Sæbjörg - 01.11.1938, Qupperneq 7

Sæbjörg - 01.11.1938, Qupperneq 7
Siysavarnir á sjó og landi. 3—4. tbl., 5. árg. 1938. HAUÖJUIk'lj Ungmennad. Slysavarnafélags slands Ábyrgðarmaður: Jón Oddgeir Jónsson Björgunarskipið Sæbjörg hefir fiegar veitt mörgura skipum og bátum hjálp. - Úr skýrsiu skipstjörans. Björgunarskipið „Sæbjörg“ koni hingað til lancls þ. 20. febr. þ. á. og hóf starf sitt nokkru síðar. Skipið iiefir því starfað í rúmlega hálft ár og þykir vel við eiga að birt sé nú grein um bj örgunarstarfsemi skipsins, eftir skýrslum skipstjórans. Það var orðið all áliðið á vetr- arvertíðina, er „Sæbjörg“ fór sína fyrstu ferð út í Faxaflóann til þess að gegna störfum sínum fyrir fiskiflotann. Þrátt fyrir það auðnaðist henni að verða mörgum til hjálpar, eins og nú skal rakið. Hinn 3. apríl kallaði mb. „Hákon Eyjólfsson“, sem hefir talstöð, á hjálp, þar eð hann hafði feng'ið vélarbilun úti við Garðskaga. Brá „Sæbjörg“ við og kom bátnum til aðstoðar og' dró liann til Keflavíkur. Þann 3. maí bað mb. „Ingólfur“ frá Kefla- vík um hjálp. Sagði formaður „Ingólfs" að svo mikill leki væri kominn að bátnum, að liann gæti ekki látið vélina ganga. Yar enn brug'ðið fljótt við og „Ingólfur“ dreginn til hafnar í Keflavík. Þann 7. maí tilkynnti mb. „Reynir“ frá Keflavik, að mb. „Óðinn“ frá Reykjavík væri með bilaða vél um 20 sjómílur vestur frá Sandgerði. Var strax farið honum til hjálpar og kom- ið með hann til Reykjavíkur daginn eftir. Eins og' kunnugt er, hefir „Sæbjörg“ mjög fullkomna miðunarstöð og getur því gefið skipum og bátum nákvæmar staðamiðanir, enda nutu all- mörg skip aðstoðar „Sæbjarg- ar“ í þessum efnum, og skulu bér nefnd nokkur dæmi, tekin eftir skýrslum skipstjórans, Kristjáns Kristjánssonar. „Kl. 11.50 þ. 10. apríl kallaði lv. „Sæborg“ frá Akureyri og bað um að miða sig. Kl. 15.50 sama dag, bað „Sæborg“ aftur um miðun. Eftir samtali, er náðist af skipstj. á „Sæborgu“ taldi hann báðar miðanirnar góðar. Kl. 9,40 þ. 5. maí bað mb. „Arni Ólafsson“ um að miða sig og þá um leið m.b. „Örninn" frá Keflavík. Allar þessar mið- anir reyndust réttar.“ Ennfremur var „Sæbjörg“ kölluð til aðstoðar á ýmsum öðrum sviðum, eins og sjá má af eftirfarandi: „Kl. 12,10 þ. 3. apríl kom op- inn vélbátur og bað um hjálp, til þess að ná upp fyrir sig net- hnút. Var hann aðstoðaður við það og dreginn til lands. Kl. " 13,35 þ. 2. apríl kallaði bv. ,.Belgaum“ frá Reykjavík og bað um að taka fyrir sig veikan mann í land. Þegar kom- ið var til „Belgaum“, það mun hafa verið um 3—4 sjómílur í vestur frá Garðskaga, dæmdist ófært að taka sjúka manninn á milli skipa“. Þ. 10. maí hætti „Sæbjörg'“ störfum í Faxaflóanum, en 24. júní fór hún norður fyrir land til þess að starfa þar yfir síld- veiðitímann. Því eins og kunn- ugt er stundar megnið af ísl. fiskiflotanum veiðar fyrir Norðurlandi yfir sumarið. Fyrir Norðurlandi var skipið til 22. september, en þá kom það til Reykjavíkur. Daginn eftir fór „Sæbjörg“ aftur til starfa sinna í Faxaflóa og var þar til 4. okt. en þá liætti hún störfum í svip og er nú verið að hreinsa vél skipsins. Tímabilið frá 10. júní tli 4. október var „Sæbjörg“ á leigu hjá Skipaútgerð ríkisins. Hér fara á eftir útdr. úr skýrsl- um skipstjórans um björgunar- störf „Sæbjargar“ fyrir Norð- urlandi: Þriðjudaginn 2. ágúst ld. 20.50 kom „Sæbjörg“ að skip- inu „Arthur & Fanney“ þar sem það lá fyrir akkeri, uppi und- ir landi, út af Bangastöðum. austan við Tjörnes. með stykld úr nótinni í skrúfunni og gat sig ekki hreyft og því alveg hjálparlaus. Skipstj. á skipinu bað um hjálp til þess að kom- ast til hafnar, svo hægt væri að losa úr skrúfunni, og síldar- farm, sem það bafði innan- borðs, um 350 smál. Skipið hafði legið þarna frá kvöldinu áður. og' var talstöðvarlaust. Var það

x

Sæbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.