Fiskifréttir - 08.07.2005, Blaðsíða 5
FISKIFRETTIR 8. júlí 2005
7.-10. september 2005 • www.icefish.is
5
SKOÐUN
Réttast að lesa fyrst og skrífa svo
— eftir Árna Bjarnason
Það er yfirleitt af hinu góða
þegar greinaskrif vekja viðbrögð
og leiða til frekari umfjöllunar
um málefnið. Það á sannarlega
við í því tilfelli sem hér um ræðir
en þar er á ferðinni grein Gísla
Unnsteinssonar skipstjóra á
Tjaldinum til varnar vinnuveit-
anda sínum, Guðmundi Krist-
jánssyni útgerðarmanni. Gísli
kemur víða við í grein sinni og
mærir Guðmund óspart á milli
þess sem hann gagnrýnir mig og
reyndar sjómannaforystuna alla
fyrir ósveigjanleika, skilnings-
leysi og þröngsýni. Ekki veit ég
hvar, eða með hvaða hætti Gísli
hefur kynnt sér kjarasamning
þann sem undirritaður var sl.
haust, en talsverð vanhöld virðast
vera á því að hann hafi meðtekið
það sem í þeim samningi felst. I
öllu falli eyðir hann mestu púðr-
inu i að býsnast yfir afturhalds-
semi sjómannaforystunnar í
mönnunarmálum, en stærsta
breytingin sem fólgin var í haust-
samningnum var einmitt að
vinda ofan af ákvæðum varðandi
mönnun fiskiskipaflotans með
það að leiðarljósi að hvorki yrðu
fleiri né færri menn á hverju skipi
en þörf væri fyrir. Sem sagt raun-
mönnun á fiskiskipaflotann.
Mönnunarmálin
Eins og þeir vita sem á annað
borð fylgdust með, þá var það að-
ferðafræðin varðandi mönnun og
með hvaða hætti hún tengdist því
að búa til forsendur fyrir auknu
framlagi útgerða í lífeyrissjóð,
aukinn rétt til séreignarlífeyris-
sparnaðar, hærra framlags í
styrktarsjóð og fl. sem hvað harð-
asta gagnrýnina fékk frá sjó-
mönnum.
Gagnrýni sjómanna fólst í því
að þeim þótti ýmist með réttu
eður ei sem þeir væru sjálfir að
borga að miklu leyti þennan svo-
kallaða félagsmálapakka.
En hvað sem annars
má um þennan samning
segja, þá liggur það í
öllu falli fyrir að sam-
kvæmt honum er búið
að galopna fyrir manna-
fjölda um borð í fiski-
skipum þótt það virðist
hafa farið algjörlega
fram hjá Gísla Unn-
steinssyni. Aðal hættan
sem þessu fylgir er sú að
einhverjir útgerðarmenn
freistist til að ganga of
langt og hreinlega undir-
manni skip. Mótrök mín
voru og eru þau að til lengri tíma
litið hljóti mál að skipast með þeim
hætti að skipstjórar og útgerðar-
menn komist að sameiginlegri nið-
urstöðu um þá mönnun sem mestu
skilar til beggja aðila með hliðsjón
af gæðamálum, öryggisþáttum og
eðlilegu vinnuálagi áhafnar. Þeir
þættir verða ekki uppfylltir til lang-
frama á undirmönnuðu skipi. Gísli
segist hafa sótt sjóinn á togara.
Ekki veit ég hversu löng togara-
mennska hans var, en umfjöllun
hans um þann þátt ber því miður
ekki vitni um mikla þekkingu á því
sem hann er að tjá sig um. Hvað
varðar möguleika á breyttu róðrar-
mynstri, mönnunarákvæðum eða
kjarasamningnum yfir höfuð, þá
virðist hann hreinlega vera að
gagnrýna þau út frá gamla samn-
ingnum en ekki þeim sem undirrit-
aður var sl. haust.
Undarleg þversögn
Gísli bendir réttilega á þá vá
sem felst í hugsanlegri innrás út-
lendinga á íslensk fiskiskip og
spyr hvort sjómannaforystunni sé
ekki ljós þessi hættulega þróun og
hvort ekki sé ástæða til að bregðast
við þessu ástandi. Því er til að
svara að okkur er þessi hætta mjög
ljós. Einnig er ljóst að vísasti veg-
urinn til þess að hættan breytist í
staðreynd felst í því að útgerðar-
menn geri það að skilyrði fyrir
ráðningu á sín skip að sjómenn
gangi úr stéttarfélögum sínum. Þar
með opnast greiðasta leið sem til
hefur verið fram að þessu gagnvart
útlendingum. Þetta hefur aðeins
einn útgerðarmaður gert hingað til,
hvað sem framtíðin ber í skauti sér.
Gegn þessu vilja sjómannasamtök-
in berjast. Gísli er dyggur stuðn-
„Ekki veit ég hvar,
eða með hvaða hætti
Gísli hefur kynnt sér
kjarasamning þann
sem undirritaður var
sl. haust, en talsverð
vanhöld virðast vera
á því að hann hafi
meðtekið það sem í
þeim samningi felst.”
ingsmaður Guðmundar og segist
jafnframt sjálfur styðja áframhald-
andi tilveru stéttarfélaga en kallar
það á sama tíma sandkassaleik
þegar forysta sjómannasamtakanna
bregst við þessari atlögu Guð-
mundar að stéttarfélögunum.
Þolinmæði
í grein Gísla er eftirfarandi sleg-
ið upp feitletruðu.
Það mætti örugglega
ná góðum árangri ef
menn eins og Arni
Bjarnason gæfu sér
góðan tíma, hlust-
uðu á Guðmund og
reyndu að nýta sér
hugmyndir hans til
að bæta kjör um-
bjóðenda sinna. Á
sínum tíma snemma á
samningsferlinu átt-
um við fundi með
Guðmundi og gáfum
okkur góðan tíma til
að hlusta á hans rök og hugmyndir.
Þekking Gísla á vinnuveitanda sín-
um virðist ekki rista nægilega djúpt
þar sem hann álítur að Guðmundur
hafi til að bera þá þolinmæði sem
þarf til að gefa sér góðan tíma til
lausna í málum af þessu tagi. Því
fer víðsfjarri að svo sé. Það sem
gerðist var einfaldlega með þeim
hætti að samtök sjómanna höfnuðu
því að semja prívat og persónulega
við Guðmund Kristjánsson án þess
að hafa lokið því sem fyrir lá
þ.e.a.s. að klára samninga við sam-
tök útgerðarmanna LIU. Það taldi
Guðmundur óásættanlega niður-
stöðu og lagði þar með í sína „upp-
byggilegu” einkasiglingu. Leitaði
hann lögfræðiráðgjafar þar sem
krufin voru hugtök eins og félaga-
frelsi, skylduaðild og fleira í þeim
dúr. Tilgangurinn var að finna að-
ferð sem dygði til að komast upp
með að stofna útgerðarfyrirtæki og
gera út íslenskan togara án þess að
þurfa að hlíta þeim lögmálum og
samskiptareglum sem viðgengist
hafa milli aðila innan sjávarútvegs-
ins um árabil. Segja má að víða sé
og hafi verið pottur brotinn í þess-
um samskiptum gegnum árin, en
það breytir því ekki að rniklar og
dýrar fórnir hafa verið færðar af
hálfu sjómanna fyrir sínum kjörum.
Mér finnst að þeir sem halda uppi
vörnum fyrir útgerðarmann sem
með einbeittum vilja vinnur að því
að brjóta niður það sem áratugi
hefur tekið að byggja upp, þeir séu
með þvi að sýna óvirðingu stór-
um hópi sjómanna sem fórnað
hafa tekjum og jafnvel starfi til að
berjast fyrir réttindum sínum.
Framhjáhald
Mikið hefur verið rætt og ritað
um framhjáhald í íjölmiðlum að
undanfornu. Þekktir einstaklingar
eru nafngreindir og pressan veltir
sér upp úr hremmingum þessa
fólks.
Til að Fiskifréttir verði ekki út-
undan í framhjáhaldsumræðunni
þá vil ég enda þennan pistil á því
að benda á það furðulega framhjá-
hald sem Guðmundur Kristjáns-
son stundar glaðbeittur um þessar
mundir. Hann er lögformlega í
sambúð með LÍU sem staðfest er
á skilmerkilegan hátt m.a. með
því að hann er þar stjórnarmaður í
aðalstjórn og gegnir þar þeim
skyldum sem slíkri sambúð fylgir.
Síðan heldur hann fram hjá sam-
tökum útgerðarmanna fyrir opn-
um tjöldum með hjákonu sem
heitir Sólbakur ehf. Ekki er nóg
að um framhjáhald sé að ræða
heldur einnig það sem ekki er síð-
ur ámælisvert, en það er misnotk-
un í tengslum við framhjáhaldið.
Þessu myndi ég ekki una ef ég
væri í sambúð með Guðmundi og
stjórnarmaður í LÍÚ.
Staka:
Það er svo margt sem fyrir ber
sem er að vejjastfyrir mér
það höndlar ekki hver sem er
að halda frnrn hjó sjúlfum sér.
Höfundur er forseti
Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands.
Þorskalifur:
Verðið of lágt
- segir útgerðarmaður Krístjáns S. SH-23
„Verðið sem Lysi hf. greiðir fyrir lifrina er einfaldlega of lágt til
þess að það borgi sig að hirða hana. Það er of mikið umstang fyrir
30 krónur á kílóið, hvað þá lægri fjárhæðina seni boðin var áður.
Hins vegar bauðst Faxamarkaður til þess að taka af okkur lifur fyr-
ir 45 krónur kflóið í vetur og ég og margir fleiri slógum til og lögð-
um upp lifur þar.”
Þetta sagði Kristján Runólfs-
son útgerðarmaður Kristjáns S.
SH í samtali við Fiskifréttir, en
hann hafði samband í tilefni af
umfjöllun okkar um söfnun og
nýtingu þorskalirfrar fyrir
skömmu.
Örn Smárason forstöðumaður
Fiskmarkaðar íslands í Reykjavík
(Faxamarkaðar) tjáði Fiskifréttum
að þeir hefðu keypt lifur á föstu
verði, 45 kr/kg, í einn eða tvo
mánuði á síðustu vetrarvertíð fyr-
ir fyrirtæki sem selt hefði hana á-
fram til Danmerkur, þar sem hún
hefði farið í niðursuðu.
Því má bæta við að samkvæmt
skrá Islandsmarkaðar voru seld
318 tonn af lifur á íslensku fisk-
mörkuðunum á síðasta ári að
verðmæti 8,7 milljónir króna.
Meðalverð var 27,41 kr/kg.
^ Úthafskarfi:
Ástæða tií að óttast ofveiði
— segir Eggert Guðmundsson, forstjóri HB-Granda
Þau skip HB-Granda sem eru á úthafskarfaveiðum á Reykjanes-
hrygg verða það enn um sinn þrátt fyrir að aflinn hafi verið fremur
tregur, eða um tonn á togtímann þegar best lætur. Ekki stendur til
annað en að ná þeim kvóta sem úgerðinni var úthlutað, sem er nær
11.000 tonn. Þessi skip eru Þerney, Örfirisey, Venus og Helga María.
„Skipin gætu verið að færa sig austar, nær Grænlandi á næstunni, en
veiðin hefur verið fremur dræm lengst af, það hefur ekki náðst neinn
sérstakur dampur í þetta,” segir Eggert Guðmundsson, forstjóri HB-
Granda í samtali við Fiskifréttir.
— Það er mikil ásókn í út-
hafskarfann þegar veiðin er fyrir
utan landhelgislínuna, jjöldi skipa
að veiðum á tiltölulega litlum
bletti. Óttastu að það sé verið að
ofveiða úthafskarfann?
„Viss ástæða er til að óttast það
þegar allur þessi floti er á svæðinu
og auk þess nokkur „sjóræningja-
skip”. Það jákvæða er að menn
hafa verið einarðir í aðgerðum við
að stöðva veiðar þessara ólöglegu
skipa, og Landhelgisgæslan tekið
þátt i því með því að fylgjast með
hvert farið er með aflann til lönd-
unar. Þær aðgerðir hafa leitt til þess
að þau hafa orðið að landa í Afr-
íku.”
Einnig kom fram hjá Eggert að
veiðar á norsk-islensku síldinni á
nýja skipi HB-Granda, Engey RE,
ganga vel en skipið er milli Jan
Mayen og Svalbarða. „Aflinn hefur
alveg verið þokkalegur, eða upp í
400 tonn á dag en vinnslan um
borð afkastar um 200 tonn ef síldin
er flökuð og fryst sem er um 500
tonn upp úr sjó. Þetta er smærri
síld en fékkst meðan skipið var hér
norðaustur af Langanesi, svo af-
köstin eru ekki eins mikil. Veiðin
er því nálægt afkastagetunni eins
og er,” segir Eggert Guðmundsson,
forstjóri HB-Granda.