Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 31

Fiskifréttir - 19.12.1997, Síða 31
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 Texti Myndir: SLP umtalsverðan. Nokkrir földungar fengust og eins 50 kílóa fiskur sem Japanir nefna mambo. Stefán segir hann minna á guðlax en samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnun sé ekki vitað til þess að þessi fiskur hafi áður veiðst svo norðarlega. Lögðu 9000 kflómetra af línu í veiðiferðinni Þegar leið að mánaðamótum október og nóvember virtist tún- fiskaflinn vera að detta niður hjá áhöfninni á Tokuju Maru en hin túnfiskveiðiskipin tvö voru þá hætt veiðum fyrir nokkru. — Við fengum ekki einn einasta fisk einn daginn í byrjun nóvember og útlitið virtist ekki of gott. Dag- inn eftir fengum við hins vegar ágæta veiði og í kringum stór- streymið fyrir miðjan mánuðinn fengum við mjög góða veiði fjóra Ótrúlegur agi og vinnusemi — Einn daginn vorum við búnir að draga um 130 kílómetra af línu án þess að fá einn einasta fisk en á síðustu 20 kílómetrunum fengum við sex góða fiska. Svona gátu afla- brögðin verið sveiflukennd, segir Stefán en hann upplýsir að það sé lykilatriði við túnfiskveiðarnar að geta lagt línuna hraðar en sem nemur ferð skipsins. Það er gert með tölvustýrðu línuspili sem keyrir línuna út eins hratt og fiski- skipstjórinn óskar eftir. Með þessu móti er hægt að koma línunni nið- ur á mismunandi dýpi en krókarnir eru yfirleitt á um 50 til 200 metra dýpi. Stefán segist ekki hafa getað annað en dáðst að aganum og vinnuhörkunni um borð í skipinu. Til marks um vinnusemina megi nefna að enginn tími sé látinn fara til spillis. Dæmi um það sé að unn- ið hafi verið við að setja upp tún- Sporður af rúmlega 300 kg túnfiski. 92 sentímetrar eru á milli sporðend- anna daga í röð. Við vorum þá að fá frá 1,5 tonnum upp í 2,3 tonn á dag af stórum og góðum túnfiski. Um þetta leyti vorum við komnir vest- ur undir landhelgislínuna beint suður af Vestmannaeyjum. Þarna fundum við 11°C heitan sjó og tún- fiskurinn virtist halda sig í skilun- um á milli hlýsjávarins og kaldari sjávar en þó var hitinn sjaldnar lægri en 9,5°C, segir Stefán en þess má geta að öll japönsku skipin eru útbúin með búnaði sem gerir þeim kleift að taka á móti kortum frá gervitunglum sem sína yfirborðs- hita sjávar. Þótt línuveiðum japönsku tún- fiskveiðiskipanna hafi áður verið lýst hér í blaðinu er ekki víst að allir lesendur geri sér grein fyrir því hve gífurlegt umfang veiðanna er. Að sögn Stefáns lagði áhöfnin á Tokuju Maru út línu sem samtals var 150 kílómetrar á lengd á hverj- um einasta degi. Sem beita var notaður valinn smokkfiskur. Alls telst Stefáni til að heildarlengd lín- unnar, sem lögð var í veiðiferð- inni, hafi svarað til tæplega 9000 kílómetra en til samanburðar má nefna að það samsvarar vega- lengdinni frá Grímsey og vel suður fyrir miðbaug. fisklínuna og undirbúa veiðarnar á siglingunni frá Japan til íslands. — Það eru 22 menn í áhöfn og það ganga allir vaktir á dekki nema loftskeytamaðurinn og kokkurinn. Báðir skipstjórarnir, fiskiskip- stjórinn og siglingarskipstjórinn, taka þátt í vinnunni á dekkinu og hið sama má segja um vélstjórana. Það voru aldrei færri en 15 manns á dekki í einu og öll vinna gekk snurðulaust fyrir sig. Ef ég ætti að lýsa vinnusemi áhafnarinnar með einu orði þá væri það ósérhlífni. Á matartímum var það áberandi að áhöfnin, jafnt Japanirnir sem Ind- ónesarnir, reyndi að eyða sem minnstum tíma í matsalnum. Menn gleyptu í sig matinn og síðan nánast hlupu þeir út á dekk. Þessir menn eru á sjó í rúma tíu mánuði á ári og á þeim tíma fá þeir örfá tæki- færi til þess að fara í land og þá aðeins í stutta stund í hvert skipti. Það eru mikil þrengsli um borð og þrátt fyrir að Indónesarnir séu á mun lægri launum en japönsku yfirmennirnir þá varð ég ekki var við neina stéttaskiptingu, segir Stefán en hann segir áhöfnina hafa tekið sér með kostum og kynjum og gestrisnin hafi á stundum verið yfirþyrmandi. S J O MAN NAALMANAKIÐ - HIÐ EINA SANNA- ÁSAMT SKIPASKRÁ MEÐ MYNDUM! ísíensfýt Sjómannaafmanaý ‘Jisýiféfajjs ísíands er að /joma út í 73. sinn. (Petta er Sjómannaafmana/Qd sem ísfens/jir s/jipstjórnarmenn nota. í Sjómannaafmana/finu er sfjpasfrá með myndum af ísfensfum sfipum op affar uppfýsinyar sem nauðsynfegar eru sjófarendum ojy öðrum sem starfa í sjávarútvepji. ‘Tryggið yépur áséjift í síma 5510 500 - og borgið minna! FISKIFÉLAGSÚTGÁFAN EHF FISKIFÉLAG ÍSLANDS LÖNPUN EHF. IH Box 1517-121 Reykjavik Sími: 552 9844 • Fax: 562 9840 —'©"O*

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.