Fiskifréttir


Fiskifréttir - 15.10.2004, Qupperneq 4

Fiskifréttir - 15.10.2004, Qupperneq 4
4 FISKIFRÉTTIR 15. október 2004 FRÉTTIR Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin 2003: Brim velti mestu — eða 13,2 milljörðum króna Sjávarútvegsfyrirtækið Brim, sem varð til við sameiningu UA, HB og Skagstrendings, var stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á íslandið árið 2003 miðað við veltu, samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar. Brim velti tæpum 13,2 milljörð- um króna og tók við forustuhlut- verkinu á listan- um af Samherja sem var með tæplega 12,4 milljarða króna veltu. Á meðfylgj- andi töflu eru fé- lögin sem mynd- uðu Brim einnig tilgreind sérstak- lega til frekari upplýsingar. Væri aðildarfélögum Brims haldið að- greindum væri Samherji stærst- ur, síðan Síldar- vinnslan og svo Útgerðarfélag Ak- ureyringa. Samsteypan Brim var leyst upp á þessu ári, sem kunnugt er, og hefur Brimsnafnið nú færst yfir á ÚA. Helsta breytingin milli ára í efstu sætum listans að öðru leyti er sú að Síldarvinnslan flyst úr 8. sæti ÚA-togarar við í 3. sæti við það að veltan eykst um 83% milli ára. Það stafar fyrst og fremst af sameiningu Síldarvinnsl- unnar og SR-mjöls, en síðarnefnda fyrirtækið var fjórða stærsta sjávar- útvegsfélagið árið 2002. Þá má nefna að Vísir hf. tók einnig á sig stökk upp listann, úr 13. sæti í 7. sæti, en velta hans jókst 54% rnilli ára. Af fyrirtækj- unum á með- fylgjandi lista hagnaðist Sam- herji mest eða um tæpan 1,1 milljarð eftir skatta. Togara- útgerðin Stál- skip í Hafnar- firði greiddi hins vegar hæst meðallaun þess- ara fyrirtækja eða rétt tæplega 7 milljónir króna fyrir árs- bryggju á Akureyri. (Mynd/Fiskifréttir: GE). verkið. Stóraukinn ísfiskútflutn- ingur á síðasta fiskveiðiári — einkum vegna meiri ýsuafla Á nýliðnu fiskveiðiári var flutt út mun meira af ísuðum fiski en árið á undan. Það skýrist að stærstum hluta af stórauknum útflutningi á ýsu í kjölfar mun meiri ýsuafla. Þetta kom fram í ræðu Arnars Sigurmundssonar formanns SF á aðalfundi samtakanna. Aukinn ýsuafli fór að mestu í gáma en land- og sjófrysting og flugfiskur tóku einnig við nokkrum hluta af aukningunni. Útflutningur á ísuð- um karfa hefur vegið sífellt þyngra á síðustu árum. Aftur á móti er út- flutningur á ísuðum þorski mjög nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Að meðtöldum öðrum botnfiskteg- undum og flatfiski má reikna með I þús. tonn af ísuðum fiski á síðasta að flutt hafi verið út rúmlega 40 I fiskveiðiári. 15.000 12.500 10.000 7.500 5.000 2.500 0 99/00 00/01 01/02 02/03 03/04 27.630 22.389 21.328 22.402 33.510 Línurit: SF Utflutningur á ísuðum fiski síðustu fimm fiskveiðiár. □ Þorskur 0Ýsa OKarfi □ Ufsi Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin 2003 (raðað eftir veltu, skv. úttekt Frjálsrar verslunar) Fyrirtæki Velta í millj. króna Breyt. í% frá f. ári Hagn. í milli. eftir skatta Meðal- fjöldi starfsm. (ársverk) Bein laun í millj. króna Meðal- laun í þús. króna 1. Brim ehf. 13.192 - -684 - - - 2. Samherji hf. 12.377 -5 1.067 706 3.068 4.345 3. Síldarvinnslan hf. 8.973 83 429 374 1.683 4.501 4. Útgerðarfél. Akureyringa hf. 6.500 -20 91 400 - - 5. Þorm. rammi - Sæberg hf. 5.380 -12 502 256 1.533 5.988 6. Grandi hf. 4.829 -19 763 338 1.695 5.015 7. Vísir hf. 4.666 54 290 - - - 8. Haraldur Böðvarsson hf. 4.640 -31 -107 280 1.595 5.697 9. ísfélag Vestmannaeyja hf. 4.063 -20 193 184 828 4.501 10. Þorbjörn Fiskanes hf. 3.854 -14 300 287 1.540 5.367 11. Vinnslustöðin hf. 3.378 -16 249 210 874 4.163 12. Eskja (Hraðfr. Eskifj.) 3.122 -18 346 156 766 4.910 13. Skagstrendingur hf. 2.766 20 -1 115 657 5.712 14.Loðnuv. hf. Fákrúðsfirði 2.696 17 129 120 556 4.633 15. Hraðfrystih. - Gunnvör hf 2.670 -19 333 180 910 5.056 16. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 2.556 0 478 176 666 3.783 17. Skinney - Þinganes hf. 2.432 -5 480 177 791 4.467 18. Fiskiðjusaml. Húsavíkur hf. 2.047 3 -57 120 249 2.075 19.Toppfiskur ehf. 1.727 2 - - - - 20. Tangi hf. 1.727 -16 131 100 419 4.187 21. Sigurður Ágústsson ehf. 1.619 26 - 70 232 3.309 22. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 1.594 -10 58 89 255 2.869 23. Stálskip ehf. 1.126 9 158 56 390 6.961 24. Oddi hf. - Patreksfirði 1.059 18 18 73 207 2.830 25.Fiskkaup hf. 959 -16 - 40 171 4.275 26. Portland ehf. (Þorlákshöfn) 790 20 - 65 193 2.963 27.Hraðfrystihús Hellissands hf '. 774 -4 3 57 200 3.509 28.Bergur - Huginn ehf. 771 -18 - 44 304 6.911 29. Guðm. Runólfsson hf., útgerð 746 -22 30 83 301 3.627 30. Frostfiskur ehf. 617 -47 - 50 130 2.598 31. Huginn hf. útgerð 595 4 -3 25 186 7.440 32. Búlandstindur hf. 549 - 123 60 118 1.962 33. Fiskmarkaður íslands hf. 411 -2 42 36 140 3.892 34. Garðar Guðm. hf. (Ólafsfirði) 384 -31 19 25 102 4.096 35. ísfiskur ehf 380 -17 - 24 - - 36. Þórsnes ehf. 379 -26 - 43 125 2.907 37. Fiskmarkaður Suðurnesja hf. 331 -4 5 32 136 4.234 38. Humarvinnslan ehf. 302 2 - 14 65 4.643 39. ísleifur ehf. 273 -14 46 15 92 6.140 40. Stofnfiskur hf. 270 -10 -6 39 115 2.946 41. Gná hf. (Bolungarvík) 243 -51 - - - - 42. Útgerðarfélagið FRIGG ehf. 221 -45 54 12 69 5.742 43.Fiskvon ehf. 122 -14 - 10 42 4.200 44.Rifós, fiskeldisstöð 121 120 -5 9 24 2.667 45. Sólborg ehf 103 -19 - 9 40 4.422 46. Siglfirðingur hf. 71 4 8 5 22 4.460 47. Sæfell hf. 70 -33 - 8 24 2.988 48. Fiskmarkaður Vestmannaeyja 43 2 1 4 16 3.975 Fiskveiðiárið 2003/2004: Hafró-aflinn nam 175 milljónum króna — þar af rennur 131 millón í Verkefnasjóð sjávarútvegsins Hafró-aflinn á síðasta fiskveiðiári nam um 2.062 tonnum miðað við tonn upp úr sjó. Er það svipað magn og á fiskveiðiárinu þar á undan en þá var það um 2.100 tonn upp úr sjó. Heildarverðmæti Hafró-aflans á síðasta fiskveiðiári var um 175 milljónir króna. Skipum er heimilt að landa 5% af aflaheimildum sínum utan aflamarks. Sá afli skal boðinn upp á fiskmarkaði. Af andvirði aflans renna 20% til skips og á- hafnar, um 75% til Verkefnasjóðs sjávarútvegsráðuneytisins og um það bil 5% fara í kostnað. Sam- kvæmt þessu rennur um 131 milljón króna til Verkefnasjóðsins á fiskveiðiárinu 2003/2004. Áður fóru þessi 75% Hafró-aflans beint til Hafrannsóknastofnunarinnar og þaðan er nafnið á aflanum komið. Samkvæmt upplýsingum frá ís- landsmarkaði voru 1.827 tonn seld sem Hafró-afli á síðasta fiskveiði- ári og er þá ýmist miðað við slægð- an afla eða óslægðan. Þar af var þorskur 1.355 tonn og ýsa 110 tonn. Meðalverð Hafró-aflans fyrir allar tegundir var 95,18 krónur á kíló. Er það litlu lægra verð en fékkst á fiskmörkuðum landsins fyrir allar tegundir en það var 111,81 króna. Hafró-aflinn virðist því ekki vera miklu lakari en annar afli sem boðinn er upp á fiskmörk- uðum. Af þeim 175 milljónum króna sem Hafró-aflinn nemur kemur stærstur hlutinn frá þorski eða um 143 milljónir króna. Til viðbótar koma tæpar 4 milljónir vegna undirmálsþorsks. Skarkoli skilar næstmestum verðmætum 9,5 milljónum, langa 5,2 milljónum, ýsa 5,1 milljón og keila 1,7 millj- ónum.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.