ann. Okkur tókst auðvitað ekki að vinna nema hluta aflans í hæstu gæðaflokka og aðal gallinn við nótaþorskinn var sá að hann var slæmur í þunnildunum og fékk því iðulega um flokk við saltfiskmatið. Það var reynt að hengja eitthvað af stóra þorskinum upp fyrir Níger- íumarkað en það þýddi ekkert. Ef hann tolldi uppi í hjöllunum þá kom fyrir að holdið rann af honum og hann hentaði engan veginn til skreiðarverkunar, segir Einar Sig- urjónsson. í móttökunni í ísfélaginu á vetrarvertíð. Nótaþorskurinn var hrein viðbót við hefðbundinn vertíðarafla Olía á hafi úti Olíuskip á vegum High Sea Services verða með: • Svartolíu - IFO 30 • Gasolíu • Vatn • Smurolíu Á eftirfarandi svæðum: • Reykjaneshryggur • Barentshaf • Flæmski hatturinn • Fljaltlandseyjar • Önnur svæði eftir samkomulagi Gára ehf - skipamiðlun Skútuvogi lb • 104 Reykjavík • Sími: 581 1688 • Fax: 581 1685 3&S Auglýsingar5155558 r FRETTIR ^ Askrift5155555

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.