Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 16

Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 16
16 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Síldveiðar Þau eru orðin æði mörg sfldaræv- intýrin á íslandi á þessari öld, en eitt það sérstæðasta var ævintýrið í Hvalfirði á árunum 1947-48. Á undra skömmum tíma var mokað upp hátt á annað hundrað þúsund tonnum af sfld á litlum bletti utar- lega í Hvalfirði. Ekki var þessi veiðiskapur þó tómur dans á rós- um. Kom þar tvennt til. Annars vegar var hörgull á hentugum nót- um til þessara veiða því sfldin var smærri en Norðurlandssfldin. Hins vegar bátarnir áttu í mestu vand- ræðum með að losna við aflann og urðu að bíða allt upp í viku eftir löndun að lokinni hverri veiðiferð. Ástæðan var sú að fiskimjöls- verksmiðjur við Faxaflóann gátu ekki tekið á móti nema litlu broti aflans og langmestur hluti hans var fluttur með flutningaskipum norð- ur til Siglufjarðar í bræðslu. En eins og oft vill verða um sfldaræv- intýri stóð Hvalfjarðarævintýrið stutt yfir og fékk snöggan og óvæntan endi. Rétt í þann mund sem ráðist hafði verið í að tífalda bræðslugetuna við Faxaflóann með nýjum og endurbættum verksmiðjum og kaupa gríðarstórt bræðsluskip erlendis frá, hvarf síldin eins skjótt og hún kom og hefur ekki látið sjá sig síðan í þess- um mæli á þessum stað. lSumarið 1946 hafði verið sfld- arleysisumar fyrir Norðurlandi, hið þriðja í röðinni, og menn orðn- ir uggandi um að sfldin væri horfin frá landinu fyrir fullt og allt. í Faxaflóa hafði lengi verið stunduð reknetaveiði á síld til beitu en afla- brögðin verið upp og ofan. I des- ember árið 1946 varð vart við óvenjulega sfldargengd á sundun- um og í fjörðunum í námunda við Reykjavík. Fljótlega kom í ljós að síldarmagnið var svo mikið að til greina kom að nota önnur veiðar- færi en reknet. Nokkrir bátar fengu undanþágu til þess að reyna að veiða sfldina í botnvörpu en trollveiðar voru annars bannaðar innan fjarða. Allmargir bátar hófu þessar veiðar í Kollaflrði og öfluðu vel. Herpinótaveiðar hefjast Þáttaskil verða svo hinn 18. jan- úar 1947 þegar í fyrsta sinn er kast- að á sfld með herpinót á sundunum í grennd við Reykjavík, en herpi- nótaveiðar höfðu ekki áður verið stundaðar að vetrarlagi hér við land heldur eingöngu á sumrin þegar sfldin óð í yfirborði sjávar. Þetta má telja undanfara síldaræv- intýrisins í Hvalfirði. Frásögnin sem hér fer á eftir er að mestu byggð á greinum Davíðs Ólafsson- ar, þáverandi fiskimálastjóra, í tímaritinu Ægi á árunum 1948 og 1949, og bókinni Svartur sjór af síld eftir Birgi Sigurðsson. Fljótlega eftir að herpinótaveið- arnar hófust í Kollafirði í janúar 1947 kom í ljós, að sfldin var yfir- leitt smærri en Norðurlandssíldin og því þurfti smáriðnari nætur ef vel átti að takast til við veiðarnar. Hins vegar var lítið til af slíku neti í landinu og því gátu tiltölulega fáir bátar farið til þessara veiða. Þá hamlaði það einnig veiðunum að enginn aðstaða var við Faxaflóa til Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947—48 — á örfáum vetrarmánuðum veiddust hátt á annað þús. tonn af sfld að verðmæti 3,5 milljónir króna á núvirði. Síðan hvarf sfldin úr firðinum jafn snögglega og hún kom sig. Erfitt að athafna sig þegar skipumfjölgaði. Næturnarrifnuðu á alls konar járnadrasli, legufærum og víraflækjum sem herinn hafði skilið eftir sig í sjónum. Margir voru með of stórriðnar nætur. Síld- in festist í þeim. Gróðavon hall- ærisútgerða varð að svo til engu því þessi síld lagðist þungt í og reif fúa og rimpdræsurnar í tætlur. Auk þess léku nú ekki þýðir sum- arvindar um síldarflotann heldur naprir frostvindar. Næturnar frusu stundum saman svo erfitt var að græja þær út úr bátunum. En þeir sem höfðu góðan útbúnað voru fljótir að fylla skipin.“ (Svartur sjór af síld). Drekkhlaðnir bátar með síld úr Hvalfirði bíða í Reykjavíkurhöfn. Löndunarbiðin tók stundum upp undir viku, en mest af aflanum var flutt með flutningaskipum norður til Siglufjarðar í bræðslu. (Ljósm.: Ólafur K. Magnússon; Ur bókinni Svartur sjór af sfld). þess að taka á móti miklu magni af síld til bræðslu. Var því brugðið á það ráð að flytja sfldina til Norður- lands með flutningaskipum og stærri veiðiskipum. Veiðarnar stóðu að þessu sinni fram í önd- verðan marsmánuð. Fluttust þær úr Kollafirðinum og inn á sundin umhverfis eyjarnar í grennd við Reykjavík og jafnvel allt inn á ytri höfnina. Virtist vera um geysi- mikla síld að ræða. Alls tóku 60 bátar þátt í veiðunum í þetta sinn. Ævintýrið byrjar Um sumarið þetta ár brugðust síldveiðar norðanlands enn á ný og reknetaveiðar til beituöflunar í Faxaflóa að sumar- og haustlagi gengu fádæma illa. Útlitið var því allt annað en gott. Bátum var hald- ið úti allt haustið til að leita síldar í Flóanum en án árangurs. Hinn 1. nóvember kom svo gleðifréttin: Vart varð mikillar sfldar í Hval- firði. Ævintýrið hófst nú fyrir al- vöru. Allir sem vettlingi gátu vald- ið tóku þátt í slagnum. „Síldarbátar að sunnan-vest- an-austan-norð- an stímdu á fullri ferð inn á gósensjóinn í Hvalfirði. Síld- armarsinn var stiginn af kappi og allir vildu marsera með, ekki síst þeir sem voru svo illa komnir eftir undanfarin sfld- arleysissumur að svo til allt var komið undir hamarinn, jafnvel lífið sjálft. Þeir reyndu að tjalda því sem til var, tjösluðu upp á aflóga nætur, rimp- uðu saman allskonar dræsur í herpinótarnefnu og fóru svo af stað. En ekki var allt jafnauðvelt við þessa síldveiði og sýndist í Sfldarhaugurinn á Framvellinum. Þangað var flutt óhemjumikið af sfld sem beið flutnings til Siglufjarðar. fyrstu. Að vísu var stutt að sigla og olíukostnaður þar af leiðandi sára- lítill. Ekki þurfti heldur að sigla fram og aftur tímunum saman í ótal krákustígum leitandi að sfld. Hún var þarna í þykkum kökk- um.... En veiðisvæðið var lítið um Sfldinni sturtað á Framvöllinn Einn aðalvandi bátanna var þó að losna við aflann. Enda þótt nokkrum fiskimjölsverksmiðjum við Faxaflóann hefði verið breytt þá um sumarið til þess að geta tek- ið síld til vinnslu var bræðslugetan eftir sem áður lítil og því varð að grípa til sama ráðsins og veturinn áður, þ.e. að flytja aflann norður með flutningaskipum. Notuð voru tiltæk innlend flutningaskip og stór erlend skip tekin á leigu. Nokkuð var flutt af sfld til Patreksfjarðar og lítilsháttar til Bfldudals og Flateyrar en megnið af aflan- um fór til Sfldar- verksmiðja rík- isins á Siglufirði. Alls tóku 168 bátar þátt í veið- unum að ein- hverju leyti þennan vetur. Úr Hvalfirði til Reykjavíkur var óslitinn straum- ur sfldarbáta með afla og flutningaskipin höfðu engan veginn undan. f Reykjavíkurhöfn mátti sjá margfaldar raðir drekkhl- aðinna sfldarskipa sem biðu lönd- unar og gat sú bið staðið í 4-5 daga og allt upp í viku. Blaðafregnir þessa tíma tala sínu máli: „í gær og í dag komu 29 bátar úr Hvalfirði

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.