Fiskifréttir - 15.10.2004, Side 8
8
FISKIFRETTIR 15. október 2004
ÚTHAFSVEIÐAR__________________________________________________________________TexthKS
Brynjólfur Oddsson skipstjóri í brúnni á Kiel. (Mynd: MÓ).
Þorskveiðar í Barentshafi ganga vei:
Óttast þó að niður-
sveifla sé að byrja
— segir Brynjólfur Oddsson, skipstjóri á Kiel
Kiel í höfn á Akureyri. (Mynd: Myndrún/Rúnar Þór).
Frystitogarinn Kiel sem gerð-
ur er út af DFFU, dótturfélagi
Samherja hf. í Þýskalandi, kom
til hafnar á Akureyri í síðustu
viku með um 700 tonn af frystum
þorskafurðum. Einnig voru um
borð tæplega 300 tonn af mjöli
og lýsi. Skipið var að koma úr 70
daga veiðiferð í Barentshafi nán-
ar tiltekið á Svalbarðasvæðinu
og var heildarafli upp úr sjó um
2 þúsund tonn. Verðmæti afurð-
anna er um 300 milljónir króna
og er þetta mettúr skipsins mið-
að við aflaverðmæti að því er
Brynjólfur Oddsson, skipstjóri á
Kiel, sagði í samtali við Fiski-
fréttir.
Brynjólfur hefur verið skipstjóri
á Kiel í á þriðja ár. Aður var hann
skipstjóri á Norma Mary (ex. Snæ-
fugl SU) sem Onward Fishing,
dótturfélag Samherja í Skotlandi
gerði út. „Eg byrjaði hjá Samherja
fvrir 11 árum síðan. Fljótlega eftir
að ég hóf störf þar fór ég á skip
sem veiða undir erlendu flaggi.
Það atvikaðist þannig að ég var
skipstjóri á Fljalteyrinni EA þegar
henni var flaggað út á sínum tíma.
Eg talaði ágætis ensku og því varð
úr að ég fylgdi skipinu á erlendan
fána. Smám saman festist ég í
þessu,” sagði Brynjólfur er hann
var spurður um tildrög þess að
hann væri skipstjóri á skipum er-
lendis.
Veiða aðallega í
Barentshafi
Fram kom hjá Brynjólfi að Kiel
veiðir mest í Barentshafi, bæði á
Svalbarðasvæðinu og einnig í
norsku lögsögunni. Jafnframt veiða
þeir karfa á Reykjaneshrygg og grá-
lúðu við Austur-Grænland. Þeir
hafa farið tvo túra í Barentshaf síð-
astliðin ár. Fyrri túrinn er farinn í
janúar til mars í norsku lögsöguna í
Barentshafi og víðar. I þeim túr eru
þeir bæði á ufsaveiðum á Ffalten-
banka og syðst á Lófótenslóðinn við
strönd Noregs. Eftir þann túr er far-
ið í einn mánuð eða svo á gráluðu á
Austur-Grænlandi og síðan á út-
hafskarfa á Reykjaneshrygg. Karfa-
veiðin var svo léleg í sumar að þeim
var fljótlega hætt og farið var aftur
til Austur-Grænlands áður en farið
var í Svalbarðatúrinn. A Svalbarða
eru þeir yfirleitt á þorskveiðum.
Þess ber þó að geta að ESB-skipin
geta veitt ýsu utan kvóta í Sval-
barðalögsögunni. Brynjólfur sagði
að í Svalbarðatúmum í fyrra hefðu
þeir verið mjög heppnir. Þá veiddu
þeir á fjórða hundrað tonn af ýsu
upp úr sjó.
Mokveiði lengst af
— Hvernig gekk túrinn núna ú
Svalbarðasvœðið Jyrir sig?
„Við fórum frá íslandi í lok júli
og okkur gekk mjög vel við veið-
arnar. Segja má að það hafi verið
mokafli frá fyrsta degi. Þorskurinn
var mjög góður, allt frá þokkaleg-
um þorski í millistærð upp í það að
vera stórþorskur. Undir það síðasta
var veiðin þó orðin treg og veðrið
var einnig farið að versna. Veiði-
getan var oftast mun meiri en
vinnslan um borð hefði ráðið við.
Við getum unnið um 20 tonn af
flökum á sólarhring sem eru tæp
60 tonn upp úr sjó. Oftast er erfitt
að stilla þetta nákvæmlega saman
en allra best er að taka um 15 tonn
í holi fjórum sinnum á sólarhring,”
sagði Brynjólfur. Eins og fram
kemur hér að framan er þetta
mettúr í verðmætum hjá Kiel en
Brynjólfur gat þess að þetta væri
ekki stærsti túrinn í tonnum talið.
Undanfarin ár hafa þeir oft verið
með svipað magn og nú eða meira.
Þeir hafa nokkrum sinnum komið
með fullfermi í land sem er 770
tonn af afurðum en þá voru þeir
með mikið af ufsa. Svalbarðatúrinn
í fyrra var svipaður í magni og nú
eða um 710 tonn af flökum en þá
var aflinn mikið blandaður af ýsu
sem er verðminni en þorskurinn.
Fram kom hjá Brynjólfi að
veiðiheimildum ESB-skipa í þorski
í Barentshafi væri úthlutað með ó-
líkum hætti eftir því hvort um
Svalbarðasvæðið væri að ræða eða
norsku lögsöguna í Barentshafi.
Hægt er að ganga að kvótunum
vísum á Svalbarðasvæðinu en
samið er um þá ár frá ári í norsku
lögsögunni. Ekki er hægt flytja
heimildir á milli svæða jafnvel þótt
um sama þorskstofninn sé að ræða
á báðum stöðum.
Brattar sveiflur
Bryjólfur sagðist kunna þessum
veiðiskap vel. „Þetta hefur marga
kosti, sérstaklega eins og veiðin er
búin að vera í Barentshafi undan-
farin fjögur ár. Hins vegar verður
að hafa það í huga að þorskveiði í
Brentshafi er gríðarlega sveiflu-
kennd. Þegar ég byrjaði að veiða
þar fyrir alllöngu síðan var þorsk-
stofninn í niðursveiflu. Sveiflan
var svo brött að það jaðraði við
hruni. Þessar bröttu sveiflur, hvort
sem það er upp eða niður, eru vel
þekkt fyrirbæri í Barentshafi.
Hingað til hefur norskum fiski-
fræðingum ekki gengið vel að spá
fyrir um þessar sveiflur. Þeir hafa
verið einum til tveim árum of sein-
ir að átta sig á þeim. Hvað sem því
líður þá er næsta víst að ég á eftir
að upplifa aðra niðursveiflu. Eg
minnist þess þegar ég fór fyrst út á
Hjalteyrinni á breskum fána þá
voru margir bresku skipstjóranna
að lýsa þessum sveiflum fyrir mér.
Nokkrir þeirra hættu einmitt á
þeim tíma því þeir nenntu ekki að
veiða í niðursveiflunni.”
Finnum hvergi
smáfiskinn
- Hafið þið skipstjórarnir ein-
hverja tilfinningu fyrir því hvort
von sé á niðursveiflu á nœstunni?
,Ég hef það á tilfinningunni að
við séum nú þegar að fara inn í
næstu niðursveiflu. Ég ætla þó að
vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Þýskur fiskifræðingur hefur verið
um borð hjá okkur að undanförnu,
hluta úr túr eða allan túrinn. Hann
segir að þetta sé ástæðulaus ótti hjá
mér. Ástandið í Barentshafi sé
mjög gott. Ég á svo sem von á
góðri veiði á næstu vertíð þar sem
mikið finnst enn af stórum fiski.
Áhyggjuefnið hjá mér er að við
finnum hvergi smáfiskinn. Ef eng-
inn er smáfiskurinn er framtíðin
ekki sérlega björt. Yfirleitt er talað
um að 7-9 ár líði milli sveiflna topp
í topp. Miðað við þann tíma ætti að
vera stutt í botninn.”
Þorskstofninn í öllu Barentshafi
er einn og sami stofninn. Ég hlust-
aði um daginn á fyrirlestur hjá ís-
lenskum vísindamann í útvarpinu.
Þar kom fram að þorskurinn við ís-
landi væri frábrugðinn þorskinum
við Kanada og í Brentshafi. ís-
lenski þorskurinn er margar stofn-
gerðir og hann lifir við miklu fjöl-
breyttara landslag. Ef klakið mis-
ferst hjá einni stofngerð er líklegt
að einhverjar aðrar stofngerðir geti
haldið stofninum uppi eða mildað
sveiflurnar. Ef klakið misferst í
Barentshafi í einhver ár er mikil
hætta á því að stofninn hrynji.
Vel gert skip frá
fyrstu hendi
Kiel er um 93 metra langt og um
3.500 brúttótonn að stærð. Vilhelm
Þorsteinsson EA er til dæmis 79
metra langur og 3.200 brúttótonn.
Brynjólfur var spurður að hvaða
leyti Kiel væri frábrugðinn íslensk-
um frystiskipum? Hann er í raun
ekki mikið frábrugðinn nema hvað
hann er svolítið stærri. Það gerir
það að verkum að við getum verið
með fimm flökunarvélar um borð
en íslensk ífystiskip eru ekki með
svo margar flökunarvélar út af
plássleysi. Hins vegar má segja um
Kiel að hann er sérstakur að því
leyti hvað hann er vel gerður frá
fyrstu hendi. Hann er smíðaður í
Þýskalandi fyrir um 33 árum. Það
eru ekki mörg skip sem stunda veið-
ar í Norð-Austur Atlantshafi sem
eru nánast óbreytt í rúm 30 ár, með
sama vélbúnað og sama spilbúnað.”
Frábærir menn á
íslenskum skipum
I áhöfn Kiel eru 32 menn og
sagði Brynjólfur að þar af væru 6
menn í vélarrúmi og einn maður
vinnur alfarið við mjölvinnsluna
um borð. Fjöldi skipverja hefur
verið óbreyttur undanfarin ár en
þegar Samherji kom að rekstri
skipisins á sínum tíma voru 44
menn um borð. Hér á árum áður
voru mun fleiri um borð og sagðist
Brynjólfur hafa heyrt að rúmlega
80 manns hefðu verið í áhöfn þeg-
ar skipið fór jómfrúarferðina.
Brynjólfur gat þess að 10 manns
væru á hvorri vakt á millidekkinu
og er frystigetan svipuð og á
stærstu frystitogurunum hér heima.
„Afköst okkar eru svipuð og hjá ís-
lensku skipinu. Við erum að
minnsta kosti með jafngóðan
vinnslubúnað og þau og örugglega
betri í flestum tilvikum. Við erum
mjög sáttir við afköstin hjá okkur
og ég tel mig hafa góðan mann-
skap. Munurinn er hins vegar sá að
um borð í íslensku skipunum eru
frábærir menn víðast hvar og þess
vegna gengur þeim jafnvel og raun
ber vitni.”
Hámarkslengd 80 dagar
Talið barst að þessu langa út-
haldi við veiðar á Kiel. Brynjólfur
sagði að það vendist. Það yrði að
taka þessu með jafnaðargeði eins
og hverju öðru sem að höndum ber.
Honum hefði þó ekki órað fyrir því
þegar hann ungur maður tók við
prófskírteininu í Stýrimannaskól-
anum að þetta yrði örlög hans.
„Annars þykir 70 daga túr vera
stuttur á þessu skipi miðað við það
sem við erum vanir. Þar til í byrjun
þessa árs giltu þeir samningar að
túrinn mátti vera allt að 120 dög-
um. Nýir samningar tóku gildi á
þessu ári og nú má túrinn ekki fara
yfir 80 daga. Hér áður var yfirleitt
millilandað þegar skipið var fullt
og farið út aftur með sömu áhöfn
að mestu leyti og túrinn kláraður ef
120 dagar voru ekki liðnir. Auðvit-
að þarf meira þrek til að halda út
svona langan túr heldur en að taka
sama magn í fleiri og styttri túrum.
Hins vegar má segja að túrinn er
nákvæmlega jafnlangur og hugar-
farið sem þú ferð með í hann. Ef þú
ferð ekki með rétta hugarfarið í túr-
inn getur hann orðið mjög langur.”
Vinnutilhögunin hjá Brynjólfi er
þannig að hann fer einn túr og á frí
næsta túr. Þýskur skipstjóri er á
skipinu á móti honum. Brynjólfur
var eini íslendingurinn um borð í
síðasta túr en mest hafa verið þrír
íslendingar verið um borð í Kiel á
sama tíma.