Fiskifréttir - 15.10.2004, Qupperneq 7
FISKIFRETTIR 15. október 2004
FISKIFRETTIR 15. október 2004
AÐALFUNDUR SAMTAKA FISKVINNSLUSTOÐVA
Sjávarútvegur víkur
fyrir áíi eftir fjögur ár
— sem stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar,
samkvæmt spá greiningardeildar íslandsbanka
Texti og myndir: GE
„Útflutningstekjur sjávarafurða voru í fyrra orðnar 36% af hcild-
arútflutningstekjum þjóðarinnar og með vaxandi álframleiðslu má
gera ráð fyrir að sjávarafurðir verði orðnar næststærsta útflutnings-
greinin árið 2008 eða eftir fjögur ár,” sagði Kjartan Olafsson við-
skiptastjóri sjávarútvegsteimis Islandsbanka í erindi á aðalfundi SF í
síðustu viku.
Hann sagði að þjóðhagslega séð
væri þetta að mörgu leyti jákvæð
þróun því ljóst væri að minnkandi
vægi sjávarútvegsins þýddi að
þjóðarbúskapurinn yrði minna
háður duttlungum þessarar at-
vinnugreinar. Þessi þróun hefði
verið að eiga sér stað um langt
skeið og staðfesti að ekki væri
fyrir miklum innri vexti í íslenskum sjávarútvegi. Hámark beinna erlendra fjárfestinga
Ríki Veiðar Vinnsla
Aðeins sjö Bandaríkin 25% 100%
eftir í Kanada 49% 100%
Kauphöllinni Færeyjar 33,30% 100%
Kjartan vék að Noregur 40% 100%
flótta sjávarút- ESB 100% 100%
vegsfyrirtækja úr Kauphöllinni á ÍSLAND 0% 0%
síðustu mánuðum (Kjartan Olafsson, Islandsbanki).
hækkað um 7,5% sem gæfi árlega
nafnávöxtun um 2%. Því væri ljóst
að raunávöxtun væri neikvæð.
„Sú þróun sem við höfum orðið
vitni að með afskráningu fjölda
sjávarútvegsfyrirtækja er að mínu
mati mjög rökrétt. Það þarf ekki að
koma á óvart þótt við sjáum fleiri
afskráningar á næstu misserum.
Þessi félög
höfða ekki til
hlutabréfamark-
aðarins,” sagði
Kjartan og bætti
því við að þetta
væri ekki sérís-
lenskt fyrir-
brigði. Fjögur
sjávarútvegsfyr-
irtæki væru
skráð í kaup-
höllinni í Nor-
þróun
og misserum.
Hann benti á að í ársbyrjun 2000
hefðu 17 sjávarútvegs- og fiskiðn-
aðarfyrirtæki víðs vegar á landinu
verið skráð í Kauphöllinni og hefði
samanlagt markaðsvirði þeirra
numið 16% af heildarverðmæti
allra skráðra fyrirtækja. Núna væru
aðeins 7 fyrirtæki eftir með sam-
tals 4% af heildarmarkaðsvirði
skráðra félaga.
Hann sagði að arðsemi íjárfest-
ingar í hlutabréfum sjávarútvegs-
fyrirtækja á undanförnum árum
hefði ekki verið upp á fiska. Frá
byrjun árs 2000 til dagsins í dag
hefði vísitala sjávarútvegs einungis
egi og
vísitölu
þeirra
frá ársbyrjun 2000 væri síst skárri
en íslensku félaganna.
Erum „kaþólskari”
en Norðmenn
Að mati Kjartans standa sjávarút-
vegsfélög, rétt eins og önnur félög,
hins vegar frammi fyrir spennandi
íjárfestingarkostum víða um heim.
„Rétt eins og þekking íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja á veiðum og
vinnslu getur víða nýst vel geta
tengsl við erlenda aðila veitt marg-
víslega þekkingu og aðgang að
dreifileiðum og markaðskerfum
með auknu hagræði fyrir báða aðila.
Það á ekki síður við um eignatengsl
en önnur viðskiptatengsl. Því tel ég
að það þurfi að skoða vel hvort
heimila eigi erlenda fjárfestingu í
íslenskum sjávarútvegi að einhverju
marki,” sagði Kjartan og sýndi með-
fylgjandi glæru þar sem fram kem-
ur að nágrannalöndin heimila bein-
ar fjárfestingar erlendra aðila að
einhveiju leyti í veiðum og að öllu
leyti vinnslu. „Jafnvel í Noregi, þar
sem allt er bannað nema það sé leyft
sérstaklega, virðist meira fijálslyndi
í þessum málum en hérlendis,”
sagði Kjartan Ólafsson.
Við pallborðið, frá hægri: Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson forstjóri Vinnslustöðvarinnar, Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri RF, Finnbogi Jónsson stjórn-
arformaður Samherja, Kjartan Ólafsson viðskiptastjóri hjá Islandsbanka og Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri hjá Þorbirni Fiskanesi. (Mynd-
ir/Fiskifréttir: GE).
Fiskvinnsla í landi mun
smám saman leggjast af
- Ijái sjómannasamtökin ekki máls á eðlilegrí mönnun fiskiskipa, segir forstjórí Vinnslustöðvarínnar í Eyjum
„Við fiskvinnslufólk og íbúa sjávarbyggða vil ég segja þetta: Komi
sjómannasamtökin ekki til móts við útvegsmenn og ljái máls á eðli-
legri mönnun skipa og þá í samræmi við þörf, eins og fiskvinnslufólk
hefur gert, mun fiskvinnsla í landi leggjast af smám sarnan. Framtíð-
arsýnin er því ekki björt, því miður,” sagði Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í erindi
sínu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í síðustu viku.
Samkeppnisstaða fiskvinnslu í
landi og sjóvinnslu með hliðsjón af
launakerfi sjómanna var meginefni
erindisins. Sigurgeir Brynjar sagði
að fiskvinnsla í landi hefði dregist
saman á undanförnum árum. „Ég
held að þessi þróun mun halda á-
fram að óbreyttu. Þess vegna gæt-
um við orðið vitni að miklum og
örlagaríkum sviptingum að þessu
Hluti fundarmanna á aðalfundi SF í Skíðaskálanum í Hveradölum.
leyti á allra næstu árum,” sagði
hann.
Launahlutfall útgerðar
stendur í stað
Sigurgeir Brynjar skýrði mál sitt
með því að taka dæmi úr eigin
rekstri. Fram kom að hlutfall launa
í fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni
hefði lækkað úr tæpum 22% í rúm
14% á síðustu 10 árum. Launahlut-
fall í útgerð fyrirtækisins hefði
hins vegar að heita má staðið í stað
og verið í kringum 39%. Hann
sagði að hefði launahlutfallið í
landvinnslunni verið óbreytt hefði
launakostnaður fyrirtækisins orðið
180 milljónum króna hærri árið
2003 en raun varð á sem þýtt hefði
bullandi tap á landvinnslunni. Að
öðru óbreyttu hefði hagnaður fyrir-
tækisins þá orðið 70 milljónir
króna í stað 250 milljóna króna.
Vinnsla ýsu, ufsa og
karfa nánast hætt
Fram kom í máli forstjóra
Vinnslustöðvarinnar að á þremur
árum hefði fyrirtækið nánast hætt
að vinna ýsu, ufsa og karfa í landi.
Það borgaði sig einfaldlega ekki.
Þessi fiskur væri í staðinn fluttur
að langmestu leyti óunninn utan í
gámum. Það segði sína sögu að
árið 2001 hefði 75% togaraafla fyr-
irtækisins farið til vinnslu í landi
en 25% verið flutt utan í gámum.
Árið 2004 hefðu þessi hlutfall al-
gjörlega snúist við.
„Ég leyfi mér að halda því fram
að kjarasamningar við sjómenn
skýri að verulegu leyti bága stöðu
fiskvinnslunnar í landi. Hluta-
skiptakerfi sjómanna stendur bein-
línis landvinnslunni fyrir þrifum.
Stéttarfélög sjómanna náðu því
fram í kjarasamningum á sínum
tima að festa fjölda manna í áhöfn
skipa. Fram til þess að kjaradómur
kvað upp úrskurð árið 2001 hækk-
aði launahlutfall útgerðar ef fækk-
aði í áhöfn. Þessu er öfúgt farið í
landvinnslunni. Fækki fólki vegna
tæknibreytinga í vinnsluferlinu
lækkar launakostnaður sem hlutfall
af tekjum,” sagði Sigurgeir Brynj-
ar.
Meðallaun sjómanna
hækkað mest
Sigurgeir Brynjar tiltók að á síð-
ustu 10 árum hefðu tekjur útgerðar
Vinnslustöðvarinnar hækkað um
rúm 75% en tekjur landvinnslu um
15% sem endurspeglaði það að fyr-
irtækið væri hlutfallslega að draga
úr vinnslu eigin afla og landa
meirihluta aflans annars staðar,
mest í gáma til útflutnings. Á þessu
tímabili hefðu meðallaun sjó-
manna fyrirtækisins á hvert stöðu-
gildi hækkað um 103% á sama
tíma og sjómönnum hefði fækkað
um 19% vegna fækkunar skipa í
flota félagsins sem leitt hefði til
þess að afli á hvert skip hefði auk-
ist. Til samanburðar nefndi hann að
laun allra starfsmanna fyrirtækis-
ins i landi hefðu hækkað um 47% á
sama tíma og fólkinu hefði fækkað
um rúman helming.
Landvinnslan
kostnaðarmeiri
En hvaða rök eru fyrir þeirri
fullyrðingu að kjarasamningar sjó-
manna standi landvinnslunni fyrir
þrifum? Forstjóri Vinnslustöðvar-
innar tók karfavinnslu sem dæmi.
Hann sagði að það kostaði 37,70
krónur á kílóið að veiða fiskinn,
færa að landi og vinna hann þar, en
32,50 krónur á kílóið að vinna
hann um borð í frystitogara. Unnt
væri að bæta samkeppnisstöðu
landvinnslunnar með því að manna
karfaskipin eðlilega og skipta á-
vinningi þannig að hver sjómaður
hefði hærri laun og landvinnslan
nyti um leið góðs af fyrirkomulag-
Miðstýrðar fiskverðs-
ákvarðanir
Sigurgeir Brynjar sagði einnig
að bæði útgerð og sjómenn, svo og
landvinnslan, sköðuðust af mið-
stýrðum fiskverðsákvörðunum af
hálfu Verðlagsstofu skiptaverðs.
Hann tók aftur dæmi úr eigin
rekstri og sagði að núna í ár hefði
ekki verið hægt að láta skip
Vinnslustöðvarinnar róa í Kantinn,
hefðbundin mið Eyjamanna, en þar
hefði aflinn losað 400 tonn af
þorski í marsmánuði undanfarin ár.
Þorskurinn þarna væri nokkru
smærri en á Selvogsbanka og af-
urðaverð saltfisks af þeirri stærð
þar af leiðandi nokkru lægra. Ekki
væri tekið viðunandi tillit til þessa
í miðstýrðu hráefnisverðinu og því
hefði orðið að beina skipum fyrir-
tækisins í stærri fiskinn á Selvogs-
banka til þess að forðast tap í salt-
fiskvinnslunni.
„Niðurstaðan varð sú að aflinn
varð 150 tonnum minni á hvern
bát, verðmæti aflans dróst saman
um liðlega 40% en fiskverðið
hækkaði um 11%. Fiskverð til
skipanna hækkaði um 13-14 krón-
ur kílóið í þorski en aflaverðmæti
þeirra dróst saman um 22 milljónir
króna. Sjómennirnir á netabátun-
um urðu fyrir miklu tekjutapi,
starfsfólkið í fiskvinnslunni fékk
minna að gera og Vinnslustöðin sat
eftir með skerta framlegð af
rekstri,” sagði Sigurgeir Brynjar.
Öll uppsjávarvinnslan
flyst út á sjó
Forstjóri Vinnslustöðvarinnar
sagði að framtíðarsýn stjórnenda
fiskvinnslunnar lýsti sér best í því
að nú væru að verða 10 ár frá því
að síðast var byggt hér fiskvinnslu-
hús svo eitthvað kvæði að.
Ekki borgaði sig að fjárfesta í
ferskfiskskipi enda yrði slíku skipi
fljótlega breytt í frystiskip. Þetta
ætti einnig við um uppsjávarveiðar.
Uppsjávarvinnslan myndi öll flytj-
ast út á sjó námvæmlega eins og
bolfiskvinnslan væri að gera vegna
ákvæða kjarasamninga um rnönn-
un skipa. llann sagði að engin þörf
væri á 14-15 manna áhöfn á nóta-
og flottrollsveiðum uppsjávarskipa
enda væru færeysk og norsk upp-
sjávarskip með 8-11 menn um
borð. Launahlutfall á íslenskum
uppsjávarskipum væri 38-40% en
undir 30% í Færeyjum og Noregi.
Á nýjasta uppsjávarskipi Norð-
manna, Libas, væri stefnt að því að
hafa 8 menn í áhöfn og afli þess
yrði færður kældur að landi til
vinnslu.
Landfrystar afurðir:
12% lækkun skilaverðs
— á tveimur árum
Skilaverð landfrystra botnfiskafurða til framleiðenda
hefur lækkað um tæp 12% á tveimur árum eða frá septem-
ber 2002 til september 2004. Loðnumjöl og lýsi hefur lækk-
að í verði um rúm 13%. Saltfiskur hefur aftur á móti
hækkað á þessu tímabili um rúm 8%.
Þetta kom fram í ræðu Arnars
Sigurmundssonar formanns Sam-
taka fiskvinnslustöðva á aðalfundi
SF. Sé litið til síðustu 12 mánaða
lítur dæmið svona út: Verð á land-
frystum afurðum er nú 6% lægra
en fyrir einu ári, verð á saltfiski
nær óbreytt en verð á skelflettri
rækju nú 3% hærra en í september
í fyrra. Samanvegið verð á mjöl- og
lýsisafurðum hefur verið sveiflu-
kennt á árinu en er nú rúmlega 4%
lægra í íslenskum krónum en fyrir
einu ári.
„Ef horft er til þróunar fram-
legðar hjá nokkrum frystihúsum
samkvæmt könnun SF á síðustu 12
mánuðum má ætla að rekstur
þeirra verði í járnum,” sagði Arnar.
Fram kom í máli hans að afkoma í
rækjuvinnslu væri áfram óviðun-
andi þrátt fyrir dálitla afurðahækk-
un á síðustu mánuðum. Afkoma í
mjöl- og lýsisvinnslu væri í þokka-
legu jafnvægi en óvissa ríkti um
framhaldið þar sem ekki væri búið
að gefa út loðnukvóta. Einnig væri
Svörum
áróðri
með rann-
sóknum
— segir for-
stjórí RF
Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir,
forstjóri Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins, gerði áróður
gegn fiski og fiskveiðum m.a.
að umtalsefni í ræðu sinni á
aðalfundi RF.
Hún sagði að jákvæðar fréttir
urn fisk og fiskneyslu væru af
skornum skammti hjá helstu
fréttamiðlum heims. Slíkt efni
væri helst að finna hjá stofnun-
um og félögum sem hvettu til
heilbrigðara mataræðis. Mis-
vísandi upplýsingar um hvað
væri öruggt og hvað ekki væru
algengar. Samkvæmt upplýsing-
um frá Kanada væri t.d. fjórum
sinnum meira af PCB í eldislaxi
en i kjötafurðum. Hins vegar
fengju Kanadamenn 7-8 sinnum
meira af PCB úr hamborgurum.
„Staðreyndin er sú að aðskota-
efni, eins og til dæmis þung-
málmar, eru almennt í frekar lit-
um mæli í íslenskum fiski. Nauð-
synlegt er að til séu aðgengilegar
upplýsingar um aðskotaefni og
örverur í íslensku sjávarfangi sem
eru vísindalega réttar,” sagði
Sjöfn og gat þess að þetta væri
eitt af mikilvægum verkefnum
sem RF legði áherslu á.
erfitt að spá í frystingu
og saltfiskvinnslu.
Verulegar lækk-
anir á hráefnis-
verði
Verulegar lækkanir urðu á hrá-
Arnar Sigur-
mundsson
efnisverði á síðasta fisk-
veiðiári. Þorskverð lækk-
aði um 3%, ýsuverð lækk-
aði um 31% — hefur
lækkað um 40% síðustu
tvö ár vegna mikils fram-
boðs — ufsi hefur lækkað
um 18%, karfi um 15%,
rækja um 1%, síld um 2%
og loðna um 7%. Um er
að ræða samanvegið áætl-
að meðalverð í beinum
viðskiptum og á fisk-
mörkuðum innanlands.
Ófríðurínn um kvótakerfið:
Mál að linni
- segir sjávarútvegsráðherra
„Allt frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var tekið upp hefur það
gengið í gegnum stöðugt þróunarferli. Miklar breytingar hafa verið
gerðar á kvótakerfinu í gegnum tíðina sem taka mið af því að auka
sátt um kerfið og festa það þar með í sessi,” sagði Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra í ræðu á aðalfundi SF.
„Ég geri mér grein fyrir því að
aldrei verður náð hinni fullkomnu
sátt en einhvers staðar verða menn
að mætast. Sumar þær
breytingar sem gerðar
hafa verið eru í andstöðu
við greinina og ekki endi-
lega til þess fallnar að
efla fyrirtækin ef til
skamms tíma er litið.
Sem dæmi má nefna að
sjálfsagt þótti að binda
hámarks heildarkvóta-
eign við 12% á fyrirtæki.
En þegar löggjafinn ætl-
aði að setja 15% há-
Árni M.
Mathiesen á
aðalfundi SF.
markseign markaðsráðandi fyrir-
tækja ljósvakamiðla ætlaði allt að
ganga af göflunum.
En nú er mál að linni
hvað fiskveiðistjórnun-
ina varðar. Nú þurfa fyr-
irtæki, hvort sem þau eru
í vinnslu eða útgerð, að
geta treyst á stöðugt um-
hverfi og þau verða að fá
það athafnarými sem
þarf til að mögulegt sé að
reka þau út frá viðskipta-
legum forsendum,”
sagði sjávarútvegsráð-
herra.
Störfum i fiskvinnslu
fækkað um helming
- frá árínu 1990
Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað gríðarlega á undanförnum
árum vegna mjög aukinnar tæknivæðingar og breytinga í vinnslu-
greinum auk fjölgunar vinnsluskipa. Nú svarar fjöldi starfsmanna í
fiskvinnslu til þess að um 5.000 heilsdagstörf séu í greininni sem er
fækkun um helming frá árinu 1990.
Þetta kom fram í ræðu formanns
SF á aðalfundi samtakanna. Hann
benti á að síðustu árin hefði fækk-
un starfa hérlendis komið fyrst og
\ ■!
V PRÁ >
fremst fram í sjávarútvegi og land-
búnaði. Hlutfall þeirra sem starfi í
sjávarútvegi sé komið niður í 8% á
vinnumarkaði.
Esbjerg
Immingham
Rotterdam/Vlissingen
Kópavogur
Eggert H. Kjartansson 591 3025
export@atlantsskip.is