Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 17

Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 17
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 17 Texti: GE með samtals 26.900 mál síldar.“ — „Fjögur ný skip bætast við til flutn- inga og ber þá allur (flutninga)flot- inn um 97.000 mál í ferð.“ — „Flutningaskipin hafa enn ekki við síldveiðinni...Ennþá bíða bátar með 70-80.000 mál.“ (Svartur sjór af sfld). í þessum vanda var m.a. brugð- ið á það að moka síldinni upp á vörubfla og keyra hana upp á Framvöllinn norðan við Sjó- mannaskólann. Myndaðist þar geysimikill sfldarhaugur, sem síðar var mokað úr aftur á bíla og í flutn- ingaskipin þegar um hægðist og flutt til Siglufjarðar. 174 þús. tonn Þegar vika var liðin af mars 1948 lauk sfldarmokstrinum í Hvalfirði sem staðið hafði í fjóra mánuði. Alþýðublaðið segir svo 4. mars 1948: „Um næstu helgi hætta Sfld- arverksmiðjur ríkisins á Siglufirði að taka við sfld , og endar þá ein- hver mesta sfldarvertíð síðari ára hér á landi. Munu síldarverksmiðj- urnar þá hafa tekið við tæplega milljón mála, en það er 30% meira en síðustu þrjár sumarvertíðar samanlagðar, og um 50% meira en síðasta aflasumarið, 1944! Samtals er aflinn síðan í nóvember orðinn um 1.200.000 mál, og er hann lið- lega 80 milljón króna virði í erlend- um gjaldeyri, að því er Sveinn Benediktsson, formaður sfldar- verksmiðjustjórnar, skýrði blað- inu frá í gær.“ (Svartur sjór af sfld). Samkvæmt tölum Fiskifélagsins höfðu vetrarsíldveiðarnar í heild frá upphafi árs 1947 til marsbyrjun- ar 1948 skilað 1.239.000 málum eða 167 þús. tonnum. Er þá átt við samanlagðan afla úr Hvalfirði, Kollafirði og Sundunum við Reykjavík. Eins og áður sagði fór langmestur hluti aflans í bræðslu, en 5.400 tonn voru fryst til beitu og 3.500 tonn voru seld ísuð til Þýska- lands. Sáralítið var saltað enda þótti sfldin ekki henta í þá verkun vegna þess hve misjöfn hún var að gæðum. Útflutningsverðmæti 3,5 milljarðar króna Heildarútflutningsverðmæti afl- ans nam 80 milljónum króna eins og áður kom fram eða jafnvirði 3,5 milljarða íslenskra króna á verð- lagi ársins 1995, að því er segir í grein eftir Guðna Thorlaicius Jó- hannesson, sem birtist í tímariti Sögufélagsins. Guðni áætlar að a.m.k. 2.400 sjómenn hafi verið á Hvalfjarðarsfldinni og aflahlutur þeirra hafi numið samtals rúmum 20 milljónum króna. Það eru 875 milljónir króna á 1995-verðlagi. Hann telur að sjómenn á aflahæstu skipunum hafi mátt vel við sinn hlut una, en af frásögn Andrésar Finnbogasonar fyrrum skipstjóra annars staðar í þessari umfjöllun má ráða að svo hafi ekki verið um þorra sjómanna. Langaflahæsta skipið á vetrarsíldveiðunum var Fagriklettur GK með samtals 33.400 mál (4.500 tonn), en síðan kom Rifsnes SH með 25.000 mál (3.375 tonn). Um fjórir tugir skipa voru með 10.000 mál (1.350 tonn) eða meira. Meðalafli þeirra 168 skipa sem einhvern þátt tóku í veiðunum var um 7.400 mál eða sem svarar rétt tæpum 1.000 tonn- um. Ljóst er að sfldaraflinn úr Hval- firði skapaði gífurlega atvinnu og peningarnir hrísuðust um þjóðfé- lagið. Langmest voru umsvifin hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, sem alls tóku á móti 140 þús. tonnum og nam verðmæti mjöls og lýsis 66 milljónum króna eða jafnvirði 2,9 milljarða króna. Þótt undarlegt kunni að virðast stórtapaði SR á Hvalfjarðarævintýrinu. Þegar upp var staðið nam tapið 3,3 milljónum króna eða sem svarar 144 milljón- um króna á núvirði. Afkastageta í bræðslu tífölduð Hin mikla síldveiði í Faxaflóa veturinn 1947-48 vakti hjá mönn- um vonir um að hér væri upphaf að nýju sfldveiðitímabili á þessum slóðum. Við því þurfti að bregð- ast. Keypt var gríðarstórt skip af bandaríska sjóhernum og því breytt í síldarbræðsluskip. Skipið fékk nafnið Hæringur og var því ætlað að liggja í Reykjavík á vet- urna og bræða vetrarsíld, en á sumrin átti það að bræða sfld norð- anlands. Þá var ákveðið að byggja síldarverksmiðju í Örfirisey í Reykjavík þar sem nota átti nýja aðferð við síldarvinnslu. Jafnframt var komin upp síldarverksmiðja á Kletti í Reykjavík sem átti að verða tilbúin til að taka á móti síld þegar sfldveiðar í Faxaflóa hæfust haustið 1948. í Hafnarfirði var einnig risin ný verksmiðja sem setja átti í gang á sama tíma. Loks var verið að auka afkastagetu verksmiðjunnar á Akranesi. í heild var átti vinnslugeta verk- smiðjanna við Faxaflóa á vertíð- inni 1948-49 að tífaldast frá vetrin- um áður eða úr 2.000 málum (270 tonnum) á sólarhring í 20.000 mál (2.700 tonn). En nú gerðist það sem svo oft hefur gerst í síldarsögunni, þegar lagt hefur verið í kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að mæta komu sfldarinnar. Silfur hafsins lét ekki sjá sig. Um mánaðamótin nóvember-desember 1948 veiddist fyrsta síldin í herpinót í Hvalfirði og virtist mönnum hún haga sér á mjög svipaðan hátt og árið áður. Veiðin entist þó aðeins í nokkra daga og lítið hafðist upp úr krafs- inu. Sfldin var að mestu horfin úr Hvalfirði og hefur ekki sést síðan. Ævintýrið var á enda. Bjölluhringingar í Hvalfirði Ástæðan er til að ætla að sfldin hafi haft vetursetu í Hvalfirði a.m.k. í nokkur ár áður en menn vissu af henni. Um það vitna und- arleg atvik sem áttu sér stað á stríðsárunum og settu bandaríska herliðið, sem hafði bækistöð í firð- inum hvað eftir annað úr jafnvægi. Frá því segir svo í bókinni Svartur sjór af síld: „Herinn hafði girt þvert fyrir minni Hvalfjarðar neðansjávar með öflugu stálneti til að verna þýskum kafbátum leiðina að Framh. bls. 19 Svanur RE 88 tók þátt í Hvalfjarðarævintýrinu. Það varð enginn feitur af þessari miklu veiði — segir Andrés Finnbogason fyrrum skipstjóri „Það var vissulega mikið ævin- týri að komast í þessa miklu síld á þeim tíma ársins þegar yfirleitt var ekkert fyrir skipin að gera. En þann skugga bar á að veiðun- um fylgdi mikið bras og mikiil kostnaður. Þetta voru engin pen- ingaleg uppgrip fyrir sjómennina og útgcrðarmennina. Ég fullyrði að það reið cnginn þeirra feitum hesti frá þessu ævintýri. Pening- arnir urðu helst eftir hjá þeim sem unnu við flutning og vinnslu aflans og auðvitað skapaði þetta mikla atvinnu til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild,“ segir Andrés Finnbogason fyrrum skipstjóri til fjölda ára og síðar framkvæmda- stjóri Loðnunefndar. Andrés átti ásamt öðrum bát- inn Svan RE 88 og var skipstjóri á honum í 22 ár. Hann tók þátt í sfldarævintýrinu í Hvalfirði. „Þetta byrjaði síðla árs 1946 þegar síldin kom fyrst inn á Kollafjörðinn. Fuglinn fylgdi göngunni eftir og menn sáu að mikið var um að vera. Þegar farið var að leggja reknet á þessum slóðum fylltust þau af síld eins og skot og sjómenn gátu ekki náð netunum heilum inn. Þeir tóku þá til bragðs að rista þau í tvennt. Svona gekk þetta í nokkurn tíma. Þá datt einhverjum í hug að reyna að veiða sfldina í svokallað landbrúk (landnót) líkt og gert var um aldamótin, þ.e. róa með nót í kringum síldartorfu og draga hana svo að landi. Bátur frá Hrísey skrapaði saman gömlu, aflóga nótadrasli við Eyjafjörð, en síldveiðar í land- brúk höfðu m.a. verið stundaðar á Akureyrarpolli hér áður fyrr. Svo var lagt til atlögu við mikinn síldarkökk í Kollafirði. Nótin fylltist samstundis eins og um uppþurrkaða nót væri að ræða og síðan hófst baslið við að draga afl- ann að landi. Fjöldi fólks fylgdist með í fjöruborðinu og þessari merku tilraun var útvarpað í næst- um heilan dag, en þetta endaði með því að nótin fór öll í sundur og draga varð draslið undan,“ segir Andrés. Andrés Finnbogason Torfurnar mældar með handlóði Andrés rifjar upp að flestir bát- arnir sem stunduðu sfldveiðarnar í Hvalfirði hafi mátt notast við léleg veiðarfæri, sem dregin voru fram úr geymsluskúrum og ofan af háa- loftum, sum allt frá aldamótum, þegar verið var að fiska smásíld í fjörðum. Jafnframt voru fjölmarg- ir bátanna ekki komnir með dýpt- armæla. „Okkar bátur var ekki búinn dýptarmæli og við notuðum því gömlu aðferðina sem þekkt var frá því fyrr á öldinni, sérstaklega inni á fjörðum eystra. Tveir menn voru sendur út frá bátnum á jullu eða smáskekktu. Annar reri en hinn sökkti lóði sem fest var á girni. Lóðningarnar voru svo metnar út frá því hversu mikill titringur kom á girnið þegar sfld- in hljóp á það. Þegar maðurinn í jullunni gaf merki var nótinni kastað. Veiðarnar fóru alltaf fram í myrkri þegar síldin lyfti sér frá botni enda voru yfirleitt not- aðar grunnar nætur. Á daginn lá síldin sem klesst við botninn," segir Andrés. Að sögn Andrésar hélt sfldin sig mest utarlega í Hvalfirði á þeim slóðum þar sem nú er verið að grafa veggöng undir fjörðinn, en einnig sótti hún inn fyrir Hva- leyrina og allt að þeim stað þar sem Járnblendiverksmiðjan er nú. Varla var hægt að tala um torfur, heldur miklu fremur mis- munandi þykk síldarflæmi á stóru svæði þegar kvöldaði og fram eftir nóttu. Bátar með góð veiðarfæri áttu auðvelt með að góma síldina og háfa hana upp. Mikið bras Andrés dregur ekki úr því að þessar veiðar hafi einkennst af miklu brasi á alla enda og kanta, eins og áður kom fram. „Bið eftir löndun í Reykjavík gat tekið allt upp í vikutíma meðan verið var að hífa afla á bfla, keyra á Fram- völlinn og svo aftur í flutninga- skip, og síðan þurfti enn aftur að hífa aflann upp á Siglufirði. Allt þurfti að borgast áður en gert var upp við skipin og sjómennina og því var lítið eftir undir lokin, en eitthvað hafðist þó upp úr þessu þrátt fyrir allt,“ segir Andrés Finnbogason.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.