Fiskifréttir


Fiskifréttir - 15.10.2004, Side 2

Fiskifréttir - 15.10.2004, Side 2
2 FISKIFRETTIR 15. október 2004 SJAVARUTVEGUR KARLINN I BRUNNI Hlutfallsleg skipting ýsuafla eftir útgerðarflokkum - fiskveiðiárið 2003/2004 Smábátar á aflamarki 2% Heimild: Fiskistofa FISKMARKAÐIR Allir markaðir (Islandsmarkaður) dagana 3.-9. okt. 2004 (Tölur fyrir slægðan fisk eru á undan tölum fyrir óslægðan fisk] Meðal- Lægsta Tegund Magn verð verð kg kr./kg kr./kg Hæsta verð kr./kg ÞORSKUR 93.755 167,29 61,00 353,00 ÞORSKUR 278.492 151,93 75,00 284,00 ÝSA 136.126 107,68 48,00 175,00 ÝSA 315.106 98,10 57,00 187,00 UFSI 170.146 38,63 0,00 62,00 UFSI 11.978 36,57 5,00 49,00 LÝSA 4.406 58,85 33,00 68,00 LÝSA 4.931 50,32 10,00 55,00 GULLKARFI ósl. 70.538 73,31 5,00 102.00 LANGA 26.895 98,87 50,00 113,00 LANGA 33.389 87,12 6,00 91,00 BLÁLANGA 7.350 95,87 38,00 116,00 BLÁLANGA 224 85,25 30,00 92,00 KEILA 60.308 65,99 15,00 80,00 KEILA 28.727 59,72 10,00 68,00 STEINBÍTUR 52.150 134,19 27,00 148,00 STEINBÍTUR 13.742 113,60 54,00 134,00 TINDASKATA ósl. 8.613 7,58 0,00 18,00 HLÝRI 60.513 130,33 78,00 166,00 HLÝRI 1.605 114,84 88,00 132,00 SKÖTUSELUR 32.361 273,87 0,00 300,00 SKÖTUSELUR 37 210,81 180,00 230,00 SKATA 881 143,45 9,00 185,00 SKATA 22 34,00 34,00 34,00 HÁFUR 48 1,15 0,00 5,00 HÁFUR 279 24,51 0,00 35,00 HÁKARL sl. 369 48,00 48,00 48,00 ÓSUNDURLIÐAÐ 487 45,00 45,00 45,00 ÓSUNDURLIÐAÐ 156 60,00 60,00 60.00 LÚÐA 4.890 478,45 130,00 657,00 LÚÐA 155 511,85 314,00 606,00 GRÁLÚÐA sl. 753 197,78 182,00 210,00 SKARKOLI 37.713 189,19 50,00 268,00 SKARKOLI 65 178,00 178,00 178,00 ÞYKKVALÚRA sl. 7.464 256,62 21,00 359,00 LANGLÚRA 7.788 98,68 5,00 100,00 LANGLÚRA 3.337 87,26 5,00 90,00 STÓRKJAFTA sl. 1 0,00 0,00 0,00 SANDKOLI 4.537 68,72 27,00 70,00 SANDKOLI 727 33,74 33,00 70,00 SKRÁPFLÚRA 4.432 54,45 30,00 65.00 SKRÁPFLÚRA 188 50,00 50,00 50,00 SV-BLAND ósl. 22 60,00 60,00 60,00 SANDHVERFA sl. 55 650,00 650,00 650,00 KINNFISK/ÞORSKU 110 287,45 287,00 292,00 LITLIKARFI ósl. 57 7,00 7,00 7,00 LUNDIR/ÞORSK 43 297,14 291,00 299,00 URRARI ósl. 15 121,00 121,00 121,00 GELLUR 365 614,12 592,00 688,00 GELLUR 50 606,00 606,00 606,00 NÁSKATA sl. 153 22,54 6,00 55,00 UNDÞORSKUR 23.555 102,21 64,00 126,00 UNDÞORSKUR 26.539 87,16 10,00 108,00 UNDÝSA 11.970 79,99 59,00 98,00 UNDÝSA 18.414 61,26 10,00 80,00 LAX sl. 2.706 282,19 142,00 330.00 FLÖK/ÝSA 285 150,00 150,00 150,00 HVÍTASKATA sl. 18 16,00 16,00 16,00 LIFUR sl. 18 30,00 30,00 30,00 UNDUFS ósl. 340 12,00 12,00 12,00 1 570.399 111,58 Eiríkur Þóróar- son, skipstjórí á Björgu Hauks ÍS Mikil fiskgengd hefur verið fyrir Norðurlandi í sumar og haust og margir smábátar í krókaaflamarkskerfinu hafa gert það gott á meðan lítill afii hefur fengist víða annars staðar á línuna. Margir bátar hafa því flutt sig frá Suðurnesjum, Breiðafirði og Vestfjörðum og landa nú á höfnum fyrir norð- an, svo sem á Drangsnesi, Skagaströnd, Siglufirði og víð- ar. Björg Hauks ÍS er í þeirra hópi og hefur hún landað á Drangsnesi frá því í ágúst í sumar. „Okkur hefur gengið þokka- lega. Við erum aðallega að eltast við ýsu því við eigum tiltölulega mikinn ýsukvóta. Um 2/3 hlutar kvóta okkar er ýsa enda vorum við mjög duglegir að eltast við hana á meðan ýsuveiðar voru frjálsar,” sagði Eiríkur Þórðarson, skipstjóri á Björgu Hauks IS í samtali við Fiskifréttir er rætt var við hann um aflabrögðin. Eiríkur er skipstjóri á bátnum með Krist- jáni Andra Guðjónssyni. Um 130 tonn af ýsukvóta eru á Björgu Hauks ÍS miðað við slægt. í sept- ember veiddu þeir rúm 40 tonn af ýsu í 16 róðrum. Þeir fengu ekki nema um 10 tonn af þorski með og sagði Eiríkur að þeir væru mjög ánægðir með þá samsetn- ingu aflans. Óvenjuleg ýsugengd Þeir á Björgu Hauks IS hafa lagt línuna vítt og breitt um Húnaflóasvæðið, allt frá Stein- grímsfirði norður undir Selsker. Einna best var veiðin á svæði frá Svartfossdýpi austur að Grímsey í Steingrímsfirði en því svæði var nýlega lokað fyrir línuveiðum vegna undirmálsþorsk. Besti túr- inn þeirra í haust var í kringum 4,5 tonn á 30 bala. Eiríkur sagði Björg Hauks ÍS í höfn. Myndin er tekin fyrir lengingu. (Mynd: Hafþór Hreiðarsson). Ekki þörf á að loka fyrir ýsuveiðar — þótti undirmálsþorskur veiðist hjá öðrum bátum að báturinn bæri auðveldlega 30 bala eftir að hann var lengdur ný- lega í 11,5 metra og mælist hann nú 11,3 brúttótonn að stærð. „Það er mjög óvenjulegt að ýsa veiðist á þessum slóðum á þessum tíma. Við höfum ekki verið hér áður ef frá er talinn einn mánuður að sumri til fyrir mörgum árum. Þá höfum við stundað hér grásleppuveiðar. Með hlýnandi sjó virðist það svæði færast til sem ýs- unni líkar best að vera á.” Hvenær verða sjóarar sáttir? Fram kom hjá Eiríki að ýsan væri mjög góð. Um 50- 60% hennar eru blönduð stór ýsa. Þótt stærðin væri góð mætti ýsan samt vera holdmeiri, en hún er þó heldur að braggast miðað við það sem hún var fyrr í haust. Aflinn af Björgu Hauks ÍS er boðinn upp á fiskmarkaði á Drangsnesi í gegn- um Fiskmarkað Suðurnesja, ísa- firði. Meðalverðið hefur verið í kringum 100 krónur á kíló í haust ,,Fiskifræðingar eru ekki ennþá farnir að skilja það að við get- um að verulegu leyti stjórnað því hvaða tegundir verið er að veiða með því að velja réttu beituna og rétta dýpið.” fyrir ýsuna. Eiríkur var spurður hvort hann væri sáttur við það verð? „Við reynum að sætta okkur við það. Það er að minnsta kost mikill munur frá því verðið var lægst í fyrra en þá fór það niður í 30-50 krónur á kíló. Annars er þetta afstætt. Ég man að við vorum ekki sáttir þegar verðið fór niður í 200 krónur á kíló fyrir tveimur til þremur árum. Það þætti gott verð í dag. Hvenær verða sjóarar sáttir við fiskverð? Það verður aldrei!” Ekki samráð við sjómenn Eins og nefnt er hér að framan var svæði í Steingríms- firði lokað nýlega fyrir línuveiðum. Ei- ríkur sagðist vera mjög ósáttur við þá ráðstöfun. „Við beitum með sandsíli sem hentar ýsunni en þorskurinn tekur síður og um 80% af afla okkar er ýsa. Við erum einnig að veiða á rneira dýpi en línubátar sem stunda þorskveiðar, eða á um 50 fóðmum. Einhver bát- ur var síðan að veiðum hér með allt aðra beitu en við notum og lagði línuna upp á grunnvatni. Aflinn hjá honum reyndist vera að tals- verðu leyti undirmálsþorskur. Gæslan greip til þess ráðs að loka á þennan bát en um leið lokaði hún á mig sem er að veiða á allt öðru dýpi. Við erum hvattir til þess að laga okkur að kerfinu og leggja áherslu á að haga veiðum í samræmi við þær tegundir sem aflaheimildir okkar eru í. Við ger- um það og náum góðum árangri. Allt er í góðu lagi hjá okkur en þá er svæðinu lokað og okkur sagt að fara eitthvað annað. Ég er ekki sáttur við það sérstaklega í Ijósi þess að hjá mér voru mældir 60 þorskar og aðeins tveir þeirra reyndust vera undir máli. Ég kalla þetta ekki að veiðunum sé stjórn- að í samráði við sjómenn.” Teikna einhvern kassa Eiríkur ítrekaði að þeim sám- aði þessi vinnubrögð. „Fiskifræð- ingarnir teikna einhvern kassa á kortið án þess að spá nokkuð í hlutina. Þeir eru ekki ennþá farnir að skilja það að við getum að verulegu leyti stjómað því hvaða tegundir verið er að veiða með því að velja réttu beituna og rétta dýp- ið. Ég fór í fyrra með eftirlits- manni frá Fiskistofu inn á svæði sem hafði verið lokað um hríð fyrir handfærum og línuveiðum. Ég gat sagt honum fyrirfram hvað mikið hlutfall af þorski kæmi á línuna miðað við beitu og dýpi og það gekk eftir. Kjarni málsins er sá að það á ekki að loka á þá sem hafa náð árangri í því að veiða ýsu þótt undirmálsþorskur veiðist hjá öðrum bátum. Við höfum verið í sambandi við Landssamband smábátaeigenda og meiningin er að ræða við sjávarútvegsráðuneyt- ið og Hafrannsóknastofnun um að fá þessu breytt,” sagði Eiríkur. Fiski FRETTIR Útgefandi: Framtiðarsýn hf. Mýrargötu 2 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson gudjon@fiskifrettir.is Ritstjórn: Sími: 569 6625 Fax: 569 6692 Ritstjórnarfulltrúi: Kjartan Stefánsson kjartan@fiskifrettir.is Sími: 569 6624 Fax: 569 6692 Auglýsingastjóri: Hertha Árnadóttir hertha@fiskifrettir.is Auglýsingar: Sími: 569 6623 Fax: 569 6692 Áskrift og innheimta: Sími: 511 6622 Fax: 569 6692 Skip.is - fréttavefur Fiskifrétta Eiríkur St. Eiríksson Sími: 569 6610 Fax: 569 6692 Prentvinnsla: Gutenberg Áskriftarverð fyrir hvert tölublað: Greitt m. greiðslukorti: 371 kr/m.vsk Greitt m. gíróseðli: 421 kr/m.vsk Lausasöluverð: 495 kr/m.vsk

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.