Sæbjörg - 01.11.1938, Side 21

Sæbjörg - 01.11.1938, Side 21
SÆBJORG 11 Útgefandi: Ungmennadeild Slysavarna- félags íslands. Blaðanefnd: Hjörtur Pétursson, Benedikt Antonsson, Bragi Ivristjánsson. PrentaS í Félagsprentsmiðjunni. er fljótlært, og' nauðsynlegt að kunna. Maður ligg'ur á baki, beinn með höfuð svolítið bog- ið fram, notar sömu fótatölc og' á bringusundi, en um leið og hann dregur að sér fæturna færir liann liendur upp með mjöðmunum, síðunum að geir- -vörtum, þá réttir bann hendur út með fingur aðeins upp úr vatninu, samtímis þvi sem hann setur fætur út, og legg- ur liendur iteinar að siðum um leið og hann slær fótum sam- an, liggur liann þá aftur beinn í vatninu, sem í byrjunarstill- ingu, fyrsta tak er búið og' ann- að byrjar með sömu aðferð og s. frv. þar til sundið er numið. Þegar húið er að læra þessi ■sund vel, langar marga til þess að læra skriðsund (crowl) og er það mjög vandlært, því sam- -vinna verður að vera í góðu lagi milli handa og fóta, án þess þó að samband sé þeirra í milli, sem kallað er, en það er að hendur og' fætur mega ekki fylgjast að. Þess vegna verður byrjandi að æfa vel og lengi hendiír og fætur sitt í hvoru lagi; fær hann sér því kúl og' kork, sé það fyrir hendi, annars heldur liann sér ein- livers staðar í vegg eða rimil, réttir fætur beint aftur, tevg- ir úr ristum, er innskeifur, lið- ugur og mjúkur i knjáliðum og mjöðmum, slær því næst fótum upp og' niður i vatnið, þannig að hann sparki með yl vinstri fótar aðeins upp úr vatninu, þegar hægri fótur fell- ur niður, og svo á vixl, sem likast því er maður hjólar. Meðan fætur eru hvíldar, æf- ir maður hendurnar, getur hann þá fyrst staðið i mittis- djúpu vatui með annan fótinn beygðan um kné fram, en hinn beinan aftur, hallar sér lítið eitt áfram, réttir báðar liend- ur beinar fram, með höfuð nið- ur í vatnið og' útöndun. Þá dregur hann vinstri liendi heina niður i vatnið, lílið eitt út á við, alla leið aftur á móts við mjöðm, samtimis því að hann kippir hendinni mjúk- lega upp úr vatninu, beygir liandlegg' um olnboga (sjá með- fylgjandi mynd) og færir liann heint fram, lítur liann andliti vel til vinstri, upp úr vatninu, o])nar munninn og' andar að sér. Sama hreyfing er gerð með hægri liendi og þá vinstri hendi og liöfði haldið beint fram og andað frá sér, þetta er endur- tekið þar til leikni er fengin á höndum og' fótum, en þá getur maður farið að synda með liöndum og fótum saman, en þá verður að gæta þess vel, að láta livort fyrir sig vinna hiklaust og rykkjalaust, svo að fætur taki að minsta kosti 5— 6 tök á móti einu handartald. Hver, sem lærir sund, þarf að vera þolinmóður og vand- látur við sjálfau sig', þá aðeins nær hann leikni á sundinu og getur vænst þess að verða fljótur og þolinn sundmaður. Þá ber hverjum manni, sem orðinn er vel syndur, skyldu til að læra björgunarsund og lífg- un, og æfa það svo vel, að hann verði fær um að bjarga öðrum ef á þarf að halda og stað- liættir leyfa að fært sé. Þótt ég hafi reynt að lýsa Þegnskylduvinna er nú víða framkvæmd i liinum ýmsu löndum. Sé henni vel og rétti lega stjórnað, getur liún verið þegnum þjóðfélagsins til aukins þroska, tamið þeim aga og skap- að réttan skilning á vinnunni. — Myndin hér að ofan er frá vinnuskóla atvinnulausra ung- linga, en slíkir skólar hafa verið reknir að undanförnu hér í ná- grenni Reykjavíkur, undir stjórn Lúðvígs Guðmundssonar, skólastjóra, sem er þjóðkunnur áhugamaður uni uppeldismál. Ungmennadeildin í Reykjavík liélt fund í K.R.-húsinu þ. 30. október. - - Þar var m. a. ákveð- ið að halda skemtifund í nóv- ember og aðalfund deildarinnar í desember næstkomandi. þessum sundum í aðaldráttum, er ekki hægt að búast við þvi, að af því sé liægt að læra sund, nema með aðstoð kennara. Lærið og iðkið sund svo vel sem kostur er á. Munið, að góð íþrótt er gulli betri. Þ. Magnússon.

x

Sæbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.