Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.12.1997, Blaðsíða 41

Fiskifréttir - 19.12.1997, Blaðsíða 41
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. desember 1997 41 Fréttir Dímon ehf.: Kóreanskir snurpuvír- ar 14 íslensk nótaskip Veiðarfærasalan Dímon ehf. hefur á þessu ári selt snurpuvíra frá víra- framleiðandanum Chunkee Steel í Suður-Kóreu í fjögur íslensk nótaskip. Vírarnir hafa reynst mjög vel og ekki spillir fyrir að þeir eru á hagstæðara verði en sambærilegir vírar frá flestum öðrum framleiðendum. Að sögn Ársæls I. Ingasonar hjá Dímoni ehf. er Chunkee Steel rót- gróið fyrirtæki og hefur það selt framleiðslu sína á Japans- og Bandaríkjamarkaði frá því í byrjun áttunda áratugarins. Fyrir um tveimur árum var byrjað að selja framleiðsluna í Danmörku, Nor- egi og Englandi og auk snurpuvír- Barentshaf: Kvóti Færeyinga skertur anna hafa togvírar og ýmiss konar vinnuvírar frá kóreanska fyrirtæk- inu náð góðri markaðsstöðu í þess- um löndum. Ársæll segir að fram- leiðsla Chunkee Steel sé öll gæða- vottuð af viðurkenndum vottunar- fyrirtækjum í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum og hveri vírrúllu fylgir vottorð frá skoðunarstofu um styrkleika vírsins. Fyrsta íslenska skipið til að nota snurpuvír frá Chunkee Steel var Súlan EA en að auki er búið að selja sams konar víra í Hhnaröst SF, Jónu Eðvalds SF og Þórsham- ar GK. Nú í sumar hóf Dímon ehf. einnig sölu á togvírum og vinnuvír- um frá fyrirtækinu og hafa þeir lík- að vel að sögn Ársæls I. Ingasonar. Samkvæmt nýgerðu samkomulagi milli Færeyinga og Norðmanna um gagnkvæmar veiðiheimildir á næsta ári verður þorskkvóti fær- eyskra skipa í Barentshafi minnk- aður úr 3.200 tonnum í 2.600 tonn og ýsukvótinn úr 1.000 tonnum í 550 tonn. Pá verður ufsakvóti Færeyinga í Norðursjó minnkaður um 300 tonn og verður 1.600 tonn. Á móti fær norski línuflotinn að veiða 5.100 tonn í færeyskri lögsögu sem er 50 tonna samdráttur frá því í ár. Norski makrílkvótinn í færeyskri lögsögu verður 9.600 tonn en fær- eyski kvótinn verður 3.950 tonn og er aukning í báðum tilfellum. Norðmenn mega veiða 36.000 tonn af kolmunna við Færeyjar. Kolmunnakvóti Færeyinga við Noreg og Jan Mayen minnkar um 9.000 tonn en Færeyingar mega veiða 29.000 tonn af bræðslufiski í Norðursjó sem er aukning. Loks mega færeysk skip veiða 900 tonn af síld í Norðursjó og 500 tonn af rækju við Jan Mayen á tilrauna- veiðum. # D6DROU.O' alhliða brunndælur til lands og sjávar Margar gerðir og stærðir fyrir- liggjandi. Mjög hagstætt verð. Leitið nánari upplýsinga. VÉLASALAN EHF. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Sparar tíma og léttír vinnuna um borð. Leítíð upplýsinga um verð og afgreiðslutíma. GARÐAR SIGURÐSSON STÝRISVÉLAÞJÓNUSTA Stapahrauni 5 • Pósthólf 301 • 222 Hafnarfjörður Sími: 555 4812 • Heimasími: 555 1028 • Fax: 565 3166

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.