Fiskifréttir - 15.10.2004, Síða 1
ISSN 1017-3609
MULTI-ICÉ
Fjölískerfi
STG ÍSVÉLAR ■ Fosshálsi 27 - 110 Rvk. - S. 587 6005 - www.stg.is
Endurvinnanleg vörubretti
Evrópubretti og Iðnaðarbretti
í hæsta gæðaflokki
BORGARPLAST
www.borgarplast.is
ÍSTISO 9001
Huginn
greiddi
hæstu
launin
Útgerðarfélagið Huginn í Vest-
mannaeyjum, sem gerir út sam-
nefnt uppsjávarvinnsluskip,
greiddi hæst meðallaun útgerð-
arfélaga á árinu 2003, sam-
kvæmt úttekt tímaritsins
Frjálsrar verslunar, eða 7.440
þúsund krónur fyrir ársverkið.
Það samsvarar 620 þús. krónum
á mánuði. Huginn greiddi jafn-
framt næsthæstu meðallaunin á
landinu öllu — næst á eftir
Kaupfélagi Eyfirðinga svf.
#1SÚ var tíðin að útgerðarfélög
röðuðu sér í öll 20 efstu sætin á
listanum yfir hæst meðallaun í
landinu. A allra síðustu árum hafa
önnur fyrirtæki, sérstaklega fjár-
festingarfélög, farið að blanda sér í
slaginn. Á árinu 2002 var staðan
samt ennþá sú að af 16 efstu fyrir-
tækjunum á listanum voru 14 sjáv-
arútvegsfyrirtæki. Þetta breyttist
mjög árið 2003, því þá voru aðeins
9 útgerðir meðal þeirra 20 sem
greiddu hæst meðallaun á landinu.
Sjá nánar bls. 3.
Það lyftist svo sannarlega brúnin á körlunum á kolmunnaskipunum seint í síðustu viku þegar fréttist af kolmunna í veiðanlegu magni úti
af Bakkaflóa, en algjör ládeyða hafði þá verið í þessu fiskiríi um tveggja mánaða skeið. Þótt heldur rólegra hafi verið yfir veiðunum í þess-
ari viku eru menn vongóðir um að eyðimerkurgangan sé að baki og nú fari kolmunninn að gefa sig aftur á eðlilegan hátt. Myndin var tek-
in um borð í Hólmaborgu SU um síðustu helgi eftir að lifnaði yfir veiðunum. (Mynd/Fiskifréttir: Hlynur Ársælsson).
Kolmunnastofninn í NA-Atlantshafi:
Mælist rúmar 10 milljónir tonna
— nýliðunin er góð og stofninn í jafnvægi ef veiðar fara ekki fram úr áætlun á þessu ári
Kolmunnastofninn á ætissvæðunum í NA-Atlantshafi mældist
rúmar 10 milljónir tonna í alþjóðlegum mælingum sem fram fóru í
maí-júní en niðurstöður mælinganna voru birtar nýlega. Þetta er um
10% lakari mæling en í fyrra en sá munur telst ekki verulegur, að því
er Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun,
sagði í samtali við Fiskifréttir.
Kolmunninn var mældur frá
landgrunnsbrúninni við ísland,
suður fyrir Færeyjar, austur að
landgrunnsbrúninni við Noreg og
langt norður fyrir Jan Mayen.
Sveinn sagði að kolmunni hefði
fundist á stórum hluta þessa svæð-
is en þéttastur hefði hann verið á
þremur svæðum, þ.e. austur af ís-
landi, rétt suður af Færeyjum og á
Lófótensvæðinu við Noreg. Stærsti
kolmunninn fannst á íslenska haf-
svæðinu og nyrst á útbreiðslusvæð-
inu en smæsti kolmunninn fannst í
austurhluta Noregshafs.
Fram kom hjá Sveini að sjórinn
hefði ekki verið eins hlýr í ár og
árið 2003. Þá hefði verulega minni
áta verið á hafsvæðinu að þessu
sinni en í fyrra. Það gæti hugsan-
lega verið skýringin á því hvað
kolmunninn hefði verið óstöðugur
á íslenska hafsvæðinu. Sveinn var
spurður hvernig hann mæti styrk
stofnsins í ljósi þessara mælinga?
„Mælingarnar sýndu að 2000 ár-
gangurinn er geysilega stór eins og
áður hefur komið fram. Þetta er
stærsti árgangurinn sem við höfum
mælt hingað til. Þá kom einnig
fram að 2003 árgangurinn virðist
Dreifing kolmunnans.
vera stór og mun stærri en 2002 ár-
gangurinn. Nýliðunin virðist
þannig vera mjög góð ennþá eins
og hún hefur reyndar verið síðan
1995. Stofninn virðist því vera í
jafnvægi núna miðað við þessa ný-
liðun ef veiðar fara ekki fram úr
þeim 1.800 þúsund tonnum sem
gengið er út frá að veidd verði árið
2004,” sagði Sveinn.
Eins og fram kom í Fiskifréttum
í sumar mældust 2,2 milljónir
tonna af kolmunna á Árna Frið-
rikssyni á íslenska hafsvæðinu í
júlí.
Heildarlausn
á samhæfðum vélbúnaði
Samstarfsaðili Rolls-Royce
(®t = HÉÐINN =
I Stórás 6 • IS-210 Garðabæ
Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is