Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 23
FISKIFRETTIR föstudagur 19. desember 1997
22
. tímum þotti s • vj-yí að skipin hrfðu . Mannslífin
tianna komu a , j.argrj \ífsbarattu. Fy nreskum
voru fórnarkostnaður^harðr^ ^ brak fannst^b^.
menn minntir a ^rum. Fundur ra ^ er r\fjuð
á síðustu áratugum. ---------
Eins og fram hefur komið í frétt-
um fékk Helga RE-49 óvenjulegan
„afla“ í vörpu sína er skipið var að
toga í kantinum á Halamiðum um
miðjan nóvember sl. Upp kom
reikháfur af togara, sem skipverjar
tóku um borð og komu með til
Reykjavíkur. Reykháfurinn var
ótrúlega heillegur og var meira að
segja unnt að greina á honum
merkingar. Það var mönnum eðli-
lega nokkur ráðgáta í fyrstu af
hvaða skipi reykháfurinn væri og
varleitað til HannesarÞ. Hafstein,
fyrrverandi forstjóra Slysavarnafé-
lags Islands, sem er flestum fróðari
um sjóslys hér við land á síðustu
áratugum. Hannes segist strax
hafa fengið hugboð um að reyk-
háfurinn væri af breska togaranum
Goth, sem týndist um áramótin
1947-1948. Hugboð hans reyndist
rétt og hægt var að færa á það
sönnur að reykháfurinn væri af
skipinu. Þar með var fundin lausn
á fimmtíu ára ráðgátu og vitað
nokkurn veginn hvar togarinn
fórst en fram til þessa hafði enginn
vitað hver raunveruleg örlög skips
og 21 manns áhafnar hefðu orðið.
Það eina, sem var vitað, að skipið
hvarf með manni og mús í veiði-
ferð til íslands.
Sagan vöruð slysum og
óhöppum
Allt frá því að togarinn Aquar-
ius frá Grimsby hóf veiðar hér við
land árið 1891, fyrstur breskra tog-
ara, og til þess tíma að togveiðum
Breta lauk hér, var saga þessa
veiðiskapar vörðuð slysum og
óhöppum. Engin leið er að segja
með vissu hversu margir breskir
togarasjómenn týndu lífi á Is-
landsmiðum og við íslandsstrend-
ur en óhætt er að fullyrða að þeir
voru mjög margir. Fyrr á árum
gerðu menn sér ekki mikla rellu út
af því þótt eitt og eitt skip hyrfi
með manni og mús. Það var eins og
málið kæmi aðstendendum mann-
anna, sem fórust, og útgerð við-
komandi skips einum við. Fjöl-
miðlar í Bretlandi gátu þess í fáum
orðum að skip og menn hefðu
týnst og á Islandi vissu menn ekki
um skipskaðana nema þá sem urðu
við ströndina, eða þá þegar hraktir
menn komust til lands á björgunar-
bátum. Á seinni árum hafa breskir
sagnfræðingar og rithöfundar hins
vegar tekið sig til og kannað nokk-
uð þennan þátt útgerðarsögu
Breta. Þar fer fremstur í flokki
maður að nafni Alec Gill, sem tók
sér fyrir hendur að rannsaka og
skrá örlög breskra togara og tog-
arasjómanna frá því að eiginleg
togaraútgerð hófst í Bretlandi árið
1835. Hefur hann sent frá sér at-
hyglisverðar bækur um þau mál og
koma m.a. fram í þeim nöfn skipa
sem fórust við ísland en ekki var
vitað um hérlendis áður.
Þótt saga togveiða Breta hér við
land einkenndist löngum af mikl-
um yfirgangi og jafnvel ófyrirleitni
þeirra, og þá sérstaklega á þeim
tímum sem Islendingar áttu ekki
sjálfir skip til að verja landhelgi
sína, þá gerðu íslendingar jafnan
allt sem í þeirra valdi stóð til að
bjarga og hjálpa ef skip lentu í
nauðum. Sagan geymir margar
frásagnir af hetjudáðum björgun-
armanna sem hikuðu ekki við að
leggja líf sitt í hættu þegar koma
þurfti nauðstöddum til hjálpar.
Frægasta björgunarafrekið er tví-
mælalaust björgunarafrekið við
Látrabjarg í desember árið 1947,
fyrir fimmtíu árum, en þá tókst að
bjarga 12 mönnum af togaranum
Dhoon frá Fleetwood, sem strand-
aði undir bjarginu, við ótrúlega
erfiðar aðstæður. Tæpu ári síðar
var unnið annað mikið björgunar-
afrek er togarinn Sargoon frá Hull
strandaði undir Hafnarmúla við
Patreksfjörð. Við sögu þeirrar
björgunar komu einnig flestir
þeirra sem björguðu mönnunum af
Dhoon og það sem einstætt er við
þessa björgun er það að Oskar
Gíslason kvikmyndatökumaður
var á staðnum og náði að mynda
björgun síðustu mannanna sem
náðust lifandi úr skipinu. Er sú
mynd vafalaust meðal einstæðustu
heimildarmynda sem til eru.
Goth ferst við Vestfírði
Tæplega hálfum mánuði eftir
strand Sargoons við Hafnarmúla,
þar sem ellefu menn af áhöfn
skipsins týndu lífi, fórst togarinn
Goth með allri áhöfn. Saga þess
sjóslyss virðist keimlík sögu
margra annarra slíkra slysa á þess-
um árum. Enginn vissi hvað kom
fyrir, hvenær eða hvar skipið fórst.
Það hvarf einfaldlega með manni
og mús. Á þessum árum voru
breskir fjölmiðlar reyndar farnir
að fjalla töluvert um sjóslys en vera
má að jólatilstandið hafi orðið til
þess að frásagnir af örlögum Goths
voru bæði fáar, stuttar og slitrótt-
ar.
Þótt loftskeytamenn væru um
borð í öllum togurum á þessum
tíma voru samskipti milli skipa og
skipa og lands ekki mikil. Liðu
stundum margir dagar án þess að
skipin létu frá sér heyra og átti það
ekki síst við meðan þau voru að
veiðum. í mörgum tilvikum var
það nánast leyndarmál hvar þau
héldu sig og hvernig vegnaði við
veiðarnar. Það var helst í illviðrum
eða þegar skipin voru á siglingu og
þurftu að hafa samband við út-
gerðir sínar sem loftskeytatækin
voru notuð. Á fyrstu árunum eftir
heimsstyrjöldina var algengt að til
starfa loftskeytamanna réðust kor-
ungir menn sem höfðu litla sem
enga menntun eða reynslu í fjar-
skiptum og kunnu jafnvel ekki að
nota hinn fátæklega tækjabúnað
sem var í skipunum. Meginskýr-
ingin á skorti á loftskeytamönnum
var sú að stríðið tók háan toll af
þessari stétt og ekki hafði tekist að
mennta nýja menn í stað þeirra
sem féllu í stríðinu.
íslenskir fjölmiðlar fjölluðu
ekki mikið um hvarf Goths á sín-
um tíma. Þegar skipsins var sakn-
að og leit að því hófst eftir áramót-
in kom í ljós að síðast hafði heyrst
til skipsins, svo öruggt gæti talist,
14. desember. I sjórétti, sem síðar
fór fram við The Merchant Shipp-
ing Act, kom reyndar fram að loft-
skeytamenn á togurum sem voru
við Vestfirði töldu sig hafa heyrt til
%
Togarinn Goth frá
Fleetwood. Fórst
við Island með allri
áhöfn í desember
1948. Það var ekki
fyrr en tæpum
fimmtíu árum
síðar sem í ljós
kom hvar hin vota
gröf skips og
áhafnar var.
— rifjuð upp saga nokkurra breskra togara sem horfíð hafa
á íslandsmiðum á síðustu áratugum
Goths síðar en framburður þeirra
var svo mikið misvísandi að réttur-
inn taldi hann ekki marktækan.
Daginn, sem síðast heyrðist til
Goths, var að bresta á með illviðri
fyrir Vestfjörðum og margir togar-
ar leituðu vars undan því inn á Að-
alvík og undir Grænuhlíð. Elliott,
skipstjóri á Goth, hafði þá sam-
band við starfsbróður sinn á togar-
anum Lincon City frá Grimsby og
tilkynnti að hann ætlaði að leita
landvars. Ekki mun skipstjórinn
hafa gefið upp staðarákvörðun en
vitað var að hann hafði verið að
veiðum á Halamiðum þar sem sést
hafði til hans. Eftir þetta heyrðist
ekkert frá Goth.
Það segir sína sögu um andvara-
og sambandsleysið að Goth var
ekki saknað eða leit hafin fyrr en
um hálfum mánuði eftir að síðast
heyrðist til togarans en þá var
komið fram yfir þann tíma sem
skipið átti að koma til heimahafnar
ef allt hefði verið eðlilegt. Utgerð
Goths kom boðum til breskra tog-
ara, sem voru að veiðum á Is-
landsmiðum, og hafði einnig sam-
band við Geir Zoéga, umboðs-
mann breskra togara á íslandi,
tilkynnti hvernig komið var og
óskaði eftir aðstoð við leit að skip-
inu. Þegar hjálparbeiðnin barst til
Islands munu breskir togarar hafa
verið búnir að svipast um eftir
Goth án árangurs. Ekki mun hafa
verið um mikla eða skipulagða leit
að ræða en þess er þó getið í Morg-
unblaðinu að 6. janúar hafi TF-
Geysir, flugvél Loftleiða hf., leit-
að um tvær og hálfa klukkustund
út af Vestfjðrðum og að strand-
lengjan á því svæði, þar sem búist
var við að togarinn hefði leitað
landvars, yrði könnuð. Þótt ekki
kæmi það fram í fjölmiðlum á þess-
um tíma þá var um tíma álitið að
skipið hefði strandað skammt utan
Aðalvíkur en þar sáust miklar
trossur í fjörunni. Þegar þær voru
kannaðar kom í ljós að þær voru
gamlar og búnar að vera í fjörunni
miklu lengur en skipsins hafði
verið saknað.
I lengstu lög vonuðu menn að
sambandsleysið við Goth orskað-
ist af því að loftskeytatæki skipsins
hefðu bilað eða loftnet slitnað nið-
ur. Skipið myndi fyrr eða síðar
birtist í heimahöfn sinni. En dag-
arnir liðu og vonirnar urðu að
engu. Ummiðjan janúar var skipið
talið af með allri áhöfn.
Það var svo ekki fyrr en hálfri
öld síðar er reykháfur togarans
kom í vörpu Helgu að vitað var
hvar skipið fórst. Enginn vegur er
að geta sér til um af hvaða orsök-
um skipið fórst en leiða má líkur að
því að það hafi gerst um það leyti
sem fyrirhuguð sigling í landvar
átti að hefjast. Slíkt er miklu lík-
legra en að skipið hafi komist í
landvar og verið komið aftur á
miðin er slysið varð, einkum vegna
þess að verður og sjólag á þessum
slóðum var skaplegt næstu daga og
allmargir breskir togarar þarna að
veiðum og því líklegt að einhver
þeirra hefði orðið Goths var ef
skipið hefði verið ofansjávar. Vera
má einnig að skipstjórinn á Goth
hafi hætt við þá fyrirætlun sína að
halda í landvar og kosið að halda
sjó úti á miðunum þess í stað. Ef
svo hefur verið er líklegt að mikil
ísing hafi hlaðist á skipið á skömm-
um tíma og það farið niður.
Lorella ferst
Þegar saman fara fárviðri, vont
sjólag og ísing geta örlög skipa ráð-
ist á skammri stundu. Það kom
glögglega í ljós er bresku togararn-
ir Roderigo og Lorella frá Hull fór-
ust með allri áhöfn, samtals 40
mönnum, við ísland 26. janúar
1955. Báðir voru þessir togarar
nýlegir. Lorella H 455 var smíðað-
ur árið 1947 og Roderigo H135 var
enn nýrra skip, smíðað árið 1950.
Báðir togararnir þóttu góð sjóskip
og á þeim voru þrautreyndir skip-
stjórnarmenn og áhafnir sem
stundað höfðu veiðar við Island
um árabil og þekktu því vel að-
stæður. Togararnir höfðu báðir
eins fullkomin siglingatæki og þá
þekktust og um borð í þeim voru
gúmbjörgunarbátar sem þá voru
ekki orðnir algeng björgunartæki
um borð í skipum. Samt sem áður
gerðist það á örskammri stundu að
skipin yfirhlóðust af ísingu og
hurfu í hafið. Munurinn á örlögum
þeirra og Goths var sá að á öldum
ljósvakans var fylgst með síðustu
mínútunum sem þau héldust of-
ansjávar og öllum þeim, er til
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997
23
Texti:
Steinar J
Lúðvfksson
heyrðu, bæði íslendingum og út-
lendingum, munu þær mínútur
minnisstæðar.
Óveðrið, sem varð Lorella og
Roderigo, að tjóni skall fyrirvara-
lítið á að morgni 26. janúar. Fjöl-
margir togarar, bæði íslenskir og
erlendir, voru að veiðum út af
Vestfjörðum en þar höfðu afla-
brögð verið góð fyrstu daga ársins
en tíð hins vegar mjög risjótt og
frátafasöm. Þegar skipstjórnar-
menn sáu loftvog hríðfalla og
heyrðu slæma veðurspá frá Veð-
urstofu íslands létu flestir hífa og
héldu af stað ílandvar. Voru marg-
ir togarar komnir í var undir
Grænuhlíð um og upp úr hádegi.
Þeir, sem þangað komust, prísuðu
sig sæla því óveðrið hélt stöðugt
áfram að magnast og samkvæmt
upplýsingum, sem síðar komu
fram, var talið að vindhraði hefði
um tíma komist í 14 vindstig, eða
ramasta fárvirðri. Jafnframt byrj-
aði að snjóa þannig að skyggni var
lítið.
Þótt flestir togararnir væru að
veiðum á hinum hefðbundnu
Halamiðum héldu nokkrir breskir
togarar sig enn norðar. Voru þeir
um 80-90 sjómílur norðaustur af
Horni. Þar hafði veður verið verra
en þegar sunnar dró og keyrði um
þverbak þegar leið undir hádegi
26. janúar. Meðal þessara togara
voru Lorella og Roderigo, auk
Conan Doyles, Lancellu og King-
ston. Eftir að veður tók að versna
höfðu togarar þessir oft samband
sín á milli og einnig voru þeir í
loftskeytasambandi við breska
togara sem voru á leið eða komnir í
landvar. Var auðheyrt af skeytum
þeirra að háskasjór var kominn á
þessar norðlægu slóðir og ísing
tekin að setjast á
skipin. Við hana
varð ekki ráðið
þar sem engir
möguleikar voru
að berja af skip-
unum sökum
hafróts og dimm-
viðris.
Lorella var
nokkru norðar og
austar en hinir
togararnir og um
klukkan hálftvö
sendi skipið
skyndilega út
neyðarkall. í því
var greint frá því að það væri kom-
ið með mikla slagsíðu, tæki á sig
sjó og ísing bættist stöðugt á það.
Var auðheyrt á skeytunum að mik-
il hætta var á ferðum. Togararnir,
sem voru á þessum slóðum, svör-
uðu þegar og voru í sambandi við
Lorella í um það bil tíu mínútur. I
síðasta kalli Lorella sagði loft-
skeytamaðurinn að skipið væri
komið á hliðinna og að endalokin
virtust framundan. Kallaði hann á
hjálp hvað eftir annað en síðan
rofnaði sambandið við skipið og
ekkert heyrðist frá því framar.
Islensku skipin, sem fylgdust
með skeytasendingunum frá Lor-
ella, gerðu Slysavarnafélagi Is-
lands í Reykjavík þegar aðvart.
Þar var Henry A. Hálfdánarson á
vakt og voru hans fyrstu viðbrögð
þau að hafa samband við Varnar-
liðið á Keflavíkurflugvelli og óska
eftir því að flugvélar þaðan yrðu
sendar til leitar ef þess væri nokkur
kostur. Þegar þetta gerðist var enn
sæmilegt veður syðra. Áhafnir
flugvéla á Keflavíkurflugvelli voru
kallaðar út og vélarnar búnar til
brottferðar meðan ástand og veð-
urhorfur voru kannaðar. Voru
menn sammála um það að þótt vél-
arnar kæmust á slóðir Lorella yrði
THE
SERVICE
IN MEMORY OF
THOSE WHO LOST THEIR LIVES
IN THE HULL TRAWLERS
St. Romanus
Kingston Peridot
Ross Cleveland
HOLY TRINITY CHURCH
Kingiton upon Hull
Friday, 8th March, 1968 3 p.m.
8. mars 1968 var haldin minningar-
athöfn um mennina sem fórust með
St. Romanus, Kingston Peridot og
Ross Cleveland í Holy Trinty kirkj-
unni í St. Andrews hverfinu í Hull.
Dreifimiðinn, sem myndin er af,
var borinn þar í hvert hús og safn-
aðist gífurlegur mannfjöldi að
kirkjunni meðan athöfnin fór þar
fram.
lítið hægt að gera annað en að
fylgjast með og veita skipverjum
uppörvun, ef þeir hefðu komist í
björgunarbáta. Eftir nokkrar
vangaveltur var afráðið að ein
flugvél færi en menn gerðu sér full-
ljóst þegar í upphafi að mjög tví-
sýnt væri að hún kæmist á svæðið.
Fór vélin í loftið um klukkan hálf-
fjögur.
Strax eftir að fyrsta neyðarkallið
barst frá Lorella ráðu skipstjórarn-
ir á togurnum, sem voru næstir
hinu nauðstadda skipi, ráðum sín-
um. Lancella og Roderiog voru
næstir slysstaðnum. Roderigo þó
sýnu næst. Ekkert hik var á skip-
stjóra Roderigo. Hann lagði strax
af stað til leitar og reiknaði með að
vera kominn á staðinn sem Lorella
gaf upp eftir um það bil tvær
klukkustundir. Var Lorella eftir
þetta í stöðugu loftskeytasam-
bandi, fyrst við bresku togarana en
síðan einnig við björgunarflugvél-
ina frá Keflavíkurflugvelli.
Greindu togaramenn frá því að á
þessum slóðum væri mikið illviðri,
þungur sjór og að ísing væri farin
að hlaðast á skipið. Roderigo var
nýlega kominn á Islandsmið og var
með nær tómar lestar þannig að
skipið var hátt á sjónum og tók
mikið á sig. Virtist hver sletta, sem
kom inn á skipið, samstundis
breytast í íshellu.
Síðustu mínútur
Roderigos
Laust fyrir klukkan fjögur til-
kynnti loftskeytamaðurinn að
ástandið um borð færi versandi og
að skipið væri orðið þungt í sjónum
og lægi undir áföllum. Samt sem
áður hélt Roderigo áfram á hægri
ferð í áttina að slysstaðnum.
Klukkan 16:12 sendi skipið sitt síð-
asta skeyti. Með furðulega rólegri
röddu kallaði loftskeytamaðurinn
nokkrum sinnum „We are heeling
right over - going over“ („Skipinu
er að hvolfa“). Rödd hans þagnaði
síðan skyndilega og ekkert heyrð-
ist nema urg og truflanir í talstöðv-
unum.
Þrátt fyrir afleit flugskilyrði og
svo gífurlega ókyrrð í lofti tókst
flugvélinni frá Keflavíkurflugvelli
að komast alla leið á staðinn þar
sem síðast var vitað af Lorella og
Roderigo. Þá var tekið að dimma
og öll leitarskilyrði eins erfið og
hægt var að hugsa sér. Þó sveimaði
flugvélin yfir svæðinu í tæpar tvær
klukkustundir og þótt flugmenn-
irnir væru ekki margorðir um
ástandið var augljóst að þeir áttu
oft fullt í fangi með að halda vél-
inni á réttum kili. Var komið
sannkallað skammdegismyrkur á
svæðinu þegar þeir hættu leit og
sneru aftur heim á leið. Gekk flug-
ið suður vel og lenti vélin á Kefla-
víkurflugvelli heilu og höldnu um
kvöldið. Jafnskjótt og hún var lent
höfðu talsmenn Varnarliðsins
samband við Henry A. Hálfdánar-
son, gáfu honum skýrslu um ferð-
ina og lýstu sig reiðubúna til þess
Framh. bls. 25
Togarinn Kingston Peridot frá Hull. Nákvæmlega 13 árum eftir að Lorella og Roderigo
fórust út af Vestfjörðum hvarf þessi togari út af Norðurlandi. Síðar kom í ljós að hann
hafði sokkið á Skjálfandaflóa.