Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 30

Fiskifréttir - 19.12.1997, Page 30
30 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Túnfiskveiðar Túnfískveiðar Japana í íslenskri landhelgi í sumar og í haust hafa svo sannarlega skilað eftirtektarverðum árangri. Fyrstu tvö skipin, sem reyndu fyrir sér á veiðunum, voru komin með alls 765 túnfíska, sem samtals vógu tæp 90 tonn, í lok septem- ber sl. og var áætlað aflaverðmæti þá um 200 milljónir króna. Bæði skipin voru að veiðum fram undir miðjan október og miðað við fréttir af aflabrögðum er ekki ólíklegt að ætla að skipin hafí að lágmarki bætt við a.m.k.10 milljón króna afla- verðmæti á þessum tíma. Þriðja skipið, Tokuju Maru, kom á miðin upp úr miðjum september og þegar veiðunum var hætt 21. nóvember sl. var aflinn samtals orðinn 419 túnfískar eða samtals rúm 53 tonn. Áætlað aflaverðmæti var þá um 130 milljónir króna og því er ekki óvarlegt að ætla að skipin þrjú hafí náð að veiða um 1300 túnfíska, samtals tæp 150 tonn, að verðmæti um 340 milljónir íslenskra króna innan landhelginn- ar. Túnfiskveiðiskipið Tokuju Maru stundaði veiðaríiandhelginni til 21. nóv.: Stefán Lárus Pálsson við Tokuju Maru í Reykjavíkurhöfn veiðieftirlitsmaður um borð í skip- inu og hér á eftir greinir hann frá gangi veiðanna eins og þær komu honum fyrir sjónir. Nýi skipstjórinn hafði trú á veiðunum Tokuju Maru lét úr höfn í Japan 3. ágúst sl. og var skipið komið til Reykjavíkur 15. september til þess að ná í Stefán og veiðileyfið vegna túnfiskveiðanna. Tokuju Maru er fimm ára gamalt skip og var það í klössun í Japan. Skipið var smíðað til veiða á suðlægum slóðum og það var því frekar kalsasöm vist sem beið áhafnarinnar hér á norð- Túnfiskur dreginn á vigtina á dekki skipsins — rætt við Stefán Lárus Páisson veiðieftiriitsmann kum eigendum og áhöfn innilega til hamingju með bátinn. Sínus ehf. sá um = mm === uppsetningu og frágang á jfiyyj loftnetum-siglinga og fiskileitartækjum. RAftlNOA-, SI6LINEA- 0G FISKILEITART/EKI Grandagarði 1a • 101 Reykjavík SIMI: 552 8220 • FAX: 552 8226 aflabrögðin mjög köflótt. Suma dagana var aflinn lítill sem enginn en þess á milli fengum við alveg þokkalegan afla, segir Stefán en hann segir skipið hafa unnið sig austur eftir út undir mörk fslensku og færeysku landhelginnar. Lítið var gert af því að fara suður fyrir landhelgismörkin og voru veiðarn- ar aðallega stundaðar á milli 61° og 61°30/ norður lengdar. Alls staðar fékkst einhver afli þótt dagamunur væri á veiðunum. — Við fengum töluvert af stór- um háfi, allt að tveggja metra löng- um, sem aukaafla með túnfis- knum. Það kom ekki á óvart en hissa varð ég þegar við fórum að fá sel á línuna. Þetta voru aðallega vöðuselir og eins fengum við einn stóran landsel og svo stærðar rost- ung. Ég veit að þetta hljómar ótrú- lega en skrýtnast var að fá rostung á línuna svona sunnarlega enda halda þessir selir sig aðallega á heimsskautasvæðum. Sjómönnun- um var mjög illa við þennan afla. Þegar selirnir komu á línuna þá ákölluðu indónesísku undirmenn- irnir heilaga Maríu og krossuðu sig í bak og fyrir áður en þeir skáru á taumana og Japönunum var greinilega illa við þennan auka- afla, segir Stefán en hann segir annan aukaafla ekki hafa verið Fengu vöðuseli, landsel og rostung á línuna! Áhöfn japanska skipsins eyddi ekki tímanum til ónýtis því skipið hélt samdægurs frá Reykjavík og var línan lögð 16. september á svæði sem er um 140 mílur beint suður af Vestmannaeyjum. — Við fengum hálft annað tonn af túnfiski í fyrstu lögninni eða alls 12 fiska og menn voru því bjartsýn- ir á framhaldið. Hins vegar voru Línan lögð. Afkastagetan er ótrúleg. Hver taumur er 40 metra langur og þar af eru 13 metrar úr grönnu efni en 27 metrar eru úr sverara girni. Blý er haft á fjórða hverjum taumi og er valdur smokkfiskur notaður sem beita urslóðum. Hin túnfiskveiðiskipin tvö, sem leyfi höfðu til veiða í ís- lenskri landhelgi, hófu veiðar seinni hluta sumars en þrátt fyrir að komið væri fram í september var mikill áhugi fyrir því að nýta leyfið sem Tokuju Maru hafði fengið. Skipið var hér við veiðar í um 20 daga í fyrra en árangurinn var takmarkaður en að sögn Stef- áns hafði hinn nýi fiskiskipstjóri á Tokuju Maru mikla trú á að hægt væri að ná góðum árangri þrátt fyrir að liðið væri á haustið. — Þetta er hörkukarl. Hann er búinn að stunda túnfiskveiðarnar í yfir 25 ár og nú var hann búinn að ná því takmarki að verða skipstjóri og vildi sanna sig sem slíkur, segir Stefán. Það var hald manna að ekki þýddi að stunda túnfiskveiðarnar lengur en fram í byrjun október en óhætt er að fullyrða að áhöfn Tok- uju Maru hafi afsannað þá kenn- ingu því skipið fékk mjög góðan afla í landhelginni í nóvember- mánuði. Stefán Lárus Pálsson var Fengu 1,5-2,3 tonn á dag í aflahrotu um miðjan nóvember

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.