Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 19

Fiskifréttir - 19.12.1997, Qupperneq 19
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 19 Síldveiðar Bræðsluskipiö Hæringur í Reykjavíkurhöfn. Bræðsluskipið Hær ingur greip í tómt Framh. af bls. 17 herskipalæginu inni í firðinum. Þar hefðu þeir getað gert mikinn usla. Viðvörunarbjöllur voru tengdar við kafbátagirðinguna. Haustið 1943 og verturinn eftir öllu þessar bjöllur miklu fjaðrafoki í herstöð- inni er þær tóku að glymja hvað eftir annað að næturlægi. Gaf til kynna að kafbátur væri að reyna að smeygja sér inn fjörðinn: Her- sveitum skipað í viðbragðsstöðu, herskip ösluðu út fjörðinn og vörp- uðu jafnvel djúpsprengjum að kaf- bátnum. Án árangurs. I lok stríðs- ins var þessi kafbátagirðing sprengd burt. Sagt er að þá hafi fjörðurinn orðið hvítur landa á milli af dauðum sfldarseiðum á lengd við eldspýtu. Flekkirnir af þessu ungviði náðu frá Katanesi að Ferstiklu sem er um níu kflómetra vegarlengd. Þegar skipin tóku að ausa úr kafþykkum sfldartorfum í Hvalfirði fengu með eftirþanka. Gat verið að viðvörunarbjöllurnar hefðu hringt vegna þess að þéttar sfldartorfur hefðu nuddast utan í kafbátagirðinguna að næturlagi? Á því voru sterkar lýkur því sfldin hafði þann háttinn á að liggja niðri á daginn en koma upp á nóttunni. Fleira styður að mikil sfld hafi verið í Hvalfirði á stríðsárunum án þess að menn vissu: Árið 1941 réð Stefán Friðriksson sig sem sjó- mann á amerískan herpramma. Prammar þessir þjónustuðu her- skipin sem komu inn á fjörðinn. Þá bar oft við, að sögn Stefáns, að amerískir stjórnendur prammanna stöðvuðu þá úti á miðjum firði. Dýptarmælar sýndu að allt í einu varð örgrunnt undir prömmunum! Allt svart undir þeim að sjá á mæl- unum. Uti á miðjum firði! Enginn skyldi neitt í neinu. Em miðað við hvernig síldin kom síðar fram á dýptarmælum sfldarskipanna, stundum allt svart frá botni og upp úr, má telja víst að herprammarnir hafi siglt yfir svona þéttar sfldar- torfur.“ Heimildir Davíð Ólafsson fiskimálastjóri: Grein- ar í Ægi árin 1948 og 1949. Birgir Sigurðsson: Svartur sjór af síld; Reykjavík 1989. Guðni Thorlacius Jóhannesson: Síldar- ævintýrið í Hvalfirði 1947-48. Ný Saga, tímarit Sögufélagsins 1995. Á íslandsmiðum er ekki á vísan að róa og allra síst ef um síld er að ræða. Það máttu þeir reyna sem keyptu síldarbræðsluskipið Hær- ing hingað til lands árið 1948 gagn- gert til þess að vinna vetrarsíldina í Hvalfirði en einnig síld að sumar- lagi við Norðurland. Skipið kom til landsins um miðjan október það ár, en bræddi aldrei neina Hval- fjarðarsfld. Hún var horfin og kom ekki aftur. Hæringur* var stærsta skip sem íslendingar höfðu eignast fram að þessu, — tæpar 5.000 brúttórúm- lestir að stærð. Skipið var smíðað árið 1901, en Islendingar keyptu það af bandaríska sjóhernum og breyttu því í fljótandi síldarverk- smiðju. I frétt í Ægi árið 1948 segir, að sfldarvinnslusamstæðurnar í skipinu séu fjórar og geti þær unn- ið úr 6-10 þús. málum á sólarhring. Lýsisgeymar taki 2.200 smálestir og mjölgeymslan 1600 smálestir. Sfldarþróin rúmi 10.000 mál síldar. Eigendur skipsins voru Reykjavík- urbær, félagsskapur útgerðar- manna, Sfldarverksmiðjur ríkisins og sameignarfélagið Jarlinn, eign Oskars Halldórssonar o.fl. Eins og áður sagði greip Hær- ingur í tómt þegar hann kom haustið 1948 og ekki mun hann hafa gagnast mikið á sumarsíld- veiðum næstu árin. Endirinn varð sá að hann var seldur til Noregs haustið 1954 * Hæringur merkir: Karlfiskur loönu; sfld. (Orðabók Menningarsjóðs). Hvaðan kom hún — hvert tór hún? Hvers vegna gaus allt í einu upp sfld í Hvalfirði í þessu mikla magni á árunum 1946-1948 á sama tíma og verið hafði síldar- leysi fyrir norðan um nokkurra ára bil? Hvaðan kom þessi sfld? Hvers vegna hvarf hún aftur úr firðinum að tveimur árum liðn- um? Hvaða sfld var þetta eigin- lega? Þessar spurningar vakna þegar síldarævintýrið í Hvalfirði er rifjað upp. Fiskifréttir leituðu svara hjá Jakobi Jakobssyni for- stjóra Hafrannsóknastofnunar. „Það er alveg augljóst hvaða sfld þetta var. Um var að ræða íslenska vorgotssfld og íslenska sumargotssíld, álíka mikið af hvorum stofni, sem átti heim- kynni sín við Suðvesturland. Norðurlandssíldin var hins vegar að uppistöðu til norsk-íslensk síld sem kom frá Noregi. Sfldin sem veiddist í Hvalfirði var miklu yngri en sú sem veiddist við Norðurland og þess vegna þurfti smáriðnari nætur til veiðanna. Þetta skapaði mikið vandamál. Ég minnist þess sem unglingur austur á Norðfirði að menn voru hringjandi og hlaupandi út um allt eins og útspítt hundsskinn að reyna að hafa uppi á nótum sem væru með hæfilegan riðil fyrir Hvalfjarðarsfldina. Þar komu helst til greina fínriðnar nætur sem notaðar höfðu verið á Aust- fjörðum og í Isafjarðardjúpi við veiðar á svokallaðri fjarðasíld,“ segir Jakob. — Höfðu þessir síldarstofnar suðvestanlands lítið verið nýttir fram að þessum tíma? „Menn höfðu auðvitað alltaf vitað af síld við Suðvesturland og var hún kölluð Faxasfld. Allt frá því fyrir aldamót og á dögum Bjarna Sæmundssonar fiskifræð- ings hafði þessi síld verið rann- sökuð. Hún hafði verið veidd lít- — rætt við Jakob Jakobsson um Hvalfjarðar- síldina ilsháttar í reknet til beitu en aldrei í neinu verulegu magni nema helst árið 1935 þegar botninn datt úr Norðurlandssfldinni á áliðnu sumri og bátarnir fóru suður þar sem mjög vel aflaðist í reknet í Faxaflóa. Það var svo ekki fyrr en það uppgötvast að sfldin hafði val- ið sér vetursetu í Hvalfirði að möguleikinn til að veiða hana í herpinót opnaðist." Hvað ræður vetursetustað síldarinnar? — Er ástœða til að ætla að þessir síldarstofnar hafi haft vetursetu í Hvalfirði lengi áður en menn urðu þess varir? „Um það er ekki vitað með neinni vissu, en líklegt þykir að ýmsar þær grynningar sem Bretar töldu sig mæla í Hvalfirði á stríðs- árunum með frumstæðum dýptar- mælum þess tíma hafi í raun verið þéttar síldartorfur. Síldin kann því að hafa haft vetursetu í firðinum í einhver ár. Við vitum að þessir síldarstofnar velja sér mismunandi svæði til vetursetu. Sem dæmi má nefna, að þegar sumargotssfldin náði sér eftir hrunið í kringum 1970 hafði hún fyrst vetursetu við Hrollaugseyjar, í Meðallagsbug og á þeim slóðum. Síðan færði hún sig austar og var kominn austur í Lónsbug árið 1979 og inn á Beru- fjörð árið 1980. í fjörðunum fyrir austan hélt hún sig í 10 ár en hefur síðan haft vetursetu djúpt úti af Austfjörðum og einnig á Eldeyjar- banka.“ — Hvað ræður vali á vetursetu síldarinnar? „Við höfum enga haldbæra vitn- eskju um það, en það er eins og ef ein kynslóð álpast inn á firði eins og gerðist fyrir austan í kringum 1980 haldi hún sig þar, en næsta kynslóð velji sér annan vetursetu- stað. Ýmsar getgátur voru uppi á sínum tíina um það hvers vegna síldin hefði leitað inn á Hvalfjörð. Ein var sú að endurskin af sólgyllt- um, snæviþöktum fallatindum við fjörðinn hefði lokkað sfldina til sín. Þetta er nú heldur hæpin til- gáta enda hefur oftar komið snjór í fjöll án þess að honum fylgdi sfld.“ Ekkert stórslys Eins og fram kemur á öðrum stað hér í blaðinu var mokað upp hátt á annað hundrað þúsund tonnum af sfld í Hvalfirði og á sundunum við Reykjavík á skömmum tíma. Að sögn Jakobs olli það þó ekki varanlegu tjóni á umræddum síldarstofnum, þótt vissulega hafi verið höggvin stór skörð í þá. „Þeir árgangar, sem báru uppi veiðina í Hvalfirði, birtust að vísu ekki aftur þegar reknetaveiðar hófust í Faxaflóa og úti af Reykja- nesi og Snæfellsnesi um 1950. Hins vegar komu fljótlega á eftir mjög góðir árgangar, sem virðast hafa verið í vexti annars staðar, væntan- lega við Vestfirði og Norðurland, þar sem helstu uppvaxtarsvæði þessara síldarstofna voru. Eftir þetta byggðust stofnarnir mjög hratt upp aftur þannig að ekki varð varanlegur skaði af þessari miklu blóðtöku í Hvalfirðinum, enda stóð hún stutt. Ég held að stofnar íslenskrar sumar- og vorgotssfldar hafi verið mjög hæfilega nýttir frá 1950 og fram yfir 1960, enda var eingöngu veitt í reknet hér sunnanlands þar sem síldin fannst ekki samþjöppuð lengur og óð ekki í yfirborðinu þannig að hægt væri að taka hana í nót. Þessir stofnar fóru einnig norður fyrir land og voru veiddir með norsk-íslensku síldinni að nokkru leyti. Þegar farið er að nota hringnót við Suðurland upp úr 1960 og astiktækin ruddu sér til rúms var svo komið að síldveiðar voru stundaðar nánast árið um kring. Menn gengu mjög nærri síldarstofnunum bæði sunnan- lands og norðan samfara því að loftslagsskilyrði fóru versnandi. Afleiðingarnar þekkja allir, — stofnarnir hrundu. íslenska vor- gotssíldin virðist vera afsprengi norsk-íslensku vorgotssíldarinnar, sem verður eftir hérlendis og bygg- ist upp í góðæri. Þessi stofn hefur ekki náð sér á strik aftur eftir hrunið, en ég hef trú á því að hann blossi upp á ný ef norsk- íslenska sfldin fer að ganga í verulegum mæli hingað til lands aftur. Sumargotssfldin á hins vegar greinilega meira heima hér við land, en hún er líkari sfldinni við Hjaltland og norðvesturs- trönd Skotlands. Sfldveiðar aftur við SV-land? — Marga dreymir um að geta farið að veiða aftur síld við suð- vesturland í einhverjum mœli. Er einhver von tilþess í náinni fram- tíð? „Það er meira en von. Það er með ólíkindum að slíkar veiðar séu ekki hafnar fyrir löngu. Við verðum hvað eftir annað varir við sfld sem er að alast upp hér í Minnisjó og á Eldeyjarbanka og núna er þar mikið af tveggja ára síld. Það er heilmikil sfldarhrygn- ing við Reykjanes og Snæfellsnes en einhverra hluta vegna virðist síldin ganga til Suðausturlands eftir fyrstu hrygningu. Það er furðulegt að einhver hluti stofns- ins skuli ekki setjast að við Suð- vesturland á haustin því þar var aðalsíldarsvæðið hér áður fyrr. Haustið 1995 veiddust reyndar nokkur þúsund tonn þar en nán- ast ekkert haustið eftir og ekkert núna í haust. í síðasta haustralli r.s. Bjarna Sæmundssonar varð vart við stóra síld í hverju einasta togi alveg frá Faxaflóa og norður fyrir Horn og eins hafa togarar fengið hana í troll, en hún virðst ekki vera veiðanleg svo neinu nemi. Vonandi kemur að því fyrr en síðar að svo verði,“ segir Ja- kob Jakobsson að lokum.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.